Þjóðviljinn - 03.05.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.05.1989, Blaðsíða 4
FRETTIR 1.MAI í Reykjavík Myndir: Jim Smart KJARASAMNINGAR Alþýðusambands Islands og Vinnuveitendasambandsins Kjarasamningur milli Alþýðusambands íslands vegna eftirtalinna landssambanda þess og einstakra aðildarfélaga þeirra; Verkamannasambands íslands, Landssambands iðnverkafólks, Landssambands íslenskra versl unarmanna, Málm- og skipa- smiðasambands íslands, Félags starfsfólks í húsgagnaiðnaði, Iðn- nemasambands íslands, svo og félaga með beina aðild að sam- bandinu annars vegar og Vinnuveitendasambands Islands vegna aðildarfélaga þess og ein- stakra meðlima og Vinnumála- sambands samvinnufélaganna hins vegar og Reykjavíkurborg- ar. 1. grein. Allir kjarasamningar ofan- greindra aðila framlengjast til 31. desember 1989 með þeim breytingum, sem í samningi þess- um felast og falla þá úr gildi án sérstakra uppsagna. 2. grein. Heildarlaun á mánuði með föst- um álögum, þ.e.a.s. stofn yfir- vinnu og vaktaálags, miðað við fullt starf hækki sem hér segir á samningstímabilinu: Við gildistöku samnings um kr. 2.000. Hinn 1. september um kr. 1.500. Hinn 1. nóvember um kr. 1.000. Framangreindar launahækkanir koma í stað áður umsaminna á- fangahækkana á samningstíma - bilinu í þeim samningum, sem gildaframyfirl. maí 1989 og framlengjast þeir til 31.desember 1989, en falla þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. 3. grein. Reiknitölur hreins akkorðs, ákvæðisvinnu og uppmælingar, svo sem við ræstingu, við síldar- söltun, löndun, losun og lestun hækki sem hér segir: Við gildistöku samnings um 3,8% Hinn 1. september um 2,8% Hinn 1. nóvember um 1,9% 4. grein. Fæðisgjald, fatapeningar, nám- skeiðsálag, launatillegg og verk- færagjald og hliðstæðar greiðslur hækka ekki. Fastlaunauppbót og önnur afkastahvetjandi launa- kerfi en hreint akkorð, svo sem bónus og premía hækki sem hér segir: Við gildistöku Hinn 1. september Hinn 1. nóvember um 2,0% um 1,0% um 1,0% 5. grein. Við mat á starfsaldri til launa telst 21 árs aldur jafngilda 1 árs starfi í starfsgrein, en 24 ára aldur gefur rétt til launa skv. næsta starfsald- ursþrepi þar ofan við. 6. grein. Fastráðið starfsfólk, sem hefur áunnið sér fullan orlofsrétt, með starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár og er í starfi í maíbyrjun, skal við upphaf or- lofstöku eða eigi síðar en 15. ág- úst fá greidda sérstaka ein- greiðslu, orlofsuppbót, kr. 6.500, miðað við fullt starf, en hlutfalls- lega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Full vinna skv. fram- ansögðu er 1700 klst. í dagvinnu. Hafi launþegi færri dagvinnu- stundir að baki skal fara með það uppgjör með sama hætti og des- emberuppbót. Það telst vinnutími samkvæmt þessari grein, þótt maður sé frá vinnu vegna veikinda eða slysa, meðan hann fær greitt kaup eða hann er í orlofi. Á orlofsuppbót greiðist ekki or- lof, né heldur myndar hún stofn fyrir yfirvinnu. 7. grein. Desemberuppbót í samningum aðila hækki í kr. 9.000. 8. grein. Samningur þessi öðlast gildi við staðfestingu einstakra aðildarfé- laga Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna og gildir þá frá og með 1. maí 1989, enda hafi Vinnuveitendasambandi íslands eða Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna borist tilkynning um samþykki viðkomandi verka- lýðsfélags fyrir kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 19. maí 1989. Berist tilkynning um samþykki ekki innan ofangreinds frests öðlast samningurinn fyrst gildi frá og með þeim tíma, er tilkynning berst. Reykjavík, 1. maí 1989 BOKUNI um réttarstöðu starfsmanna við eigendaskipti að fyrirtæki. Samningsaðilar eru sammála um það að eigendaskipti að fyrir- tækjum eða samfuni fyrirtækja geti ekki breytt ráðningar- kjörum, þar með talíð orlofs- og veikindarétti, starfsmanna, nema undan hafi farið uppsögn ráðn- ingarsamnings. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur aðila breytist ekki við eigendaskipti að fyrir- tæki. Aðilar eru sammála um það að fyrri eigandi kynni fyrirhugaðar breytingar á rekstri eða sölu fyrir- tækis, með eins miklum fyrirvara og kostur er. Við eigendaskipti að fyrirtæki gengur hinn nýi eigandi inn í rétt- indi og skyldur fyrri eiganda gagnvart starfsfólki, nema starfs- fólk sé í kaupsamningi sérstak- lega undanskilið. Telji hinn nýi eigandi sig þannig óbundinn af ráðningarsamningum fyrri eiganda ber honum að tilkynna starfsmanni það strax og hann tekur við rekstri fyrirtækisins. Ef svo er, er fyrri eigandi skuld- bundinn til að greiða starfsfólki uppsagnarfrest skv. ráðningar- samningi eða kjarasamningi. BÓKUN II Með vísan til reglna um greiðslur vegna veikinda barna, er það sameiginlegur skilningur aðila, að með foreldri sé einnig átt við fósturforeldri eða forráðamann, sem er framfærandi barns og komi þá í stað foreldris. BOKUN III Aðilar eru sammála um að stefnt skuli að aukinni hlutdeild kvenna í stjórnunarstörfum í fyrirtækj- um. Jafnhliða þessu er stefnt að því að konur takist á hendur ábyrgð- armeiri og hærra launuð störf. Aðilar eru sammála um að skipa viðræðuhóp, sem skoði hver þró- un launamunar karla og kvenna hefur verið, hvað skýri hann og kanni leiðir til að draga úr hon- um. BÓKUN Aðilar eru sammála um að samið skuli um launakjör iðnnema mið- vikudaginn 3. maí nk. >.<

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.