Þjóðviljinn - 03.05.1989, Side 5

Þjóðviljinn - 03.05.1989, Side 5
Mlðvikudagur 3. maf 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Yfirtýsingar for- sætisráðherra til ASÍ og atvinnurekenda Reykjavík, 30. apríl 1989 Alþýðusamband íslands Grensásvegi 16 108 Reykjavík í því skyni að greiða fyrir kjar- asamningum milli Alþýðusam- bands íslands annars vegar og Vinnuveitendasambands Islands og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna hins vegar hefur ríkisstjórnin eftir viðræður við fulltrúa Alþýðusambandsins ákveðið eftirfarandi: 1. Atvinnumál. Ríkisstjórnin mun skipa sérstaka nefnd með fulltrúum ASÍ, VSÍ og VMS auk fulltrúa stjórnvalda til að fjalla um ástand og horfur í atvinnumálum og móta langtím- astefnu um atvinnuuppbyggingu í Iandinu. Fyrst í stað skal nefndin þó einbeita sér að þróun atvinnu- mála á næstu misserum. 2. Atvinnuleysistryggingar. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að á yfirstandandi þingi verði lögum um atvinnuleysistrygging- ar breytt þannig að heimilt verði að lengja bótatímabil atvinnu- leysistrygginga úr 180 dögum í 260 daga. Jafnframt verði kannað með hvaða hætti megi tryggja verkafólki við landbúnaðarstörf rétt til atvinnuleysisbóta. 3. Verðlagsmál. Ríkisstjórnin mun sporna eins og frekast er kostur við verðhækk- unum á næstu misserum. Verð- stöðvun verður sett á opinbera þjónustu þannig að verðlagning hennar miðist við forsendur fjár- laga fýrir árið 1989 og ríkisstjórn- in mun beita sér fyrir aðhaldi að verðákvörðunum einokunarfyr- irtækja og markaðsráðandi fyrir- tækja. í samstarfi við samtök launafólks verði unnið öflugt verðkönnunar- og kynningar- starf. Jafnframtmun ríkisstjórnin verja 500-600 milljónum króna til aukinna niðurgreiðslna á verði landbúnaðarvara frá 1. apríl til ársloka, þannig að þær verði óbreyttar í krónutölu út árið, eða grípa til annarra jafngildra að- gerða til lækkunar á verði nauðsynjavöru. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir sérstakri lækkun á verði dilka- kjöts. 4. Skattamál. Ríkisstjórnin mun hafa samráð við samtök launafólks um úrbæt- ur í skattamálum meðal annars um aðgerðir til að koma í veg fyrir skattsvik. Þá mun ríkis- stjórnin láta kanna skattlagningu lífeyrisiðgjalda meðal annars með tilliti til tvísköttunar. Ríkis- stjórnin mun hafa samráð við samtök launafólks um undirbún- ing og framkvæmd virðisauka- skattsins, sem tekinn verður upp um næstu áramót, meðal annars um hugsanleg tvö þrep í skattin- um. 5. Vaxtamál. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir áframhaldandi lækkun raunvaxta á verðtryggðum lánum. Jafnv frarnt verði þjónustugjöldum banka og sparisjóða veitt aðhald. 6. Húsnæðismál. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir sérstöku átaki í félagslegum íbúð- abyggingum þannig að á síðari hluta þessa árs verði hafnar fram- kvæmdir við að minnsta kosti 200 nýjar íbúðir í félagslega íbúða- kerfinu. 7. Lífeyrismál. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir framlengingu laga um eftirlaun til aldraðra. Ríkisstjórnin mun kanna með hvaða hætti er unnt að greiða fyrir aðild starfsfólks verndaðra vinnustaða að lífeyrissjóðum þannig að niðurstaða liggi fyrir fyrir 1. júní nk. 8. Bætur almannatrygginga. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að bætur almannatrygginga hækki í samræmi við almennar launahækkanir á samningstím- abilinu. 9. Réttarstaða starfsmanna við gjaldþrot o.fl. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að á yfirstandandi þingi verði samþykkt lög sem tryggi launa- fólki fyrirtækja sem verða gjald- þrota rétt til greiðslu atvinnu- leysisbóta þann tíma sem það er án atvinnu á uppsagnarfresti, meðan það bíður eftir endanlegu uppgjöri á launakröfum sínum samkvæmt lögum um ríkisábyrgð á launum. Ríkisstjórnin vinnur nú að mótun almennra reglna um veitingu atvinnuleyfa til að girða fyrir mis- notkun t.d. stofnun gervifyrir- tækja til að komast hjá eðlilegum skyldum gagnvart launafólki og opinberum gjöldum. 10. Starfsmenntun. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að áfram verði haldið upp- byggingu starfsmenntunar og stefnt að því að koma á sam- ræmdu starfsmenntunarkerfi á vegum félagsmálaráðuneytisins. 11. Fæðingarorlof. Ríkisstjórnin mun skipa nefnd, sem hafi það verkefni að skoða og útfæra þá stefnumörkun, er fram kemur í álitsgerð nefndar, sem samdi frumvarp til laga um fæðingarorlof, og miðar að því að konur hvar sem þær eru í starfi njóti jafnréttis hvað varðar fæð- ingarorlof. 12. Félagsmálaskóli alþýðu. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að frumvarp um Félagsmála- skóla alþýðu verði lögfest á yfir- standandi þingi. Steingrímur Hermannsson Reykjavík, 30. apríl 1989 Vinnuveitendasamband íslands og Vinnumálasamband samvinnufélaganna. í því skyni að greiða fyrir kjar- asamningum milli Vinnuveitend- asambands íslands og Vinnu- málasambands samvinnufélag- anna annars vegar og Alþýðu- sambands íslands hins vegar hef- ur ríkistjórnin eftir viðræður við fulltrúa sambandanna ákveðið eftirfarandi: 1. Samkeppnisstaða útflutningsgreina Greiðslur verðbóta á freðfisk úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðar- ins verða lækkaðar á næstu mán- uðum þannig að þær falli niður um næstu áramót. Ríkisstjórnin mun grípa til ráðstafana sem bæti frystiiðnaðinum niðurfellingu verðbótanna með einum eða öðr- um hætti verði ekki breyting til batnaðar á ytri skilyrðum greinarinnar á næstunni. Sama gildir um niðurfellingu sérstakrar endurgreiðslu söluskatts. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að samkeppnisstaða útflutn- ingsgreina verði viðunandi á samningstímanum. 2. Lántökuskattur. Skattur á erlendar lántökur verði felldur niður frá og með 1. júlí nk. 3. Vörugjald. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir breytingum á lögum um vöru- gjald í tengslum við upptöku virðisaukaskatts um næstu ára- mót með það að markmiði að styrkja samkeppnishæfni inn- lendrar framleiðslu. Stefnt verði að því að sem fyrst verði fellt niður vörugjald af öllum vörum sem framleiddar eru hér á landi í mikilli sam- keppni við innflutning, en ekki síðar en 1. september nk. verður fellt niður vörugjald af fram- leiðsluvörum húsgagna, trjávöru- og málmiðnaðar og af aðföngum til þeirra. 4. Jöfnunargjald. Jöfnunargjald af innfluttum vörum verði hækkað tímabundið úr 3% í 5% og fellur niður þegar virðisaukaskattur kemur til fram- kvæmda. 5. Skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði verði lækkað- ur úr 2,2% í 1,5%. 6. Stimpilgjöld. Ríkisstjórnin mun fyrir næstu áramót beita sér fyrir athugun á ákvæðum laga um stimpilgjöld. 7. Skattlagning fyrirtækja. Ríkisstjórnin mun taka skatt- lagningu fyrirtækja til endur- skoðunar með tilliti til sam- keppnisstöðu þeirra gagnvart er- lendum keppinautum. Sérstak- lega verður tekið mið af þeim breytingum sem verða innan Evr- ópubandalagsins. Ríkisstjórnin mun hafa samráð við samtök at- vinnurekenda um þessa endur- skoðun. Ríkisstjórnin mun við heildar- endurskoðun eignarskattlagning- ar taka til athugunar álagningu eignarskatta á atvinnufyrirtæki. 8. Vaxta- og geymslugjald og fjármögnun afurða- og rekstrarlána vegna framleiðslu sauðfjárafurða. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að tryggð verði fjármögnun á uppsöfnuðum vaxta- og geymslukostnaði vegna birgða sauðfjárafurða vegna framleiðsluárs 1988. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að bankakerfið fjár- magni með fullnægjandi hætti, með veitingu rekstrar- og afurða- lána, framleiðslu sauðfjárafurða sbr. bókun í ríkisstjórn frá 28. nóvember 1986. Steingrímur Hermannsson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.