Þjóðviljinn - 03.05.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.05.1989, Blaðsíða 6
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Dmlla, dmlla Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík fór í vont skap þegar bæjarstjóm Kópavogs ákvað að segja upp úreltum samningi um hraðbraut í miðjum Fossvogsdal og gaf íþrótt- afélagi í bænum væna spildu í dalnum fyrir íþróttavelli og önnur útivistarmannvirki. Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík taldi að með þessu hefðu þeir í Kópavogi verið verulega andstyggilegir við sig. Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík ákvað að hefna sín á hrekkjusvínunum. Hann hringdi þessvegna í bæjarstjórann í Kópavogi og sagðist ekki vilja neinn „skít" frá þeim syðra. Þetta væri alltsaman eðlilegt og skiljanlegt ef atburðir færu fram í sandkassanum eða skólaportinu. Þá mundi endirinn verða sá að mamma kallar á drenginn sinn inní eldhús, strýkur framanúr honum og mótlætið í hörðum heimi utandyra gleymist fljótt í hlýjum faðmi. En Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík er ekki lengur átta ára, heldur borgarstjóri í Reykjavík. Annar borgarstjóri í Reykjavík væri fyrir löngu búinn að skilja að Kópavogsbúar ætla sér að hafa útivistarsvæði í Fossvogsdal, og þessvegna verður að kanna aðrar lausnir á umferðarvanda á höfuðborgarsvæðinu en hraðbraut um dalinn. Venjulegur borgarstjóri mundi líka taka tillit til hagsmuna þeirra Reykvíkinga sem búa í Fossvogshverfinu og eru sammála Kópavogsbúum í málinu. Annar borgarstjóri væri fyrir löngu búinn að ganga frá samningum við nágrannasveitarfélögin um landnýtingu á þeim óbyggðu svæðum sem öllum íbúum á höfuðborgar- svæðinu koma við. Annar borgarstjóri mundi ekki blanda saman alls óskyldum samningum og hefja styrjöld milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu með bölvi og for- mælingum. Annar borgarstjóri mundi hafa samráð við kjörna borgar- fulltrúa áður en hann setti samstarfsmöguleika á svæðinu í hættu til langframa. En Davíð Oddsson er Davíð Oddsson. Sem væri í himna- lagi ef hann þættist ekki einvalduryfirstærsta sveitarfélagi á íslandi, og léti bræði sína og skapofsa bitna á öðru en hagsmunum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur stundum verið haft á orði að starfsstíll stjórnmálamannsins Davíðs Oddssonar minni um margt á hlutverk Bubba kóngs, sem menntaskólaneminn Davíð Oddsson lék á sínum tíma. Davíð hefur nú sjálfur staðfest kenningar um þessi tengsl persónunnar og leikandans með eftirminnilegum hætti. Þegar ekki var látið eftir dyntum valdsmannsins í leikritinu varð Bubbi kóngur æstur, reif í hár sér og hrópaði: „Drulla, drulla". Borgarstjórinn í Reykjavík hefur nú tekið upp sama siðinn. Samningar 1. maí Samningar tókust milli Alþýðusambandsins og VSÍ á sjálfan 1. maí. Samningamir markast af erfiðri stöðu í efna- hagsmálum og atvinnulífi, enda er fátt um húrrahróp. Miðað við kröfur VSÍ og Sjálfstæðisflokksins um kjara- skerðingar og gengisfellingar geta launamenn í ASÍ sæmi- lega við unað, og á ríkisstjórnin ásamt ASÍ-forystunni skilið hrós fyrir snerpu við að standa af sér þann galanda. Þá er margt jákvætt í heitum stjórnarinnar, og er rétt að nefna sérstaklega áform um eflingu félagslega þáttarins í húsnæðismálum. Það hefur þokast örlítið í áttina. Lífaldursákvæðin bæta heldur kjör kvenna, og krónutöluhækkanimar koma hlut- fallslega best þeim sem lægst hafa launin. En þessi atriði í samningunum eru svosem einsog krækiber í helvíti þegar litið er til himinhrópandi kjaraandstæðna og til fátæktar þeirra hópa sem verst verða úti. Það getur skipt miklu að fram haldi því samstarfi sem hefur tekist í þessari kjaralotu milli ríkisstjómarinnar og helstu samtaka launamanna, - að BHMR því miður undan- skildu. Það samstarf þyrfti að hafa að markmiði að skapa í samfélaginu efnislegar og félagslegar forsendur fyrir því að í næsta sinn - um áramótin - sé hægt að ganga til samninga um raunverulegar kjarabætur, kjarabætur byggðar á varan- legum samfélagsumbótum öflugrar fylkingar félagshyggju- aflanna. -m KLIPPT OG SKORIÐ Ungt fólk á móti pólitík Viö heyrum oft um það hjalað að ungt fólk sé ópólitískt, fyrirlíti reyndar pólitík, vilji ekkert af henni vita. Og til eru þeir sem bæta því við að bættur sé skaðinn, eins gott að unglingarnir láti pól- itíkusa ekki snúa á sig, gefa sér falsvonir. Stjórnmálahreyfingar ' séu hvort eð er svo lélegar að það sé ekkert á þær að treysta. En svo fer mönnum kannski eins og þeim sem tóku Djófulinn út úr Sálmabókinni en settu hann svo inn aftur: enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þegar menn hafa um hríð fagnað því, að ungt fólk lýsi frati á stjórnmála- menn þá fara þeir að gá að því, hvað við tók. Og þá er eins og menn vakni upp við vondan draum og biðji aftur um þær ein- faldanir og bláeygan barnaskap sem einkennir ungt fólk í pólitísk- um hugsjónaham. Illt er það og bölvað Þetta kemur upp í hugann þeg- ar blaðað er í vesturþýska vikurit- , inu Spiegel á dögunum, en þar segir frá úttekt á þýskum ung- mennum, á „neyslukrökkunum" sem svo eru nefnd. Á hinni mögnuðu andpólitísku einstakl- ingshyggju þeirra sem nú eru að nálgast tvítugt og sitja með hálf- um huga í skólum og reyna eftir bestu getu að byrja strax að lifa flott. Þetta unga fólk er afar gagnrýnið. Það liggur ekkert á meiningum sínum um foreldr- ana, kennarana og stjórnmála- mennina. Viðhorfin eru í sem fæstum orðum sagt þessi: illt er það allt og bölvað, skítt veri með það og svei því. Unga fólkið veit allt um svívirðilega mengun lofts og vatns og moldar, um atóm- háskann, vígbúnaðarvitfirring- una, eilífar styrjaldir út um allt, hungrið og neyðina. Gagnrýnin er mjög róttæk og erfitt gegn henni að mæia - enda hafa hin ungu af nógu að taka, ekki vantar það. Um leið eru þau afar svartsýn. Þau tala eins og allt sé á hraðri leið til helvítis. Kannski tórir mannkynið í svosem þrjátíu ár í viðbót, hver veit. Á fyrsta farrymi En það er líka allt og sumt. Þau vita ofurvel um allan hugsan- legan vanda og að stórslys vofa yfir, en þau taka því sallarólega. Það er varla að þeim finnist taka því að reiðast. Þau tala um heimsslit sem sjálfsskaparvíti mannkynsins með svipuðum áherslum og þau væru að tala um vont veður. Þau ætla sér, hvað sem öðru líður, að lifa öðruvísi en pabbi og mamma. Þau ætla að skemmta sér. Þau ætla ekki að láta neitt spilla fyrir sér matar- lystinni og lífslystinni. Ef allt er á leið til helvítís, þá ætla þau að tryggja sér far á fyrsta farrými. Það er, segir Spiegel, ekki hægt að koma auga á brú milli sóknar þeirra í þægindi og þeirrar hrollvekju um framtíðina sem þau tönnlast á. Þau lifa í núinu og vilja fá sitt af hverju tafarlaust - helst í gær. Þau vilja fullnægja sínum löngunum (eða dutt- lungum) hiklaust og tillitslaust. Og þeim fínnst þau ekki bera ábyrgð á neinu. Uppreisnin er asnaleg Þau segja (eða hugsa) semsvo: þetta er ekki okkar heimur, og það er ekkert við hann að gera. Þess vegna verður heldur enginn var við þær „pólitísku" ástríður eða hneigðir hjá þessu unga fólki sem fengju það til að rísa gegn kerfinu, berjast fyrir breytingum. Unga fólkið nennir ekki einu sinni að brydda upp á pólitískum valkostum sem krefjast þess að það sjálft leggi eitthvað á sig - að maður ekki tali um að það sé reiðubúið að neita sér um eitthvað. Á nú að fara að taka upp leyfilegan hámarkshraða, eruð þið gaga, ég sem var að fá ökuskírteinið mitt! Það er að vísu til ungt fólk sem i hugsar öðruvísi, sem er að velta því fyrir sér hvernig það geti fylgt eftir þeirri tilfinningu, þeim skilningi að einnig það beri ábyrgð á heiminum og geti ráðið nokkru um það hvernig hann verður. Og skiptir sér af málum. En neyslukynslóðin barasta hlær að svoddan barnaskap. Tíska og fjölmiðlar Nú má spyrja: eru þessi gagnrýnu, afskiptalausu og sér- góðu ungmenni í meirihluta í sinni kynslóð? Það veit enginn með neinni vissu. En þessi við- horf eru mjög sterk, þau eru í tísku og þau breiðast út. Meðal annars með því móti að fjölmiðl- ar bera þessi viðhorf sífellt fram sem allt að því lofsverða samfé- lagsrýni - án þess að gera minnstu tilraun til að afhjúpa þverstæð- urnar og sérhyggjuna sem að baki liggur. Yfir veltur mikill flaumur viðtala þar sem „neyslukrakkar" plaffa á vandamálin með stóryrð- um og snúa sér síðan í rólegheit- um að því, að Hún ætlar að fá sér skemmtilega og arðbæra skap- andi vinnu í tískuheiminum og Hann ætlar að gera það gott í skemmtilegu og skapandi há- tæknistarfi. Og til hliðar standa og horfa á afkvæmi sín þeir íhaldssömu með sitt gildismat og þeir vinstrisinn- uðu með sínar langanir til að breyta heiminum - og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir hægrisinn- uðu segja að „neyslukrakkarnir" séu svona vegna þess, að þeir hafi hlustað of mikið á vinstrisinnaða kennara. Þeir vinstrisinnuðu segja ástandið eðlilega niður- stöðu af framsókn og frekju borg- aralegrar einstaklingshyggju. Þeir illkvittnu segja: það mun að því koma að þetta unga fólk eldist og situr uppi með sína unglinga og verður sjálft að svara grimmum spurningum: hvað gerðuð ÞIÐ á ykkar tíma til að bregðast við öllum þeim háska, sem þið vissuð svo vel af? ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandl: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rltst|órar: Árni Bergmann, Mörður Arnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elfsabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Flnnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þor- finnur Omarsson (Iþr.), Þröstur Harakfsson. Framkvæmdaatjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifatofuat|óri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrlf stofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristfn Pétursdóttir. Auglýsingaatjórl: Olga Clausen. Auglýslngor: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. i Simavarala: Sigriður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. ! BflatJóri:JónaSigurdórsdóttir. Húsmóoir: Erla Lárusdóttir Útbroiðslu- og afgrolðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgrel&sla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innholmtumnður: Katrin Bárðardóttir. Útkoyrslo, afgrolðslo, ritstjórn: Sfðumúla 6, Roykjovik, slmar: 681333 &681663. Auglýslngar: Sfðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og sotning: Prentsmiðja Þjóðvlljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Vorð f lauaaaölu: 80 kr. NýttHelgarbla6:110kr. Áskr If torvor ð á mánuðl: 900 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Mlðvikudagur 3. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.