Þjóðviljinn - 03.05.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.05.1989, Blaðsíða 8
Ævintýri um tyrioieskan vopnasmið Einu sinni var uppi hér á ís- landi tyrkneskur Mongóli og hét hann Jón Gunnar. Sá var vopna- smiður að mennt, og eftir að hafa fengið bréfið um „Vopnin kvödd", þá átti hann eftir að gera listilegar samsetningar úr smiðj- um sínum. Mig auma t.d. og bestu félaga rak hann saman með hinum ýmsu gerðum af hnífum. Birnu valdi hann handsnúna hnífa, sér til varnar fyrir lögreglu og auðvaldi, meðan mér sneið hann handsaumaða hnífa gegn eiturslöngum, bófum og öðru sem útlandið hefur upp á að bjóða. Jón Gunnar lét lítið sig víð kvenmann kenna, þótt eigi væri hann hreinn sveinn í þeim efnum og hefði oft mörg járn í eldinum í kvennasmiðjum sem öðrum. Og einnig átti hann til að glotta út í annað munnvikið á meðan aðrir kveinkuðu sér og börmuðu, en fingur hans léku ljúflega allt það sem var harðara en grautfúinn heili. Vinum sínum og félögum var hann einatt hinn besti spekingur, þótt það kæmi fyrir að sumar hverjar grétu er hann átti það til að reka þær á dyr. Þó gat sú reynsla orðið mörgum eins dýr- mæt og kennslan í vopnafræðum og logsuðu þeirra. Jú því dyr og stafir eru oftast úr viði gerðar og því ætti að vera auðvelt að kom- ast inn um þær aftur, eins og spekingar sögðu og var rétt, með- an galdrar og þeirra stafir eru nokkuð erfiðari viðfangsefni. Enda Iifðum við á harðari tímum en súrrealistarnir, og þurfti harð- ara efni til þess að berja sér leið að huga fólks. Jón Gunnar hló mikið að póli- tík og kannski mest að þeirri róm- antísku útópíu sem ég reyndi ein- att að berjast fyrir, en þegar hann flissaði æstist ég upp um allan helming og hvað það var gaman. Góðar og skemmtilegar spurn- ingar fylgdu í kjölfarið úr öllum áttum SUM og Fylkingarinnar. Og í dag hafa þessar spurning- ar og óleyst svör hækkað í verði, því nú er litið á alla okkar leit sem saklausa antík og sjálfsagðan hlut innan um aðrar markaðsvörur sem falla í verði eða hækka eftir duttlungum markaðsþjóðfélags, sem á ekkert skylt við okkar leit að lifa af list. Enda var það eitt af því síðasta sem meistari minn og ástvinur sagði mér, „Elsku Róska mín, seldu þig dýrt, ef þú selur á annað borð". En í huga listamannsins er þetta því miður óumflýjanlegur og um leið hræðilegur sann- leikur, sem hver og einn verður þrátt fyrir ópólitíska eða róman - tíska útópíu,- þá verðurn við að horfast í augu við hann. En því miður virðist þetta við- bjóðslega þjóðfélag vera sérhæft í þeirri listgrein, að drepa þá bestu fyrst, og því neyðist ég til þess að sitja eftir og harma minn elskaða vopnasmið og mongóla. Og þakka þér allt Jón Gunnar. Ég held áfram með vopnum þín- um Róska MINNING Jóns Gunnars, sem gerðu sólina bjartari, að skotmarki. Þetta ljós- fælna lið þoidi ekki birtuna af verkum og andagift Jóns Gunn- ars. Skipbrotið í Flatey varð veru- legt áfall fyrir okkur öll sem lagt höfðum hjarta okkar að veði í þær hugsjónir. Við Jón Gunnar vorum sannfærðir um að þarna hefði Flatey og Flateyjarhreppur misst af góðu tækifæri til að verða að blómlegri byggð menningar og lista. Listsköpun Jóns Gunnars beið þó engin skipbrot. Hann hafði virkjað sólina og fór síðar að glíma við aðdráttaraflið. Hann fann sér jaðarsvæði í tilverunni sem hentuðu honum afar vel. Hann vann á mörkum tveggja heima, þar sem einhver spenna var, á milli hins ráðna og óráðna, á milli birtu og skugga, á milli listahandbragðs og abstrakt hug- myndar... Áhugi hans á vísind- um, á eðli efnis komu fram í lista- verkum hans. Honum var ekki aðeins eðlislægt spennusvæði í myndlist, sem löngum hefur ein- kennt verk mestu listamanna heldur og var honum eðiislægt spennusvæði í mannlífi. Hið óráðna eða óvissan var tromp í tilveru Jóns Gunnars, tromp sem hann átti ætíð á hendi. Hið lítil- fjörlega í mannlegum sam- skiptum var spennandi þegar hann hafði klætt það í búning óvissunnar, kastað út einu litlu óvissutrompi. Jón Gunnar var töframaður eða réttara sagt galdramaður. Hann sameinaði krafta sína og hugarorku ekki aðeins til þess að beísla geisla sólar og ráða í að- dráttaraflið, heldur og að beisla hugmyndir og gefa þeim afl, orð, form eða efni. Og völundurinn var alltaf að verki, kröfuharður við sig og aðra. Hann notfærði sér einnig galdratákn og náði valdi á þeim. Galdrarúnir fengu nýtt út- lit og nýja merkingu og aílt var beislað í form kraftsins og hrein- leikans. Vegna töfra sinna var Jón Gunnar hættulegur maður. í kringum hann var ætíð líf og þróttur og spenna óvissunnar. Jafnvel háspenna-lífshætta. LognmoIIa, aðgerðarleysí og væl voru dauðasyndir. Hann var hættulegur maður vegna þess að hann hafði sterk áhrif á fólk. Það komst enginn undan þeim áhrifa- ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Kópavogi Morgunkaffi laugardaginn 6. maí milli 10 og 12 verður Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi á skrifstofunni, Þinghól, Hamraborg 11. Heirt kaffi á könnunni. Allir vel- komnir. Alþýðubandalagið í Kópavogi Bæjarmáfaráð fundar 8. maí klukkan 20.30 í Þinghól, Hamraborg 11. Rætt um skipulags- og atvinnunmál. Stjórnin. Alþýðubandalagið Garðabæ Ólafur Ragnar Grímsson er gestur félagsfundar í dag í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Fundurinn hefst klukkan 18.30. ABK Spilakvöld í Kópavogi Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur spilakvöld mánudaginn 8. maí kl. 20.30 í Þinghóli, Hamraborg 11,3. hæð. Allir velkomnir. Stjómin. Alþýðubandalagið Hafnaríirði Vorfagnaður Alþýðubandalagið í Hafnarfirði heldur „Vorfagnað" í veitingahúsinu A. Hansen, föstudagskvöldið 5. maí nk. Skemmtiatriði og gítarspil. Inngangseyrir innifalinn í matarverði. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Fögnum vorkomu í Firðinum. Nánar auglýst sfðar. Stjórn ABH mætti og hann gat sprengt örygg- in í fólki. Sumir þola illa slíkan ofurmátt og flýja af hólmi, en fyrir fjölmarga sem ekki flýðu var Jón Gunnar ekki aðeins lista- maðurinn heldur lærifaðir líka, auk þess að vera yndislegur og afburða skemmtilegur félagi. Lífsþrótturinn, lífsgleðin og gamansemi Jóns Gunnars voru einstök. Frásagnarlist var honum í blóð borin og í vinahópi var hann hrókur alls fagnaðar. Sögur og tilsvör Jóns Gunnars voru alltaf Ieiftrandi og skemmtileg. Jafnvel þegar honum leið sem djöfullegast nú í vetrarlok. Við, þrír góðir vinir Jóns Gunnars, vorum í heimsókn hjá honum á Borgarspítala. Tekinn var tappi úr flösku og við skáluð- um fyrir Jóni og lífinu. Það var glatt á hjalla þessa stuttu samverustund og það hýrnaði yfir Jóni Gunnari. Hann ræddi um þá nauðsyn fyrir langlegusjúklínga að hafa bar og góðan matsölustað í glerhýsi á þaki Borgarspítala þar sem hægt væri að hafa stjörnu-' kíkja og skoða himingeiminn í stað þess að rýna á hvíta veggi. Við 1 yftum glösunum aftur og Jón sagði glottandi: „Hvað skyldi Halldór á Kirkjubóli segja við þessu?" Kannski er Jón Gunnar eini maðurinn sem hefur vísvitandi gert sólina bjartari. Hann fór ekki troðnar slóðir og þess vegna- held ég, að hann hafi lifað ríku- legra lífi en gengur og gerist. Ævintýri Jóns Gunnars í lífi og störfum voru með eindæmum og ég leita í minningunni og finn ekki eitt augnablik þegar lífinu var ekki lifað eins og hver stund væri hin síðasta, af miklum lífs- þrótti, í lífsgleði, án firringar, án örvæntingar allt til hinstu stund- ar. Jón Gunnar Árnason er efa- lítið nánasti vinur minn og félagi á lífsleiðinni. Vinátta okkar var frjó og sterk, aldrei vottur af leiðindum. Okkur veittist auðvelt að sigla saman í lífsins ólgusjó og samræðurnar við Jón voru mér mikil uppspretta frum- leika, fróðleiks og skemmtunar. Nú hafa leiðir skilist við annað og meira vatnsfall en læk í Flatey. Og ég þykist þess fullviss að öðl- ingurinn, Jón Gunnar, sem skóp hin fegurstu skip og gerði sólina bjartari hafi siglt með viðhöfn yfir móðuna miklu. Ég harma fráfall góðs drengs og afburða listamanns. Guðmundur P. Ólafsson Kveðja frá Myndhöggvara- félaginu í Reykjavík ísland kveður nú einn sinna bestu sona - smiðinn sem varð að myndhöggvara - róttækan fram- úrstefnulistamann - mikinn áhrifavald og lærimeistara yngri myndhöggvara. Fram á sinn síðasta dag stjórn- aði Jón Gunnar Árnason mynd- höggvari smíði á stórum og gíæsi- legum höggmyndum sem eiga eftir að gleðja um ókomna fram- tíð. Hugmyndalistin var Jóni Gunnari hugleikin og hann kunni þann galdur að fá myndverk til þess að óma, hreyfast og taka við geislum og ljósi himinsins. Heimsókn okkar þriggja úr stjórn Myndhöggvarafélagsins til Jóns Gunnars aðeins tveim sólar- hringum fyrir andlát hans verður okkur ógleymanleg, en þá gaf þessi myndsnillingur og máttar- stólpi félagsins okkur góð ráð vegna málefna félagsins. Ef til vill hefur Jón Gunnar nú þegar tekið sér far með sérsmíðuðum sólvagni inn í víð- áttur hins óþekkta heims. Fyrir hönd Myndhöggvarafé- lagsins í Reykjavík er Jóni Gunn- ari Árnasyni þökkuð ómetanleg störf í þágu félagsins. Dætrum og fjölskyldu eru sendar samúðarkveðjur. F.h. stjórnar M.H.R. Örn Þorsteinsson formaður Kveðja frá Myndlistaskólanum í Reykjavík Skammt er stórra högga á milli þegar okkar ágæti vinur Jón Gunnar Árnason myndhöggvari kveður svo skömmu eftir fráfall Ragnars Kjartanssonar. Jón Gunnar var um tíma við nám undir handarjaðri Asmund- ar Sveinssonar í Myndlistaskól- anum í Reykjavík. Trúlega hefur það orðið kveikjan að lífsstarfi hans. Ætíð síðan minntist Jón Ásmundar sem hins mætasta vin- ar og kennara. Jón var síðan tengdur skólan- um um árabil og sat m.a. í stjórn skólafélagsins um skeið sem rit- ari. Seinna fylgdist hann með starfi höggmyndadeildar skólans og kom iðulega til skrafs og ráða- gerða. Var Jón kröfuharður og íhugull og benti á það, sem hon- um þótti betur fara. Jón Gunnar vann verk sín fyrst og fremst í málma. Hann hafði ungur numið járnsmíði og vann við þá iðju hjá Sindra. En hugur- inn stóð í frjálsari áttir og þar kom að hann fór til náms í list- sköpun við Honsey College of Art í London 1965-'66 og aftur 1967. Sinnti hann síðan eingöngu Iist sinni og gerði þar miklar kröf- ur. Jón stundaði kennslu m.a. við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og Listaháskólann í Kaup- mannahöfn. Jón Gunnar var framúrstefnu- maður f myndlistinni og frum- kvöðull á mörgum sviðum. Hann var einn af stofnendum SÚM, sem barðist hetjulega fyrir til- verurétti sínum og hélt uppi sýn- ingarsal hinna nýju viðhorfa. Hann var einnig einn af atkvæða- mestu stofnendum Nýlistasafns á þeim tíma. Ásamt Ragnari Kjart- anssyni var Jón aðalhvatamaður að stofnun Myndhöggvarafélags- ins en segja má að forsaga að stofnun þess hafi verið högg- myndasýningar á Skólavörðu- holti settar upp í samvinnu við Myndlistaskólann í Reykjavfk í loíc sjöunda áratugarins. Skólinn var þá til húsa í Asmundarsal og hafði til umráða nokkurt svæði fyrir norðan hann, sem var autt og því tilvalið til sýninga á þrívíð- um verkum. Verk Jóns Gunnars eru um margt sérstæð, hugmyndafræðin að baki þeim svo og útfærslan. Má þar af mörgu nefna Sólvagn- inn, sem beislar orku sólar, svo og skipin og mikið safn hinna furðulegustu hnífa, sem segja má að hver um sig hafi verið tvíeggj- aður. Jón Gunnar var rfkur að tilfinningu og næmni, hann var stórbrotinn og hugvitssamur, kátur, skemmtilegur og sannur. Mörgum smámyndum bregður fyrir af því, sem hann sagði og gerði. Jón vann að list sinni til síðasta dags, þar sem hann dvald- ist á Borgarspítalanum vegna veikinda sinna og lauk þar undir- búningi að miklu verki. Er það von okkar að síðasta myndlistarverk Jóns Gunnars Árnasonar muni rísa við aðalinn- gang Borgarspítalans og bera stórbrotinni hugsun hans vitni. Við kveðjum góðan vin með söknuði og vottum aðstandend- um hans okkar dýpstu samúð. Stjórn Myndlistaskólans í Reykjavík Kveðja frá Listasafni Islands í gær var borinn til moldar einn merkasti myndlistarmaður okkar íslendinga úr hópi þeirra er fram komu á sjónarsviðið á sjöunda áratugnum. Jón Gunnar Árnason var aðal- hvatamaður að stofnun SÚM, Nýlistasafnsins og Myndhöggv- arafélagsins og vann þar afar fórnfúst og óeigingjarnt starf. Jón Gunnar tók sæti í safnráði Listasafns íslands, sem annar fulltrúi SÍM, síðastliðið haust, samkvæmt nýjum lögum um Listasafnið. í öllum málum var hann ráðhollur og vandvirkur. Hann var fordómalaus, en mjög næmur og kröfuharður í afstöðu sinni til allrar myndlistar, sem er einkenni allra góðra listamanna. Hann var drengur góður og skemmtilegur með afbrigðum. Að leiðarlokum vill Listasafn íslands þakka Jóni Gunnari störf hans í þágu safnsins og ómetan- legan skerf til íslenskrar mynd- listar. Kveðja frá skúlptúrdeild Myndlista- og handfðaskóla íslands Nú er skarð fyrir skildi í röðum íslenskra myndlistarmanna vegna andláts Jóns Gunnars Árnasonar myndhöggvara. Jón var þar ætíð í fylkingarbrjósti sakir mannkosta og mikilla list- rænna hæfileika. Jafnframt myndsköpun vann hann ötullega að hvers kyns fé- lagsmálum. Hagsmunamál myndlistarmanna voru jafnan of- arlega í huga hans, enda vildi hann framgang listarinnar sem mestan. Myndlista- og handíðaskóli ís- lands átti þess kost að njóta starfskrafta Jóns um nokkurt skeið. Var hann kennari í skúlp- túradeild í nokkur ár eftir 1980, þar af var hann deildarstjóri í tvö ár, 1982 til 1984. Það var mikill fengur fyrir skólann og þó einkum fyrir deildina, sem var að stíga sín fyrstu skref. í raun má orða það þannig að Jón hafi opnað glugga skúlptúrdeildar upp á víða gátt til austurs og vesturs fyrir nýjum hræringum og straumum í mynd- list. Jón umgekkst nemendur sína jafnt sem kennari og félagi. Af viskubrunni hans teyguðu menn frjómagn nýrra hugmynda til list- sköpunar. Hann hafði afar mót- andi áhrif á nemendur sem þeir munu búa að um ókomin ár. Ég votta aðstandendum Jóns Gunnars mína dýpstu samúð. Sigrún Guðmundsdóttir yfirkennari í skúlptúrdeild MHÍ I minningu Jóns Gunnars Æi Jón Gunnar! Og ég sem gerðist lífvörður þinn - til lítils var það! Hver á nú að skopast að mér - og slá gullhamrana. Segja - stattu þig stelpa! í minningunni lifir hláturinn þinn, glettnisleg augun og við- mótið ljúfa. Eftir sitjum við og svífum áfram umhverfis sólu sem þú reyndir að aðstoða að endur- heimta orku sína. Aðstandendum öllum og vin- um votta ég samúð. Birna Þórðardóttir 8 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN Mi&vikudagur 3. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.