Þjóðviljinn - 03.05.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.05.1989, Blaðsíða 11
MINNING Þorvaldur Bjö S^l Fæddur 23. maí 1901 - Dáinn 21. apríl 1989 Þorvaldur var fæddur á Illuga- stöðum í Laxárdal í Skagafirði, foreldrar hans voru hjónin Björn Benoníusson bóndi á Illugastöð- um, fæddur á Borgarlæk á Skaga 23. mars 1862, dáinn á Sauðár- króki 22. maí 1942, og Ingibjörg Stefánsdóttir fædd í Geitagerði Staðarhreppi, 17. mars 1865, dáin í Hvammkoti á Skaga 1915.1 Skagfirskum æviskrám segir um Björn, „Hann var í hærra lagi á vöxt, þrekinn og talinn hraustur, hann var og greindur, glað- lyndur, bókhneigður og minnug- ur". Fátækur var hann ævina alla, en lét hana aldrei smækka sig og bjargaðist af vegna dugnaðar og hagsýni, stundaði sjóinn með bú- skapnum. Þau Ingibjörg gengu í hjónaband á árinu 1892, bjuggu síðan á nokkrum bæjum í Skefil- staðahreppi, lengst á Illugastöð- um 14 ár. Þau hjón áttu tólf börn, eitt dó í bernsku en ellefu náðu fullorðins aldri, fimm dætur og sex synir. Fjórir bræðurnir urðu trésmiðir og munu hafa lært til smíða á Sauðárkróki. Björn og Ingibjörg voru bæði hraust lengst af og heilsugóð og gátu því veitt börnunum sínum gott uppeldi í sinni heiðurs fátækt. Öll voru þau gædd þeim eiginleikum sem dýrmætust eru í lífsbaráttunni, góðri skapgerð og sterkum vilja. Þorvaldur var sjöundi í röð systkinanna, hann ólst upp með foreldrum sínum og lét ekki sinn hlut eftir liggja við skyldustörfin, var ungur fylginn sér og hagur til handa, hann var 14 ára þegar móðir hans dó og fylgdi föður sín- um næstu árin. Fyrst í Hvammkoti til 1917 og síðan á Sauðárkróki eftir að Björn flutti þangað, stundaði sjóinn og bjó þar með börnunum sínum og kom þeim öllum til manns. Elsta dóttirin var 16 ára þegar Ingi- björg dó frá barnahópnum, það yngsta tveggja ára. Það sagði mér Þorvaldur að systkinin hefðu öll verið samhent föður sínum um vinnu utan heimilis og aðdrætti. Þorvaldur mun hafa verið 26 ára þegar hann hleypti til fulls heimdraganum og flutti til Akur- eyrar og þá í atvinnuleit. Á Akur- eyri fékk Þorvaldur inni á Caro- line Rest, sem lengi var greiða- og gististaður ferðamanna og hesta, en atvinnan var stopul og kaupið skorið við nögl. En Þor- valdur kom sér strax vel við Gisti- húshaldarann og varð það honum til heilla um verustað og vinnu. Á Caroline Rest var Þorvaldur þegar Laufey Emilsdóttir gerðist þar vinnukona í ársbyrjun 1926, og þar urðu þeirra fyrstu kynni, sem leiddu til langra samvista. Húsbóndi á gistiheimilinu var Halldór, bróðir Sigþórs Jóhanns- sonar sem þá bjó á Skarði á Ak- ureyri. Að Skarði fluttu þau Þor- valdur og Laufey á vordögum 1927, þar á Skarðstúni fékk Þor- valdur að byggja sér íbúðarskúr sem strax á því sumri var hlýleg vistarvera. Það sama sumar fæddist þeim Laufeyju og Þor- valdi dóttir, þann 24. júlí 1927. Ári seinna 16. júlí gengu þau fyrir Akureyrarprest og fengu þar hjónavígslu. Þorvaldur vann við trésmíðar og varð vel til vinnu og þá helst í nærsveitum Akureyrar. Þorvaldur var seinni maður Laufeyjar, hún var áður gift í Skagafirði, Svavari Þor- steinssyni, hann var fæddur 1902, þau hjón áttu einn dreng, Bjarna Garðar Skagfjörð, fæddur 10. júlí 1922. Svavar Þorsteinsson dó á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 13. júní 1924. Laufey flutti með drenginn sinn til Akureyrar á haustdögum 1925. Sumarið 1928 fékk Þorvaldur vinnu í Möðruvallasókn utan Hörgár við húsbyggingu og var þar fram á haust. Þá var ég bóndi í Bakkaseli í Öxnadal og við Steinunn og sáum um gistiskyld- una þar. Laufey systir mín kom fram að Bakkaseli og var hjá okk- ur Steinunni þar í tvo mánuði um sumarið með drenginn sinn Bjarna Skagfjörð og dótturina Þuríði Maríu. Þorvaldur fékk erfðafestuland hjá Akureyrarbæ hið næsta við Skarðstún og þangað flutti hann fbúðarskúrinn sinn sem hann hófst strax handa um að stækka, þó af sífelldum vanefnum væri. Þarna í landi gömlu mógrafanna reis á næstu misserum allgott fbúðarhús, með nægu rými á hæð og í risi og þurfti sannarlega mik- inn eljunarþrótt til. Húsið nefndi Þorvaldur Grafarholt, hús sem bar hans smiðshöndum glöggt vitni. Og það varð með fullum sanni til fyrirmyndar jafnt utan húss sem innan, þar sem hús- freyjan Laufey var ekki síður hög til handa en bóndi hennar, góð umgengni var þeim báðum í blóð borin. Vorið 1941, keypti ég Skarð af Sigþóri Jóhannssyni og flutti í ná- grenni við Laufeyju og Þorvald og var í því nágrenni næstu 16 árin og naut þess á erfiðum árum, ekki síst þar sem vinátta okkar Laufeyjar hafði aldrei rofnað, þrátt fyrir að oft væru firðir og fjöll milli vina. Við systkinin höfðum oft ekki sést árum saman en gleymdum því aldrei að við vorum systkini og lékum okkur saman lítil börn, hjá foreldrum okkar í Hamarkoti á Akureyri. Við Þorvaldur urðum vinir4)g félagar á lífsgöngunni þessi ár og í lífsbaráttunni, við áttum samleið í samtökum róttækra manna og þar fylgdi Laufey manni sínum af heilum hug, báðir gengum við í flokk með kommúnistum og fylgdum verkalýðshreyfingunni fast að málum. Kreppan svonefnda var inn- leidd á Akureyri sem og í öðrum kaupstöðum landsins, með atvinnuleysi og sárri fátækt. Bar- áttan um brauðið var hörð og stéttaskiptingin hvöss í orðum og athöfnum, enda allsleysi á annan bóginn, allsnægtir á hinn. 1 þeirri baráttu tóku Grafarholtshjónin þátt af heilum hug og tíminn leið, tími harðrar og óvæginnar stétta- baráttu. Vorið 1947 skildu leiðir okkar Þorvaldar og Laufeyjar systur minnar, þá bjó mér söknuður í sinni. Næstu tíu árin lá Laufey oft á sjúkrabeði sem dró til þess sem verða vildi. Hún dó á Sjúkrahúsi Akureyrar 1. júlí 1957, hátt á sex- tugsaldri. Það var Þorvaldi og börnunum þung raun. Hann reyndist Laufeyju sami öðlings- maðurinn til lokadægurs, þau hjón voru samhent í öllu sínu lífs- stríði og studdu hvort annað í blíðu og stríðu þau 30 ár sem þeim auðnaðist að lifa og starfa saman og búa sem best að sínu. Eftir andlát Laufeyjar, seldi Aðalfundur Málarafélags Reykjavíkur verður haldinn að Lágmúla 5, kl. 20.30 þann 11. maí 1989. Fundarefni: 1. Almenn aðalfundarstörf. 2. Umræður um breytta afstöðu til stofnunar landssambands byggingarmanna. 3. Flutt skýrsla um vinnuverndarráðstefnu sem haldin var í Danmörku. 4.Önnur mál. Félagar! Sýnum samstöðu og mætum allir. Stjórnin Yfirlýsing Ég undirritaður segi mig hér með úr Alþýðu- bandalaginu vegna ósanngimi fjármálaráð- herra, Ólafs Ragnars Grímssonar prófessors, gagnvart launafólki og hinnar kapítalísku af- stöðu hans gegn vinnandi stéttum. Alfreð Árnason Þorvaldur húsið þeirra Grafar- holt og flutti til Reykjavíkur, og börnin fluttu öll suður, Þuríður María, f. 1927; Björn Ingi, f.1929; Emilía Svava, f. 1932; Ásdís Gunnþóra, f. 1937 og Þor- valdur Þorvaldsson f.1945, og Bjarni Garðar Skagfjörð, f. 1922. Öll þessi systkini eru vel til vitsmuna gerð og atorku fólk, og svo er um barnabörnin hans Þor- valdar og var það honum sönn lífshamingja á hans efri dögum. Þorvaldur Björnsson stundaði trésmíðar í Reykjavík og þrír drengirnir frá Grafarholti eru trésmiðir, systurnar voru allar hagar til handa og njóta þess í sínum lífsstörfum. Þorvaldur Björnsson bjó síð- ustu árin í húsi síns yngsta sonar, þar var gott gömlum að búa við heimilishlýju og umhyggju svo af i bar, þeir feðgar og nafnar skildu ' aldrei að skiptum, þeir unnu sam- an og bjuggu í sama húsi. Nú er , Þorvaldur dáinn eftir langt og far- j sælt ævistarf. Með þessum fátæk- legu orðum sendi ég börnum Þor- valdar og niðjum hans öllum hug- heilar samúðarkveðjur. Tryggvi Emilsson Móðir okkar Helga Finnsdóttir er andaðist 25. apríl verður jarðsungin frá Fossvogskap- ellu miðvikudaginn 3. maí kl. 10.30 Fyrir hönd aðstandenda Finnur Sigurjónsson Ólöf Sigurjónsdóttir Jóhanna S. Ellerup Henný D. Sigurjónsdóttir Páh'na Sigurjónsdóttir NU ER HANN TVOFALDUR Þetta eru tölurnar sem upp komu 29. aprfl Helldarvlnningsupphæö var kr. 4.940.924.- Enginn var með fimm tölur réttar og bætist þvf fyrsti vinningur, sem var kr. 2.275.352,- við 1. vinning á laugardaginn kemur. Bonusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 394.908,- skiptist á 2 vinningshafa og fær hver peirra k r. 197.454.- Fjórar tölur réttar, kr. 681.214,- skiptast á 118 vinningshafa, kr. 5.773,- á mann. Þrjár tölur réttar, kr. 1.589.450,- skiptast á 4.150 vinningshafa, kr. 383 á mann. Sölustaðir eru opnir frá mánudegi til laugardags og er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt. l/kn§Em Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. ITT Ktagónvarp er Qárfestíng ív-þýskum gæðumog falfc

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.