Þjóðviljinn - 03.05.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 03.05.1989, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Sovétríkin Grómýkó hættur Ferli langreyndasta þjarks heimsstjórnmála áþessari öld er lokið. Hannþjónaði öllum sovéskum aðalvaldhöfumfrá Stalín til Gorbatsjovs ogþekkti alla Bandaríkjaforsetafrá Roosevelt til Bush Síðasta stórfréttin frá Sovét- ríkjunum er að Gorbatsjov hafi framkvæmt „stórhreingern- ingu" í miðnefnd kommúnista- flokksins,sem er ein af helstu vald- astofnunum þar í landi. Vissir greinarhöfundar vestrænna blaða hafa í þessu sambandi borið honum á brýn gerræði sem minni á stjórnarhætti fyrri valdhafa þarlendis. Sú samlíking er ekki í fyllsta máta sanngjörn;miðnefnd- armeðlimirnir fyrrverandi fara einfaldlega á eftirlaun eða í önnur störf, svo að örlög þeirra eru ekki hóti dapurlegri en vestrænna stjórnmálamanna, sem af einum eða öðrum ástæðum verða illa úti í sviptivindum stjórnmálanna og hljóta að láta af embættum. Eigi að síður er hér ekki um neina smávegis ráðstöfun að ræða. Af nærfellt 480 aðal- og aukameðlimum miðnefndarinn- ar láta nú 110 af störfum í henni. Allir gera það formlega að eigin ósk, en varla er vafi á því að f rum- kvæði af hálfu núverandi æðstu manna í Kreml hafi valdið tals- verðu þar um. Gorbatsjov virðist hér vera að fylgja eftir úrslitum kosninganna sögulegu til fulltrú- aþingsins á dögunum, en þau urðu miklar hrakfarir fyrir íhalds- samari flokksbrodda. Það tæki- færi, sem þetta býður upp á, not- ar Gorbatsjov nú til að fjölga frjálslyndari mönnum í forustu- röðum flokksins. Hvítrússneskur kotungssonur Þekktastur þeirra, sem nú hverfa úr miðnefndinni, er án alls vafa Andrej Andrejevitsj Gróm- ýkó. Hann er nú að verða átt- ræður, svo að líklega er óhætt að fullyrða að löngum og sögulegum ferli hans í stjórnmálum sé hér með að fullu lokið. Þetta er mað- ur, sem séð hefur tímana tvenna og þrenna, bæði í Sovétríkjunum og utan þeirra, og enginn annar núlifandi maður býr líklega yfir svo víðtækri reynslu af alþjóða- málum sem þessi hvítrússneski kotungssonur, er fæddur var í Rússlandi keisaranna og var tíu ára drengsnáði með takmarkaða framtíðarmöguleika þegar bolsé- víkar tóku völd í Petrógrad. Sem utanríkismálasérfræðing- ur í fremstu röð hefur Grómýkó þjónað öllum æðstu valdhöfum Sovétríkjanna, að Lenín einum undanteknum. Hann þekkti Ro- osevelt og alla Bandaríkjaforseta eftir hann - Truman, Eisenhow- er, Kennedy, Johnson, Nixon, Ford, Carter, Reagan, Bush. Hann þvargaði og samdi við Churchill, de Gaulle, Adenauer, Eden, Macmillan, Zhou Enlai, Mao Zedong og fleiri og fleiri. I rúma fjóra áratugi var hann stöðugt í sviðsljósi alþjóðastjórn- málanna. Hamingjubarn fjölskyldunnar í viðtali við vesturþýska tíma- ritið Der Spiegel gefur Grómýkó í skyn, að faðir hans hafi látist af völdum hungursneyðar þeirrar, er grandaði fjölda sovésks sveita- fólks í samyrkjubyltingu Stalíns. Af bræðrum hans þremur féllu tveir í heimsstyrjöldinni síðari og sá þriðji varð örkumla. Andrej varð hamingjubarn þeirrar fjöl- skyldu. Hann komst á búnaðar- skóla í Minsk, las síðan hagfræði í Moskvu. Doktorsritgerð hans um Bandaríkin á árum heimskreppunnar miklu vakti at- hygli Molotovs á honum, og 1939 var hann tekinn í utanríkisþjón- ustuna. Par voru margir stólar auðir eftir „hreinsanirnar" á fjórða áratugnum og það stuðlaði að skjótum frama Grómýkós, en þessutan vantaði hann ekki hæfi- Íeikana. Hann var fljótlega settur yfir Bandaríkjadeild utanríkis- ráðuneytisins og 1942 gerður að ambassador í Washington. Hann stóð Stalín nær í Teheran, Jalta og Potsdam, þegar Kremlar- bóndi, Churchill og Roosevelt réðu ráðum sínum um framtíð heimsins. í sagnfræðiriti um Pots- damráðstefnuna er því haldið fram, að Stalín hafi komið best uppfræddur á þann fund stór- höfðingjanna þriggja. Það átti hann ekki hvað síst Grómýkó að þakka. Hafi hann ekki haft ýkja mikinn skilning á Bandaríkjun- um og Vesturlöndum er hann fyrst var sendur til Washington, var hann einkar snöggur að glöggva sig á kringumstæðum þar. Harðdrægur og laginn Hann tók þátt í undirbúningn- um að stofnun Sameinuðu þjóð- anna og var 1946-48 fulltrúi lands síns í öryggisráði þeirra, þar sem hlutskipti hans varð að segja „njet" við flestu. 1957 gerði Khrústsjov hann að utanríkisráð- herra og það hélt hann áfram að vera til 1985. Mikið má vera ef það er ekki heimsmet í þeirri starfsgrein. Grómýkó er talinn hafa stuðlað að því að Gorbat- sjov komst til valda. Sama ár varð hann forseti Sovétríkjanna, en lét af því embætti s.l. haust og þá einnig af störfum í stjórnmálaráði kommúnistaflokksins. Par með var pólitískur ferill hans að mestu á enda. Afsögn hans nú úr mið- nefndinni er varla annað en form- leg staðfesting á því. Við sögu innanríkismála kom hann lítið, og átti það trúlega ein- hvern þátt í því hve endingargóð- ur hann reyndist á stjórnmálaferli sínum. En þar að auki gætti hann þess alltaf að auðsýna yfir- mönnum sínum ýtrustu hollustu. Khrústsjov, sem gat verið mesta hross í mannlegum samskiptum, sagði eitt um hann og það að hon- um viðstöddum: „Skipaði ég Grómýkó að leysa niður um sig og setjast á ísklump, þá myndi hann gera það." Sem samninga- maður var hann harðdrægur og Grómýkó- hafi verið. ¦ hló aldrei svo sannað laginn. Gert er ráð fyrir að hann hafi jafnan reynt að stuðla að batnandi samskiptum við vestur- veldin, eftir því sem föng voru á. Buster Keaton heimsstjómmála Gleðimaður verður hann tæp- ast talinn og haft er fyrir satt að hann hafi aldrei sést eða heyrst hlæja. Andlitssvipur hans var svo óumbreytanlegur að hann hefur verið kallaður Buster Keaton heimsstjórnmálanna. Fáir vita hvað á bakvið þá grímu býr eða bjó. En í endurminningum hans, heldur þurrpumpulegum eins og við var búist, kemur fram við- kvæmnisleg, nánast unglingsleg hrifning á Marilyn Monroe. Og stundum brá fyrir hjá honum þurrum, í hóf stilltum húmor af því tagi, sem Engilsöxum er gjarnah eignaður. Eitt sinn, er einhver mannaskipti höfðu ný- lega orðið í forustunni í Moskvu, sagði hann við vestræna kunn- ingja sína: „t>etta er ekki ósvipað Bermúdaþríhyrningum. Það hendir alltaf af og til að við hverf- um - einn eða fleiri." dþ. Vestur-Þýskaland Jafnaðaimenn fylgismestir Rita Sússmuth vinsœlust stjórnmálamanna Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar í Vestur- Þýskalandi, sem fram fór þar í s.l. mánuði, nutu þarlendir jafnaðar- menn þá fylgis um 40 af hundraði kjósenda, en kristilegir demó- kratar og bróðurflokkur þeirra í Bæjaralandi, Kristilega sósíal- sambandið, um 36 af hundraði kjósenda. I þriðja sæti voru græningjar með 10 af hundraði og fjorðu frjálsdemókratar með 9 af hundraði. Niðurstöður þessar benda til þess að kristilegir demókratar/ kristilega sósíalsambandið hafi stórtapað fylgi frá kosningunum til sambandsþingsins í jan. 1987, er þessir flokkar fengu rúmlega 44 af hundraði atkvæða. Jafnað- armenn og græningjar hafa hins- vegar bætt við sig talsverðu fylgi síðan, ef marka má niðurstöðurn- ar, en frjálsdemókratar standa MENNING Katarína Óladóttir fiðluleikari og Rosemary Kajioka flautuleikari. Einleikarapróf Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tvenna tónleika í Norræna húsinu nú í vikunni, þá fyrri mið- vikudaginn 3. maí kl. 20.30 og þá seinni fimmtudaginn 4. maí kl. 17.00. Báðir tónleikarnir eru ein- leikarapróf nemenda frá skólan- um. Á tónleikunum á miðvikudag leikur Rosemary Kajioka, flautu- leikari, verk eftir J. S. Bach, G. Fauré, E. Bozza og F. Martin. Við píanóið er Krystyna Cortes. En á tónleikunum á fimmtudag leikur Katarína Óladóttir, fiðlu- leikari verk eftir L. v. Beetho- ven, J. S. Bach, B. Bartók, H. Wieniawsky og frumflytur verk eftir Eyþór Arnalds. Catherine Williams leikur með á píanó. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis og allir eru velkomnír. Rúna á Siglufiröi Rúna Gísladóttir opnar mynd- listarsýningu að Gránugötu 24, Siglufirði á morgun kl. 14. Þetta er þriðja einkasýning Rúnu og verður opin fram á sunnudag kl. 14-19 alla dagana. Fóstbræður frumflytja Jón Leifs Árlegir samsöngvar Karla- kórsins Fóstbræðra fyrir styrktar- félaga sína verða í kvöld og ann- aðkvöld kl. 20.30 og á laugardag- inn kl. 16.00 í Langholtskirkju. Tvö tónverk verða frumflutt á tónleikunum. Annað er nýr laga- flokkur eftir Gunnar Reyni Sveinsson við ljóðið ísland eftir Jónas Hallgrímsson; hitt er tón- verkið Ástarvísur Op. 38 No 1 eftir Jón Leifs sem hann samdi fyrir rúmum fjörutíu árum við vísur og viðlög úr íslenskum þjóðsögum og víðar að. Af öðrum verkefnum á tón- leikunum má nefna rússneska þjóðlagið Stenka Rasin, íslensk þjóðlög og lög eftir Karl O. Run- ólfsson og Jón Ásgeirsson. Söng- stjóri er Ragnar Björnsson, undi- rleik á píanó annast Lára Rafns- dóttir, einsöngvarar eru Viðar Gunnarsson og Jóhanna Linnet. nokkurnveginn í stað. Fjórir af hundraði aðspurðra lýstu yfir fylgi við hinn hægriöfgasinnaða Lýðveldisflokk. Ef fylgið skiptist á þessa leið milli flokkanna er kosið verður á sambandsþing á komandi ári, ættu jafnaðarmenn og græningjar að geta myndað meirihluta- stjórn. Líkurnar á að þeir geri svo aukast, þar eð þeir stjórna þegar í félagi í Vestur-Berlín og Frank- furt. I skoðanakönnuninni var einn- ig spurt um vinsældir einstakra stjórnmálamanna og reyndist Rita Sússmuth, kristilegur dem- ókrati og forseti sambandsþings- ins, vinsælust. í öðru og þriðja sæti vinsældalistans og jafnir lentu þeir frjálsdemókratinn Hans-Dietrich Genscher, utan- ríkisráðherra, og Lothar Spath, forsætisráðherra Baden-Wiirtt- emberg, sem margir telja líkleg- an eftirmann Helmuts Kohl sem formaður kristilegra demókrata og sambandskanslari. í fjórða og fimmta sæti og jafnir eru þeir jafnaðarmennirnir Johannes Rau og Hans-Jochen Vogel. Kohl sjálfur hatnaði í 18. sæti, og töldu aðeins 34 af hundraði aðspurðra æskilegt, að hann réði miklu í stjórnmálum landsins á komandi árum. Der Spiegel/dþ. Teikning eftir Jón Axel Jón Axel í Nýhöfn Jón Axel opnaði á laugardag- inn sýningu í Nýhöfn á 10 stórum kolateikningum. Þetta er 8. einkasýning Jóns en hann hefur lfka tekið þátt í samsýningum. Sýningin er opin til 17. maí frá 10-18 virka daga og 14-18 um helgar. ITT Sjónvarpstæki fjárfestíng í gæöum JHOWCAP KÆUogFRYSTISKAPAR Ótrúlegt verð 'WO ÚÚHCHít &l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.