Þjóðviljinn - 03.05.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.05.1989, Blaðsíða 16
Hvernig finnst þér við- brögð Davíðs Odd- sonar borgarstjóra í Fossvogsdalsmálinu? Sigríður Lárusdóttir, bankastarfsmaður í Kópavogi: Mér finnst þau svolítið einstreng- ingsleg. Orri Hlöðversson nemi: Mér finnst viðbrögðin nokkuð harkaleg og bera vott um hefni- girni. Það ætti að athuga alla aðra staði en Fossvoginn fyrir hraðbraut. Þetta ætti bara að vera grænt svæði. Kristín Pálmadóttir húsmóðir: Fyrir neðan allar hellur. Heimir Guðmundsson pípulagningamaður: Mer finnst hann taka svolítið stórt uppí sig. Þetta er óvarlega sagt af manni í hans stöðú, ætli þetta skemmi ekki fyrir honum? Björgvin Pálsson Ijósmyndari: Mín skoðun í þessu máli stangast á við skoðun Davíðs og Kópa- vogsbæjar, ég vil hafa frjálst grænt svæði þarna til útivistar. þJÓÐVIUINN Mlðvlkudagur 3. mof 1989 80. tolublað 54. árganour SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 BHMR-deilan Veruleikinn er stundum leiðinlegur Kennarar gengu út affundinum með Ólafi Ragnari eftir hálfan annan tíma afspennu, rökrœðu og tilfinningum. Fjármálaráðherra: Reiðubúinn að leggja samning háskólakennaratil grundvallar samninga við hvert BHMR-félag. FormaðurHÍK: Leiðin tilað styrkja skólakerfið er að borgaþannig laun að hægtsé að manna störfin Ef ekki semst næstu dægur lýk- ur kafla óformlegra viðræðna í deilu BHMR og ríkisins og sátt- asemjari tekur málin í sínar hend- ur, sagði Ólafur Ragnar Gríms- son á fundi með HÍK-kennurum í gær, og gripu kennarar þá yfir- lýsingu strax á lofti sem beiðni - eða hótuii - um sáttatillögu frá Guðlaugi. BHMR og ríkið hafa ekki nálgast í viðræðunum, og fundurinn hefur varla örvað samningsfýsi aðila. Ljóst er að Ólafur Ragnar hafnar sjálfum hugmyndafræði- grundvelli BHMR-krafnanna - markaðslaunakenningunni - og á móti neitar forysta kennara að „treysta" nýrri ríkisstjórn og telja Ólaf Ragnar hinn versta svikara við málstað verkalýðsins. Niður- staðan af fundinum sem HÍK bauð til með því að skora á Ólaf Ragnar Grímsson að mæta í blaðaauglýsingum eftir viðtal við hann hér í Þjóðviljanum er eigin- lega engin nema sú að í verkfall BHMR eru hlaupnar þvílíkar til- finningar að búast má við að dragi eftir sér mikinn slóða. Áhrifarík sýnikennsla um sam- stöðu kennara gegn ófyrir- leitnum fjármálaráðherra? Eða eru kennarar að fara á taugum? Fundarlok urðu nokkuð óvænt: Fundarstjóri, Þorlákur Helga- son, krafði Ólaf svara um það hvort BSRB-samningarnir væru enn sá grundvöllur sem samn- inganefnd ríkisins miðaði við. „Er ríkið eftir fjögurra vikna verkfall að leggja fram BSRB- samninginn og ekkert annað? Þetta er orðið leiðinlegt, alveg hundleiðinlegt!" „Veruleikinn er stundum leiðinlegur," sagði Ólafur Ragn- ar og endurtók fyrri yfirlýsingar um að hann væri reiðubúinn að gera samninga í sama dúr og við háskólakennara, en launaliðir gætu ekki verið öðruvísi en í þeim samningum sem þegar hefðu ver- ið gerðir við sjötíu til áttatíu þús- und launamenn... Komst hérmeð mikil hreyfing á fundinn og var meirihluti fundarmanna rétt ókominn útúr salnum þegar fundarstjóri túlkaði brottförinai sem kröfu um fundarslit. Ljóst er að kennarar fóru von- sviknir af fundinum, og hafa ef til vill búist við að Ólafur Ragnar kæmi færandi hendi. Ef til vill hleypti það illu blóði í fundar- menn að lítið hafði breyst í nýju tilboði samninganefndar ríkisins frá morgninum. Ef til vill veldur það líka að BHMR stendur nú eitt uppi í deilu sem aldrei stóð til að háð yrði uppá eindæmi og vik- um saman. Þannig voru gerð nokkur hróp að skólameistaranum Ingólfi A. Þorkelssyni þegar hann hvatti bæði ráðherrann og HÍK- forustuna til að færa háskóla- kennarasamningana yfir í fram- haldsskólana, nú yrðu menn að . fara að íhuga hversu langt yrði komist. Ólafur Ragnar var gagnrýndur fyrir það mörgum fundar- mönnum að reyna að reka fleyg í samstöðu BHMR, nota þá aðferð að deila -og drottna. Ólafur Troðfullur Sóknarsalur á fundi HÍK með Ólafi Ragnari og átti Þorlákur Helgason fundarstjóri stundum fullt í fangi með skap- heita verkfallsmenn. (Mynd: Jim) neitaði þessu, en ítrekaði þau ummæli sín úr Þjóðviljaviðtalinu frá því á föstudag að hann hefði viljað sérstaka kennarasamn- inga, en BHMR hefði læst sig saman og gert lausnir á deilunum miklu erfiðari. Háskólasamning- arnir væru dæmi um hvernig slíkir samningar gætu verið, og í KÍ- viðræðunum hefði náðst veru- legur árangur um ýmis sérmál kennara (úr salnum: það er lygi). Það var lfka rætt um Sóknar- samningana sem fengu heldur dræmari undirtektir hjá fundin- um en Ólafi Ragnari („Þið skuluð bara hlæja að kjörum Sóknar- kvenna" - „Þær eyða ekki sjö árum í starfsmenntun" - „Þetta eru margt einstæðar mæður..." - „Rekast Sóknarkonur verr í hjónabandi?"), og einsog áður sagði gerði formaður Alþýðu- bandalagsins hríð að markaðs- laununum - hver eiga að vera markaðslaun lögfræðinga í ríkis- þjónustu? Við hverja eiga þeir að miða? Og hvaða hugsunarhætti lýsir þetta? Það á ekki að meta menntun útfrá markaðsforsend- um. Er kannski næst að biðja um markaðsskóla? -Þeir koma ef þú semur ekki við okkur strax! Þótt orðaskipti ýmis væru skemmtileg var tónninn víða stríður og stundum fullur heiftar. Margrét Heinreksdóttir oddviti lögfræðinga í rfkisþjónustu hóf til dæmis ræðu sína með því að hún væri hér stödd gegn vilja sínum og vildi ekki „sitja undir ræðum þessa manns". Og tókust ekki samningar á fundinum sem HÍK fékk fjár- málaráðherra til í Sóknarsalnum í gær. -m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.