Þjóðviljinn - 06.05.1989, Síða 3

Þjóðviljinn - 06.05.1989, Síða 3
Hvalavinir á hvalbáta Hvalavinir hafa sent erindi til fyrirtækisins Hvals hf og til sjávarútvegsráðuneytis og Hafrannsóknastofnunar þar sem þeir fara fram á að fá að senda menn út með hvalbát- unum í sumar til þess að vera viðstaddir vísindaveiðarnar. Þannig vilja þeir átta sig á mikilvægi veiðanna fyrir vís- indaáætlunina. Heimsflakksbók Hjónin Þorbjörn Magnús- son og Unnur Þóra Jökuls- dóttir hafa undanfarin ár siglt um heimshöfin sjö á lítilli skútu sem þau smíðuðu sjálf og eru orðin hagvön á slóðum sem aðrir íslendingar þekkja .eingöngu úr barnabókum og 'ævintýramyndum. í vetur gerðu þau hinsvegar stans í Reykjavík, og er afrakstur þeirrar kyrrsetu væntanlegur í bókarformi á jólamarkað frá Máli og menningu. Verður efalaust athyglisverður lestur og skemmtilegur, ekki síst ef Unnur hefur erft hlut af skáld- gáfu föður sins Jakobs- sonar... Frjálslyndi og hægri Það vakti athygli göngu- manna 1. maí að á svalir nýja hússins við Lækjartorg var komið auglýsingaspjald með orðunum „Frjálslyndi hægri“. Nú, sagði eldri frú í göngunni: Og hvor er frjáls- lyndur og hvor er hægri? ýJODLtfí Maíhefti komið út INNLENT Skipulagsleysi í landbúnaði............................. 9-17 Fjallað er um niðurgreiðslukerfi, útflutningsbætur og fleira sem tengist afurðakerfi í sauðfjárbúskap hins opinbera í landinu. í ljós kemur að útgjöld ríkisins hafa farið langt fram úr áætlunum og þess eru dæmi að búvörusamningar og -lög hafi verið brotin. Á sama tíma og neysla kjöts hefur minnkað hefur framleiðslan hvergi náð að dragast saman með þeim hætti og samið hafði verið um. Kerfið er margflókið og leyndardómsfullt... Átökin í Borgaraflokknum ......................... Nýtt tölvufyrirtæki. Blað brotið í viðskiptasögunni ... Pappír upp á ferð og krafta. Þegar farið er á vestasta odda í Evrópu eiga menn kost á því að fá viðurkenningarskjal. Á sama stað geta menn fengið staðfestingu krafta sinna. Magnús Guðmundsson frá Patrekfirði, sem stendur fyrir þessari landkynningarstarfsemi á Bjargtöngum vestra, segir frá Skák Af hamingjunnar hjóli. Áskell Örn Kárason skrifar um fallvaltleika tilverunnar í skákheiminum ....................... .18 .21 22 25 ERLENT MENNING Bastillan upp er risin. Parísaróperan hefur fengið nýjan samastað við hið fræga Bastillutorg og verður nýja húsið vígt á 200 ára byltingarafmælinu 14. júlí n.k. Gunnsteinn Ólafsson segir frá. 41 Leikhúsfréttir ............................................. 43 Kvikmyndir Háskaleg kynni. Marteinn St. Þórsson skrifar um nýjar myndir og gefur sumum stjörnur ............................................. 44 „Mig hefur alltaf langað til íslands“. Viðtal við Guðrúnu Maríu Hanneck-Kloes, þýskan fslending, sem hefur m.a. þýtt íslenskar bókmenntir og gefið út bækur um ísland í Þýskalandi ............................... 46 Menningardagar í Hallgrímskirkju ........................... 50 Heimsókn í Reykjanesvita................................. 51-53 Hjónin í Reykjanesvita, Valgerður Hanna Jóhannsdóttir vitavörður og Óskar Aðalsteinn rithöfundur, sótt heim. Aldarminnig baráttukonu. Þórunn Magnúsdóttir sagnfræðingur skrífar um Guðrúnu Jónsdóttur, forystukonu í verkakvennafélögum í Vestmannaeyjum og í Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar ..... 54 Bjórsaga íslands Seinni hluti. Mjöður blandinn og Maltó í kaupfélaginu. Hallgerður Gísladóttir safnvörður skrifar.............................. 57 VISINDI Blómabyltingin 15 ára ............................ 27-31 Tíðindamaður Þjóðlífs, Árni Snævarr var á ferð í Portúgal og ræddi m.a. við Mario Soares forseta, de Carvalho herforingja,sem stundum er kallaður „síðasti byltingarmaðurinn“ og dvelur nú í fangelsi, og Kristínu Thorberg, íslenska konu sem lent hefur í pólitískum átökum. Sagt er frá ástandinu í landinu í dag og þeim breytingum sem eru að verða vegna inngöngu Portúgals í Evrópubandalagið. Bretland Samkeppni um sjúklingana................................. 32 Ungverjaland Einar Heimisson og Gunnsteinn Ólafsson fóru til Ungverjalands og kynntu sér umbrotin í samfélaginu: Uppgjörið við uppreisnina hafið ......................... 33 Umbrot og ferskleiki í ungversku samfélagi .............. 34 Hæli fyrir bingósjúklinga................................ 38 í Svíþjóð er tekið til við að meðhöndla spilafíkn sem sjúkdóm og spilasjúklingarnir fá svipaða meðferð og alkóhólistar. Sagt frá Konrad Lorenz og atferlisfræðinni. —Nýtt risaverkefni í vísindum. Bandaríkjamenn ætla að fjármagna umfangsmiklar rannsóknir á litningum, sem geta kollvarpað læknisfræðinni; hugsanlega opna möguleika á að lækna hingað til ólæknandi sjúkdóma." Áætlunin mun kosta 200 milljónir dollara á ári í 15 ár. —Gleðilegt kynlíf í ellinni. Rannsókn leiðir í ljós að fólk getur átt ánægjulegt kynlíf fram á grafarbakkann .........63-68 UPPELDISMÁL Einsctinn skóli er takmarkið. Viðtal við Birnu Sigurjónsdóttur kennara í Snælandsskóla ...................................... 69 Skoðanakönnun um tómstundir hjá börnum og unglingum................................... 70 ÝMISLEGT Barnalíf .................... Bflar........................ Krossgáta.................... Erlendar smáfréttir ......... Smáfréttir úr viðskiptaheimi ÆTLAR ÞU AÐ GERAST , ÁBYRGÐAR- ? MAÐUR Á SKULDABRÉFI? Haföu þá í huga, að ef lán- takandinn greiöir ekki af lán- inu, þá þarft þú aö gera það. Getir þú þaö ekki, gæti svo farið að þú misstir þína íbúð á nauðungaruppboð. Um slíkt eru fjölmörg dæmi. ÞÚ TEKUR ÁBYRGÐINA Með því að gerast ábyrgöar- maður á skuldabréfi, ábyrgist * sá hinn sami, að af láninu verði greitt á réttum gjalddögum. ÞÚ GÆTIR ÞURFT AÐ BORGA Greiði lántakandinn ekki af láninu á tilskildum gjalddögum, þá þarf ábyrgðarmaðurinn að gera það, eða eiga á hættu að krafist verði nauðungarupp- boðs á íbúð hans. Hafðu eftirfarandi hugfast áður en þú gerist ábyrgðarmaður á láni sem vinur þinn eða vanda- maður ætlar að taka: GETUR ÞÚ GREITT AF LÁNINU EF LÁNTAKANDINN GETUR ÞAÐ EKKI? Við leggjum til að þú fylgir þeirri reglu að veita aldrei öðrum veðleyfi í íbúð þinni fyrir láni sem þú getur ekki sjálfur greitt af, nema þú sért viss um að lántakandinn muni standa í skilum. FÓLK HEFUR MISST ALEIGU SÍNA VEGNA VINARGREIÐA. HAFÐU ÞITT Á HREINU jA

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.