Þjóðviljinn - 09.05.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.05.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 9. maf 1989 84. tðlublað 54. árgangur BHMRlRíkið „Þetla er þungt stríð" Slitnaði uppúr eftir nœr látlausar viðrœðuráfjórða sólarhring. Páll Halldórsson: Okkar meginkröfurfást ekki rœddar. Svanfríðurjónasdóttir: Héltvið vœrum aðgangafrá kjarasamningum. ÓlafurRagnar Grímsson: Bœði undrandi og leiður. BHMRkomiðafturáreitl. Guðlaugur Þorvaldsson: Ekki ástœða til frekari funda að óbreyttu Auðvitað er þetta bara bungt stríð, og maður sér ekki fyrir endann á því fyrr en við höfum samningstaxta f höndunum sem við sættum okkur við. Það getur því ekkert annað tekið við en menn setjist niður aftur og fari að semja, sagði Páll Halldórsson for- maður BHMR, eftir að slitnað hafði uppúr viðræðum samn- inganefnda bandalagsins og ríkis- ins í húsakynnum ríkissáttasemj- ara í gærkvöld. Þá höfðu við- ræður deiluaðilar staðið yfir nær ' látlaust frá því á föstudag í lengs- tu viðræðulotu deiluaðila til þessa. Verkfall 11 félaga BHMR hefur nú varað á fimmtu viku. - Ég varð fyrir miklum von- brigðum með að þessi vinna undanfarnar nætur og daga hefur ekki skilað árangri. Eg hef staðið í þeirri trú að það væri sameigin- lega verið að skapa samning. Og í þeim hugmyndum sem lágu fyrir var búið að fallast á að nýtt launakerfi yrði tekið upp hjá rfk- inu þar sem menntun og ábyrgð yrði lögð til grundvallar og á- kveðin lágmarkstrygging hvað þetta launakerfi myndi skila, sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra í gærkvöld. „Aftur komnir á reit 1" - Ég er því bæði undrandi og leiður yfir því að því verki skuli vera kastað burtu og haldið á reit 1 með hinar upprunalegu kröfur. Ég vona að einstakir félagar í BHMR kynni sér vel og rækilega hvað fólst í þessari vinnu undan- farinna sólarhringa áður en menn halda í margra vikna stríð í við- bót. Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari sagði í gærkvöld að hann myndi ekki boða til nýs sáttafundar fyrr en eftir hálfan mánuð, nema annar hvor aðili óskaði eftir fundi. - Það var ljóst að aðilar voru ekki tilbúnir að ræða málin á sama grundvelli og því var ekki flötur að mínu mati til að halda viðræðum áfram. Drög að 22 mánaða samningi Ákveðinn rammi að samkomulagi lá fyrir þegar á sunnudag og efnisatriði hans. m.a. rædd sérstaklega í gærdag á fundum stjórna allra þeirra BHMR-félaga sem eru í verk- falli. Samninganefnd bandalags- ins ákvað síðan í framhaldi af þeim fundum að óska eftir frekari viðræðum við samninganefnd ríkisins í gær. Forystumenn BHMR segja að sá samkomul- agsrammi sem legið hafi á borð- inu, hafi alfarið verið kominn frá samninganefnd ríkisins. Öllum umræðum um önnur atriði en þar væri að finna hefði verið alfarið hafnað. Á því hefði strandað. í samningsuppkastinu sem hef- ur verið til umræðu síðustu sólar- hringa er m.a. gert ráð fyrir samningi við BHMR til 22 mán- aða, eða til loka febrúar 1991. Sá samningur yrði byggður á svipuð- um nótum og samningurinn við háskólakennara, nýtt launakerfi yrði tekið upp, stofnaður yrði sérstakur endurmenntunarsjóð- ur auk endurskoðunarákvæða á launaliðum. „Ofrýrteftir . langt verkfall" - Þær hugmyndir sem ríkið var með voru allt of rýrar. Það var ekki tekið með neinum bindandi hætti á kerfisbreytingum varð- andi menntun og ábyrgð, þannig að við fengjum það kerfi inn nógu fljótt og þetta liti nógu sannfærandi út. Það var heldur ekki tekið nóg á leiðréttinga- kröfu okkar, en hinsvegar viður- kennt tilefni slíkra leiðréttinga. Þetta er því miður allt of rýrt og við erum ekki tilbúin að skrifa uppá slíkan samning eftir svona langt verkfall. Þetta er ekki sú Stund milli stríða (harðri samningalotu. Hér matast nokkrir samninganefndarmanna BHMR um miðjan dag (gær, áður en dró til alvarlegra tfðinda og slitnaði uppúr viðræðum. Mynd-Þóm. Lœkjartorg Tónlistarflutningur kærður Sigurður Baldursson hœstaréttarlögmaður: Eigendum hljómplötuversl- unarSteinars við Austurstrœti verði bönnuð notkun hátalara tilað varpa tónlist út á Lœkjartorg vegna hávaða og tónlistarvals. Kœrði 12. apríl en lögreglan kannast ekki við neitt Siguröur Baldursson hæstarétt- arlögmaður í Reykjavík hefur kært tónlistarflutning frá hljóm- plötuverslun Steinars víð Austur- stræti til embættis lögreglustjóra og fer þess á leit að eigendum verslunarinnar verði bönnuð notkun hátalara til að varpa tón- list út á Lækjartorg. I kærubréfi sínu til lögreglu- stjóra segir hæstaréttarlögmað- urinn: „því miður er hijómlistar- valið og hljómstyrkurinn á þann veg að mörgum manninum er að því hrein raun". Jafnframt segist hæstaréttarlögmaðurinn hafa fyrir því „góðar heimildir að for- setanum sé hin mesta ömun að því ónæði sem af þessu stafar". Þó að Sigurður hafi sent kæru sína til embættis lögreglustjóra 12. apríl hefur hún ekki enn bor- ist inná borð til Rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavfk og sagðist Þröstur Eyvinds lögreglumaður ekki kannast við hana. Þá kannast starfsmenn forsetaembættisins í Stjórnarráðinu ekki við að forseti íslands hafi fundið að tónlistar- flutningi frá versluninni. Að sögn Magnúsar Sveins- sonar verslunarstjóra hjá verslun Steinars við Austurstræti hafa engar opinberar kvartanir borist versluninni vegna tónlistarflutn- ingsins og hávaðinn frá honum sé ekki meiri en gengur og gerist annars staðar hjá hljómplötu- verslunum. Hann sagði það held- ur klént af hálfu hæstaréttarlög- mannsins að kæra í stað þess að ræða málin við forráðamenn verslunarinnar. Aðspurður hvort eitthvað væri um að fólk kæmi að máli við starfsmenn verslunar- innar og kvartaði yfir hávaða- mengun út af tónlistarflutning- num sagði hann það koma fyrir og þá væri tekið tillit til þess og lækkað í hátölurunum. -grh uppskera sem menn sætta sig við, sagði Páll Halldórsson er hann gekk út úr Karphúsinu í gær- kvöld. - Við héldum að við værum að ganga frá samningum m.a. vegna þeirra málamiðlana sem gerðar höfðu verið og þeirra smærri mála sem komið höfðu upp eins og oft er í lok samningaviðræðna. Samninganefnd BHMR kom hinsvegar til baka í dag með upphaflegu kröfurnar, sem hafði verið hafnað, sagði Svanfrfður Jónasdóttir úr samninganefnd ríkisins er uppúr slitnaði í gær- kvöld. - Þetta eru hörmuleg endalok eftir alla þessa vinnu. Óvíst er um næsta framhald samningaviðræðna. Sáttasemjari mun hafa samband við báða aðila í dag en boðar ekki til fundar af fyrra bragði. Þá er ljóst að ríkis- stjórnin ætlar ekki að grípa inn í deiluna með lagasetningu. -«g. Ríkisútvarpið Innbrotog þjófnaöur Geislaspilara, geisladisk- um ogplötum stolið. Hörður Vilhjálmsson: Ekki ráðgert að hafa sam- band við lögreglu vegna málsins Fyrir um tveimur vikum var brotist inn i tónlistardeild ríkisút- varpsins og stolið þaðan geisla- spilara og nokkrum fjölda geisla- diska. Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri ríkisútvarpsins, sagði að þar hefðu verið að verki tveir unglingsdrengir, sést hefði til þeirra er þeir hefðu forðað sér á hlaupum. Hefðu þeir brotist inn um glugga og tekið með sér geislaspilarann, geisladiska og plötur. Bílstjóri sem átti leið fram hjá útvarpshúsinu, veitti piltunum eftirför þar sem þeir komu hlaupandi frá húsinu. Honum tókst ekki að hafa hendur í hári þeirra en hins vegar skildu þeir eftir nokkra geisladiska á hlaupu- num. Bílstjorinn skilaði þeim diskum en þýfið hefur ekki heimst aftur að öðru leyti. Hörð- ur sagði að hér hefði verið um nokkurt fjárhagslegt tjón að ræða, en hann vissi hins vegar ekki nákvæmlega hver fjöldi di- skanna sem hvarf hefði verið. Aðspurður sagði Hörður að ekki hefði verið haft samband við lög- reglu vegna þessa máls, menn teldu það ekki þjóna neinum til- gangi. phh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.