Þjóðviljinn - 09.05.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.05.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Fossvogsdeilan Vemdum Fossvogsdal! Um 1500 manns sóttu fundinn í Snœlandsskóla Megi allir vinir Fossvogsdals bera gæfu til að starfa saman að málum svo erfingjar okkar geti sagt með sanni: Hér var unnið að málum af framsýni. Fyrir það erum við þakklát. Þannig komst Heimir Pálsson forseti bæjarstjórnar Kópavogs að orði á fjölmennum fundi sem haldinn var í íþróttahúsi Snæ- landsskóla um helgina. Troðið var í húsinu og stóðu margir utan- dyra. Er talið að a.m.k. 1500 manns hafi verið mættir á stað- inn. Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor talaði sem einn af íbúum Fossvogsdals. Hann lýsti sig fylgjandi því að sveitarfé- lögin, Reykjavík og Kópavogur, styðji þau áform Skipulagsstjórn- ar ríkisins að rannsaka eða fela óháðum aðilum að rannsaka fyrirsjáanleg og líkleg áhrif Foss- vogsbrautar á umhverfið. Jafn- framt verði þeim falið að svara þeim spurningum sem daíbúar og aðrir aðilar málsins leita svara við. Niðurstöður könnunar yrðu síðan grundvöllur fyrir lausn á þessum vanda. Þessi skoðun stangast að nokkru á við þá yfirlýsingu bæjar- stjórnar Kópavogs, að hún telji sig óbundna af slíkum athugun- um. Kristján Guðmundsson bæjar- stjóri sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær að bæjarstjómin ynni nú að gerð nýs aðalskipulags fyrir Kópavog, og væri stefnt að því að leggja það fyrir Skipulagsstjóm ríkisins og félagsmálaráðherra til staðfestingar í haust. Uppsögn samkomulagsins frá 1973 er fors- enda þess að hægt sé að gera slíkt aðalskipulag, sem nær til alls bæjarsvæðisins, sagði Kristján. -ólg. Heimir Pálsson forseti bæjarstjórnar ávarpar troðfullan íþróttasal Snælandsskóla s.l. laugardag. Ljósm. Þóm. Sjávarmengun Hin nýja landhelgisbarátta Samgönguráðherra kynnti áttþœtta tillögu sína um varnirgegn meng- un sjávar í utandagskrárumrœðu á alþingi í gœr stöðvum í sjó og þannig lagt mat á mengunarhættu áður en ný starfsleyfi eru veitt fyrir fiskeldis- stöðvar. Árni sagði ma. að íslendingar 3. Auka verður söfnun Samgönguráðherra hefur lagt fram tillögur í 8 liðum í ríkis- stjórninni um varnir gegn meng- un sjávar. Þetta kom fram í utan- dagskrárumræðu um mengun hafsins í sameinuðu alþingi í gær. Málshefjandi var Árni Gunnars- son og fram kom í máli hans að ótti manna við mengunareitrun fisks og annars sjávarfangs ykist jafnt og þétt vestanhafs og því væru oddvitar íslenskra fisksölu- fyrirtækja mjög uggandi. Samningar Dagsbnín samþykkti 347 með en 221 á móti Verkamannafélagið Dagsbrún Verkalýðsfélagið Boðinn á samþykkti í gær nýgerða Þorlákshöfn og Hveragerði sam- kjarasamninga ASI og VSI. Því þykkti samningana samhljóða og fór þó fjarri að þeir væru sam- aðeins einn var á móti þegar Fé- þykktir samhljóða, 347 sögðu já lag starfsfólks í húsgagnaiðnaði en 221 var á móti eða tæp 40% greiddi atkvæði. Framsókn hefur fundarmanna. þegar samþykkt samningana Harðar umræður urðu á fund- samhljóða og VR hélt fund um inum og hiti í mörgum fundar- samningana í gærkvöldi þar sem manna. Atkvæðagreiðslan var þeir voru samþykktir. Iðja, félag skrifleg og er það í fyrsta skipti verksmiðjufólks, fundar í dag. sem sá háttur er hafður á við at- phh kvæðagreiðslu hjá Dagsbrún. A Iþjóðasamskipti Utanríkisráðheira gegn aðild PLO Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hyggst láta greiða atkvæði gegn fullri aðild Frelsissamtaka Palestínumanna að Alþjóða heilbrigðismálastofn- un Sameinuðu þjóðanna (WHO) á aðalfundi hennar sem hefst á mánudag. Hjörleifur Guttormsson segir afar óeðlilegt að íslendingar taki þennan pól í hæðina nú þegar ríkisstjómir í Vestur-Evrópu séu hver á fætur annarri að taka upp formleg samskipti við PLO. Hann væntir þess að utanríkis- ráðherra söðli um í afstöðu sinni til PLO, annað sé óviðunandi. PLO hefur haft áheyrnarfull- trúa hjá WHO en fyrir skemmstu tilkynnti Jassír Arafat að samtök- in hygðust sækja um fulla aðild. Talið er fullvíst að meirihluti 166 aðildarríkja Ijái Palestínu- mönnum lið í þessu máli. En Bandaríkjastjórn er andvíg og hótar því að hætta fjárstuðningi við stofnunina verði fallist á aðild PLO. ks þyrftu að átta sig á því að þeim stafar hætta af mengun iðnríkja sem hafstraumar flytja norður um höf frá Mexíkóflóa og frá Evrópu og eykst stórum ár frá ári. Þetta þyrfti að rannsaka. Baráttan gegn mengun sjávar er á forræði Steingríms J. Sigfús- sonar samgönguráðherra en hann hefur ítrekað lýst henni sem hinni nýju landhelgisbaráttu ís- lendinga. Hann kynnti í gær átt- þætta tillögu sína í ríkisstjórn um varnir gegn mengun sjávar. 1. Hafnar verði sem fyrst skipulegar mælingar á mengunar- efnum í sjó og sjávarlífverum á hafsvæðinu umhverfis landið. 2. Tekin verði upp sú regla að gengið sé úr skugga um dreifingu fóðurs og úrgangs frá fiskeldis- ur- gangsolíu frá skipum og aðilum í landi. 4. Bæta verður búnað ríkis og einstakra sveitarfélaga til að hreinsa olíu og lýsi úr sjó. 5. Unn- ið verði að því að uppræta losun sorps frá skipum í sjó. 6. Hreinsi- búnaður verði settur á útblásturs- op nýrra bfla og notkun blýbens- íns smám saman aflögð. 7. Förg- un hættulegra efna á ösku- haugum eða á víðavangi verði hætt. 8. Síðan en ekki síst ber að stuðla að því að draga úr umferð farartækja sem eru knúin kjarn- orku eða hafa kjarnorkuvopn innanborðs og berjast gegn því með oddi og egg á alþjóðavett- vangi að ríki leysi mengunar- vandamál á landi eða í lofti á kostnað hafsins. ks Fossvogsdeilan Slíðrið sverðin! Þrír fyrrverandi bœjarfulltrúar í Kópavogi senda bœjarstjórninni bréf Þrír fyrrverandi bæjarfulltrú- ar úr Kópavogi, sem stóðu á sín- um tíma að því samkomulagi, sem Kópavogur og Reykjavík gerðu um ráðstöfun Fossvog- slandsins, hafa ritað núverandi bæjarstjórn opið bréf, þar sem ráðamenn í Kópavogi og Reykja- vik eru hvattir til þess að slíðra sverðin og taka höndum saman um að leysa þann skipulagsvanda sem fyrir er. í bréfinu er bent á þann gjör- breytta skilning sem nú sé orðinn á verðmæti Fossvogsdalsins mið- að við þau viðhorf sem ríktu 1964, þegar fallist var á áform um lagningu brautarinnar. í bréfinu segir að það hafi verið samdóma álit allra sem að þessum málum unnu á áriru 1973, að gera þyrfti víðtæka úttekt á umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins og meta síðan þörfina fyrir Fossvogsbraut út frá niðurstöðum hennar. „Því miður hefur þessi könnun ekki farið fram og er það kannski að hluta orsök þess vanda, sem menn standa nú frammi fyrir“, segir í bréfinu. Bæjarfulltrúarnir segja að á þessum árum hafi samvinna á milli Kópavogs og Reykjavíkur verið eins góð og hún geti best verið, og því veki starfsstfll og viðbrögð þeirra ungu manna, sem tekið hafi við beggja vegna borgarmarkanna nú nokkra undrun. Síðan segir f bréfinu: „Sjaldan er einn sekur þá tveir deila, segir gamalt máltæki, og sjálfsagt á það einnig við í þessu máli. Harðjaxlarnir segja að mála- miðlanir þynni alla hluti út, en hvernig lítur heimurinn út í dag þar sem menn virða engar mála- miðlanir? Við skorum á ykkur alla, ráða- menn í Kópavogi og Reykjavík, að slíðra nú sverðin og fara að tala saman eins og skynsömum mönnum sæmir. Látið ekki fjöl- miðlana etja ykkur saman í leit að skemmtiþáttum. Með samvinnu geta sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu lyft grettistökum, en sundruð gætu þau orðið lítils megnug, þrátt fyrir fólksfjöld- ann. í svona deilu vinnur enginn. Allir tapa og þeir oft mest, sem standa utan við sjálfan orrustu- völlinn. Og til hvers er þá barist? Er ekki mál að linni?“ Ásgeir Jóhannesson fyrrv. bæjar- fulltrúi A-lista, Guttormur Sigurbjörnsson fyrrv. bæjarfulltrúi B-lista, Sigurður Grétar Guðmundsson fyrrv. bæjarfulltrúi G-lista. Evrópubandalaeið Hvorid já né nei! Norrœn upplýsinganefnd stofnuð að frumkvœði gagnrýnnar hreyfing- ar í Noregi. Fundur með Kristen Nygaard á fimmtudagskvöld Við erum að reyna að losa um- ræðuna um Evrópubandalagið úr spurningunni frá 1972 um já eða nei, sagði Kristen Nygaard fyrir helgi á óformlegum fundi með blaðamönnum og nokkrum for- ystumönnum í verkalýðshreyf- ingu. Að tilhlutan samtaka hans í Noregi hefur nú verið stofnuð norræn upplýsinganefnd um Evr- ópubandalagið og er íslendingum velkomin þátttaka. Kristen Nygaard er hérlendis til að miðla kunnáttu sinni um tölvutækni, en hann er einn af frumkvöðlum Upplýsinganefnd- arinnar um Noreg og EB, sem þar er nýstofnuð, og eru margir þeirra sem þar eiga hlut að máli áhrifamiklir einstaklingar með bakgrunn í baráttunni gegn EB- aðild 1972. Kristen var sjálfur einn forystumanna nei-manna fyrir sautján árum. Nygaard á ekki von á að norsk aðild verði reynd á næstunni, en hefur þeim mun meiri áhyggjur af gagnrýnisiausri aðhæfingu Nor- egs og grannlanda að aðstæðum EB. A fimmtudagskvöld verður haldinn almennur fundur með Kristni í Norræna húsinu og kynnir hann þar samtök sín og ræðir um EB, Norðurlönd og EFTA. -m 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 9. ma( 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.