Þjóðviljinn - 09.05.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.05.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Hætta á feröum í skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun annaðist og birt var í Morgunblaðinu um helgina kom í Ijós að 54 af hundraði þeirra sem taka afstöðu segjast telja það æskilegt að íslendingar sæki um aðild að Evrópubandalaginu. Þegar betur er í rýnt kemur í Ijós að hópur óráðinna er tæp 40 prósent, og því ekki nema rétt rúmur þriðjungur svarenda sem telur Evrópubandalagið heppilegt fyrir (sland. Þrátt fyrir það er þessi niðurstaða alvarlegt umhugsunar- efni. Hingaðtil hefur ríkt um það breið pólitísk samstaða að ganga ekki í Evrópubandalagið, að spurningin um aðild sé einfaldlega ekki á dagskrá. Þetta er opinber afstaða í öllum þingflokkum, og stuðningsmenn aðildar hafa aðeins látið á sér kræla í tveimur afkimum íslenskra stjórnmála: annars- vegar hefur Víglundur Þorsteinsson lýst slíkri persónulegri afstöðu, hinsvegar hefur Flokkur mannsinstekið EB-aðild á stefnuskrána. Þeir Víglundur og Flokkur mannsins eiga varla 54% fylgi meðal þjóðarinnar, enda er jákvæða afstöðu til aðildar sam- kvæmt könnuninni að finna meðal stuðningshópa allra flokka: 48 prósent Sjálfstæðismanna virðast telja EB-aðild æskilega, og uppundir fjórðungur af fylgismönnum Fram- sóknarflokks, Kvennalista og Alþýðubandalags. Enginn stjórnmálamaður úr þessum flokkum þremur hefur lýst sig fylgjandi aðild. Enginn alþingismaður hefur lýst sig fylgjandi aðild. Alþýðubandalagið - og fleiri flokkar - hefur bæði fyrr og síðar lýst yfir að það telji aðild ekki koma til greina. Nú má vel segja að könnun um afstöðu almennings til mála sem lítt hafa verið rædd sé ekki mjög marktæk. Ekki er víst að allir átti sig á því í einni svarsvipan að Evrópubanda- lag er það sama og Efnahagsbandalag en á fátt skylt við Evrópuráð og er ekki það sama og Efta. Það má líka túlka könnunina svo að hún lýsi miklu fremur almennum velvilja íslendinga í garð þjóða Evrópubanda- lagsins en raunhæfum áhuga á að sameinast bandalaginu. Kannski gefa þessar niðurstöður líka vísbendingu um að íslendingar telji sig Evrópumenn í menningarlegum og efna- hagslegum skilningi og ekki Ameríkana eða eitthvað annað enn fráleitara. Könnunin virðist hinsvegar sýna að upplýsingar um Evr- ópubandalagið og áhrif af aðild að því eru af skornum skammti. Það er erfitt að trúa því að meirihluti íslendinga vilji í raun og veru að þýskum eða breskum stórfyrirtækjum verði hindrunarlaust leyft að skammta sér kvóta með ákvörðun- um fjölþjóðanefndar í Brussel eða kaupa upp það sem þeim sýnist af fiskiskipaflota okkar. Það er erfitt að trúa því að meirihluti íslendinga vilji í raun og veru gangast undir það að reglur um mengunarmál og neytendavernd á íslandi verði færðar að frumstæðustu meginlandsvenjum um hreinlæti og hollustu. Það er erfitt að trúa því að meirihluti íslendinga vilji í raun og veru að til dæmis velferðarkerfi, skattamál og vinnulög- gjöf verði í nokkrum skrefum snúið niður í átt til meðal- ástands í EB, -þarsem landlægt er um tíu prósent atvinnu- leysi meðal annarrar óáranar. Það er merk tilviljun að um sama leyti og þessi könnun birtist er hérlendis staddur tölvufræðingurinn Kristen Nyga- ard, einn þeirra sem stóðu fremstir í fylkingu þegar Norð- menn höfnuðu EB-aðild 1972. í Noregi á Nygaard hlut að því að fornir andstæðingar EB-aðildar hafa nú stofnað með sér samtök um einskonar upplýsingaskrifstofu um EB og ætlar Nygaard að segja frá því starfi á fundi í Norræna húsinu á fimmtudagskvöld. Markmið þessara samtaka er ekki fyrst og fremst að berjast gegn EB sem slíku, sem fyrir bæði Norðmönnum og okkur er óhjákvæmilegur þáttur í landfræðilegu og efna- hagslegu umhverfi, heldur að miðla upplýsingum um bandalagið, um áhrif hugsanlegrar aðildar, og, ekki síst, um áhrif gagnrýnislausrar og fljótfærnislegrar aðlögunar að bandalaginu, beint eða gegnum Efta sem einhverskonar Ijósritun af stóra bróður. Könnun Félagsvísindastofnunar um afstöðu íslendinga leiðir í Ijós að full þörf er á slíku kynningarstarfi hérlendis, bæði af opinberri hálfu og með formlegum eða óformlegum samtökum félaga, flokka, fjölmiðla og einstaklinga. Áður en pólitískir ævintýrariddarar og örvæntingarfullir bisness- menn byrja að fiska í gruggugu vatni. -m KLIPPT OG SKORIÐ Sælir í neðsta sæti Þegar sjónvarpsmenn fjasa um það að sex hundruð miljónir manna horfi á Evrópusöngva- keppnina, þá finnst manni ein- hvernveginn að það geti ekki ver- ið. Þeir hljóti barasta að vera að auglýsa upp eitt af sínum gælu- verkefnum. Blása upp eitt af þeim tækifærum sem þeir fá til að hamra á því að heimurinn hefur skroppið saman og kemst fyrir í sjónvarpsskjá sem er sá sami all- staðar í Heimsþorpinu. Þetta heldur maður einfaldlega vegna þess að Evrópulögin eru hvert öðru leiðinlegri, því miður. Það geti ekki verið að 600 miljón- ir manna sameinist í svo miklum og langvinnum leiðindum. Samt er eins víst að tölurnar um áhorfendafjöldann séu hár- réttar. Og kemur margt til: Það er mikil freisting að kveikja á dagskrá sem menn vita að verið er að horfa á samtímis í mörgum löndum - sama hvað er um að vera í þessari dagskrá. Um stund fá menn tækifæri - vont tækifæri en tækifæri samt - til að finna fyrir einhverri samsömun, ein- hverjum heildarhrolli, sem reynist nokkuð velkomin til- breyting frá því að hver étur úr sínum poka í hvunndagsleikan- um. Og svo er annað: þjóðemis- hyggjuforvitnin. VIÐ emm með, hvemig skyldi OKKUR reiða af, hverjir verða góðir við okkur og gefa okkur stig, og sjálf atkvæð- atalningin er eins og blanda af risalottó og tíu kílómetra hlaupi á Olympíuleikum - þetta kemur manni sosem ekkert við, en þetta er samt æsilegt í augnablikinu sem það gerist. Svo lentu íslendingar í síðasta sæti og fengu ekkert stig. Við þeirri uppákomu eru barasta til tvennskonar eðlileg og þjóðleg viðbrögð Annarsvegar að segja sem svo: æ þetta er nú ósköp ómerkileg keppni hvort sem er. (Það máttu menn vita fyrir löngu, en nú verða allir sammála um það). Hitt er að grípa til hetju- skaparins: það er betra að fá ekk- ert stig heldur en fáein gustukast- ig, ef menn tapa eiga þeir að tapa stórt, héðan af liggur leiðin að- eins upp á við. Og svo framvegis. Há laun í annars garði Þegar þessar línur em skrifað- ar sitja samninganefndir BHMR og ríkisins enn á úrslitafundi. En meðan beðið er hringir síminn og þar er háskólamaður sem er einn þeirra sem er eiginlega ekki sátt- ur við neinn þeirra sem hafa orð fyrir deiluaðilum. Hann hafði margt um málin að segja, en meðal annars þetta: Ég var ekki sáttur við þessa verkfallsboðun blátt áfram vegna þess að mér fannst ekki líklegt að aðstæður byðu upp á árangur sem svaraði kostnaði. En mér hefur óað mjög við því undanfarnar vikur, hve undarlegar hugmyndir fólk út um þjóðfélagið gerir sér um kjör háskólamanna, og hve miklar tilhneigingar menn hafa til að mikla þau fyrir sér. Þetta blandast saman við til- hneigingar sem mér finnst ég hafi reyndar orðið oft var við áður. Menn eru - í orði kveðnu - yfir- leitt á móti miklum launamun - en þeir eru um leið með því að menn „þéni vel“. Þetta kemur svo fram í því, að fólk lætur sig engu varða hvort einkafyrirtæki greiði há laun með margskonar yfirborgunum og fríðindum. Það er eins og slík „þénusta" sé álitin algjört einkamál þeirra sem vinna í einkageiranum. Og hún er - það í þeim skilningi að menn geta seint bannað að greitt sé hærra kaup fyrir verk en almennir samningar segja til um. En hitt hugsa menn aldrei út í: að hátt kaup af þessu tagi kemur vissu- lega fram í verðlagi á vörum og þjónustu sem hver og einn verður að kaupa. Þessir ríkisstarfsmenn! Svo undarlegt sem það er, þá virðast menn aldrei koma auga á nein há laun nema hjá fólki í þjónustu ríkisins. Og þó er einnig á þeim vettvangi gerður mikill greinarmunur: sumir verða í þeim efnum einskonar heilagar kýr (eins og til dæmis læknar) en aðrir eru alltaf sekir, hvað sem þeir gera (eins og kennarar). Þessi dæmi tvö minna einmitt á það sem erfiðast er í þessum for- dómum öllum: andúð á því sem menn telja vera há Iaun fer ekki eftir því hve há launin eru í raun og veru heldur fyrir hvað þau fást. Og þá sitjum við uppi með langa hefð og erfiða sem setur til dæmis lækninn niður næst guði almáttugum (og honum er allt leyfilegt), en finnst að það megi alltaf brúka aumingja eins og Ólaf Kárason til að segja börnum til. Vilja menn ganga í EB? Enn og aftur er skoðanakönn- un á dagskrá. Sú könnun frá Fé- lagsvísindastofnun sem sagt var frá um helgina sýnir ekki veru- legar breytingar á fylgi flokka frá næstsíðustu könnun sem í blöð komst. En hún sýnir annað: Svo ber við að allmiklu fleiri íslend- ingar segjast telja það æskilegt að ísland sæki um aðild að Evrópu- bandalaginu en þeir eru sem telja það háskalegt eða amk „óæski- legt“. Gaman væri að vita miklu fleira um það hvernig þessi af- staða er fengin: Gera þeir sem vilja fara í EB sér ljóst, hvað að- ild getur kostað í afsali ýmissa þeirra réttinda sem menn fyrir skemmstu töldu sjálfsagðan part af því að vera fullvalda ríki? Það er satt að segja vafasamt. Öllu líklegra er að þessi hrifning af Evrópubandalaginu sé sprottin af almennri pólitískri þreytu: fólki finnst einatt að íslensk kjaramál og efnahagsmál séu í römmum hnút, það sér ekki einhvern þann „sterkan" flokk eða mann sem gæti höggvið á hann. Og þá eru menn að láta undan þeirri hæpnu freistingu að fela sitt ráð á hendur þeirri markaðsvisku sem safnað er saman undir skrifræðishatti í Brussel. Vér vitum ei hvers biðja ber... ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsimi 681348 Útgofandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, MörðurÁmason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Aftrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, ólafur Gíslason, Páll Hannesson, Sigurður Á. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þor- finnurömarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Ería Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausæölu: 80 kr. Nýtt Helgarblað: 110 kr. Áskriftarverð á mánuði: 900 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þri&judagur 9. maf 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.