Þjóðviljinn - 09.05.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.05.1989, Blaðsíða 6
Skipholt 7 Sírrvar Rvflc. 91*26800 91*26800 91*20080 [/noivc>»p1 kaeliskápur semer rúmgóbur ogódýr eatekurlítiö pláss ERLENDAR FRETTIR Ráðist að járntjaldinu með vírklippum - austurþýskir og tékkóslóvak- ískir ráðamenn æfir. Bangladesh 700-1000 fúust í ofviðri Ofsarok gekk yfir Bangladesh 26. s.m. og fórust af völdum þess að minnsta kosti um 700-1000 manns, að sögn AP-fréttastofunnar. Verið getur þó að miklu fleiri hafi farist, því að samkvæmt þarlendu blaði, Bangladesh Observer, er um 5000 manns saknað. Talsmaður Rauða hálfmánans þarlendis segir yfir 40.000 hús hafa fokið eða eyðilagst í storminum. Mest varð tjónið í Manikganjhéraði, um 40 km norðvestur af höfuðborginni Dhaka, og er ætlan margra að þar Iiggi enn mörg lík undir rústunum. Um 20.000 manns slösuðust af völdum óveðursins. í Manikganj og öðrum héruðum, sem harðast urðu úti, líður fólk sára nauð vegna skorts á lyfjum og matvælum. Náttúruhamfarir eins og ofsarok og flóð eru nánast árvissir viðburð- ir í Bangladesh og er þess skemmst að minnast að s.l. ár hljóp slíkur vöxtur í stórfljót þau, sem í gegnum landið renna út í Bengalflóa, að mestur hluti landsins var um hríð undir vatni. Ungverjaland Jámtjaldið klippt niður Það er ekki nóg með það að jórntjaldið gamaJkunna grotni niður í pólitískum skilningi séð, heldur tóku Ungverjar sig til, daginn eftir alþjóðlegan hátíðis- dag verkalýðsins, og fóru að klippa niður þann hluta þess, sem í áratugi hefur aðskilið þá og fornkunningja þeirra Austurrík- ismenn. Járntjaldið þarna er raf- magnaður gaddavír og því ny'ög svo áþreifanlegt. Haft er eftir ungverskum for- ustumönnum að þeir geri sér von- ir um, að þessi ráðstöfun verði samskiptum þeirra við umheim- inn til bóta og að ungverskum al- menningi muni líka þetta vel. Má segja að brottklipping járntjalds- ins sé í samræmi við aðra ráða- breytni Ungverja út á við undan- farið, en upp á síðkastið hafa þeir rofið ýmsar hefðir austantjalds- ríkja í utanríkismálum, t.d. með því að taka upp stjómmálasam- band við Suður-Kórea og auðsýna ísrael vinsemd. Búist er við að stjórnmálaband milli ríkj- anna verði tekið upp innan skamms, en Sovétríkin og flest Áustur-Evrópuriki slitu því sam- bandi við ísrael eftir sexdaga- stríðið 1967. Forvitið fólk streymdi að ung- versku landamæravörðunum, er þeir hófust handa með klippurn- ar, og bað um gaddavírsstúfa af þessu sögulega mannvirki til að eiga sem minjagripi. Má áreiðan- lega reikna með að bútar af járn- tjaldinu, ekta og falsaðir, gangi innan skamms kaupum og sölum á uppsprengdu verði víða um lönd. Austur-Þýskaland og Tékkóslóvakía hafa mótmælt þessu háttalagi bandalagsríkis síns harðlega og Austurríkis- menn eru líka uggandi. Þeir ótt- ast sem sé að þegar járntjaldið sé ekki lengur hindrun í vegi, muni Rúmenar, langþreyttir á harð- stjórn Ceausescus, sækja til þeirra í stríðum straumum yfir Ungverjaland. Austurrísku landamæraverðirnir þama sjá fram á annasama daga, en hingað til hafa þeir getað sofið rólegir á verðinum í trausti þess, að ung- verskir starfsbræður þeirra sæju um gæsluna fyrir báða. dþ. Svíþjóð 16 fónist í flugslysi 4 fi manns biðu bana í gær er I O farþegafiugvél af gerðinni Beechcraft-99 fórst í lendingu á flugvellinum við Oskarshamn á strönd Smálands. Af þeim sem fórust voru 14 farþegar og tveir flugmenn. I hópi farþega voru að minnsta kosti fjórir stjómmálamenn, sem skipaðir höfðu verið í þingnefnd um fjarskiptamál, þeirra á meðal Jon-Olle Persson, sem lengi var helsti ráðamaður jafnaðarmanna um borgarmál í Stokkhólmi, og Anna Wohlin-Andersson, þing- maður Miðflokksins. Þetta er mesta flugslysið í Svíþjóð síðan 1977, er flugvél af gerðinni Vick- ers Viscount hrapaði á byggt svæði skammt frá Stokkhólmi. Þá fómst 22. - Ekki er enn vitað um orsakir slyssins við Oskarshamn. -Reuter/-dþ. Hrakspá fyrir Gorbatsjov Dick Cheney, sem varð varnarmálaráðherra Bandaríkjanna eftir að öldungadeild þingsins þar hafði eftir mikið japl og jaml og fuður frábeðið sér til þess embættis John Tower frá Texas, sem Bush forseti hafði í það skipað, lét fyrir skömmu uppi það álit sitt á Gorbatsjov Sovétríkjaforseta að umbótatilraunir hans myndu misheppnast. Hlyti Gorbatsjov í framhaldi af því að hrökklast frá völdum og við taka leiðtogi fjandsamlegur Vesturlöndum. Cheney, sem er frá Wyoming og í íhaldssamara lagi, kvaðst ekki efast um einlægni Gorbatsjovs, en hann hefði tekið sér fyrir hendur að gerbreyta sovéska samfélaginu og það telur Cheney vera óframkvæmanlegt. Sovét-múslímum fjölgar (búum Sovétríkjanna hefur fjölgað um 9.3 af hundraði s.l. tíu ár og nú eru þeir 286.7 miljónir, samkvæmt manntalsskýrslum sem birtar voru í Moskvu í apríl- lok. Mikill munur er á fjölguninni eftir svæðum og lýðveldum og er hún mest hjá múslímum. Úkraína er nú það svoétlýðveldi, þar sem fólki fjölgar hægast. Konur eru tæpum 16 miljónum fleiri en karl- ar yfir Sovétríkin öll, og mun mannfallið í heimsstyrjöldinni síðari valda mestu þar um. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Méjudagur 9. maf 1989 Sviss Konur utan og innan kaðals Þarlendis fengu þœr ekki kosningarétt til þjóðþings fyrr en 1971 og enn fá þœr ekki að greiða atkvæði um héraðsmál á allsherjarþingi einnar kantónu Svissneska sambandsþingið í Bem - aðeins 18 ár síðan konur fengu rétt til að kjósa á það. Svisslendingar hafa verið sér- lunda um margt, allt frá því að þeir risu gegn Habsborgurum á síðmiðöldum. Þeir hafa verið hlutlausir frá Napóleonsstríðum og standa svo fast á þeirri reglu, að þeir vilja ekki einu sinni vera með í Sameinuðu þjóðunum, þótt þeir hýsi fleiri alþjóðastofnanir og -ráðstefnur en flestir aðrir. Þaðan af síður dettur þeim í hug að ganga í Evrópubandalagið, þykjast hafa fullgóð sambönd við það þegar og miðað við lands- stærð, fólksfjölda og auðlindir eru þeir stórveldi í efna- hagsmálum. Þessari sérstöðu fylgir nokkuð sérstök íhaldssemi í ýmsum mál- um. Konur fengu þannig ekki kosningarétt til þjóðþingsins þar- lendis fyrr en 1971 og í sumum kantónanna (fýlkja sem landið skiptist í) hafa menn verið ennþá seinni til í þeim efnum. Það var t.d. fyrst nú um 1. maí-helgina, að konur í kantónunni Appenzell Ausser-Rhoden, norðaustanvert í landinu, fengu rétt til þátttöku í atkvæðagreiðslum um sérmál kantónunnar. Var þetta ákveðið með almennri atkvæðagreiðslu. Þar í sveit er ekki fulltrúaþing, heldur sannkallað „alþing,“ Landsgemeinde heitir það á þýsku, sem þeir í Appenzell tala eins og mikill meirihluti landa þeirra. Allir kjósendur kantón- unnar hafa rétt á að sækja þingið, sem haldið er á aðaltorgi helsta bæjarins. Er kaðli brugðið utan um þingheim, sem greiðir at- kvæði með handauppréttingu. Þessi siður hefur haldist þar frá miðöldum. Fram til þessa hefur kvenfólkið í Appenzell Ausser-Rhoden mátt sæta því að standa utan reipis og horfa á þingstörfin, hafi þær kært sig um, en nú skal sem sagt verða breyting þar á. Samþykktu karl- menn kantónunnar þetta með naumum meirihluta atkvæða og var þó nokkur hiti í þeim út af málinu. Þeir sem urðu undir gefa í skyn að atkvæðin hafi verið talin vitlaust, viljandi eða óviljandi. Líklega sætta þeir sig þó við orðinn hlut, og kantónubúar, praktískir eins og Svisslendingar yfirleitt, eru þegar famir að hugsa fyrir því að breyting þessi komist vandræðalaust í fram- kvæmd. Auðvitað þarf að útvega lengra reipi, en það er minnsta vandamálið þessu viðvfkjandi. Sumir hafa áhyggjur af að of mikil þrengsli verði á torginu, þegar allt kvenfólkið treðst inn á það. Vopnaeign var að fomu að- alsmerki þeirra, sem fullgildir töldust í samfélaginu, og í sam- ræmi við það eiga allir kosninga- bærir menn í Appenzell Ausser- Rhoden sverð og koma vopnaðir þeim á þingið, til sönnunar því að þeir séu á kjörskrá. Nú er um það deilt í kantónunni hvort óhjá- kvæmilegt sé að kvenfólkið víg- væðist á sama hátt. Þá er aðeins eftir ein kantóna, þar sem konur hafa ekki atkvæð- isrétt um innanhéraðsmál, en það er Appenzell Inner-Rhoden, sem liggur austur af hinni. Þar hafa menn samskonar þing og þingsiði og í grannkantónunni, eru rammkaþólskir og enn íhalds- samari en grannarnir. Þar hefur það ekki einu sinni verið tekið til umræðu, hvort hleypa skuli kon- um á Landsgemeinde, og kunn- ugir telja að bið verði á því. Það orð fer af Appenzellum að þeir láti sig heldur lítt varða, hvaða siði menn hafi í öðmm sóknum, og séu stoltir af því að vera sér á parti um sumt. SvD/-dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.