Þjóðviljinn - 09.05.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.05.1989, Blaðsíða 11
UÓSVAKINN breytast hænu í spænsku myndinni Hænur skáldsins sem Sjónvarpið sýndi á sunnudagskvöldið og byggð var á sögu eftir Ramon J. Sender segir frá einkennilegu hjónabandi Cer- vantesar, höfundar Don Kíkóta. Það er rækilega tekið fram í myndinni að hún sé ekki byggð á sannsögulegum heimildum, Sender er hér að geta í sögulega eyðu: hvað varð til þess að Cer- vantes yfirgaf fallega og ríka eiginkonu skömmu eftir brúð- kaupið og svo heyrðist aldrei framar á hana minnst? Tilgáta hans er sú að konan hafi breyst í hænu og á endanum hafi skáldið týnt henni í hæsnahópinn. Þessi forkostulega og fyndna mynd vekur ýmsar hugsanir. Hún er að sjálfsögðu uppfull af tákn- máli - spænskir listamenn lærðu það á Francotímanum að tala undir rós, tjá sig með táknum einsog verða vill í löndum þar sem ritskoðun er grimm. Hér er í gamni og alvöru verið að leika sér með fyrirbæri mannlegrar til- veru, andlegu frelsi listamannsins stillt upp sem andstæðu hvers- dagsleikans þar sem allt koðnar niður og þeir sem reyna að fljúga detta bara á nefið. Það er engin tilviljun að bróðir konunnar sem breytist í hænu er fulltrúi Hins heilaga rannsóknarréttar - kirkj- an þykist ekki sjá að konan er að verða að hænu en þegar grunur vaknar um að hún hafi reynt að fljúga, þá er farið að reka út djöfla með særingum. Mér datt í hug hvort við værum ekki að breytast í hænur, íslenskir sjónvarpsáhorfendur. Að vísu kemur fyrir að við fáum aðeins að skyggnast út fyrir hænsnagarðinn og inn í öðruvísi heim, en það gerist alltof sjaldan. Venjulega erum við að narta í sama kornið daginn út og daginn inn og sjáum ekkert nema okkar eigin subbu- lega garð. Aulamynd Það rennur allt saman í einn hrærigraut: náttúrulaus auglýs- ingaheimur þar sem „það sem sýnist, það er það sem er“ eins og stendur í Strompleiknum; frétta- tímar með skrumskældri mynd af heiminum í kringum okkur, lottó, söngvakeppni evrópsku sjónvarpsstöðvanna og amerísk- ar dellumyndir, gerðar af aulum handa aulum til að glápa á. Föstudagsmyndin, til dæmis. Dressed to Kill, með Michael Ca- ine. Hún var gerð 1980 en manni fannst hún vera mun eldri af því að tímans tönn var strax búin að naga hana í sundur og ekkert var eftir, eina tilfinningin sem hún vakti var reiðin sem grípur mann alltaf þegar maður hefur sóað tíma í vitleysu og hefði betur slökkt á sjónvarpinu og notað kvöldið til annars einsog þar stendur. Laugardagsmyndin var mun skárri, af allt öðrum toga sem betur fer, kanadísk gamanmynd, Ættarmótið. Léttfríkuð ærsla- mynd og vakti enga reiði, bara hlátur. Utan úr geimnum? Nú hefur hænsnagarðinum bæst nýr þáttur. Lottóliðið á laugardögum fengið keppinaut á sunnudögum, eitthvað sem heitir Fjarkinn. Ég skildi ekki þennan fyrsta þátt. Mér fannst að maður- inn sem stjórnaði þessu hefði dottið skyndilega niður í sjón- varpssalinn, líklega utan úr geimnum og haft með sér rúll- ettuhjól sem hann sneri í gríð og erg og þegar vísir rúllettunnar benti á t.d. „Flug og bíll“ þá sagði annar maður sem var kominn í spilið: Jón Jónsson fær geislaspil- ara. Var mig að dreyma þennan þátt? Var það ég sem datt? Ég held að vér hænur ættum að fara að hugsa okkur um í sam- bandi við öll þessi happdrætti. Þurfum við á þessu að halda? Og það í sjónvarpinu? Geta menn- irnir ekki bara gert þetta úti í sjoppu? Hressir menn, Eyjamenn Sem ég nú sit hér og reyni að muna eftir einhverju skemmti- legu og jákvæðu úr dagskránni undanfarna daga dettur mér fyrst í hug fréttamaðurinn sem fór nið- ur á bryggju í Vestmannaeyjum og talaði við nokkra skipverja á aflahæsta bátnum þar. Þeir sögðu kannski ekkert sem skipti sköpum - töluðu mest um hve gott væri að vera á þessum bát og hvað skipstjórinn þeirra væri mikið valmenni. En á þessum síð- ustu og verstu tímum sætir það tíðindum að heyra fólk tala um vinnuna sína á þennan hátt. Oft- ast eru það gráthnípnir atvinnu- rekendur sem talað er við og þeir kvarta svo sárt að maður mundi vorkenna þeim ef maður þættist ekki vita betur, nú eða þá einhver málhölt möppudýr sem maður skilur alls ekki. Maður er orðinn svo vanur að heyra að það sé mikil ógæfa að fiskur álpist í net eða sauðkindin dafni, nóg sé nú kreppan fyrir. Svo koma þessir Eyjamenn og eru bara hressir með sinn hlut. Og þá rifjast allt í einu upp að við erum ein ríkasta þjóð í heimi og gætum haft það stórfínt ef við værum ekki svona vitlaus. Það er engin þörf að kvarta... Annars er óþarfi að kvarta yfir sjónvarpinu. Kannski er einmitt æskilegt að það sé stundum lé- legt. Hvenær ætti maður að öðr- um kosti að geta gert eitthvað af viti? Mér sýnist auðsætt að fólk lætur sjónvarpið ekki binda sig neitt voðalega - ég hef það t.d. eftir góðri heimild að 16 leiksýn- ingar séu í gangi í Reykjavík um þessar mundir. Fyrir nú utan alla tónleikana, myndlistarsýning- arnar og ráðstefnurnar! Auk þess legg ég til að íslenska sjónvarpið hætti að taka þátt í evrópsku söngvakeppninni og noti aurana frekar til að fram- leiða íslensk sjónvarpsleikrit. þJÓÐVILIINN FYRIR50ÁRUM Chamberlain hafnartilboði Sovétríkjanna um bandalag gegn ofbeldinu. Hann reynirað einangra Sovétríkin og siga Hitler á þau, að Engl. og Frakkl. hlut- lausum. Stofnun almenns flugfélags er knýjandi nauðsyn. „Örninn" hef- urflogið 80.000 km. áfyrstaflug- árinu. Verkefnin eru mikil og fara sívaxandi. í DAG 9.MAÍ þriðjudagurífjórðu viku sumars, tuttugasti dagur hörpu, 129. dag- ur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 4.33 en sest kl. 22.18. Tungl vaxandi á fyrsta kvartili. VIÐBURÐIR Jón Hreggviðsson dæmdur í Kjalardal 1684. VMSÍ stofnað 1964. Æskan, fyrsta barnastúk- an, stofnuð 1886. Þjóðhátíðar- dagurTékkóslóvakíu. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöa vikuna 6.-11. maí er í Laugavegs Apóteki og Holts Apóteki. Fyrrnef nda apótekiö er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Siöarnef nda apótekiö er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur sími 4 12 00 Seltj.nes sími 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabilar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 Seltj.nes sími 1 11 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- vemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiönir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í sima 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar i sim- svara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eöa ná ekki til hans. Landspit- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaf löt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akurey ri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stööinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsimi vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspitalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspitalans: 15-16. Feðratimi 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alladaga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin viö Barónsstígopinalladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspftali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfiröi: alladaga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítallnn:alladaga 15-16og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið DAGBÓK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavfk: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyöarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið ' allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráögjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opiö virka daga frá kl. 8-17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opiö þriöjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, simi21500, símsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500, simsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband viö lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aöstoð fyrir konur sem beittar hafa veriö ofbeldi eða orðiö fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svaraö er i upplýsinga- og ráögjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags-og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öörum tímum. Síminn er 91-28539. Fólageldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Simi 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ Gengisskráning 8. maí 1989 kl. 9.15. Sala Bandarikjadollar........... 53,49000 Sterlingspund.............. 89,55600 Kanadadollar............... 45,18500 Dönsk króna................. 7,24800 Norsk króna................. 7,78260 Sænskkróna.................. 8,31620 Finnsktmark................ 12,63340 Franskurfranki.............. 8,35260 Belgískur franki....... 1,34790 Svissn.fránki.............. 31,54820 Holl. gyllini.............. 25,00990 V.-þýskt mark.......... 28,19050 Itölsklíra................. 0,03862 Austurr. sch................ 4,00670 Portúg. escudo......... 0,34150 Spánskurpeseti............. 0,45440 Japansktyen................ 0,39759 írsktpund................. 75,30100 KROSSGÁTA I Lárótt: 1 dund 4 hristi 8 tæki 9 vélræði 11 fóðrar 12 snáðar 14 samstæðir 15hrúga17frjóanga19 hæfur21 poka22sefar 24fffi25vamingur Lóðrétt: 1 þjöl 2 riftun 3 k)k4öflug5frost- skemmd 6 gninum 7 ilát 10 veiðarf ærið 13 sáð- land 16 mjög 17 lltil 18 vætla20heiöur 23 keyrði Lausn á slðumtu krossgátu: Lárátt: 1 helst 4 skel 8 lævirki 9 ósár 11 gólt 12 skrapa 14 an 15 sarp 17 klett 19 arð 21 áli 22 illu 24 kinn 15 álma Lóðrátt: 1 hrós2slár3 tærast 4 sigrar 5 kró 6 ekla 7 lif nað 10 skolli 13 pati 16 pall 17 kák 18 ein OnmmO'JIA 2 pi 4 6 jfc ■ 1 i | 9 □ 11 12 - 13 [J 14 LJ 18 13 L J 18 u 19 20 5í □ 22 24 □ 28 • • — Úr Hænum skáldsins. Þriðjudagur 9. maí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.