Þjóðviljinn - 10.05.1989, Side 1

Þjóðviljinn - 10.05.1989, Side 1
Miðvikudagur 10. maí 1989 85. tölubldð 54. órgangur BHMRIríkið Hvikumekki spönn Indriði Þorláksson: Munum ekki mœta áfundi til að rœða samninga sem ganga lengra en fram komnar hugmyndir. Lagasetning húsbónda mínum ekki að skapi. PállHalldórsson: Erum tilbúnirtil viðrœðna hvenœrsem er. Býst við áframhaldandi samningafundum ídag eða á morgun. Enn vantar meginatriði ítilboð ríkisins. Þjóðviljanum neitað um birtingu tilboðs ríkisins Forysta BHMR hafði í gær samhand við sáttasemjara og lýsti sig tilbúna til áframhaldandi viðræðna skilyrðislaust hvenær sem væri. Þau óskuðu hins vegar ekki formlega eftir viðræðum og sagði Guðlaugur Þorvaldsson rík- issáttasemjari að það væri skil- yrði þess að hann kallaði dei- luaðila til nýs fundar. Sér skildist hins vegar að BHMR væri að vinna í málinu og fundur yrði haldinn um leið og ósk um slíkt bærist. Páll Halldórsson, formaður BHMR sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að það hefði verið almennt samkomulag í samn- inganefndum þeirra 12 félaga BHMR sem í verkfalli standa að hið óformlega tilboð ríkisins sem lagt var fram í fyrrinótt hefði ekki verið nægur grundvöllur samn- inga. í það vantaði ýmis megin- mál að áliti BHMR. Hann ætti hins vegar ekki von á öðru en að viðræður hæfust á nýjan leik innan skamms, j afn vel í dag eða á morgun. Indriði H. Þorláksson, formað- ur samninganefndar ríkisins sagði hins vegar að ríkið myndi ekki hvika spönn frá tilboði sínu, sem hann vildi reyndar ekki kalla því nafni. „Við höfum jafnvel gengið lengra en forsvaranlegt er og það höfum við gert öllum aðil- um fullljóst. Við munum ekki ganga til fundar með BHMR þar sem ræða á samninga sem ganga lengra en fram komnar hug- myndir. Það mun bara lengja þann tíma sem verkfall stendur,“ sagði Indriði. Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að enginn sátta- grundvöllur hefði verið fyrir hendi í fyrrakvöld þegar samn- ingafundi var slitið. „Það var á stundum sem aðilar töluðu ekki sama tungumál," sagði Guð- laugur. Hann sjigði að tillögur þær sem ríkið hefði lagt fram hefðu verið óformlegar og því hefðu þær ekki verið færðar inn í fundargerðarbækur sínar. Þetta þýddi að ríkið væri ekki bundið af þeim tilboðum sem það hefði lagt þar fram, en gæti ef samninga- nefnd þóknaðist svo dregið þau til baka. Ríkisstjórnin skipaði nefnd fjögurra ráðherra eftir sérstakan ríkisstjórnarfund í gærmorgun til að fylgjast með og hafa áhrif á lausn deilunnar. í nefndinni sitja auk Ólafs Ragnars Grímssonar, þeir Svavar Gestsson, Halldór Ásgrímsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Ríkisstjórnin hef- ur hingað til neitað því að hún muni grípa til lagasetningar í þeim tilgangi að brjóta á bak aft- ur verkfall BHMR. Indriði Þorláksson sagðist ekki búast við að skipun ráðherra- nefndarinnar yrði til að breyta þeim áherslum sem ríkið hefði lagt í þessu máli. Samkvæmt sín- um skilningi væri samstaða um hvemig á málum hefði verið haldið innan ríkisstjórnarinnar. En er þá nokkuð annað eftir, ef deiluaðilar halda fast við sitt, en að ríkisstjómin leggi fyrir alþingi lagafmmvarp um að málið fari fyrir gerðardóm? „Mér skilst á húsbónda mínum að slík lausn væri honum ekki að skapi,“ sagði Indriði og vísaði þar væntanlega til Ólafs Ragnars. „Niðurstaðan liggur á borðinu hvað okkur varðar og við erum tilbúnir að ganga frá henni á morgun. Ef BHMR fellst ekki á það er ein- faldlega ekki niðurstaða í mál- inu.“ Ólafur Ragnar hefur opinber- lega hvatt alla félaga í BHMR til að „kynna sér vei og rækilega hvað fólst í þessari vinnu undan- farinna sólarhringa áður en menn halda í margra vikna stríð í við- bót,“ eins og hann komst að orði í Þjóðviljanum í gær. Þjóðviljinn leitaði eftir því að fá til birtingar tilboð það sem lagt var fram í gær, en bæði Svanfríður Jónas- dóttir, aðstoðarmaður fjármála- ráðherra og Indriði Þorláksson neituðu að láta þau af hendi. „Það vom að minnsta kosti fjöru- tíu menn sem ræddu þetta plagg og þeir hafa næga vitneskju fyrir hendi til að miðla til sinna félaga og annarra. Það er ekki ástæða til að dreifa þessu því þá er alveg víst að menn finna nýjan flöt til að toga og teygja,“ sagði Indriði Þorláksson. Páll Halldórsson, formaður BHMR sagði að hvorki hann né aðrir úr röðum BHMR hefðu þessar tillögur undir höndum, því þeim hefði verið dreift til þeirra af samninganefnd ríkisins í tölu- settum eintökum sem öllum hefði þurft að skila til baka. phh Olíufélögin girða örfirisey af. Mynd: Jim Smart. Örfirisey Lokuð vegna olíu Olíufélögin girða afhringveginn um Örfirisey. Árni Ólafur Lárusson: Athafnasvœði olíufélaganna stœkkar. Össur Skarphéðinsson: Aldrei borið undir umhverfismálaráð Qrfirisey hefur nú verið afgirt þannig að ekki er lengur hægt að aka hringinn Eyjarslóð, Hólmaslóð og njóta útsýnisins yfir sundin, né heldur ganga með sjónum þar. Það eru olíufélögin Skefjungur og Esso sem hafa girt af svæðið en þeim hefur verið út- hlutað enn frekara athafnarými í Örfirisey en áður. Að sögn Árna Ólafs Lárus- sonar hjá Skeljungi var lóða- mörkum breytt þarna í vetur þannig að athafnarými olíufélag- anna stækkar enn frekar og því var ákveðið að girða það af þann- ig að hringvegurinn um eyna lok- ast. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er gert ráð fyrir að at- hafnasvæði olíufélaganna í eyjunni stækki enn frekar. Skipu- lag Reykjavíkur hefur samþykkt þetta en málið var aldrei borið undir umhverfismálaráð borgar- innar. Að sögn Össurar Skarp- héðinssonar, sem á sæti í um- hverfismálaráði, er ótvírætt að ráðið á að fá til umsagnar tillögur að skipulagi áður en þær eru af- greiddar endanlega. „Ég tel raunar ólíklegt að um- hverfismálaráð hefði samþykkt lokunina ef málið hefði komið til kasta þess með eðlilegum hætti," sagði Össur. „Örfirisey skipar sérstakan sess í hugum Reykvíkinga og sem Reykvíkingi finnst mér fráleitt að mikilvægt útivistarsvæði skuli með þessum hætti lokað almenn- ingi til að bæta aðstöðu olíufé- laga. í raun finnst mér á við- brögðum í borgarkerfinu að menn hafi ekki almennilega gert sér grein fyrir að eyjan yrði lokuð í kjölfar þessara sícipulagsb- reytinga. Sem Vesturbæingur og Reykvíkingur get ég ekki hugsað mér að vera sviptur mínum viku- lega sunnudagsgöngutúr um Ör- firiseyna en ég er viss um að með góðum vilja hljóti að vera hægt að leysa þetta mál og ná samkomulagi við olíufélögin um að halda svæðinu að minnsta kosti opnu fyrir fótgangandi. Verði lokuninni hinsvegar haldið til streitu get ég lofað því að Vest- urbæingar munu a.m.k. ekki taka því þegjandi." -Sáf Skógrœktaifélag Reykjavíkur Foimaðurinn báðum megin borðsins Formaður Skógrœktarfé- lags Reykjavíkur erjafn- framtforstöðumaður Borgarskipulags. Þor- valdurS. Þorvaldsson: Vissulega óþœgileg staða - Auðvitað er þetta óþægileg staða. Ég vissi ekki á sínum tíma þegar ég tók við formennsku i Skógræktarfélaginu að ég yrði síðar skipaður forstöðumaður Borgarskipulags, segir Þorvaldur S. Þorvaldsson. Segja má að Þor- valdur sitji báðum megin við borðið í deilunni um framtíð Fossvogsdalsins. Annarsvegar sem yfírmaður Borgarskipulags og hins vegar sem forystumaður Skógræktarfélagsins í Reykjavík sem er með aðsetur sitt og starf- semi í dalnum, en sýnt er að hluti af lendum félagsins muni lenda undir þeirri Fossvogsbraut sem er á teikniborði Borgarskipulags. Á aðalfundi Skógræktarfélags- ins sem haldinn var fyrir fáum dögum, var engin sérstök ályktun gerð um Fossvogsmálið, og nær engar umræður voru um þau mál á fundinum. Það bar hins vegar til tíðinda á fundinum að annar tveggja nýrra stjórnarmanna sem kjörnir voru, var Birgir ísleifur Gunnarsson alþm. og fyrrverandi borgarstjóri. -Það hefur ekkert verið rætt sérstaklega um Fossvogsbrautina í stjórn félagsins eins og málið kemur upp núna. Við tókum við þessu landi á sínum tíma vitandi um þessar hugmyndir og við höf- um því ætíð gengið út frá því að til þess gæti komið að brautin yrði lögð sagði Þorvaldur. -Ig- Tónlistarhávaði Lögreglan kannar málið Böðvar Bragason lögreglu- stjóri í Reykjavík segir að verið sé að rannsaka kæru Sigurðar Bald- urssonar hæstaréttarlögmanns vegna meintrar hávaðamcngunar sem kærandi telur vera frá hljóm- plötuverslun Steina í Austur- stræti. Að sögn Böðvars hefur lög- reglustjóri heimild í 4. gr. lög- reglusamþykktar fyrir Reykjavík frá því í desember 1987 til að banna notkun hátalara fyrir utan verslanir ef ástæða sé til að ætla að hún hafi truflandi áhrif á sam- borgarana. Aðspurður sagði Böðvar að embættið hefði fengið athuga- semdir frá fleirum út af líkum tónlistarflutningi og iðkaður er fyrir utan veggi hljómplötuversl- unar Steina. Lögreglustjóri sagði að verið væri að vinna að könnun um þessi mál í borginni á vegum embættisins og innan skamms mætti búast við að niðurstöður hennar yrðu birtar. -grh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.