Þjóðviljinn - 10.05.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.05.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Fleira en „Já“ eða Nei“ í EB-umræðum Kristen Nygaard skrifar Norskt þjóðfélag er nú í alvar- legri kreppu. Vel má draga í efa, hvort við höfum nýtt tekjulindir okkar sem skyldi á áttunda ára- tug aldarinnar. Fyrri hluti níunda áratugarins hefur borið svip efna- hagslegrar frjálslyndisstefnu og ábyrgðarleysis, ofneyslu og nið- urrifs á því samfélagi, sem norska velferðarríkið hefur grundvallast á. Þann reikning verður nú að greiða og velja verður um fram- tíðarleiðir. Jafnframt berast okkur æ fleiri viðvaranir um að lífskerfið um- hverfis okkur sé í hættu og raunar veröldin öll. Til þessa höfum við frestað öllum aðgerðum sem hamlað gætu þeirri þróun. Par hafa önnur sjónarmið ráðið ferð- inni; stórfelldir peningahags- munir, værukærð okkar sjálfra og skammsýn arðsemisjónarmiz. Og ef til vill erum við nú stödd nær brún hengiflugsins í þeim efnum en nokkurn hefur grunað. Við þessar aðstæður hefur af- staða Noregs til Evrópubanda- lagsins nú aftur borist í brennidepil stjórnmálaumræðna. Þar verður nú að tryggja, að sjón- armið og upplýsingar berist sem víðast að; frá aðilum, sem hafa ólíkar skoðanir á þeim þjóðfé- lagshugmyndum, sem hinn sam- eiginlegi markaður EB er miðað- ur við. Þar skiptir ekki aðeins máli, að staðreyndir séu lagðar fram. Það er fyrir öllu, að menn gerir sér einnig grein fyrir því, hvaða staðreyndir skipta megin- máli, - hver þau atriði séu, að þau verðskuldi fyllstu athygli, og hver beri að telja léttvægari. 1 þessu skyni var Upplýsinga- nefndin um Noreg og EB stofnuð af mörgum aðilum og sóttum víða að. Nefndin mun kanna ýmsa þá kosti á samvinnu við EB, sem fyrir hendi eru, og byggja þá jafn- framt á núverandi afstöðu Nor- egs til EB en kjölfesta þeirrar afstöðu er óskert fullveldi þjóð- arinnar. Nýjar aðstæður „Aðstæður nú eru allt aðrar en árið 1972,“ segja menn einatt. Og það er hárrétt. Aðstæðurnar eru mun alvarlegri nú. Eins er það orðið ljósara, hvað EB er í raun og hvert stefnir um þróun þess. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsl- una 1972 voru það taldar ýkjur og myrkfælni um miðjan dag, ef sagt var, að EB mundi þróast í átt til slíkrar stjórnmálaheildar, að flestar meiri háttar ákvarðanir, sem þing og stjórnir einstakra að- ildarlanda annast nú, yrðu faldar stofnunum EB. En nú er þetta orðin augljós stefna EB, þróunin hefur verið hröð og mörgu hefur þegar miðað langt í þessa átt. Arið 1972 var mönnum óljóst, hvort mundi fremur ráða gerðum EB, velferðarríkishugmyndir eða leikur markaðsaflanna. En nú er sem óðast verið að koma á hinum „innri markaði“ EB. Menn ræða um hina „félaglegu hlið banda- lagsins" og „evrópska menning- arlega sjálfsímynd“. En þær breytingar, sem almenningur þar hefur einkum orðið var við, eru afleiðingar þeirrar hagstefnu, sem lætur markaðinn einráðan um þróunina. Aðlögun Þeir, sem aðhyllast EB, segja, að við Norðmenn verðum svo fljótt sem auðið er að senda um- sókn okkar um aðild að EB til Brússel. Á ríkisstjórn Noregs er að heyra, að ekki verði tímabært að sækja um aðild næsta kjör- tímabil; þjóðin verði að „aðlaga sig“, síðar verði þá hægt að ræða betur um aðild að Evrópubanda- laginu. Það liggur nú fyrir, að ríkis- stjórnin hefur meðal annarra kosta íhugað tillögu um, að EFTA verði veitt völd yfir málum aðildarríkja sinna. Næsta skref yrði eftir því, að EFTA tengdist EB á þann hátt, að áhrifin yrðu „Okkur nœgir því ekki að spyrja aðeins: „Hvað er EB?“ Við verðum einnig að spyrja: „Hvað er Noregur?“ hin sömu og hljótast mundu af aðild að EB. Eftir er að sjá, hvort stjórnin mun beita slíkum ráðum eða hljóta til þess stuðning í flokki sínum. Verði þetta raunin, mun nýtt ástand skapast, og deilurnar munu þá ekki síður varða framtíðarskipulagningu EFTA. Engar umræður Það vekur athygli, að stjórnin virðist hafa íhugað að leggja fram svo víðfeðma tillögu til sam- þykktar hjá fjölþjóðabandalagi, áður en tillagan hefur hlotið um- fjölluníNoregi. En þaðsemgerst hefur, getur orðið okkur dæmi um það, hvernig staðið verður að stjórnmálum framtíðarinnar, ef svo fer, að okkur verði stjórnað af fjölþjóðabandalögum með rík- ismyndugleika. Afstaða okkar Norðmanna til þingkosninganna í haust verður að taka mið af viðhorfi okkar til Evrópubandalagsins. Ekki vegna þess að við þurfum að segja af eða á um aðild að EB á næsta kjörtímabili, heldur vegna hins, að á næstu fjórum árum mun norska þingið taka til meðferðar fjölmargar tillögur um „aðlögun að EB“, sem gætu valdið grund- vallarbreytingum á norskum samfélagsháttum. Margir þeir, sem aðhyllast að- ild að EB, eiga mikilla hagsmuna að gæta, að því er varðar „að- lögunaraðgerðirnar“, hvort sem af aðild verður eða ekki, vegna þess að aðgerðirnar munu ósjald- an fela í sér skerðingu á því eftir- liti og stjórnun, sem norska þjóð- in hefur nú á hagkerfi sínu. Sá maður slær sjálfan sig blindu, sem heldur, að við getum lifað lífinu „rétt eins og í gamla daga“. Norskt samfélag er í sí- felldri breytingu og á að vera það. Ef við gerumst aðilar að EB, verður okkur breytt. Kjósum við fremur að standa utan bandalags- ins, verðum við Norðmenn að breyta okkur sjálfir. Ekkert knýr á um, að við sætt- um okkur við samfélag okkar eins og það er. En samfélag þró- ast venjulega innan þeirra ramma, sem tiltekin þjóðfélags- gerð setur. Það sem nú er til um- ræðu, er hvort við kjósum að búa við aðra þjóðfélagsgerð - þá þjóðfélagsgerð, sem nú er sem óðast að þróast innan EB. Okkur nægir því ekki að spyrja aðeins: „Hvað er EB?“ Við verðum einnig að spyrja: „Hvað er Noregur?“ Hverjir eru burðar- ásar og máttarviðir þeirrar þjóðfélagsgerðar sem við Norð- menn búum við? Það eru þær hugsjónir, sem við höfum látið ráða gerðum okkar. Það eru sið- venjur okkar og verkn sem hafa skapað ytri ramma í allri þróun þjóðfélags okkar. Það eru þau lög, reglugerðir, samtök og stofn- anir, sem við nýtum til að fylgja eftir hugsjónum okkar, siðvenj- um og verkum. Og hér er ekki um að ræða nein tilduryrði, sem einungis henta ræðum stjómmálamanna. Hér er um að ræða hversdagslega og of- urnálæga hluti: Hugsjón velferð- arríkja okkar tíma er sú, að allir skuli njóta sama réttar til menntunar og heilbrigðisþjón- ustu án tillits til auðs eða valda. Og forsenda þess er sú, að við viljum leggja það af mörkum, sem til þarf. Til þessa höfum við Norðmenn verið sammála um, að í Noregi megi dafna samfélög manna um landið allt. Og við verðum að axla þær byrðar, sem þarf til þess að tryggja hag dreifbýlisins, tefla saman iðnaði, landbúnaði, fisk- veiðum og þjónustustörfum eins og best verður gert á hverjum Framhald á bls. 9 Kristen Nygaard er prófessor í stærð- fræði við Oslóarháskóla. Hann er fé- lagi í norska Verkamannaflokknum og stóð framarlega í fylkingu þeirra sem höfnuðu aðild Noregs að EB árið 1972. Hann er nú formaður nýstofn- aðrar Upplýsingaferðar um Noreg og EB. Nygaard er nú hérlendis í boði starfsbræðra sinna í Háskólanum, en áhugamenn um EB-mál halda með honum opinn fund annað kvöld í Nor- ræna húsinu. Jón Gunnarsson þýddi greinina. Kjarabarátta kennara Þegar þetta er ritað hefur verk- fall HÍK og annarra aðildarfélaga BHMR staðið í þrjár vikur. Á vettvangi fjölmiðlanna hefur ver- ið hart deilt og almenningur hef- ur látið skoðun sína óspart í ljós. í þessari grein verða nokkur mikil- væg atriði þessarar deilu skoðuð, eins og þau koma kennara í HÍK fyrir sjónir. Vaxandi launamunur Sýnt hefur verið framá svo ekki verður um deilt, að laun opin- berra starfsmanna og kennara sérstaklega eru mjög lág miðað við laun sambærilegra starfshópa á almennum markaði. Á árunum 1984-1986 var gerð ítarleg úttekt á þessum málum og kom þá í ljós allt að 60% launamunur. Ætla má að þessi munur hafi farið vax- andi á síðustu árum. Þessi þekk- ing og góð rök virtust ekki skipta máli þá og reyndist Kjaradómur ekki reiðubúnn til að jafna launamuninn. Þetta táknar í reynd að menntun er ekki metin að verðleikum og gætir mikils tví- skinnungs hjá ríkisvaldinu, þar sem það greiðir einkafyrirtækj- um önnur og betri laun, en eigin starfsmönnum. Þessi láglauna- stefna ríkisvaldsins hefur alvar- legar afleiðingar í för með sér. í fyrsta lagi sækist fólk mun síður eftir störfum hjá því opinbera en á almennum markaði. Mjög al- gengt er, að fólk með kennara- menntun vinni við önnur störf en kennslu. Á undanfömum árum hefur verið flótti úr kennarastétt og er það mikilvæg vísbending um það hversu lítt eftirsótt starfið er. I öðru lagi bæta kennarar sér upp lág laun með mikilli yfir- vinnu. Það er hagstætt fyrir ríkið, Hrafn Arnarson skrifar sem losnar við að greiða ýmis launatengd gjöld, en yfirvinnan kemur óhjákvæmilega niður á gæðum kennslunnar og er þannig í andstöðu við hagsmuni nem- enda. Mikilvægi menntunar Margoft hefur verið bent á mikilvægi menntunar fyrir efna- Aukin starfsmenntun og þekking í formi tækniframfara er megin- þáttur til að útskýra þær gífurlegu framfarir, sem átt hafa sér stað hér á landi á þessari öld. Kennar- ar hafa margbent á, að ytri að- búnaði skólanna er víða mjög ábótavant. Nefna má atriði eins og ófullnægjandi húsnæði, tækj- askort, skort á heppilegu kennsluefni og lélega vinnuað- í kröfum sínum hafa kennarar lagt mikla áherslu á samning til langs tíma, þ.e. til 3 ára. Mark- miðið er að skapa frið í skólakerf- inu, en engum er það ljósara en kennurum hversu alvarlegar af- leiðingar verkföll geta haft fyrir nám og námsframvindu nem- enda. Það er grundvallar atriði að tryggja vinnufrið og samfellt starf í skólunum. Það er ömurlegt „Kröfur HÍK eru hluti afjafnlaunastefnu. Ekki er verið aðfarafram á neinforréttindi, heldursömu launfyrirsömu vinnu. Reynslan hefursýnt opinberum starfsmönnum að ekki er hœgt að vinna sigra í kjarabaráttu með vísindalegum rökum... Því miður er efnahagslegur og pólitískur þrýstingur einu ráðin sem duga. “ hagslega velferð. Af framleiðslu- þáttunum þ.e. vinna, landi/ hráefni og fjármagni hefur vinn- an, starfsmenntun vinnuaflsins úrslitaþýðingu. Faðir hagfræð- innar, Ádam Smith, lagði á þetta mikla áherslu í ritum sínum. Reynsla margra þjóða, t.d. Jap- ana og Bandaríkjamanna hefur sýnt fram á mikilvægi menntunar fyrir hagvöxt og framfarir. Al- menn efnahagsleg rök og lang- tímahagsmunir þjóðarinnar krefjast þess beinlínis að skóla- kerfið og menntun hafi forgang. Allt þetta styður kröfur kennara fyrir bættum kjörum og betri starfsaðstöðu í skólum. Skóla- starf er undirstöðuatvinnuvegur, ekki síður en sjávarútvegur. stöðu kennara í skólum. Þessi slæmi ytri aðbúnaður er í hróp- andi andstöðu við þær gífurlegu offjárfestingar, sem átt hafa sér stað á annars konar húsnæði. Minna má á atvinnu- og verslun- arhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu. Einnig hefur verið á það bent, að skammsýn efnishyggja liggi núverandi launafyrirkomu- lagi í landinu til grundvallar. Uppeldisstörf og störf með fólki eru minna metin en alls kyns störf sem snúa beint að fjármálavið- skiptum eða þjónustu. í dag eru nemendur mikilvægur neyslu- hópur, en það eru ekki kennarar sem græða á unglingum, heldur þeir sem selja þeim annrs konar vöru og þjónustu. dæmi um pólitíska lágkúru, þegar stærsta blað landsins heldur því fram í leiðara að kennurum sé alveg sama um nemendur sína. Hér er verið að ala á fordómum, sem fyrst og fremst byggjast á vanþekkingu. Enda þótt því sé stundum haldið fram, að Island sé stéttlaust þjóðfélag og allir tali við alla, mætti halda að þjóðin sé sundurhólfuð í kassa og að ís- lendingar séu fáfróðir um lífskjör landa sinna, nema þeirra sem hafa svipaða menntun og gegna svipuðum störfum. Þannig eru ýmsir fordómar gagnvart kennur- um ákaflega lífseigir, t.d. að kennarar séu 3 mánuði í sumarfríi á fullum launum. í reynd er það svo, að kennarar vinna af sér „sumarfríið“ með lengri vinnu- viku yfir veturinn og eiga þannig laun inni hjá ríkisvaldinu þegar fram á sumar kemur. Nú er það auðvitað svo að margt má betur fara í skólastarfi jafnt og öðrum störfum. Að mínu mati skortir á aðhald og að nægilega skýrar kröfur séu gerðar til kennara. Ég er sannfærður um að kennarar ættu að hafa meiri faglegan metn- að. Faglega ábyrgð þeirra ætti að auka. Kennarar eiga að fagna heiðarlegri og gagnrýninni um- ræðu um skólastörf. Það eru al- mennir hagsmunir, að skólastarf verði skilvirkara og árangursrík- ara. Eitt skref í þessa átt væri að auka sjálfstæði skólanna og auka áhrif þeirra, sem sérhæfa sig til skóla- og uppeldisstarfa, á mótun skólastefnu. Kennarastarfið er erfitt og krefjandi, því getur fylgt mikið andlegt álag og streita. Það er lykilatriði að létta á því vinnuá- lagi, sem stafar af löngum vinnu- degi og mikilli yfirvinnu. Kennar- astarfið er einnig skemmtilegt og krefjandi starf og það er von mín að starfið verði í framtíðinni jafn eftirsótt og mikilvægi þess gefur tilefni til. Að lokum: Kröfur HÍK eru hluti af jafnlaunastefnu. Ekki er verið að fara fram á nein for- réttindi, heldur sömu laun fyrir sambærilega vinnu. Reynslan hefur kennt opinberum starfs- mönnum, að ekki er hægt að vinna sigra í kjarabaráttu með vísindalegum rökum eða með því að treysta á velvilja ríkisvaldsins. Því miður er efnahagslegur og pólitískur þrýstingur einu ráðin sem duga. Hrafn er framhaldsskólakennari á Akranesi. Tekið skal fram að grein hans barst blaðinu rétt fyrir síðustu helgi. Miðvlkudagur 10. maí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.