Þjóðviljinn - 10.05.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.05.1989, Blaðsíða 9
MINNING Axel Eyjólfsson íslensk húsgagnasmíði, sem at- vinnugreið heillar stéttar, á sér ekki ianga sögu. Á fyrri hluta þessarar aldar risu þó mörg hús- gagnaverkstæði og stétt húsgagn- asmiða varð til. Greinin jókst og dafnaði alit fram að þeim tíma þegar innflutt húsgögn og innréttingar tóku í vaxandi mæli að koma í stað íslensku húsgagn- anna. Þá reyndi á þolrif margra fyrirtækja í þessari iðn. Axel Eyjólfsson húsgagna- smíðameistari, sem lést 27. apríl síðastliðinn, var einn fulltrúi þeirra framsæknu og ötulu manna sem tóku að smíða og selja húsgögn á fjórða áratugn- um, en þá lagði hann grunn að því fyrirtæki sem borið hefur nafn hans og staðið betur en mörg önnur í umróti síðustu ára. Axel hóf starf sitt á Akranesi en flutti skömmu fyrir 1950 til Reykjavík- ur. Par og í Kópavogi var fyrir- tæki hans síðan. Með sókn og ný- jungum svaraði hann breyttum tímum og hörðum keppinautum. Kynni mín og Axels Eyjólfs- sonar hófust einn síðsumardag 1968. Þann dag gekk ég inn á skrifstofu hans í Skipholti 7 og spurði hvort hægt væri að komast á samning í húsgagnasmíði. Axel tók mér vel, ræddi við mig og sagði mér frá ýmsu sem varðaði húsgagnasmíði og nám í faginu. Hann bað mig síðan að hafa sam- band við sig næsta dag, þá skyldi hann svara spumingu minni. Svarið skýrt. „Þú ert velkominn að hefja hér nám í húsgagna- smíði“. Þannig var Axel, ákveð- inn og skýr. Á milli lærlings og meistara tekst á margan hátt sérstakt sam- band, eitthvað í ætt við samband föður og sonar. Að nokkm leyti er hlutur meistarans föðurlegt uppeldi og í annan stað leiðsögn og kennsla er duga skal starfsæv- ina. Þá er gott að vera í höndum trausts manns og njóta styrks hans, kunnáttu og hæfni. Áxel Eyjólfsson reyndist lærlingum sínum vel. Hann lagði áherslu á að þeir tækjust á við flest störf sem á verkstæði hans vom unnin og lærðu þau. Þannig var verk- stæðið sá skóli sem því var ætlað að vera. Ég minnist þess að hann lagði ríkt á við útlærða starfs- menn sína að þeir sinntu nýgræð- ingum og leiðbeindu þeim. Ekki veit ég hvað þeir em margir sem luku námi í húsgagnasmíði hjá Axel Eyjólfssyni, en um langan tíma var það nær árviss atburður á verkstæðinu að þar út- skrifaðist húsgagnasmiður. Eins og gengur hafa þeir síðan horfið til ýmissa starfa en margir þeirra vinna enn að iðn sinni og búa þannig að þeim lærdómi sem þeir öðluðust hjá Axel Eyjólfssyni. Axel var róttækur í skoðunum á þjóðfélagsmálum og studdi stjórnmálasamtök sósíalista. Hann hafði yndi af söng og góðri tónlist og kunni að meta góðar bækur. Ef til vill var það fyrir áhrif hans að á meðan ég var undir handarjaðri hans lagðist ég í lestur rita þeirra stóru, Halldórs og Þórbergs. Það bar líka við að Axel gaukaði að mér ritum og tímaritum um þjóðfélagsmál og menningu sem hann taldi ungum manni hollt að lesa. Leiðsögn hans náði því ekki aðeins til hús- gagnasmíðinnar. Þegar ég hóf af- skipti af félags- og kjaramálum iðnnema hvatti meistarinn mig. í því fólst örvun sem var mikilvæg í slíku starfi. Ég gerði ráð fyrir að starfa í þjónustu hans sem útlærður sveinn. Svo hafði talast um milli okkar. En atvikin höguðu því þannig að mér bauðst að starfa að fræðslumálum launafólks. Ég tal- aði um þetta við hann og enn fékk húsgagnasmíðameistari F. 23. mars 191 lm*- D. 27. apríl 1989 ég örvandi hvatningarorð í veg- anesti á leið til þessara nýju verk- efna. Það var mikils virði. Síðustu árin átti Axel við van- heilsu að stríða og gat því ekki helgað sig fyrirtqki sínu eins og hann hafði gert um langan tíma. Við tóku synir hans og héldu starfinu áfram og reka nú glæsileg fyrirtæki í húsgagnaiðnaði þar sem meðal annars eru smíðuð húsgögn sem hafa hlotið verð- skuldaða athygli í fjarlægum löndum. Starfið nlu hvílir á þeim trausta grunni sem Axel Eyjólfs- son lagði. Merku ævistarfi er lok- ið en merkin um dugnað og elju eru glögg. Ég sem þessar línur rita á ekki kost á að vera við útför míns gamla læriföður vegna starfa í öðru landi, en hugur minn nú er við þau ár er ég átti í skjóli hans. Fyrir þann tíma vil ég þakka. Ættingjum sendi ég samúðar- kveðjur. Tryggvi Þór Aðalsteinsson Okkur langar að minnast með nokkrum línum félaga okkar og lærimeistara Axels Eyjólfssonar húsgagnasmíðameistara, en hann lést þann 27. apríl síðastliðinn. Axel var fæddur 23. mars árið 1911, að Bessastöðum á Álfta- nesi, en ættaður var hann frá Saurbæ á Kjalamesi. Foreldrar hans voru Eyjólfur Eyjólfsson bóndi þar og kona hans Sigríður Loftsdóttir. Föður sinn missir Axel þegar hann er 9 ára gamall og elst upp eftir það að mestu hjá séra Halldóri Jónssyni að Reyni- völlum í Kjós. Dvelur hann þar fram undir tvítugs aldur. Var þetta eitt af mestu menningar- heimilum sveitarinnar og talaði Axel einkar hlýtt um séra Hall- ‘ dór og veru sína þar. Hugur hans mun ekki hafa beinst til búskapar en þó æxlaðist það þannig að hann útskrifaðist búfræðingur frá Hvanneyri árið 1933 og reisti nýbýlið Dalsmynni í Saurbæjarlandi og bjó þar 1931- 1934. Eftir þetta flytur hann til Akraness og iýkur þar trésmíða- námi hjá Árna Árnasyni móð- urbróður sínum. Á Akranesi er Axel búsettur frá 1935-1946 og stofnar þar sitt eigið fyrirtæki 1937. Á þessum Akranesárum sínum var Axel mjög virkur félagi í starfi Sósíalistaflokksins og voru flestir fundir flokksins haldnir á heimili hans. Var hann varabæj- arfulltrúi flokksins árið 1946, eða síðasta árið, sem hann er búsettur á Akranesi. Hinn 10. apríl 1937, kvænist Axel Huldu Ásgeirsdótt- ur ættaðri frá Bíldudal. Börn þeirra eru Jakobína f. 21. jan. 1937, tónlistarkennari, Eyjólfur f. 20. nóv. 1940, húsgagna- smíðameistari, Sigurður f. 10. sept. 1944, d. 7. júlí 1946, Sig- ríður f. 7. sept. 1946, innanhús- arkitekt, búsett í Danmörku, og Þórður f. 12. júlí 1948, innanhús- arkitekt. Barnabörnin eru orðin 13 og lét Axel sér ætíð annt um hag þeirra. Hulda og Axel slitu samvistir. Axel kvæntist aftur 1958 Elínu Jónasdóttur og eignuðust þau einn son Matthías fæddan 1958, bifvélavirkja í Reykjavík. Elín og Axel slitu samvistum. Axel var mjög kröfuharður við sjálfan sig og aðra, það var því eftirsóknarvert ungum mönnum að komast í húsgagnasmíðanám hjá honum, það var ekki einungis að þeir nemar sem útskrifuðust frá honum tækju góð próf heldur lærðu þeir einnig að ástunda stundvísi, því Axel var jafnan fyrstur til vinnu og síðastur út að kveldi. Það einkenndi Axel mjög krafa hans um vönduð vinnu- brögð, enda þóttu húsgögn frá honum jafnan vönduð og traust. Axel hafði mikinn áhuga á hönnun húsgagna, sem og öðrum listum, auk þess sem hann var hugmyndaríkur um nýjungar í ýmsum útfærslum sem fram- leiðslan kallaði á og leiddi það til þess að hann fékk einkaleyfi á nokkrum slíkum hugmyndum. Það er á engan hallað, að telja Axel frumherja hér á landi í framleiðslu nýtískulegra hús- gagna, en það var um 1950 sem einkenni þess sáust. Til þess að ná þeim góða árangri í fjölda- framleiðslu húsgagna sem Axel náði, var hann sí vakandi fyrir þeirri þróun sem alltaf á sér stað í smíði trésmíðavéla, hann var alltaf með þeim fyrstu að tileinka sér þær nýjungar og hefur það haldið áfram í fyrirtækinu eftir að hann lét þar af stjórn 1981 og synir hans Eyjólfur og Þórður tóku við. Það hefur verið ánægju- legt að fylgjast með þróun fyrir- tækisins Áxis síðan og er hún vissulega í anda brautryðjand- ans. Axel hafði fleiri áhugamál en vinnuna, hann hafði mikið yndi af hestum og átti hesta allt til 1975, en þá nokkru áður þurfti hann að fella sinn besta hest Hóla-Blesa frá Vestur-Hópi, og fannst honum enginn hestur geta komð í hans stað. Það voru góðar stundir þegar Axel bauð á hest- bak og riðið var inn í Heiðmörk á björtu vorkvöldi og tíminn stóð í stað og fuglarnir hlustuðu á söng ferðalanganna, en Axel hafði góða söngrödd og naut þess að taka lagið í góðra vina hóp. Þó að Axel væri róttækur í skoðunum hirti hann ekki um hátíðarhöld 1. maí, til þess hafði hann of mikla löngun til stangveiði, en það var í mörg ár að hann fór með vinnufé- lögum til silungaveiða í Meðal- fellsvatn 1. maí, en þann dag má jafnan hefja veiði í vötnum, Axel var einnig góður laxveiðimaður. Frá 1969 bjó Axel með Elínu Sigurðardóttur, var samband þeirra byggt á gagnkvæmu trausti og reyndist Elín honum traustur vinur, ekki síst eftir að heilsu hans tók að hraka. Axel þurfti að dveljast síðustu 5 árin á sjúkra- deild Grundar. Við sem þessar línur skrifum, vitum að Áxel kveður þennan heim með bros á vör, þannig var hann alltaf þegar hann var ánægður. Hann var ánægður með dagsverkið, en ánægðastur var hann að sjá fyrirtækið sem hann stofnaði á Akranesi 1937 vera enn að vaxa. Við lærisveinar hans kveðjum hann með virðingu. Útför Axels fer fram frá Foss- vogskapellu í dag kl. 13.30. Þorkell Gunnar Guðmundsson Sverrir Hallgrímsson Það mun hafa verið 1937, að ég kynntist Axel Eyjólfssyni. Þá bar ég út Morgunblaðið á Akranesi ásamt öðrum dreng (Vigfúsi Sig- urðssyni), og enn mann ég flest hús kaupenda. Oft kom ég á verkstæði Axels, þar sem hann vann einn að smíðum, en hann keypti alloft af mér blað. Um leið skiptist hann á fáeinum orðum við mig, en þá þekktu allir alla á Akranesi. Ég þóttist býsna fróður um alþjóðamál, hlustaði með óskiptri athygli á alla þætti Sigurðar Einarssonar frá út- löndum, og mun Axel hafa gengið á það lagið. Forsíðufréttir voru umræðuefni okkar. Af stutt- um athugasemdum Axels vakn- aði skilningur á stefnumiðum sósíalismans og jafnvel á upp- byggingunni í Ráðstjórnarríkjun- um, (þótt flest mál liti ég enn út frá sjónarhorni hægri arms Al- þýðuflokksins). Svo fór að ég gekk upp að Sigtúnum til Sæ- mundar og lét skrá mig í Mál og menningu, en það gerðu fleiri í þá daga. Um áratugar skeið voru all- mikil kynni með okkur Axel. Lengstum dvaldist ég í Reykjavík frá 1940, en á tíðum ferðum mín- um upp á Akranes leit ég oft inn hjá Áxel og granna hans, Þor- valdi Steinasyni. Fylgdist ég með stofnun Sósíalistafélags Akra- ness, sem Axel Eyjólfsson hafði forgöngu um ásamt Árna Ingi- mundarsyni, Halldóri Þorsteins- syni, Skúla Skúiasyni, Þórði Valdimarssyni og Þorvaldi Steinasyni. Á vegum félagsins varð Axel vara-bæjarfulltrúi 1946, en ári síðar fluttist hann til Reykjavíkur. Á þessum árum á Akranesi hugðu sósíalistar ekki að ætt nokkurs manns. Þó skal hér stutt- lega vikið að uppruna Axels Eyjólfssonar, en frá honum sagði sr. Halldór Jónsson á Reyni- völlum í minningabók sinni. Áxel var fæddur á Bessastöðum á Álftanesi 23. mars 1911. Foreldr- ar hans voru Eyjólfur Eyjólfsson (Runólfssonar bónda á Saurbæ á Kjalarnesi) og kona hans, Sig- ríður Loftsdóttir (bróðurdóttir Þórðar hreppstjóra á Neðra Hálsi). Eyjólfur lést 1922 og fór Axel þá að Reynivöllum til sr. Halldórs Jónssonar, sem sagði svo frá: „... og var þó nokkur ár, fermdist þaðan og hálf ólst þar upp. Síðan lærði Axel Eyjólfsson trésmíði í Reykjavík, bjó svo nokkur ár ógiftur í Dalsmynni, sem hann gerði að nýbýli, en var raunar hálf heimajörðin að Saurbæ, reisti þar steinhús til íbúðar; allstóra heyhlöðu og fjós við hlið hennar. Þar bjó hann til ársins 1934, að hann fluttist á Akranes, setti sig þar niður sem húsgagnasmiður og efnaðist þar allvel, eignaðist gott íbúðarhús og vann þar sem húsgagnasmið- ur. En sumarið 1947 selur hann húseign sína á Akranesi, kaupir hús ... í Reykjavík ...“ (Ljós- myndir, fyrra bindi Húsvitjun, Átthagafélag Kjósverja, Reykja- vík, 1953, bls. 114). Þess má geta að Axel lauk námi í trésmíði á Akranesi hjá Árna Árnasyni. í Reykjavík stofnaði hann Húsgagnaverslun Axels Eyjólfs- sonar, sem síðar tók upp nafnið Axis, og er landsþekkt fyrirtæki. í þakkarhug kveð ég með þess- um orðum fyrsta kommúnistann, sem ég kynntist, Axel Eyjólfs- son. Af sannfæringu var hann kommúnisti til hinstu stundar. Reykjavík, á uppstigningardag 1989. Haraldur Jóhannsson Miðvlkudagur 10. maí 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9 L VIÐHORF Framhald af síðu 5 Lög gegn fjárfestingum er- lendra aðila hafa að verulega marki komið í veg fyrir það, að norsk fyrirtæki yrðu féþúfa og leiksoppur í höndum ytri afla. Til eru hugsjónir, sem við ger- um okkur, þótt okkur lánist ekki ætíð að fylgja þeim eftir. Við héldum okkur t.d. vera lausa við kynþáttahleypidóma, en höfum komist að því, að þeir eru til hér í landi. En engu að síður: Einmitt þau markmið, sem við keppum að og náum ef til viil aldrei, - þau markmið megum við síst yfirgefa sjálfir eða fá þau öðrum til ráð- stöfunar. Og umfram annað - við vitum það hérlendis af langri reynslu, hvað í því felst að lúta stjórn ytri aðila. Éf til vill vitum við betur en margar grannþjóðir okkar í Evr- ópu, hverju við höfum að tapa. Orð eins og „sjálfstæði" og „fullveldi" eiga sér enduróm í okkur, og það ekki aðeins á þjóð- hátíðardaginn. Og það þykir sumum broslegt. Leyfum þeim að brosa. Vilji einhver eiga virkan þátt í umræðum um EB, nægir ekki lengur „að hafa sömu skoðun og síðast“, að „vera með“ eða „vera á móti“. Og það er ekki nóg lengur að „vera með aðild“ eða „vera á móti aðild“. Afstaða í umræðunum um EB krefst þess, að menn myndi sér skoðun á því, hverjir máttarvið- irnir eru í þjóðfélagsgerð okkar. Að þeir geri upp við sig, hverjir þessara máttarviða skipti mestu og verði ekki fjarlægðir án þess að jafnframt hrynji margt það í samfélaginu, sem okkur er í mun að vernda. Að menn komist að því, hvers konar „aðlögun“ kann að reynast auðveld, skynsamleg og æskileg. Og um leið verðum við að hafa í huga hver afstaða okkar til EB verður, er til lengri tíma er iitið. Vegna þessa verður ekki að- eins um að ræða tvö sjónarmið. Sjónarmiðin verða fjölmörg. Tvö sjónarmið munu lenda yst, hvort til síns enda, í litrófi þessara umræðna: • að hafa ekki áhuga á að breyta nokkrum sköpuðum hlut, og • að sætta sig við hvað sem vera skal, svo framarlega sem það tryggir aðild að Evrópubanda- laginu. En það er einnig sjónarmið og afstaða að taka þátt í leit að æski- legum samvinnuháttum Noregs við Evrópubandalagið. Við get- um t.d. tekið þátt í mörgum sam- vinnuverkefnum EB án þess að vera aðilar að bandalaginu. Og hluti af umræðunni felst einnig í því, að menn myndi sér skoðanir, jákvæðar eða neikvæðar, um risaveldið EB, sem nú er í fæð- ingu. Við höfum deilt iengi og af gagnrýni um ástandið í Banda- ríkjunum og Sovétríkjunum. Ekkert er eðlilegra en að EB hljóti jafnrækilega umfjöllun. Opinskáar, málefnalegar, rœkilegar og alhliða umræður um EB munu einnig móta þá virku afstöðu til nýsköpunar, sem okk- ur er nauðsynleg, ef orðið „Nor- egur“ á enn að vera okkur tákn samstöðu, sjálfstœðis og fram- fara, þegar árið 2000 gengur í garð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.