Þjóðviljinn - 10.05.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.05.1989, Blaðsíða 11
LESANDI VIKUNNAR hvað er í leikhúsunum núna, en ég hugsa að ég fari á Brúðkaup Fígarós með dóttur minni.“ En í bíó? „Það er þó nokkuð margt, til dæmis Regnmaðurinn og Fiskur- inn Wanda." En í sjónvarpi? „Ekki eftir að Matador leið nema enska knattspyrnan.“ En í útvarpi? „Ég hlusta aldrei á útvarp heima en á rás 2 í bílnum“ Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? „Já, það hef ég gert, þó að litlu hafi munað síðast." Hvaða stjórnmálamann langar þig mest til að skamma? Lúther Jónsson prentari. Mynd:-þóm Ekki bjartsýnn á næstu hundrað árin Hvað ertu að gera núna, Lúther? „Ég er að basla við að koma bókum áleiðis í Prentsmiðjunni Odda. Það er töluvert af bókum að koma út í vor, til dæmis koma nokkrar bækur um Gunnar Gunnarsson sem á 100 ára afmæli í vor. Við erum líka farnir að vinna fyrir jólavertíðina; þó nokkrar bækur eru komnar í vinnslu sem eiga ekki að koma út fyrr en í haust - en ekki nógu margar. Sem prentari vill maður að vinnslutíminn byrji sem allra fyrst.“ Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? „Ég hef sterkan grun um að ég hafi verið að gera eitthvað svip- að, nema að þá var Prentsmiðjan Oddi við Bræðraborgarstíg. Það er miklu lengra en tíu ár síðan ég var setjari á Þjóðviljanum, ef þú ert að fiska eftir því!“ Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? „Fyrir utan að verða brunaliðs- maður eða lögregluþjónn og svo- leiðis, meinarðu? Um tíma hafði ég áhuga á stjörnufræði og las allt sem ég komst í um það. En ég hneigðist snemma að því að gera eitthvað í sambandi við bækur, sótti um vinnu í bókabúð og á forlagi en því var náttúrlega ekki ansað. Þá fór ég í prentverk í Gutenberg og sá ekki bók öll fjögur árin sem ég var þar! Og ég sem hélt að ríkisprentsmiðja hlyti að vera í fararbroddi í bókaút- gáfu. Það er gott að vinna með bækur, þær eru fallegir hlutir og góðar að strjúka þær og ég hef ekki séð eftir þessari ákvörðun nema á verulegum blankheita- tímum, þá finn ég að ég hefði frekar átt að fara út í brask.“ Hvað gerirðu helst í frístund- um? „Ég les eitthvað þægilegt, hlusta á plötur, helst ljóðasöng. Uppáhaldssöngvarinn minn er Gerard Souzay sem er auðvitað kominn til ára sinna og sennilega hættur að syngja, en ég held ég eigi flestar plöturnar hans. Svo sinni ég heimilinu og sveitastörf- um um helgar. Ég hef ekki kom- ist í vorverkin ennþá, en ég þarf sem fyrst að sá salati, hreðkum og fáeinum gulrótum og stinga niður 40-50 kartöflum. Þetta er enginn stórbúskapur, en ég hef heldur ekki mikinn kvóta. Svo þarf ég að laga til í jarðarberjaplöntunum sem koma eldhressar undan snjónum. Það er enginn hagnað- ur af þessu, afurðirnar eru ábyggilega miklu dýrari en út úr búð, þetta er bara svo miklu betra. Ég rækta fyrir magann. Konan ræktar meira fyrir augað, blóm og svoleiðis.“ Hvaða bók ertu að lesa núna? „Áður en ég fór að þvo tröpp- urnar? Hún var ekki merkileg - Flying Finish heitir hún, reyfari eftir Dick Francis. Hann skrifar ágæta reyfara sem allir tengjast hestum. Hann var toppknapi í fjölda ára og fór að skrifa um veðreiðar í blöð eftir að hann hætti. Svo skrifaði hann sjálfsævi- sögu sína og upp úr því tók hann til við reyfarana. Ég les nánast hvað sem er en mest reyfara. Stjörnufræðibækur kaupi ég enn við og við en þær mega helst ekki vera of tæknilegar." Hvað finnst þér þægilegast að lesa í rúminu á kvöldin? „Það sem ég er með hverju sinni. Svo finnst mér gaman að taka skákdæmi með mér í rúm- ið.“ Hvaða bók myndirðu taka með þér á eyðiey? „Það er ekki hægt að taka neina eina bók nema þá praktík sem kenndi manni að lifa af. En til afþreyingar held ég að ég tæki bók sem heitir 1001 skákdæmi. Hún myndi endast nógu lengi til að ég yrði ekki hringlandi vit- laus.“ Hver var uppáhaldsbarnabók- in þín? „Þegar ég var sex ára fékk ég bók senda í sveitina sem hét Hrói höttur. Hana lærði ég utanað. Einn kaflinn hét til dæmis Svað- ilfarir, hann kunni ég orðrétt. Ég las heilmikið af íslendingasögum og hafði gaman af þeim, en þær náðu ekki Hróa hetti. Hann var toppurinn á heimsbókmenntun- um. Ég lærði að lesa á Sumardaga Sigurðar Thorlacius þegar ég fékk að fylgjast með í farskólan- um þó að ég væri of ungur til að mega vera með.“ Hvað sástu síðast í leikhúsi? „Ég er lélegur leikhúsmaður, en ég sá Ævintýri Hoffmanns og hafði gaman af því. Sú sýning kom þó ekki eins gífurlega á óvart og Aida. Það var stórkost- legt hverju var hægt að koma fyrir í þessu litla húsi.“ Er eitthvað í leikhúsum núna sem þú ætlar ekki að missa af? „Eg hef ekki hugmynd um „Ég veit ekki hvort ég myndi skamma þá, þetta eru vélbyssu- kjaftar sem myndu skamma mig til baka. En mér finnst Davíð hafa komið leiðinlega fram í sam- bandi við Fossvogsdalinn. Svona eiga samskipti milli fólks ekki að vera.“ Hvernig myndir þú leysa efna- hagsvandann? „Það myndi ég ekki gera, því miður." Hvernig á húsnæðiskerfíð að vera? „Mér finnst að fólk eigi að geta leigt húsnæði til æviloka og ekki að þurfa að kaupa íbúð. Það er margt skemmtilegt hægt að gera við peningana annað en setja þá í íbúð. En fólk þarf að vera sæmi- lega öruggt.“ Hvaða kaHitegund notarðu? „Ég er mjög frjálslyndur. Ef kaffið er heitt og nógu mikill syk- ur í því, þá er það í lagi. En heima notum við annað hvort Braga Santos eða Gevalia." Hvað borðarðu aldrei? „Kæsta skötu. Annars er ég ekki matvandur, borða bara lítið af því sem mér þykir ekki gott - en mikið af því sem mér finnst gott.“ Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? „Á Englandi, ég hef alltaf kunnað vel við mig þar.“ Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? „í bíl. Það er farið með flugfar- þega alveg eins og búpening og alltaf logið að þeim. Hálftímabið þýðir ævinlega að minnsta kosti klukkutími." Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? „Ég sé það fyrir mér allt heldur niður á við. Ástandið á eftir að versna mikið áður en það hugsan- lega skánar. Jörðin er lokað geimskip sem við höfum farið illa með. Okkur hefur fjölgað alltof mikið og við spillum umhverfinu sífellt meira. Ég er ekki bjartsýnn á næstu hundrað árin.“ Hvaða spurningu langar þig til að svara að lokum? „Hvort mig langi ekki í kaffi- bolla.“ Langar þig ekki í kaffibolla, Lúther? „Jú, ég ætla að fá mér einn núna.“ SA þJÓOVILIINN FYRIR50ÁRUM Bretland og Frakkland vilja ekki lofa Sovétríkjunum hjálp gegn árásum - en krefjast slíkrar hjálparsértilhanda. Byggingarefni á þrotum í Reykjavík. Ef ekki verður bætt úr þessu strax stöðvast byggingar á yfir 60 húsum, sem búið er að ákveða að byggja. Hundruð iðnaðar- og verkamanna bætast í atvinnuleysingjahópinn. I DAG 10.MAÍ miðvikudagur í fjórðu viku sumars, tuttugasti og fyrsti dagur. hörpu, 130. dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 4.29 en sest kl. 22.21. T ungl vaxandi á fyrsta kvartili. VIÐBURÐIR Eldaskildagi (búpeningi skilað úr vetrarfóðrum). Bretar herema ís- land 1940. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöa vikuna 6.-11. maí er í Laugavegs Apóteki og HoltsApóteki. Fyrmefnda apótekiö eropiö um helgar og annast naeturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnef nda apótekiö er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliöa hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur sími 4 12 00 Seltj.nes sími 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 Garðabær 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabilar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 Seltj.nes sími 1 11 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær sími 5 11 00 L4EKNAR Læknavakt fy rir Reykjavlk, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöö Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiönir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í sima 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eöa ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17áLæknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavik: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feöratimi 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadelld Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spltallnn: alladaga 15-16 og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúslð DAGBÓK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alladaga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyöarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opiö allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 8-17. Siminner 688620. Kvennaráðgjötin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, simsvari. Sjálfsh jálparhópar þeirra sem oröiö hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, simsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280. beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Sími 21260 allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlið 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aöstandendur þeirra á fimmíudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i síma91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ Gengisskráning 9. maí 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar............ 53,70000 Sterlingspund............... 89,47800 Kanadadollar................ 45,28800 Dönsk króna.................. 7,22500 Norsk króna.................. 7,78490 Sænskkróna................... 8,31530 Finnsktmark................. 12,65020 Franskurfranki............... 8,33530 Belgískurfranki.............. 1,34400 Svissn. fránki.............. 31,57890 Holl. gyllini............... 24,95060 V.-þýskt mark............... 28,12480 Itölsklira................... 0,03856 Austurr. sch................. 3,99750 Portúg. escudo............... 0,34060 Spánskur peseti.............. 0,45340 Japanskt yen................. 0,39881 írsktpund................... 75,17700 KROSSGÁTA Lárétt: 1 asi4hönnfi I i [2 4 S á 7 meyjar 9 stjórni 11 á- kafa 12kvæði 14tví- hljóði 15 grafa 17 læ- víst19hismi21 söng- rödd 22 samtals 24 gráða25hnjóðsyrði Lóðrótt: 1 gaffal 2 tómi 3fyrtdin 4 stirtlu 5 fjör 6 skvetta 7 spónamats 10sífellt13kæpa16 veiða17flugfélag18 l. j • 9 10 L3 11 12 13 14 í^j 18 L J fæða 20 svei 23 eins Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 rísl4skók8 lyftari 9 svik 11 elur 12 pattar14mn 15akka 17 spíru 19 fær 21 mal 22róar24ánar25 kram Lóðrétt: 1 rasp2slit3 Iyktar4sterk5kal6 órum 7 kimur 10 varp- 18 LJ 10 20 n 22 iá □ _ [J 28 ‘ an13akur16afar17 smá 18 íla 20 æra 23 ók Mlðvikudagur 10. maí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.