Þjóðviljinn - 10.05.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.05.1989, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN— Hvaða áhrif hefur verk- fallið á þig? Ómar Garðarsson blaðamaður Vestmannaeyjum: Dóttir mín er í framhaldsskóla og hefur ekki getað stundað nám. Ég á ekki von á því að verkfallið leysist fyrr en í haust. Ólafur Arnarson fréttamaður: Verkfallið hefur ekki áhrif á mig persónulega. Ég á von á því að það verði samið á næstu tíu dögum. Baldur Sigurðsson bílstjóri hjá Hreyfli: Það hefur ekki áhrif á mína vinnu. Ég veit ekki hvenær það leysist. Stefanía Ragnarsdóttir gjaldkeri: Það hefur ekki beinlínis áhrif á mína fjölskyldu, en ég vona að það leysist sem fyrst. Elín Vilhelmsdóttir kennari: Ég er sjálf í verkfalli og vona auðvitað að það leysist sem fyrst þó það sé frekar óskhyggja en hitt. Ég hef litla trú á því að samið verði á næstu dögum. HEFUR STAÐGREÐSLU AF LAUNATEKJUM ÞINUM VERÐ SKILAÐ? Hafi launagreiðandi ekki staðið skil á staðgreiðslu sem hann hefur dregið aflaunum kemur full álagning á launamann til innheimtu. Staðgreiðsla launamanns er bráðabirgðagreiðsla tekju- skatts og útsvars og dregst frá við álagningu opinberra gjalda. Ef um vanskil á stað- greiðslu er að ræða af hálfu launagreiðanda koma full álögð opinber gjöld til inn- heimtu, nema leiðrétting hafi fariðfram áður. Nú hafa verið send til allra launamanna yfirlit yfir afdregna staðgreiðslu af launatekjum þeirra á árinu 1988. Yfirlitið er byggt á skil- um launagreiðenda á af- dreginni staðgreiðslu launa- mannatil innheimtumanna. Mikilvægt er að launa- menn beri yfirlitið saman við launaseðla sína til þess að ganga úr skugga um að réttri staðgreiðslu hafi verið skilað til innheimtumanna. í þeimtilvikumsem um skekkjur er að ræða skal fyrst í stað leita skýringa hjá launagreiðanda. Beri það ekki árangur er mikilvægt að umsókn um leiðréttingu á sérstöku eyðublaði sé komið á framfæri við staðgreiðslu- deild RSK, Skúlagötu 57, 150 Reykjavík sem fyrst til þess að tryggja að greiðslu- staðan verði rétt við álagn- ingu opinberra gjalda nú í sumar. Kynnfu þér yfirlit um staðgreiðsluskil. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.