Þjóðviljinn - 11.05.1989, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 11.05.1989, Qupperneq 1
Harður áfellisdómurRíkisendurskoðunaryfirfyrrverandi fjármálaráðherrum Sjálfstœðisflokksins Albert Guðmundssyni og Þorsteini Pálssyni. Fyrirgreiðslan til kaupenda Sigló afar sérstœð og á sér vart hliðstœðu hjá ríkissjóði. Kaupendur hafa greitt samtals 1,2 miljónir á 5 árum. Heildarkröfur ríkissjóðs í þrotabúið rúmar 70 miljónir. Umrœður um skýrslu Ríkisendurskoðunar á Alþingi í dag Fyrirgreiðsla sú er eigendur Sigló nutu hjá fyrrverandi fjármálaráðherrum Sjálfstæðis- flokksins, þeim Albert Guð- mundssyni og Þorsteini Pálssyni, við kaup á Siglóverksmiðjunni og síðar framlengingu á áföllnum af- borgunum og skuldum vegna kaupanna, er afar sérstæð og á sér vart hliðstæðu hjá ríkissjóði, að mati Ríkisendurskoðunar. í skýrslu um Siglósöluna sem Þorsteinn Pálsson og fleiri þing- menn Sjálfstæðisflokksins ósk- uðu sérstaklega eftir í fyrri viku, og lögð var fram á Alþingi í gær, segir m.a. að Ríkisendurskoðun telji að „þeir greiðsluskilmálar sem Sigló hf. hefur notið hjá rík- issjóði, það er að fyrsta afborgun skuldabréfs er 8 árum frá kaupsamningi, fyrsta vaxta- greiðsla er 3 árum eftir kaupsamning og lánstími 18 ár, megi teljast afar sérstæðir í við- skiptum sem þessum og eigi sér vart hliðstæðu hjá ríkissjóði“, Seðlabanki 1,5 prósent gengisfall Fjármálaráðherra: Höfnuðum kröfu at- vinnurekenda um stórfellda gengisfell- ingu - Atvinnurekendasamtökin hafa verið að kreljast stórfelldrar gengisfellingar uppá 10-20% sem rfkisstjórnin hefur alfarið hafn- að, en á hinn bóginn höfum við sagt að gera þurfi minniháttar breytingar vegna kostnaðar- hækkana, þannig að raungengið verði svipað á þessu ári og það var í upphafi ársins, segir Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra. Bankastjórn Seðlabankans á- kvað í gær að fella gengi krón- unnar að fengnu samþykki ríkis- stjórnarinnar, um 1,5%. Auk þess hefur bankinn heimild stjórnarinnar til að skrá gengi krónunnar allt að 2,25% undir eða yfir því meðalgengi. í til- kynningu frá Seðlabankanum segir að gengisfellingin sé ákveð- in með hliðsjón af kostnaðar- hækkunum útflutnings- og sam- keppnisgreina vegna nýgerðra kjarasamninga. - Þessi texti er frá Seðlabank- anum og speglar ekki stefnu ríkis- stjórnarinnar, því það er margt annað kostnaðartilefni í landinu en breytingar á kaupi. Hér er um að ræða eins litla breytingu og frekast er unnt. Við höfnum hins vegar alfarið kröfu um stórfellda gengislækkun, sagði fjármálaráð- Fyrirgreiðsla fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Alberts Guðmundssonar og Þorsteins Pálssonar, við sölu Sigló, á sér vart hliðstæðu í sögu ríkissjóðs, að mati Ríkisendurskoðunar. eins og segir orðrétt í skýrslu Ríkisendurskoðunar. - Þessi skýrsla Ríkisendur- skoðunar er ótvíræður vitnis- burður um þá pólitísku spillingu og þau vinnubrögð er fjármála- ráðherrar Sjálfstæðisflokksins viðhöfðu er þeir afhentu flokks- gæðingum eignir ríkissjóðs nán- ast á silfurfati, sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra í gær. Það voru sömu yfirlýsingar fjármálaráðherra í svari við fyrir- spurn um sölu Sigló í þingsölum í fyrri viku sem kölluðu á hörð við- brögð Þorsteins Pálssonar og annarra forystumanna Sjálfstæð- isflokksins. Þorsteinn krafðist þá skýrslu frá Ríkisendurskoðun um Sigló-söluna og um skuldbreyt- ingar núverandi fjármálaráð- herra til Nútímans og útgáfufyr- irtækisins Svarts á hvítu. Skýrslan verður tekin til sérstakrar um- ræðu í sameinuðu þingi í dag. Ríkisendurskoðun gerir engar athugasemdir við niðurfellingu fjármálaráðuneytisins á dráttar- vaxtaskuldum Nútímans við rík- issjóð né skuldbreytingar við Svart á hvítu, en skuldir fyrirtæk- isins við ríkissjóð að upphæð tæp- ar 24 miljónir eru með veði í upp- lýsingabanka og hugbúnaðar- kerfi fyrirtækisins sem Ríkis- endurskoðun segist ekki geta lagt verðmætismat á að svo stöddu. Hins Vegar gerir Ríkisendur- skoðun ekki eingöngu alvarlegar athugasemdir við skuldabréfaút- gáfu og lánafyrirgreiðslu þeirra Alberts Guðmundssonar og Þor- steins Pálssonar til handa eigend- um Sigló hf. sem nú hefur verið lýst gjaldþrota, en sömu aðilar hafa stofnað nýtt fyrirtæki, Siglu- nes hf., um rekstur verksmiðj- unnar, heldur líka að kaupendur hafi brotið ákvæði kaupsamn- ings. Þannig hafi Sigló strangt til tekið ekki haft heimild til að selja tækjabúnað til gaffalbitafram- leiðslu burtu úr bænum, sam- kvæmt ákvæðum í kaupsamningi og einnig hafi nýir eigendur fjár- fest í nýjum vélum, tækjum og öðrum búnaði langt umfram það sem áformað var við gerð kaupsamnings. Þá upplýsir Ríkisendurskoðun einnig að söluverð fyrirtækisins framreiknað til núvirðis sé um 50 miljónir. Gjaldfallnir ógreiddir vextir og dráttarvextir vegna kaupanna fyrir 5 árum nema tæp- um 12 miljónum, en kaupendur hafa á öJlum þessum tíma aðeins greitt rúmar 1200 þúsund krónur. Heildarkröfur ríkissjóðs í fyrir- tækið nema rúmum 70 miljónum. ^g- Kennarasambandið Játa hvorki né neita SamningafundurKl ogríkisins ídag. SvanhildurKaaber: Gethvorki játað né neitað því hvort við skrifum undir samning með ósamið við HÍK Eg er hvorki tilbúin til að neita þessu né játa, sagði Svanhild- ur Kaaber formaður Kennara- sambandsins þegar hún var spurð hvort hún væri tilbúin að skrifa undir samning þrátt fyrir að ósamið sé við HÍK, fengi hún við- unandi tilboð frá ríkinu á samn- ingafundi aðila sem haldinn verð- ur klukkan 11 í dag. „Okkar er að ná viðunandi samningum fyrir kennara í Kenn- arasambandi íslands. Að öðru leyti svara ég þessari spurningu ekki því ég er ekki tilbúin að svara henni, bætti Svanhildur við, en sagði það algera firru í fréttum DV í gær að KÍ hefði tekið að sér einhverskonar milli- göngu í deilu ríkisins og BHMR. Hins vegar staðfesti hún að KÍ- félagið á Reykjanesi hefði farið fram á fulltrúaráðsfund í fé- laginu, og verður hann haldinn um helgina eða rétt eftir helgi. Svanhildur sagði að farið hefði verið fram á að staðan í kjaramál- um yrði á dagskrá, en samkvæmt heimildum Þjóðviljans kemur óskin fram svo þrýsta megi á að sambandið leiti samninga. Fundurinn í dag er haldinn að beiðni samninganefndar ríkisins. Svanhildur neitaði því að samn- ingar lægju í raun tilbúnir á borð- inu, álit stjórnar og kjararáðs eftir síðasta samningafund sem haldinn var 28. aprfl hefði verið það að ekki væri grundvöllur til samninga og það hefði ekki breytst hingað til, enda engir fundir verið haldnir síðan. í dag mun Kennarasambandið standa að mótmælastöðu á Austurvelli og vill með því vekja athygli alþingismanna og al- mennings á þeirri kröfu sinni að neyðarástandi því sem ríkir í skólum landsins verði aflétt. „Það verður ekki gert nema gengið verði til samninga við þau félög sem nú eiga í kjaradeilum, samninga sem tryggja verulegar kjarabætur og vinnufrið í skólum,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu. phh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.