Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR íslendingarverðaörugglegatrylltirafánægjuogkauplöngunviðþessasmekklegu auglýsingu á Kringlunni. (Mynd: Jim) Þjóðarstolt Kókmenn tala tungum Nei, ben og dauð, skraver jeg int ekki islandsk, thi jeg vil vera danskurfrá hvirfill til ilja, fra bröst til botn og allt um kring, sagði Narfi í hérumbil tveggja alda gömlu leikriti Sigurðar Péturssonar Það er sennilega svipuð hugsun að baki flenniauglýsingu á langh- Evrópubandalagið Geta 54% haft Norræna húsið býður í kvöld til fundar með norska stærðfræð- ingnum Kristen Nygaard, for- manni Upplýsinganefndarinnar um Noreg og Evrópubandalagið. Nygaard kynnir þau samtök, sem einsetja sér gagnrýna af- stöðu til Evrópubandalagsins, og voru nýlega stofnuð af ýmsum einstaklingum með bakgrunn í slagnum gegn aðild Noregs 1972. Samtökin einbeita sér að upp- lýsingamiðlun um EB, áhrif hugsanlegrar aðildar að því og um áhrif af breytingum á Efta í átt að EB. Nýlega var að frum- kvæði norsku samtakanna stofn- uð norræn samstarfsnefnd um svipuð efni, og kynni fundurinn í kvöld að verða fyrsta skref að hérlendri þátttöku í því starfi. í nýlegri skoðanakönnun kom í ljós að 54% þeirra íslendinga sem afstöðu tóku sögðust’ hlynntir aðild íslands að EB, og má því ef til vill segja að funda- refni kvöldsins snúist um það hvort slíkur meirihluti kynni að vera á villigötum. _ lið Kringlunnar 4 frá Vífílfelli hf., þar sem kókframleiðandinn segir vegfarendum á enskri tungu að fátt slái við ropvatni verksmiðj- unnar. Þetta er eitt af því sem við vilj- um beita okkur gegn en við erum Engar formlegar samningavið- ræður áttu sér stað í gær milli BHMR og ríkisins en Þjóðviljinn hefur heimildir fyrir því að nú sé leitað leiða eftir pólitískum far- vegum til að leysa deiluna. Hafí fulltrúar BHMR, tengdir ríkis- stjórnarflokkunum, hitt einstaka ráðherra þar sem lagðar hafí ver- ið fram tillögur um lausn deilunn- ar. Þá gengu þeir Páll Halldórs- son formaður BHMR og Birgir Björn Sigurjónsson fram- kvæmdastjóri BHMR á fund Halldórs Asgrímssonar á Alþingi í gær, en Halldór gegnir embætti forsætisráðherra í fjarveru Stein- gríms Hermannssonar. Sam- þó ekki í neinu varðliðahlutverki, sagði Ólína Þorvarðardóttir þeg- ar auglýsingin var borin undir hana, en hún er í verkefnastjórn nýhafins málræktarátaks. Eg verð að láta svo að einfalt fólk hafi nokkurt álit fyrir mér, kvæmt heimildum Þjóðviljans munu þeir hafa afhent Halldóri kröfugerð BHMR óbreytta. Hall- dór vildi ekki tjá sig um fundinn í gær. Samkvæmt mati BHMR á til- boði ríkisins sem lagt var fram sem lokatilboð af þess hálfu, munu laun BHMR félaga hækka um 11,8% á tímabilinu fram til áramóta, en um 15,7% ef farið er fram til 1. júlí 1990. Svo dæmi séu tekin af nokkrum helstu atriðum tilboðs ríkisins segir í 1. grein að endurskoða skuli launakerfið með tilliti til menntunar, sér- hæfni og ábyrgðar og skuli breytingin taka gildi á þremur sagði Narfi, þá er eg haldinn lærður maður, höfðingi, kallast herra, veleðla, hávís, velæru- verðugur, hálærður, bæði vel- byrðugur og -borinheit. Þetta kallast praxus, og lands siður er lands æra. árum. „Árlega verði varið til þessa verkefnis upphæð er svarar til þess að minnst 2/3 hlutar fé- lagsmanna færist upp um einn launaflokk 1. júlí ár hvert.“ Þetta ákvæði er metið til 2% hækkun- ar. Þá er kveðið á um að skipa skuli sérstaka nefnd sem fylgist með kjaraþróun háskólamennt- aðra sérfræðinga og annarra starfsstétta á ýmsum sviðum vinnumarkaðarins. Það sem BHMR-fólk er ekki sátt við er að sérstaklega eru tilgreind ríkisfyr- irtæki og sameignarfyrirtæki sveitarfélaga og ríkis auk bank- astofnana í viðmiðuninni og telur BHMR að þar sé verið að miða Grálúðuvertíðin Aðeins svipur hjá sjón Jón Páll Halldórsson : Veiðarnar frjálsar ífyrra en kvótinúna. Pýðir allt að 50% aflaminnkun hjá vestfirskum togurum Grálúðuvertíðin fyrir Norður- landi er hafín fyrir alvöru og hef- ur afli togara verið þokkalegur, það sem af er. í ár var settur kvóti á veiðarnar og ekki leyfílegt að eiða nema 30 þusund tonn sem eru mikil viðbrigði frá því sem áður var Jægar veiðarnar voru frjálsar. A síðustu tveim árum hefur aflinn verið um 50 þúsund tonn ár hvert. Að sögn Jóns Páls Halldórs- sonar framkvæmdastjóra Norðurtangans hf. á ísafirði kemur grálúðukvótinn afar illa við togara þeirra Vestfirðinga. f fyrra var algengt að togararnir veiddu um 1000 tonn af grálúðu yfir árið en vegna kvótans hafa veiðiheimildir togaranna verið skertar um allt að 50% og munar um minna. Af þeim sökum reyna togararnir að treina sér kvótann með því að veiða aðrar fiskteg- undir í bland. Vegna kvótatak- markana hafa vinnslustöðvar fyrir vestan flakað grálúðuna meir en oft áður fyrir Bandaríkja- markað sem gefur meira í aðra hönd en að heilfrysta hana. En það er ekki aðeins að minni grálúðuafli hrelli sjómenn og vinnslustöðvar fyrir vestan og norðan. Mun minna hefur veiðst af steinbít núna en áður. Að- spurður um skýringar á þessum aflasamdrætti sagði Jón Páll þær vera af náttúrulegum forsendum í þá við háskólamenntaða menn í störfum ýmist hjá BSRB eða þá SÍB. Þetta þýði líka samanburð við þá sjálfa, sem þeir telja lítinn tilgang í. Það er um þetta atriði sem kannski harðast er deilt og BHMR vill fá alveg skýrt hvernig matið á að fara fram og hvernig á að nota það. Boðið er upp á nefnd til endur- skoðunar námsmats, en BHMR telur að alla tengingu vanti milli starfa og niðurstöðu nefndarinn- ar og svo hvernig eigi að færa hana inn í launataxtana. í tilboð- inu er gert ráð fyrir sérstökum rannsóknarsjóði sem fjármagna skuli með 2,5% af föstum launum og verði úthlutað úr honum til einstaklinga eða hópa samkvæmt reglum sem aðilar komi sér sam- an um. Á móti segir í tilboðinu að ýmis gildandi ákvæði svo sem um starfsmenntunarsjóð og auka- þóknanir falli niður. Gert er ráð fyrir að laun hækki 1. maí um 3,35% en talið er að tilboðið þýði nær 5,5% hækkun fyrir HÍK-félaga. Orlofsuppbót þann 1. júní upp á 6500 krónur er metin af BHMR upp á 0,75%, breytt prófaldurskerfi sem taki gildi 1. júlí er metið til 2,4% og ákvæði um endurskoðun á röðun starfsheita , sem svari til þess að annar hver starfsmaður hækki um launaflokka 1. september og 1. nóvember 1988 og 1. janúar og 1. maí 1990 er metið á 1,5% hver hækkun. Þá er gert ráð fyrir desember-uppbót hliðstæðri þeirri sem BSRB fékk og BHMR metur til 0,3%. .. Ölduselsskóli Sjálfstæðismenn á móti Daníel Fulltrúar kennara í Fræðsluráði bóka eindreginn stuðning við Daníel Gunnarsson. Frœðslustjóri og ráðherra eftir að fjalla um stöðuveitinguna Fræðsluráð Reykjavíkur tók í gær til afgreiðslu umsóknir þeirra er sótt höfðu um stöðu skólastjóra í Ölduselsskóla, en sem kunnugt er auglýsti Svavar Gestsson menntamálaráðherra stöðuna lausa til umsóknar. Umsækjendur voru þrír, þau Daníel Gunnarsson, skipaður yfirkennari Ölduselsskóla og nú- verandi skólastjóri Banka- skólans, Valgerður Selma Guðnadóttir, núverandi kennari í Fjölbrautaskóla Breiðholts og skipaður yfirkennari í Hóla- brekkuskóla og loks Auður Stella Þórðardóttir, kennari við Tjarn- arskóla. Meirihluti Sjálfstæðis- manna í Fræðsluráði greiddi Val- gerði Selmu atkvæði sín ásamt Kristínu Arnalds fyrrum fulltrúa Alþýðuflokksins og hlaut hún því fjögur atkvæði. Daníel Gunnars- son hlaut atkvæði Þorbjörns Broddasonar, fulltrúa Alþýðu- bandalagsins. Málinu er þó ekki þar með lok- ið því fræðslustjóri Áslaug Brynj- ólfsdóttir á eftir að gefa sína um- sögn og síðan fer málið til Svavars Gestssonar, menntamálaráð- herra sem veitir stöðuna. Á fundinum gerðu Sjálfstæðis- menn ásamt Kristínu Arnalds til- lögu um að Valgerður Selma yrði sett í stöðu skólastjóra frá 1. ág- úst til eins árs. Þorbjörn Broddason gerði hins vegar tillögu um Daníel Gunn- arsson. Þar segir m.a. að allir kennararnir hafi lokið fullgildu kennaranámi og hafi að baki langan og farsælan kennaraferil í grunnskólum. Daníel og Val- gerður hafi hins vegar gegnt stöð- um yfirkennara og því standi val- ið milli þeirra. „Reynir Daníel hefur það hins vegar fram yfír Valgerði Selmu að hann þrautþekkir Ölduselsskóla og nýtur slíkrar hylli fyrir störf sín þar að fágætt má telja. Tel ég því ekki koma til greina að hafna honum fyrst hann gefur kost á sér til starfans. Ég legg til að Reynir Daníel Gunnarsson verði ráðinn skólastjóri Ölduselsskóla," segir í tillögu Þorbjörns. Þá lögðu fulltrúar kennara í Fræðsluráði. þau Jóhannes Pét- ursson og Olöf Arngrímsdóttir, fram bókun þar sem eindregnum stuðningi er lýst við Daníel. phh sjónum fremur en ofveiði. - grh BHMR/ríkið Hliðarspor til sátta Leitað lausna eftir óformlegum leiðum. Tilboð ríkisinsþýðirló, 7% hœkkunfram til 1. júlí 1990 að mati BHMR. Tilboð ríkisins tíundað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.