Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Alþingi Allt í felum Pingmennfá ekki að vita um SÍS-skuldir og gámaútflutning rátt fyrir beiðni Alþingis um skýrslu frá Rfldsendurskoðun fá þingmenn ekki umbeðnar upp- lýsingar um skuldir SIS við Landsbankann og úthlutun utan- rfldsráðuneytis á gámaleyfum til einstakra útgerðarfyrirtækja. í SÍS-skuldamálum er borið við bankaleynd, en Guðmundur H. Garðarsson og 8 aðrir þing- menn óskuðu eftir skýrslu um tryggingar Landsbankans vegna skulda Sambandsins. Lands- bankinn telur sér heimilt að gefa umbeðnar upplýsingar en banka- eftirlitið segir að mat á trygging- um vegna viðskipta bankans við SÍS á sl. ári hafi ekki gefið tilefni til athugasemda af hálfu embætti- sins. ítrekuð beiðni Matthíasar Á. Mathiesen um fullnægjandi svör við fyrirspurn varðandi úthlutun gámasöluleyfa til einstakra fyrir- tækja bar heldur ekki árangur. í bréfi utanríkisráðuneytis til for- seta Alþingis segir að viðskipti einstakra fyrirtækja flokkist undir trúnaðarmál og því sé ráðu- neytinu óheimilt að sundurgreina nákvæmlega hvaða aðilar hafi sótt um leyfi fyrir útflutningi á ísfiski, hvenær og hversu mörg- um gámum þeim hafi verið út- hlutað vikulega frá áramótum. Vitnar ráðuneyutið í lög um út- flutningsleyfi en þar sé hvergi getið um upplýsingaskyldu ráðu- neytisins. Þingmenn verða því að sætta sig við þessi svör frá fram- kvæmdavaldinu, eða hvað? -lg- Vatn á myllu skattsvika Þingmenn vilja afnemaforgang skattheimtumanna við gjaldþrotjyrirtœkja enfjármálaráðherra segir að samþykkt þess myndi þyngja baráttuna gegn skatt- svikum Átta þingmenn neðri deildar alþingis, þar á meðal Ragnar Arnalds, hafa flutt frumvarp til laga þess efnis að ríkissjóður missi forgangsrétt sinn vegna skattkrafna í þrotabú. Málið ný- tur fulltingis allra fulltrúa fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar en Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra bið- ur menn gjalda varhuga við frumvarpinu þar eð nýmælin myndu ýta undir skattsvik og mis- notkun almannafjár. Flugleiðir Aldís lieima Aldls, hin nýja breiðþota Flug- leiða, flýgur hvergi í dag vegna vinnudeilu flugmanna við félagið, en í gær slitnaði uppúr samninga- viðræðum vegna nýju vélanna. Aðrar vélar Flugleiða en Aldís eru í fullum gangi. Að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flugleiða settu flugmenn fram kröfu um 7% hækkun vegna nýjunganna og átti hún að ganga jafnt til allra. Um launaliði almennra samninga er hinsvegar ekki byrjað að ræða, segir Einar, en þeir eru lausir 15. maí. Aldís átti að fara til Ósló og Gautaborgar í morgun og ætlaði félagið að reyna að koma farþeg- nm áleiðis með öðrum hætti. Frumvarpið kom til annarrar umræðu í gær og greindi fram- sögumaður nefndarinnar, Árni Gunnarsson, frá því að enginn nefndarmanna hefði séð meinbugi á því og mæltu þeir allir með samþykkt þess. En þeir fjármálaráðherra og formaður fjárveitingarnefndar, Sighvatur Björgvinsson, voru öldungis á öðru máli. Sagði ráð- herra það kunnara en frá þyrfti að segja að sum fyrirtæki hefðu leikið þann ljóta leik að taka skattfé starfsmanna sinna eða viðskiptavina ófrjálsri hendi og leggja það í reksturinn. Ef ríkis- sjóður ætti ekki forgangskröfu í þrotabú slíkra fyrirtækja glatað- ist þetta fé. Ráðherra gagnrýndi þá megin- hugsun í frumvarpinu að leggja almannafé í vörslu fýrirtækja að jöfnu við annað rekstrarfé þeirra. Þetta væri kórvilla, skattar væru gjöld almennings í ríkissjóð og því jafnaðist misnotkun þess í rekstri á við gripdeildir. Óg ný- mæli áttmenninga yrði klárlega þrándur í götu baráttunnar gegn skattsvikum. Sighvatur tók í sama streng en Friðrik Sophusson mælti í mót. Þetta væri jafnréttismál sem stemma myndi stigu við því að einstaklingar gengju slyppir og snauðir frá skiptarétti vegna heimtufrekju ríkisins. ks Prentvélar Engar blindrabækur Þessa mánuði eru engar bækur gefnar út á blindraletri, vegna bil- unar einu prentvélarinnar sem sérhönnuð er fyrir slíka prentun. Prentvélin hefur nú verið biluð í hálft ár og hefur ekkert verið prentað á þeim tíma. Barnablað- ið Æskan hefur verið gefið út reglulega á blindraletri en frá ára- mótum hefur sú útgáfa legið niðri. Mikill hluti bóka fyrir blindradeild Álftamýrarskóla er sömuleiðis prentaður í Blindra- bókasafninu. Safnið hefur staðið í stappi við framleiðendur prentvélarinnar í Bandaríkjunum vegna rang- legrar afgreiðslu varahluta. Blindrabókasafnið fór fram á að fá að senda prentvélina til við- gerðar í Bandaríkjunum en kostnaður var svo gífurlegur að það var ógerlegt. Leitað var til menntamála- ráðuneytisins vegna þessa máls en því ekki sinnt þar þannig að haft var samband við verslunar- fulltrúa bandaríska sendiráðsins og fyrir hans tilstilli náðust samn- ingar um viðgerð í Ameríku. Tal- ið er að um verksmiðjugalla hafi verið að ræða. eb Það er bæði gagn og gaman að hafa á Alþingi. Alþingi Mörgu ólokið Samkvæmt starfsáætlun al- þingis stóð til að slíta þingi laugardag í fyrri viku. Þegar lýð- um varð ljóst að af því gæti ekki orðið var ákveðið að slíta þingi á laugardag í þessari viku. En fljótt kom á daginn að þá yrði ekki búið að afgreiða ýms merkismál og því ákváðu þingforsetar og formenn þingflokka í gær að hnika loka- degi alþingis enn fram um viku. Þingslit eiga sem sé að verða laugardaginn 20. maí. Það var ekki fyrr en í gær að formlegir listar óskamála ríkis- stjórnar og stjórnarandstöðu voru lagðir fyrir forseta þingsins. Að sögn Guðrúnar Helgadóttur, forseta sameinaðs þings, eru flest forgangsmála ríkisstjórnarinnar komin á góðan rekspöl í þinginu og mörg í þann mund að verða að lögum. Svo sé til að mynda um frum- varp til laga um verkaskiptingu ríkis- og sveitarfélaga, tekjust- ofna sveitarfélaga, þjóðminjalög og lög um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga. Húsbréfamálið þjóðkunna er að þokast uppí efri deild og „band- ormurinn“ (lagabreytingar vegna nýgerðra kjarasamninga) er á góðu skriði um þingsali. Ennfremur má nefna vaxtalög en þar eð deildir komu sér ekki saman um endanlega útgáfu þeirra fara þau til lokaafgreiðslu í sameinuðu þingi. Síðan en ekki síst geymir forgangslisti ríkis- stjórnarinnar frumvarp til laga um umhverfismál en hryggjars- tykki þess eru ákvæði um stofnun umhverfisráðuneytis á hausti komanda. Auk þeirra lagafrumvarpa sem enn á eftir að reka smiðshöggið á eru ýms mál önnur á döfinni, sum umfangsmikil og tímafrek, önnur ekki. Þar má nefna fjölda fyrir- spurna þingmanna til ráðherra, umræður utan dagskrár í dag um Siglómálið (sjá annars staðar í blaðinu) og ýmsar merkar þing- sályktunartillögur. Þeirra á meðal um heimild til handa forsetum alþingis að ganga til samninga um kaup á Hótel Borg og um deilur ísraelsmanna og Palestínumanna þar sem ma. eru fordæmd síendurtekin mannréttindabrot ísraelsstjórnar gagnvart Palestínumönnum og farið þess á leit við alþingi að það feli ríkisstjórninni að viðurkenna Frelsissamtök Palestínumanna í BRENNIDEPLI og ríkisstjórn Þjóðarráðs þeirra. Bæði eru þessi mál tilkomin að frumkvæði Alþýðubandalags- manna, Guðrúnar Helgadóttur hið fyrra og Hjörleifs Guttorms- sonar hið síðara, sem leggja og mikla áherslu á að þau verði af- greidd áður en þingmenn halda hver til síns heima. Þversummálin tvö Þótt frumvarpið um stofnun umhverfisráðuneytis sé lagt fram af Steingrími Hermannssyni for- sætisráðherra og formanni Fram- sóknarflokksins eru það Alþýðu- bandalagsmenn sem leggja höfu- ðáherslu á að það verði að lögum fyrir þingslit. Það er hinsvegar öldungis óvíst að svo verði vegna andstöðu í röðum flokksbræðra forsætisráðherra. Strax við fyrstu umræðu kom í ljós að ýmsir bænda og bænda- vina í röðum stjórnarliða hygðust A ndspyrnuhreyfing Framsóknarmanna færir út kvíarnar draga fæturna við afgreiðslu frumvarpsins. Og Þjóðviljinn hefur fyrir því heimildir að ands- pymuhreyfingunni hafi vaxið svo ásmegin í röðum þingflokks Framsóknarmanna að óvíst sé að hann greiði götu málsins. Nefna menn andstöðu Búnaðarþings sem höfuðorsök þessa en oddvi- tum bænda sé mjög í mun að hindra flutning landgræðslu- og gróðurræktarmála úr landbúnað- arráðuneyti í umhverfisráðuneyti einsog kveðið er á um í frumvarp- inu. Þessi drög að lagabálki um skikkanlega stjórn umhverfis- mála og ráðuneyti þeirra hefur nú legið í allsherjarnefnd neðri deildar í bráðum mánuð. Hermt er að andstæðingar málsins hafi reynt að drepa því á dreif með því að Ieita umsagnar 40 (!) aðilja sem borist hafi hægt og seint, ma. vegna verkfalls háskólam- enntaðra ríkisstarfsmanna. Óvíst er hvort það kemur til annarrar umræðu í neðri deild fyrir vikul- okin. Á húsbréfamálinu virðast vera óteljandi ágreiningsfletir og ekki sér fyrir endann á þeim ósköpum þótt frumvarpið sé nú loksins að mjakast uppí efri deild. Við aðra umræðu málsins héldu ýmsir Framsóknarmanna áfram skæru- hernaði sínum, Alþýðubanda- lagsmenn ítrekuðu skilyrði sín um að tryggt verði að vextir af húsnæðislánum verði aldrei hærri en 4,5% og Kvennalistinn kom á óvart með því að leggja Sjálfs- tæðismönnum lið og tryggja sam- þykkt tillögu um að stóreigna- menn eigi jafnan rétt á húsnæðis- stjórnarláni og sauðsvartur alm- úginn. En hvað um það, húsbréfin eru loksins uppí efri deild. Hvaða meðferð þau fá þar veit himnaf- aðirinn einn en ónefndur viðmæl- andi Þjóðviljans hefur fyrir satt að Júlíus Sólnes vilji hálfan mán- uð í málið. Hið minnsta! ks Flmmtudagur 11. maí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.