Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 6
VIPHORF Fríkirkj usöfnuðurinn í Reykjavík Auglýsing um prestskosningu Kjörstjórn vegna prestskosninga í Fríkirkjusöfn- uðinum í Reykjavík, kosin á aðalfundi 15. apríl s.l., hefur ákveðið skv. 22. gr. laga safnaðarins, að prestskosningar fari fram dagana 3. og 4. júní 1989. Kosið verður í safnaðarheimilinu að Laufásvegi 13 (Betaníu). Umsækjandi er einn, séra Cecil Haraldsson. Kjörskrá liggur frammi í safnaðarheimilinu frá og með 11. maí n.k. hvern þriðjudag og fimmtudag kl. 17 - 18. Upplýsingar eru gefnar í síma 27270 á sama tíma. Kærur skulu hafa borist kjörstjórn eigi síðar en kl. 18, fimmtudaginn 1. júní n.k. Kosningarétt hafa, skv. 17. gr. safnaðarlag- anna ...„þeir safnaðarmenn, sem náð hafa 16 ára aldri og greitt lögboðin gjöld safnaðarins, enda séu þeir ekki skráðir meðlimir í öðrum söfnuðum." Athygli skal vakin á því, að kjörskrá miðast við trúfélagsaðild skv. þjóðskrá 1. desember næst- an á undan kjördegi. Reykjavík, 8. maí 1989 f.h. kjörstjórnar Ragnar Tómasson, form. Auglýsið í Þjóðviljanum A Sýning á hugmyndum um skipulag í Fífuhvammslandi í dag, fimmtudaginn 11. maí kl. 17.00, verður opnuð sýning í íþróttahúsinu Digranesi, Kópa- vogi á hugmyndum um skipulag í Fífuhvamms- landi. Sýningin verður opin til 21. maí, allla virka daga frá kl. 17-21 og um helgar frá kl. 14-18. Bæjarstjórinn í Kópavogi Aðalfundur Steinullar- verksmiðjunnar hf. verður haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki 16. maí nk. kl. 17.30. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins liggja frammi á skrifstofu verksmiðjunnar á Sauðár- króki. Stjórn Steinulfarverksmiðjunnar hf. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við fráfall og jarðarför mannsins míns og föður okkar Jóns Hjálmarssonar skósmiðs Hverfisgötu 15, Siglufirði Guð blessi ykkur öll. Sigríður Albertsdóttir Hjálmar Jónsson Magnús Jónsson Awacs-ratsjárvél á Keflavíkurflugvelli. Hugsanlegur varaflugvöllur í hernaðartilgangi mundi ekki síst vera nýttur af þeim vélum. Gegnirhernaðarlegu hlutverki Utanríkisráðuneytið segir að aðalritari Nató hafi staðfest í bréfi „að varaflugvöllur kostaður af Atlantshafsbandalaginu myndi ekki gegna neinu hernaðarhlut- verki á friðartímum.“ Fyrir það fyrsta er hér alls ekki haft rétt eftir aðalritaranum og í öðru lagi stangast þessi fullyrðing alger- lega á við yfirlýsingu SACLANT og reyndar líka það sem Þor- steinn Ingólfsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofunnar, sagði í viðtali við Nýtt helgarblað 10. mars sl. Þessi staðhæfing ráðuneytisins er dæmigerð fyrir það sem á er- lendum málum hefur verið nefnt „disinformation“, þ.e. vísvitandi rangfærsla gerð í því skyni að hafa áhrif á skoðanir almennings. Utanríkisráðherra hefur reyndar gengið feti lengra en þetta; hann hefur fullyrt að varaflugvöllurinn yrði alls ekki hernaðarmann- virki! Ef þetta væri rétt þá kæmi honum og ráðuneyti hans þetta mál ekkert við, eins og áður hefur verið bent á í Þjóðviljanum, hann væri með afskiptum sínum að ganga freklega inn á valdsvið samgönguráðherra. En Manfred Wörner, aðalrit- ari Nató, hefur aldrei sagt að var- aflugvöllurinn „myndi ekki gegna neinu hernaðarhlutverki á friðartímum." Orð hans voru: „will have no militarv capability in peacetime." Það þarf ekki mikla enskukunnáttu til að sjá að utanríkisráðuneytið hefur rang- túlkað orð aðalritarans. Hann segir aðeins að flugvöllurinn muni að öllu jöfnu ekki hafa neina hernaðargetu á friðartím- um. Það er ekki þar með sagt að hann eigi ekki að gegna neinu hernaðarhlutverki. Þorsteinn Ingólfsson sagði að skýringin á ósk Bandaríkjahers um varaflugvöll væri „fyrst og fremst öryggishagsmunir, þ.e.a.s. að sérstaklega rekstur þessarar orrustuflugsveitar, sem staðsett er á Keflavíkurflugvelli, uppfyllir ekki þá staðla sem al- mennt eru settir um öryggismál." Er þetta ekki hernaðarhlutverk? í yfirlýsingu Atlantshafsher- stjórnar Nató segir á frummá- linu: „The NATO Alternate Airfield will be used as extra re- vert airfield for aircraft, which could not use the airport at Kefla- vik or Reykjavik because of bad weather.“ Síðan er vísað í orð Wörners og sagt: „However dur- ing peacetime there will be no military personnel stationed at the airfield and no storage of we- apons.“ Þetta þýðir að flugvöllurinn verður varaflugvöllur herflugvéla Natóríkjanna sem þær geta snúið til sökum veðurs eða annarra erf- iðra aðstæðna. Ekkert herlið myndi hafa fast aðsetur á flug- vellinum á friðartímum og á þeim tíma yrðu heldur ekki nein vopn geymd þar. Þetta segir ekki að flugvöllurinn gegni ekki hernað- arlegu hlutverki á friðartímum heldur öðru nær. Herflugvélar myndu hafa þar viðdvöl hvenær sem „aðstæður“ krefðust þess, jafnvel flugvélar sem beitt geta kjarnavopnum. Herflugvélar myndu stunda regl- ubundnar heræfingar frá þessum flugvelli. Og sveitir úr 187. her- deild bandaríska landhersins myndu að sjálfsögðu þurfa að kynna sér aðstæður og æfa varnir flugvallarins. Að öðrum kosti yrði aldrei tekið í mál að kosta þetta mannvirki úr sameigin- legum mannvirkjasjóði Natóríkj- anna. í þessu sambandi má geta þess að hvorki Orion kafbátaleitar- flugvélarnar né AWACS-ratsjár- vélarnar hafa fast aðsetur („stati- oned“) á Keflavíkurflugvelli. Þær hafa þar aðeins nokkurra mán- aða viðdvöl í senn. Varaflugvöllur Nató Scott Wilson, blaðafulltrúi Bandaríkjahers, var sérstaklega spurður að því hvort hann teldi að evrópsk aðildarríki mann- virkjasjóðs Nató væru reiðubúin til að taka þátt í kostnaði við að gera borgaralegan flugvöll á ís- landi. Hann vék sér af eðlilegum ástæðum hjá því að svara þessari spurningu, sagðist aðeins geta sagt að nafn flugvallarins yrði „NATO Alternate Airfield". Þetta þýðir ósköp einfaldlega að hér er um mannvirki að ræða sem hefur hernaðarlegu hlutverki að gegna bæði á friðar- og stríðstím- um. Hann svaraði því líka játandi þegar spurt var hvort flugvöllur- inn væri hernaðarmannvirki sam- kvæmt skilgreiningu. Hér hefur það verið hrakið með gildum rökum að „upplýs- ingar“ utanríkisráðuneytisins eru á engan hátt samhljóða yfirlýs- ingu þeirri sem Atlantshafsher- stjórn Nató gaf Þjóðviljanum og birt var 5. apríl. Það sem meira er, þessar upplýsingar ráðuneyt- isins bera það með sér að vera í meginatriðum rangar. Það er eftirtektarvert að ráðu- neytið nefnir ekki ýmsar þær upplýsingar sem utanríkisráð- herra hefur haldið mjög á lofti. Hann hefur t.d. verið ólatur við að nefna kostnaðartölur, allt frá 11 miljörðum og upp í 15 milj- arða íslenskra króna. Bæði Þor- steinn Ingólfsson og yfirlýsing SACLANT staðfesta að þessar tölur eru hugarburður ráðherr- ans. í bréfi utanríkisráðuneytisins til Þjóðviljans sem fylgdi athuga- semdum þeim sem hér hafa verið til umfjöllunar segir að rangfærsl- ur og mistúlkanir komi engum málstað til góða. Ég tek heils. hugar undir þessi orð. Þar eð ég veit að starfsmenn upplýsinga- og fjölmiðladeildar utanríkisráðu- neytisins eru vandir að virðingu sinni og vilja hafa það heldur er sannara reynist þá kem ég á fram- færi þeirri ósk að ráðuneytið dreifi eftirfarandi staðreyndum til fjölmiðla: Nokkrar staðreyndir a) Svokallaður mannvirkja- sjóður Nató er ekki formleg stofnun sem tekur ákvarðanir um fjárveitingu, hvað þá að hann taki að sér að framkvæma for- könnun eins og lagt er til í þings- ályktunartillögu Sjálfstæðis- flokksins. Hann er staðfesting Varnaráætlunarnefndar Nató á því að aðildarríkin ætli hvert í sínu lagi að greiða visst hlutfall af kostnaði við tiltekið hernaðarm- annvirki sem reist er í þágu sam- eiginlegra varna bandalagsins. b) Sjóðurinn greiðir aðeins kostnað við það sem teljast vera „lágmarkshernaðarþarfir" Nató. Annar kostnaður við gerð mannvirkisins skiptist milli notk- unarríkis („user nation") og við- tökuríkis („host nation“). Sjóð- urinn greiðir ekki neinar borg- aralegar framkvæmdir vegna al- menns farþegaflugs. c) ísland á ekki aðild að mannvirkjasjóði Nató. íslensk stjórnvöld geta því ekki átt frum- kvæði að því að sjóðurinn veiti fé til mannvirkjagerðar hér á landi. Þar af leiðir að þau geta ekki, jafnvel þótt þau vildu, leitað samninga við Nató um gerð al- þjóðlegs varaflugvallar í Aðaldal eins og farið er fram á í undir- skriftarsöfnun sem nú fer fram í Þingeyjarsýslu. d) Bandaríkin eru bæði notkunarríki og viðtökuríki að því er varðar hernaðarfram- kvæmdir á íslandi og þau annast alla samningagerð við Nató um hugsanlegan þátt bandalagsins í kostnaði við mannvirkjagerð hér á landi. Hlutverk íslenskra stjórnvalda er að verða við eða hafna óskum bandarískra hern- aðaryfirvalda. e) Atlantshafsbandalagið hefur enn sem komið er hvorki samþykkt að kosta forkönnun né gerð varaflugvallar. Herstjórn Nató á Atlantshafi væntir þess hins vegar að svo verði gert að hluta ef ekki að öllu leyti. Engin kostnaðaráætlun liggur enn fyrir. Málið er á algeru frumstigi. f) Varaflugvöllur Nató, NATO Alternate Airfield, á norðanverðu íslandi yrði hernað- armannvirki jafnt í friði sem ófriði og ástæðan fyrir gerð hans tengist með engu móti hugmynd- um um varaflugvöll fyrir almennt millilandaflug. g) í málefnasamningi núver- andi ríkisstjórnar er kveðið á um frystingu hernaðarframkvæmda hér á landi. Forkönnun á gerð varaflugvallar Nató er hluti slíkra framkvæmda og getur því engan veginn samræmst stjórnarsátt- málanum. Vigfús Geirdal 6 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 11. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.