Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 8
BILAR Nú er kominn sá árstími þegar hjólin eru tekin úr geymslunum eftir veturinn og þá er viðbúið að meira verði vart við unga sem aldna hjól- reiðamenn í umferðinni. Af því tilefni er vert að brýna fyrir ökumönnum jafnt sem þeim hjólandi að gæta fyllsta ör- yggis í umferðinni. Þó að sól sé komin hátt á loft er fyllsta ástæða til að minna ökumenn á notkun Ijósabúnaðar bif- reiða svo ekki sé talað um notkun öryggisbelta sem hafa fyrir löngu sannað gildi sitt. Skynsamir nota öryggistækin Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðalvarðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík hefur ekki orðið vart við það meðal ökumanna í borginni að þeir hafi slakað á notkun öryggisbelta. Þó kom það fram í skoðanakönnun sem Umferðarráð efndi til ekki alls fyrir Iöngu að á einstaka stöð- um úti á landi hefðu ökumenn Hin árlega hjólaskoðun lögregl- unnar í samvinnu við skólana hefst á næstunni og væntir lög- reglan þess að sem flestir mæti þá með hjólin sín í skoðun. ökutækja í íbúðahverfum, en því meira á aðalumferðargötunum. Aðspurður um þetta atriði sagð- ist Ómar Smári vera sammála því að of lítið væri um hraðamælingar í íbúðahverfum og full ástæða fyrir íbúa að vekja athygli á þessu. Ómar sagði að lögreglan væri það liðfá að hún gæti einung- is hraðamælt þar sem alvarleg- ustu umferðarslysin yrðu alla jafna en engu að síður væri full nauðsyn á að efla þær í íbúða- hverfunum. Flýttu þér hægt Að undanförnu hefur þess gætt í meira mæli en áður að ökumenn virði ekki þær hraðatakmarkanir Aldrei of varlega farið Lögreglan: Ökumenn gœtið að hjólandi í umferðinni. Hœgt að hjóla úr efra Breiðholti niður í miðbæ á göngustígum °ggangstéttum. Lögreglan of liðfá til að geta sinnt hraðamælingum í íbúðahverfum slegið slöku við í notkun þeirra. Samkvæmt umferðarlögunum er heimilt að sekta þá ökumenn sem ekki nota öryggisbelti. Aðspurð- ur hvort lögreglan hefði gert mikið af því að sekta þá sem til þess hafa unnið, sagði Ómar Smári að þeir hefðu ekki gert neina rassíu í þeim efnum og venjulega látið nægja að leysa málið í bróðerni og benda þá við- komandi ökumanni á þá hættu sem því getur verið samfara að sitja undir stýri án öryggisbeltis. Ómar Smári sagði að allt skyn- samt fólk notfærði sér þessa ör- yggisþætti en hinu væri ekki að neita að enn væru það alltaf ein- hverjir sem enn trössuðu notkun beltanna þrátt fyrir hættu á að verða stöðvaðir af lögreglu og sektaðir. Á hjóli úr Breið- holti í miðbæinn Fyrir þá sem ekki hafa vitað getur hjólreiðamaður hjólað á gangstígum og gangstéttum úr efra Breiðholti og niður í miðbæ án þess að þurfa nokkurn tíma að hjóla á götunni. Á þetta er minnst hér og nú vegna þess að hjólreiðamenn eru sífellt að verða meir áberandi í umferð- inni. Þá vill lögreglan sérstaklega brýna fyrir foreldrum barna og unglinga að öryggistæki hjólanna séu í lagi og þau noti létta öryggis- hjálma. Á næstunni fer fram hin árlega hjólaskoðun lögreglunnar sem gerð er í samvinnu hennar við skólanna og mælist lögreglan til þess að sem flest börn mæti með hjólin sín í þá skoðun. Þrátt fyrir öll varnaðarorðin af hálfu þeirra aðila sem vinna að bættri umferðarmenningu er það fyrst og fremst á valdi foreldranna að sjá um að börnin gæti fyllsta ör- yggis í umferðinni. Það er nefni- lega of seint að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið ofaní. Hraðamælingar í íbúðahverfum Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum hversu lögreglan virðist gera Iítið af því að mæla hraða sem eru í gildi á götum borgarinn- ar og kitli pinnann meira en leyfi- legt er. Það hefur leitt til þess að sífellt fleiri eru teknir fyrir of hraðan akstur. Það þarf ekki að fjölyrða mikið um þær hættur sem samfara eru of miklum hraða. Á það hefur verið bent að betra sé að komast á leiðarenda þótt hægt miði í stað þess að lenda á Slysavarðstofunni. Að lokum skal á það minnt á nýbyrj- uðu bjórári að bjór er líka áfengi en ekki svaladrykkur. - -grh SUMARTILBOÐ Á ÁRGERÐ 1989 Við seljum örfáa Citroén AX, árgerð 1989, á tilboðsverði í nokkra daga. Allt að 72 þúsund króna afsláttur. Citroén AX hefur slegið í gegn í Evrópu enda er hann Hikaðu ekki, tryggðu þér splunkunýjan Citroén AX á einstaklega sprækur en sparneytinn fjölskyldubíll. tilboðsverði, frá Skoðanakönnun Hagvangs sýnir að íslenskir kaupendur (93% aðspurðra) kunna svo sannarlega að meta AX-inn sinn. Citroén AX fæst þriggja og fimm dyra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.