Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 9
BILAR Vegaeftirlitið „Vonum að hann fari að vora“ Nýliðinn vetur er sá erfið- asti sem komið hefur á seinni árum og víða úti á landi muna menn ekki annað eins tíðarfar og hefur verið. Þó langt sé lið- ið á sumarið samkvæmt al- manakinu er langt í frá að þess sé farið að gæta á lands- byggðinni og í vikunni var ma. skafrenningur á Hellisheiði og Holtavörðuheiði. Þessi ótíð í vetur hefur ekki farið framhjá starfsmönnum Vegagerðar- innar enda hefur mikið mætt á þeim við snjóruðning og hefur kostnaður við hann farið langt umfram þá fjárveitingu sem til hans var ætlað. í apríl nam kostnaður við snjóruðning 370 miljónum króna sem er 50 miljónum umfram fjár- veitingu og ekki enn séð fyrir endann á því dæmi. Aðeins í marsmánuði einum nam kostnaðurinn við snjómokstur hvorki meira né minna en 126 miljónum króna. Til saman- burðar nam kostnaður við snjómokstur allt síðasta ár að- eins 260 miljónum króna. Aurbleyta á vegum Að sögn Sigurðar Haukssonar starfsmanns vegaeftirlitsins hjá Vegagerð ríkisins hafa vegir með bundnu slitlagi komið illa undan snjónum í vetur en malarvegirnir betur. Því má búast við að mikið verði að gera hjá starfsmönnum Vegagerðarinnar við endurbætur á vegum landsins í sumar. Þó ríkir nokkur óvissa um hvort sú auka- fjárveiting sem heimiluð var í snjómokstur komi til frádráttar á því sem ákveðið var að færi til viðhalds og endurbóta á þjóðveg- akerfi landsins í sumar. Að sögn Sigurðar hefur nefnd aukafjár- veiting ekki enn skilað sér í hús J hjá Vegagerðinni og hefur um skeið verið mokað út á reikning. Þegar snjóalög eru jafn mikil og verið hafa í vetur kemur það engum á óvart þó farið sé að gæta aurbleytu og þungatakmarkana úti á þjóðvegunum. Nú þegar er hennar farið að gæta í Árnes- og Rangárvallasýslu, uppsveitum Borgarfjarðar, ísafjarðardjúpi, Norðurlandi og á Áustfjörðum með tilheyrandi þungatakmörk- unum á öxulþunga bifreiða. Að vfsu eru takmarkanir á öxu- lþunga á þjóðvegunum allt árið, en þegar aurbleyta er í þeim mæli sem hún er alla jafna á vorin og snemma sumars miðast þungat- akmarkanir við 5 og 7 tonna öxu- lþunga. Þeir sem átt hafa leið um þjóð- vegi landsins á vorin hafa flestir lent í því að aka fram á illa farna vegi vegna aurbleytu. Sérstak- iega er þetta hvimleitt eftir að stórir og þungir bílar hafa ekki virt þungatakmarkanir og afleið- ingin er djúp og forug hjólför sem þeir einir komast yfir en hinn venjulegi fólksbíll ekki. Samkvæmt umferðarlögunum eru sektir við brotum á þungatak- mörkunum, og aðspurður um löghlýðni ökumanna sagði Sig- urður að upp til hópa virtu þeir takmarkanirnar þó alltaf mætti finna undantekningu þar á. Þess- ar takmarkanir brenna fyrst og fremst á bílstjórum vöruflutning- abifreiða sem eru hinir einu og sönnu riddarar þjóðveganna. Fyrir þá getur takmörkun á öxu- lþunga verið hið versta mál þegar ljóst er að þeir verða að hætta við að taka vöru sem þeir hafa lofað að taka til flutnings. Við því er nánast ekkert annað hægt að gera en að taka hana með í næstu ferð. Hálendisvegir undir snjó Að sögn Sigurðar er mun meiri snjór á hálendisvegum en verið hehir lengi og má því fastlega bú- ast við að þeir opni seinna en oft áður fyrir almennri umferð. Þó sumarið sé komið hér á höfuð- borgarsvæðinu og vafalaust kom- inn sumarhugur í fjallaökumenn verða þeir að bíða um sinn að minnsta kosti eftir fyrstu ferðinni um hálendið. Venjulega hafa þessir vegir verið opnaðir fyrir umferð í seinni hluta júnímánað- ar eða í byrjun júlí. Á næstunni munu starfsmenn Vegaeftirlitsins fara í hið árlega vorkönnunarflug yfir hálendið til að kanna aðstæð- ur og að því loknu munu línur skýrast í þessum málum. Þangað til verða áhugamenn um hálend- isferðir að bíða rólegir þó tún séu farin að grænka á láglendi við Faxaflóann. Miklð álag á menn og tæki Að sögn Sigurðar Haukssonar er mjög erfitt að segja nokkuð um það hvenær snjómokstri lýk- ur í sumar en þó er ljóst að starfs- menn Vegagerðarinnar eiga enn mikið starf framundan í þeim efn- um. Enn eru mikil snjóalög á veg- um fyrir vestan, norðan og einnig fyrir sunnan en einna best hefur ástandið verið á Austfjörðum. Sigurður sagði að tíðarfarið á næstunni réði alfarið því hvernig starfsemi Vegagerðarinnar yrði háttað. Vegna verkfalls Félags náttúrufræðinga eru engar veður- spár gerðar og ekki hægt að sjá fyrir hvernig tíðin verður né held- ur að gera einhverjar marktækar áætlanir fram í tímann. Aðspurður hvort álagið hafi ekki verið mikið bæði hjá starfs- mönnum Vegagerðariiinar sem og á tækjum hennar, sagði Sig- urður svo hafa verið og á tímabili í vetur hafi mannskapurinn verið orðinn æði þreyttur á snjó- mokstrinum og þó sérstaklega á þessari óvenjuerfiðu tíð sem var í vetur. Þá var nánast samfelldur óveðurskafli í febrúarr og mars. Ennfremur hefði þessi óhemj- usnjór haft í för með sér mikið álag á tæki Vegagerðarinnar sem þurfa að vera til taks þegar á þarf að halda. - Við skulum bara vona að hann fari að vora fyrir alvöru svo þessu fari bráðum að ljúka. Það eru allir orðnir langþreyttir á þessum vetri sem virðist ekki ætla að hopa fyrir en í fulla hnefana. En hvernig sem allt fer gerum við Bílaumboðið hf BMW einkaumboö á islandi Krókhálsi 1, Reykjavik, sími 6Ó6633 Nýliðinn vetur var einna snjóléttastur á Austfjörðum miðað við aðra landshluta og var þessi mynd tekin í vetur þegar verið var að ryðja snjó af veginum við Oddsskarðsgöng. Mynd: hb. okkar besta til að halda þjóðveg- unum opnum því það er jú okkar starf. Síðan er það spurning hversu mikið fjármagn við fáum til þess. Fyrir hinar dreifðu byggðir landsins eru góðar sam- göngur mál málanna og mjög brýnt að hægt verði að tryggja að svo verði von bráðar," sagði Sig- urður Hauksson vegaeftirlits- maður hjá Vegagerð ríkisins. -grh dj ! ! v ' a/ a ■S.'" :o \> & V/i'/ ,, 0 y/cll clt Ul lísmarshöfðo 1 Sunai 36510 ou (33744 NÝJA SKIPTITILBOÐID AUÐVELDAR ÞÉR AÐ EIGNAST NÝJANBMW ÁGÓDUM KJÖRUM. HOLTADEKK Holtadekk við hliðina á BP og Shell á Langatanga, Mosfellsbæ. Erum með opið alla daga frá kl. 8 og fram á kvöld. Á meðan eitthvað er að gerast í sumardekkjatraffíkinni lokum við aldrei á kúnna. Holtadekk Sími 666401 <S,Cpbf-« TELEFAXTÆKI FYRIR FARSÍMA í bílinn jafnt sem bátinn. Hentug tæki t.d. fyrir lækna, sölumenn, lögreglu og aðra sem þurfa að reiða sig á örugg samskipti hvar sem þeir eru staddir. COBRA telefaxtækin fyrir farsíma eru sam- þykkt af Pósti og síma. Þau eru fyrir 12,110 og 220 volt. Verð aðeins 67.900 krónur. hólŒ BOLHOLTI 4 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 03 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.