Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 13
__________VIÐHORF___________ Hvað dvelur Jóhannes? Bjarni Hannesson skrifar 1970 1975 ' 1980 1985 1990 1994 Þegar orðið tjón af verðrýrnun dollars og þar með greiðslna frá fsal fyrir raforku, er allt að l.milljarður og ef samningi verður ekki sagt upp,er líklegt tjón til næstu mögulegu upp- sagnar, allt að 3 milljörðum kr. miðað við samning 1984. Verðrýrnun greiðslna frá ÍSAL □ Greitt verð US mills mkrpr.ár UBfl 1985 1986 1987 1988 570 1989 607 1990 645 1991 684 1992 724 1993 766 1994 Nú líður óðum að þeim degi er leyfir fyrstu mögulegu uppsögn álsamningsins frá 1984 við Alusuisse-ísal um raforkuverð og sætir það furðu, að ekki skuli nú þegar verið farið að vinna að upp- sögn raforkuverðsákvæða þess samnings, þar sem gjaldmiðill sá sem var notaður sem greiðsluvið- miðunþ.e. USA dollar hefur fall- ið um 40-50% frá því er samning- ur var gerður og fyrirsjáanlegt framhaldsfall er á honum næstu árin. Miljarða afglöp? Ef skynsemi þeirra sem stóðu að samningum 1984 er slík að þeir séu ekki búnir að átta sig á nauð- syn uppsagnar raforkuverðs- ákvæða samningsins, þá eru þeir hinir sömu alls ófærir um að gæta hagsmuna íslendinga í nútíð og framtíð, því þegar er orðið tals- vert tjón af skammsýni og vangá þeirra aðila íslenskra er héldu um málstað og rétt íslendinga 1984, og miljarðatjón verður augljós- lega, ef samningnum verður ekki sagt upp nú þegar og vitna ég hér í eina málsgrein samningsins sem augljósa röksemd fyrir uppsögn. „28.01. Með skriflegri tilkynn- ingu, er gefin sé eigi minna en 6 mánuðum fyrir hvern þeirra daga, sem tilgreindir eru hér að neðan (eða alla þá daga), skal hvort heldur Landsvirkjun eða ÍSAL heimilt að tilkynna hinum aðilanum, að orðið hafi teljandi og ófyrirsjáanleg breyting til hins verra á aðstæðunum, að frátöld- um breytingum á valdi Lands- virkjunar eða ÍSALs, hvors sem í hlut á, þannig að hún raski jafn- væginu í samningi þessum og valdi óeðlilegu harðrétti fyrir þann aðila, sem í hlut á.“ (Inn- skot höf. Ekki er hægt að segja upp samningi nema á 5 ára fresti.) Ef 40-60% verðrýrnun greiðslna er ekki harðrétti þá veit ég ekki hvað er hægt að kalla við- skiptalegt harðrétti. Skylda Landsvirkjunar Formaður stjórnar Landsvirkj- unar Jóhannes Nordal ætti að vera manna fróðastur um breyti- legt kaupmáttargildi gjaldmiðla og þó að hann virðist ekki hafa verið nægjanlega framsýnn fyrir hönd Landsvirkjunar og íslend- inga 1984 er samningur var gerð- ur, þá eru allar sannanir augljós- ar í dag; bendi á línurit 1 og 2 til hliðsjónar um fall dollars og verðrýrnun greiðslna pr. mill og áætlað „tjón“ íslendinga, miðað við að kaupmáttargildi greiðslna utan dollarasvæðis væri hið sama og þegar samningur var gerður 1984. Skora ég hér með á Jóhannes Nordal að sjá nú þegar til þess að raforkuverðsákvæðum samn- ingsins verði sagt upp fyrir fyrsta árdag fyrstu mögulegu uppsagn- ar, eða segja af sér öllum trúnað- arstörfum sem hann hefur gegnt fyrir land og þjóð. Ritað á sumardaginn fyrsta, 20. 4. 1989 Bjarni Hannesson Árnesi EINDAGINN ER 15 HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- l um krónum. I Gerlð skll tímanlega j § RSK rfKlSSKATTSDÓRI FLÓAMARKAÐURINN Rússneskar vörur í miklu úrvali til sölu í Kolaportinu alla laugardaga. Upplýsingar í síma 19239. Bókband Tek bækur til að binda. Simi 73360. Óska eftir vel með förnu helluborði með 2 hell- um. Upplýsingar í síma 628181, Halldór. Dekk 4 vetrardekk af Daihatsu Charade á felgum til sölu. Upplýsingar í síma 40905. Til sölu Emmaljunga barnakerra, Ijósblá með skermi og regnsvuntu. Mjög lítið notuð, ca. 8 mánaða gömul. Verð kr. 10.000. Upplýsingar í síma 40382. Ertu að taka til? Starfsmannafélag Þjóðviljans vant- ar svefnsófa, helst 2 manna og gas- hellur í sumarbústaðinn. Vinsam- legast hringið í síma 681331 eða 681310 á daginn. Til sölu 270 lítra frystikista og ýmislegt fyrir ungbarn svo sem baðborð, mjög vel með farið og skiptiborð og tau- stóll. Upplýsingar í síma 83694. Mig vantar gamalt hljómsveitarorgel, t.d. Elka, Farfisa eða Vox og jafnvel ARP Odyssey synthesizer. Hörður, sími 18417. Til sölu Goldstar sjónvarpstæki með fjar- stýringu, Emmaljunga barnavagn og Lada 1500 78. Upplýsingar í síma 18417. Trjáplöntur til sölu Alaskaösp 15-180 sm, 500 kr. stk. Nokkur stykki birki, reyniviður og greni. Upplýsingar í síma 681455. Til leigu miðsvæðis 4 falleg herbergi með setustofu, baðherbergi og eldhúskrók til leigu í sumar. Upplýsingar í síma 19513. Sumarvinna óskast 15 ára gamall piltur óskar eftir sumarvinnu. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 44465 næstu daga. Barnagæsla Óskum eftir unglingsstelpu til að gæta 4 ára telpu í sumar fyrir há- degi og allan daginn í einn mánuð í grennd við Skólavörðustíg. Upplýs- ingar í síma 25716 á kvöldin. Útimarkaður Hlaðvarpans Tökum í umboðssölu handgerða muni t.d. skartgripi, útskurð, keram- ik, föt, vefnað, leikföng og margt fleira. Upplýsingar í síma 19055. Trabanteigendur athugið! 4 sumardekk á felgum til sölu ódýrt. Upplýsingar í síma 18648. Sjónvarp gefins Gamalt s/h sjónvarp fæst gefins gegn greiðslu flutnings. Upplýsing- ar í síma 12483. Dagmamma Getur bætt við sig börnum hálfan eða allan daginn. Bý í Furugerði. Sími 685885 eftir kl. 17.00. Reiðhjól til sölu 10 gíra drengjareiðhjól fyrir 9-11 ára, Standard. Rautt telpnareiðhjól fyrir 5 ára, Winther. Drengjareiðhjól fyrir 9-11 ára. Upplýsingar í síma 38538. Til sölu drengjareiðhjól fyrir 9-11 ára, Sup- eria, og kvenreiðhjól, venjuleg stærð, Superia. Sími 685885. Bauckneckt kæli- og frystiskápur í góðu lagi til sölu á kr. 5.000. Upplýsingar í síma 37898. Nothæfur bíll óskast á hlægilegu verði. Flest kemur til greina. Upplýsingar í síma 551805. Telpurei&hjól óskast Óska eftir að kaupa mjög ódýrt telp- uhjól fyrir 7 ára telpu. Þarf að vera í lagi. Upplýsingar í síma 681310 eða 681331 á daginn og í síma 36718 á kvöldin. Er með aftaníkerru til sölu. Upplýsingar í síma 25225 milli kl. 17 og 19. Til sölu eru svefnherbergishúsgögn í skiptum fyrir gangfæran bíl. Sími 17952. Örbylgjuofn óskast Óska eftir að kaupa lítinn, ódýran örbylgjuofn. Upplýsingar í síma 37375. Barnagæsla óskast 12 ára stelpa í vesturbænum óskar eftir að vera í vist f sumar. Anna, sími 21341. Trabant station '87 til sölu í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 52832. fbúð óskast 3ja herbergja íbúð óskast til leigu sem fyrst í hverfi 108. Upplýsingar í síma 91-38575. Til sölu 2, sem nýir, hvítir IKEA fataskápar til sölu á hálfvirði, kr. 5.000. Simi 687680. Á ekki einhver lítið svart/hvítt sjónvarp handa eldri konu á elliheimili? Vinsamlegast hringið í síma 681693. Við erum ungt par sem er að byrja búskap og vantar allt til alls. Allt kemur til greina. Upp- lýsingar í síma 32413, Georg. Hvít koja með skrifborði undir fæst gefins. Sími 612315. Tökum að okkur að mála myndir á veggi. Upplýsing- ar í síma 38707. Til leigu strax Þriggja herbergja íbúð við Hring- braut til leigu frá 15. maí. Mánaðar- leiga um 36 þúsund, ekkert fyrir- fram, en þriggja mánaða upp- sagnarfrestur. Sími 23661. Til sölu fyrlr lítið notað gólfteppi, ca. 30-35 fm og 3 vínrauðir raðstólar, góðir í sjón- y/arpsherbergi eða sumarbústað. Upplýsinar í síma 41639. Óska eftir vinnu 18 ára skólapiltur óskar eftir vinnu. Hefur bílpróf, getur byrjað strax. Upplýsingar í síma 84023. fbúð í Barcelona 4 herbergja íbúð með sólbaðspalli í miðborg Barcelona til leigu frá miðj- um juní fram í miðjan september. Styttri tími kemur til greina. Upplýs- ingar í síma 688268. Tll sölu er hjónarúm með náttborðum og nýleg barnakerra. Upplýsingar í síma 51643. Náttúrulegar snyrtivörur frá Banana Boat og GNC Engin gerviefni, einungis heilsubót- arjurtir (Aloe Vera o.fl.): Græðandi svitalyktareyðir, græðandi varasal- vi, hágæðasjampóog næring, öflu- gasta sárasmyrslið á markaðnum, hreinasta en ódýrasta kollegen- gelið, sólkrem og olíur (9 teg.) m.a. Sól-margfaldarinn. Milda barna-só- Ivrnin og Brún án sólar. Biddu um ókeypis upplýsingabækling á ís- lensku. Póstsendum út á land. Sársaukalaus hárrækt með He-Ne- leyser, rafnuddi og „akupunktur". Megrun, svæðanudd, hrukkumeð- ferð og reykingameðferð, Biotron- vítamíngreining. Hringdu og fáðu upplýsingar. HEILSUVALL, Lauga- vegi 92 (við Stjörnubióplanið), símar 11275 og 626275. Peugeot 504 árg. 77 til sölu til uppgerðar eða niðurrifs. Þarfnast viðgerðar en er að mörgu leyti mjög heilllegur. Nýlegt segul- bandstæki/útvarp. Glælnýr geymir. Glæný kúpling. Ýmislegt í vól nýtt. Verð: Lítið. Upplýsingar í síma 681331 og 681310 kl. 9-17 og 36718 á kvöldin. Nokkur gömul reiðhjól fást fyrir lítið sem ekkert. Sími 17087. Óska eftlr kerru sem hægt er a láta sofa í. Upplýs- ingar í síma 37552.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.