Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 15
Þjóðviljinn - Frá lesendum - Síðumúla 6 108 Reykjavík Kópavogs málið Á miðöldum tíðkaðist það oft að lénsherrar og landeigendur lögðu skatta á þegna sína og settu þá gjarnan slár yfir vegi svo bændum og búaliði var nauðugur kostur að gjalda þessum ræn- ingjalýð skatt af uppskeru sinni. Nú á dögum spyrja menn hvort þetta gæti gerst í siðuðum þjóðfé- lögum nútímans, að réttur fólks væri óvirtur áþennan svívirðilega hátt af slíkum óþokkum. En bíðum nú bara við: Nú hef- ur Davíð Oddsson borgarstjóri hótað að loka fyrir alla sorp- hreinsun Kópavogsbúa vegna óvildar hans að fá ekki að ráðsk- ast með að setja hraðbraut í gegn- um Fossvogsdalinn er gengur þvert á skipulag Kópavogskaup- staðar, þar sem er í grófum drátt- um áformað að reisa íþróttam- annvirki og gera þetta hentuga svæði að vinsælum útivistarstað. Davíð borgarstjóri ætlar sem sé að haga sér líkt og forverar hans á miðöldum að hefta frelsi fólks á þennan fólskulega hátt. Er nú ekki rétt fyrir almenning í Kópavogi og Reykjavík að fylgj- ast með hvað þessi maður ætlar að hafa fyrir stafni, einkanlega ef hann ætlar að hafa það í farte- skinu að loka fyrir rafmagn og vatn og banna slökkviliðinu að hreyfa sig ef eldsvoði yrði í Kópa- vogi. Þessar hótanir sem eru látn- ar leggja í eyru fólks eru eins og útspil í póker. Hann ætlar að vinna spilið. En hann fær harða mótspyrnu frá almenningi sem mun þjappa sér saman gegn þess- um ójafnaðarmanni. Dagfari, kjaftaskur DV sem oft er skemmtilegur, veltir sér upp úr þessu sérkennilega máli og líkir því við borgarastyrjöld í blaðinu 3/5 89. Dálkahöfundur segir m.a.: „Nú vita þeir í Kópa- voginum hvar Davíð keypti ölið. Þeir vita hvað til síns friðar heyrir. Og ef þeir ætla að fara að dreifa skítnum og safna liði í Fos- svognum munar Davíð ekki um að girða Kópavoginn af, einangra hann í vatnsleysi, rafmagnsleysi og sínum eigin skít. Það kemst enginn upp með það að gefa borgarstjóranum í Reykjavík langt nef.“ Þetta segir blaðasát- inn hjá DV. En nú hafa Kópavogbúar held- ur en ekki tekið við sér. Nú var fundur um þetta eldfima mál laugardaginn 7/5 89. Mér lék því forvitni á að athuga málið og fór á fundinn og þar kom fram að fólki var heitt í hamsi. Ýmsir mætir menn tóku þarna til máls, m.a. háskólarektor og talaði um mengunarhættu ef umferð væri leyfð um Fossvogsdal og færði mörg rök fyrir máli sínu. Það fer ekkert á milli mála að Kópavogs- búar eru mjög reiðir vegna frekju Davíðs í málinu, og ætla ekki að láta hann vaða yfir þau rök að þessi gróskuríki dalur eigi að vera til annars en að ryðja yfir hann malbiki. Ég varð samferða kunningja mínum af fundinum sem hefur verið búsettur um árabil í bæn- um, og hefur fylgt Sjálfstæðis- flokknum að málum, en var nú öskureiður út í félaga sína er hann sagði draga lappirnar í þessu mikilsverða hagsmunamáli þeirra Kópavogsbúa. Og það get ég sagt þér og er engin launung á að hótun Davíðs að loka fyrir sorpið, vatnið og rafmagnið er bæði fólskuleg og heimskuleg, og trúi því ekki að hann standi við þær. Vegna hvers? spurði ég. Það FRÁ LESENDUM er vegna þess að hann er að gera sig gildan gagnvart Þorsteini Pálssyni og sýna flokksfélögum sínum hver ætti raunverulega að stjórna Sjálfstæðisflokknum. Þetta er heila málið, sagði þessi flokksbróðir hans og má það mikið vera ef þar liggur ekki hundurinn grafinn. Valdabarátta er hatrömm innan flokksins eins og allir vita. Eftir hina hraksmánarlegu fjárm- álastjórn þeirra Þorsteins og Al- berts á árunum í stjórnum þeirra hefur Davíð fengið höggstað á þeim og ætlar að hrifsa völdin og þá verður hann orðinn leiður á Fossvogsdal, er hann er sestur í sæti Þorsteins. Með kveðju Páll Hildiþórs þýskra mótmælt í grein í Helgarblaðinu ó.maí 1989 er viðtal við Margréti Ró- bertsdóttur sem kom frá Þýska- landi 1949. Margrét hneykslast þar á löndum sínum sem komu til ís- lands og „hafa ekki haft fyrir því að læra íslensku". Hún segir líka að þeir séu nú mállausir, kunni hvorki almennilega íslensku né þýsku. Þessi grein gerði mig mjög reiða og sára. Ég kom sjálf til íslands frá Þýskalandi árið 1949 og hef farið á mörg námskeið til að læra íslensku þótt ég tali ekki vel. íslenska er mjög erfitt tungu- mál að læra og það er eðlilegt að fólki gangi misvel að ná tökum á henni. Það getur enginn alhæft með nokkrum rétti að Þjóðverjar sem hafa komið til íslands hafi ekki haft fyrir því að læra málið, jafnvel þótt þeir hafi ekki allir náð góðum árangri. - Þaðan af síður að þeir kunni ekki lengur almennilega þýsku, það getur enginn týnt móðurmáli sínu. Elísabet Lúðvíksdóttir Óþarfi að örvænta Eitt kvöld fyrir skömmu sat ég með konu minni yfir síðbúnum kvöldverði kringum kertaljós, og ræddum m.a. um stöðu ríkis- stjórnarinnar og þá hörmung, ef ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar yrði á ný vakin upp sem draugur. Upphafið á þessum samræðum þetta mafkvöld var það, að fyrr um kvöldið var dyrabjöllunni hringt hjá okkur, og úti fyrir stóð kona, sem safnaði undirskriftum á blað þar sem á stóð: Ríkis- stjórnina burt. Þurfti hún frá að hverfa án okkar nafna. Yfir góðum og kærkomnum kvöldverði lét konan mín þau orð falla, að Róm hefði ekki verið byggð á einum degi. Við vorum sammála um ágæti vinstri stjórnar, en einnig um óþolinmæði fólksins í landinu. Vinstri ríkisstjórn er ekki búin að sitja lengi við völd, og langan tíma tekur að græða land og þjóð eftir ráns- og herferðir hægri manna. Það er því óþarfi að ör- vænta. Það þarf að vinna margar orrustur áður en stríðið er unnið. Öll sár þurfa einnig tíma til að gróa, og sáning og uppskera tekur sinn tíma. Þetta þarf fólkið í landinu að skilja, og vfst er að íhaldið skilur þetta einfalda lögmál, enda linnir vart áróðrin- um og skítkastinu út í ríkisstjórn- ina, og marga góða menn sem þar sitja: Ólaf Ragnar Grímsson, Svavar, Steingrím J. Sigfússon og fleiri góða vinstri menn á þingi, sem vilja alþýðunni vel. Þessir menn þurfa vinnufrið, ekki ein- ungis til að græða gömul sár, heldur einnig til að sá og upp- skera betra þjóðfélag, þar sem jafnrétti og bræðralag ríkir. Það er ekki svo lítið takmark vinstri ríkisstjórnar, og víst er að vert er að bíða eftir slíkum umbótum, þótt auðvaldið sé ekki sammála af skiljanlegum ástæðum. Styðj- um stjórnina því af öllum mætti, en köllum ekki yfir okkur óáran og hailæri hægri ríkisstjórnar. Einar Ingvi Magnússon Eg hló I Sóknarsalnum | Eiríkur Brynjólfsson skrifar stæðum foreldrum d á. Ég hló að Óli Grímssyni þegar 1 grímuna og sýndi sitt sem andstæðingur al í landinu. Ég hló að Ól: Grímssyni þegar ha stöðu sína til launaf* að reyna að etja sa launamanna. Ég skelliskellihló Náttúrufræðingur hringdi: Mér datt í hug að orðaskipti um atvik í Sóknarsalnum hefðu farið fram undir áhrifum gamals dægurlags. Nema hvað að þetta berst fyrir eyru mér: ekki að Sóknarkonum. ekki að bágum kjörum, venna. ló að Ólafi Ragnari ni. ló að Ólafi Ragnari ni af því hann lagðist svo reykja sér af því að hafa Sóicnarkonur kjarasamn- færði þeim nánast ekki ló að Ólafi Ragnari Ég hló í Sóknarsalnum. Mér sýndist greinilegt að Ólafur vœri með andlit sem ég áður hafði þekkt. Hann vœri með horn og hala og hóf og jafnvel kló. Af ánœgju út að eyrum hver einasta kerling hló. Hún hló, hún hló, hún skelli-skelli-hló, Hún hló, hún hló, hún skelli-skelli-hló. Ha-ha-ha- ha-ha-ha-ha-ha-ha-ha, ha-ha-ha-ha- ha-ha-ha-ha-ha-ha. Ha-ha-ha-ha- ha-ha-ha-ha-ha-ha, ha-ha-ha-ha- ha-ha-ha-ha-ha. Hún hló, hún hló! Mér þótti að þessi söngur hlyti að eiga erindi við fleiri en mig einan. þJÓOVILIINN FYRIR50ÁRUM Pólverjar mótmæla breytingu á stjórn Danzigs. Verð á bræðslusíld hækkar stórlega. En samkomulag náðist ekki íverksmiðjustjórninni um hve hátt það skyldi verða Sigfús Einarsson tónskáld andaðistígær. I DAG 11. MAÍ fimmtudagur í fjórðu viku sumars, tuttugasti og annar dag- ur hörpu, 131. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 4.26 en sestkl. 22.25. Tungl vaxandiá fyrsta kvartili. VIÐBURÐIR Lokadagurvetrarvertíðar. Kópa- vogur verður kaupstaður 1955. Fæddur Einar Jónsson mynd- höggvari 1874. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúða vikuna 6.-11. maí er I Laugavegs Apóteki og HoltsApóteki. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast naeturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnef nda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur..........sími 4 12 00 Seltj.nes..........sími 1 84 55 Hafnarfj...........sími 5 11 66 Garðabær...........sími 5 11 66 Slökkvlllð og sjúkrabílar: Reykjavík..........sími 1 11 00 Kópavogur..........sími 1 11 00 Seltj.nes..........sími 1 11 00 Hafnarfj...........sími 5 11 00 Garðabær...........sími 5 11 00 UEKNAR Læknavaktfyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiönir, simaráðleggingar og tíma- pantanir I síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sím- svara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- allnn: Göngudeildineropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavlk: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspftalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratlmi 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadelld Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspltali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadelld: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spitalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Sjúkrahúslð Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16og 19-19.30. Sjúkra- húslð Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKI. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum.Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 8-17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl .20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, slmsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið tyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbfa og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriöjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Sími 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Öpið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugaf ólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ Gengisskráning 10. maí 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar........... 54,52000 Sterlingspund.............. 90,84900 Kanadadollar............... 46,03800 Dönsk króna................. 7,34030 Norskkróna.................. 7,90490 Sænsk króna................. 8,44090 Finnsktmark................ 12,83130 Franskurfranki.............. 8,45590 Belgfskur franki....... 1,36400 Svissn. franki............. 32,20980 Holl. gyllini.............. 25,33750 V.-þýskt mark.............. 28,56020 Itölsk líra................. 0,03918 Austurr. sch................ 4,06030 Portúg.escudo............... 0,34600 Spánskur peseti............. 0,45950 Japansktyen................. 0,40553 Irsktpund.................. 76,37400 KROSSGÁTA Lárétt: 1 heiðarlea 4 I 1 1 3 i: 4 B 9 sæti8sjónleikur9 maðurll ofbauð12 hrelldir14gangflötur 15skelin17minna19 elska21 bergmáli22 blása 14 blíð 25 skrifa Lóðrétt: 1 tónverk2 tryllta 3 bjálkar 4 bjarta 5 mælieining 6 venjur 7 róleg 10hérað 13 svelgurinn16klófesti 17fugl 18gljúfur20 hvfldi 23 kind Lausnásíðustu • a 10 L3 11 12 - 19 14 LJ 11 ii ^ j i? 18 19 20 krossgátu Lárétt: 1 flas4slag8 ungpíur9ráði 11 ofsa 12kviður14au 15urða 17slægt 19fis21 alt22 alls 24 stig 25 last Lóðrétt: 1 fork 2 auði 3 sniðug4sporð6ausa7 grauts 10 ávallt 13 urta ii 22 ii □ 24 j 21 * 16afla17SAS18æti 20 fss 23II Flmmtudagur 11. maf 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.