Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 16
—iSPURNINGIN— Hvert er álit þitt á tónlist- arflutningi við verslunar- götur? Ingibjörg Sigurðardóttir afgreiðslukona: Ég heyri það aldrei þannig að það truflar mig ekkert. Sólveig Stefánsdóttir afgreiðslustjóri: Það pirrar mig ekkert ég geng bara framhjá. Ef það er eitthvað sem ég hef hug á að hlusta eftir sérstaklega þá staldra ég við. Mér finnst tónlist betri heldur en tal. Skúli Gíslason starfsmaður AB: Mór finnst þetta í fínu lagi sé það ekki of hátt. Tónlistin þarf enqan að trufla. Robert Albertis lausamaður: Ég held að þetta sé slæmt fyrir ísland. Þetta tíðkast erlendis en það verður að taka mið af ís- lenskum hugsunarhætti og vera ekki alltaf að herma eftir öllu er- lendis og glata þar með því ís- lenska. Það þarf ekki endilega allt að vera eins hér og annars staðar. Einar Kristinsson skrifstofumaður: Það hlýtur að trufla fólk sem vinn- ur í næsta nágrenni. þJÓÐVILIINN Flmmtudagur 11. maí 1989 86. tölublað 54. örgangur Vertíðin SÍMI 681333 Á KVÖLDIN C040^0 Á LAUGARDÖGUM 681663 í dag 11. maí eru vorvertíðar- lok samkvæmt almanakinu. Hér á árum áður var það venjan að miða vertíðarlok við þennan dag en núna í njörvuðu kvótakerfi er ekki hætt að veiða á einhverjum tilskildum degi heldur miðast allt við kvótann og hvað viðkomandi á mikið eftir af honum. Aftur á móti hefur það verið lcnska þeirra sem keppa að titlinum Aflakóngur vertíðarinnar að miða siðasta veiðidag við 15. maí og svo er enn. Fátt virðist benda til annars en að það verði Sigur- jón Óskarsson og áhöfn hans á Þórunni Sveinsdóttur VE sem eru langt komnir með að ná 1800 tonnum sem er nýtt vertíðarmet. Vertíðin í ár er sú besta sem komið hefur í mörg herrans ár bæði fyrir sunnan og vestan og þótti mönnum kominn tími til eftir þær vertíðarhörmungar sem á undan höfðu verið. Það er ekki aðeins að meiri fiskur hafi veiðst heldur hefur hann líka verið mun stærri en oft áður. Þessu hefur fylgt meiri vinna í landi en áður þótt mörgum suður með sjó hafi þótt það heldur blóðugt að sjá á eftir hráefninu norður til skreiðarverkunar í stað þess að vinna það heima í héraði. Bráðabirgðatölur um vertíð- araflann liggja ekki enn fyrir hjá Fiskifélagi filands þar sem venju- lega er miðað við 15. maí sem lokadag. Netabátar hættir í Ólafsvík Allir netabátar nema einn í Ól- afsvík eru hættir veiðum eftir gjöfula vertíð. Að sögn Rafns Þórðarsonar var búið að landa 10.500 tonnum um síðustu mán- aðamót á móti 8 þúsund tonnum á sama tíma í fyrra. Rafn segir netabátana hafa hætt veiðum þar sem engan fisk hafi lengur verið að fá í Breiðafirðinum fremur en út af almanakinu. Aflahæsti vert- íðarbáturinn í Ólafsvík er Garðar 2. sem fékk um 575 tonn. Um þessar mundir eru bátarnir að gera klárt til að fara á troll, dragnót eða rækju en margir vertíðarbátanna voru langt komnir með kvótana sína þegar þeir hættu netaveiðum. Þar sem annars staðar á vertíðarsvæðun- um hefur verið bullandi atvinna í landi og frekar vantað fólk en hitt í hefðbundin fiskvinnslustörf. Sá hæsti með 1725 í Þorlákshöfn Að sögn Sævars Sigursteins- sonar í Þorlákshöfn er Jóhann Gíslason ÁR aflahæsti vertíðar- báturinn þar á bæ og hafði hann Bullandi atvinna hefur verið ívertíðarplássunum fyrir sunnan og vestan á einni gjöfulustu vertlð sem komið hefur f mörg ár, eins og þessi mynd frá Ólafsvík ber með sér. Margir bátar hafa þó orðið að hætta veiðum mun fyrr en ella vegna kvótaleysis. náð að fiska 1725 tonn þegar síð- ast fréttist og er enn að. Sá sem er í öðru sæti er Friðrik Sigurðsson ÁR með 1287 tonn en hann hætti veiðum um síðustu mánaðamót þar sem hann var einfaldlega bú- inn með kvótann. Fleiri bátar hafa orðið að hætta vegna kvóta- leysis en ekki vegna aflaleysis eins og í Ólafsvík. í janúar var landað 538 tonnum í Þorláks- höfn, 4248 tonnum í febrúar, 5063 tonnum í mars og í apríl 7570 tonnum. Sjálfhætt vegna kvótans í Grindavík Að sögn heimildamanns Þjóð- viljans í Grindavík er 11. maí hættur að vera hefðbundinn loka- dagur eins og hér fyrrum heldur fer það meir eftir kvóta, veðri og veiðum hvenær hætt er. Núna eru þegar nokkrir bátar hættir neta- veiðum vegna kvótaleysis en afla- hæsti báturinn þar er Vörður ÞH 4 sem hefur landað um 1054 tonn- um. Óvissa ríkir um hvemig at- vinnuástandið verður þar í bæ eftir að vertíðinni lýkur formlega því á síðustu 18 mánuðum hafa verið seldir 7 humarbátar í burtu úr plássinu án þess að aðrir hafi komið í staðinn. -grh Sú besta í mönj ár Meiri afli hefur borist á land á vertíðinni en oft áður. Gamli loka- dagurinn er í dag en keppnin um aflakónginn miðast við 15. maí

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.