Þjóðviljinn - 17.05.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.05.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 17. maí 1989 88. tölublað 54. árgangur Fíkniefnalögreglan 140 símahleranir síðan 1979 TvœrbeiðnirfráRLR. Fíkniefnadómstóllinn hefur veitt allar hlerunarheimildirvegnagruns um fíkniefnamisferli. Böðvar Bragason: Reglurnar fátœklegar Halldór Ásgrímsson dómsmála- ráðherra svaraði í gær fyrir- Nýqfstaðin vertíð Þorskurinn flúði kuldann Hafrannsókn: Sterkur þorskárgangurfrá 1983, mun meira afstórþorski en áður og kuldifyrir norðan helstu ástœður fyrirþvíhversu bátavertíðinfyrir sunnan og vestan var mun betri nú en síðast - Það eru cinkum þrjár ástæð- ur að mínu mati fyrir því af hverju bátavertíðin fyrir suður- og vesturlandi var svona mun betri nú en í fyrra. Þær eru í fyrsta lagi að nú gekk á vertíðar- svæðin sterkur 1983 þorskár- gangur, mun meira af stórþorski kom á miðin en búist var við og í þriðja lagi hefur verið alveg skelfilega kalt fyrir norðan sem leiddi til þess að þorskurinn leitaði þaðan og suður. En nyrðra hefur verið ördeyða í afla- brögðum," sagði dr. Jakob Jak- obsson forstjóri Hafrannsókna- stofnunar. Þó að þorskaflinn frá ára- mótum sé talinn vera um 10 þús- und tonnum meiri núna en á sama tíma í fyrra verður ekki aukið við þær botnfiskveiðiheim- ildir sem ákveðnar voru í ársbyrj- un. Sjávarútvegsráðherra tók ákvörðun þar að lútandi fyrir 15. apríl að fengnum tillögum frá Hafrannsóknastofnun, en sam- kvæmt kvótalögunum verður að taka ákvörðun um breytingar á veiðiheimildum veiðiskipa fyrir þann tíma. Að sögn Jakobs jaðrar við neyðarástand hjá Hafrannsókn vegna verkfalls BHMR og af þeim sökum gat stofnunin ekki fylgst eins náið með bátavertíð- inni og oft áður. Þá er ekki búist við að skýrsla Hafrannsóknar um nytjastofna sjávar og umhverfis- þætti 1989 og um aflahorfur 1990 verði tilbúin fyrr en í haust í stað þess að liggja fyrir um næstu mánaðamót eins og stefnt var að. Vegna hinna góðu aflabragða á nýafstaðinni vertíð hjá bátaflot- anum þar sem margir bátanna ýmist kláruðu kvótann sinn eða eru langt komnir með hann, má búast við að mun minna verði af viðbótarkvóta á lausu fyrir togar- aflotann síðsumars og í haust. í fyrra var verð fyrir kílóið af óveiddum þorski um 8 krónur en vegna minna framboðs og meiri eftirspurnar í ár má allt eins ætla að það rjúki upp í 10-15 krónur hvert kíló. Ef svo fer sem horfir má því búast við fjörlegum kvóta- viðskiptum þegar líða tekur á árið. -grh spurn Kristínar Halldórsdóttur, Kvennalista um símahleranir og kom þar fram að dómstólar hafa veitt leyfi til 142 símahlerana frá árinu 1979. í tveimur tiifellum var um að ræða beiðni frá Rann- sóknarlögreglu ríkisins vegna „stórfcllds innbrotsþjófnaðar og gruns um fíkniefnabrot og hins vegar vegna sama þjófnaðar, fjárkúgunar og heitinga um óf- arnað." í öllum öðrum tilfellum komu beiðnir frá lögreglustjóra- embættinu í Reykjavík vegna „rannsóknar á meiriháttar fíkni- efnamisferli," og hefur fíknicfna- dómstóllinn veitt hlerunarheim- ildir í öllum tilfellum, samkvæmt upplýsingum Hjalta Zóphónías- sonar í dómsmálaráðuneytinu. Meirihluti þessara hlerana hef- ur átt sér stað á síðustu árum, frá 1985 hafa símar verið hleraðir 105 sinnum samkvæmt úrskurði dómstóla. Er það ár til marks um breyttar vinnuaðferðir fíkniefna- lögreglunnar, þar sem reynt var að koma í veg fyrir dreifingu fíkniefna, fremur en að elta uppi einstaka neytendur. Reglur um hleranir eru ekki miklar að vöxtum og leiðbeining- ar til dómara því rýrar: „Dómari getur, þegar öryggi ríkisins krefst þess eða um mikilsverð sakamál er að ræða, úrskurðað hlustanir í síma sem sökunautur hefur eða ætla má hann nota." Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykja- vík viðurkennir að þessar regíur séu „fátæklegar," en sagðist von- ast til að við þær yrði bætt í þeirri endurskoðun laga um meðferð opinberra mála, sem nú stæði yfir. Böðvar sagði skýringuna á því að fíkniefnalögreglan notaði þessa aðferð í svo langtum meiri mæli en aðrar deildir lögreglu, vera þá að fíkniefnadeild lögregl- unnar í Reykjavík væri í farar- broddi gegn þessari tegund laga- brota og eini aðilinn á landinu sem væri sérhæfður í þessari lögg- æslu. Að öðru leyti vísaði hann til Forystumenn BHMR ganga á fund ríkisstjórnarinnar í gærmorgun þar sem samningsuppkast var formlega lagt á borðið. Frá v. Birgir Björn Sigurjónsson framkvstj. BHMR, Páll Halldórsson form. BHMR og Wincie Jóhannsdóttir form. HÍK. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í baksýn. Mynd-þóm. BHMRIríkið Vairtar herslumuninn! Samninganefnd háskólamanna á ströngumfundifram á nótt. Vilja frekari viðrœður um tryggingarfyrir aðlögun að „markaðslaunum". Forsœtisráðherra: Lengra verður ekki komist II ikil óvissa ríkir um framhaid samningaviðræðna Banda- lags háskólamanna og ríkisins, eftir að ijóst varð seint í gærkvöld að samninganefnd BHMR er ekki tilbúin að ganga að óbreyttu samningstilboði frá ríkinu sem lagt var formlega fram á hádegi í gær. Samninganefndin sat á fundi er Þjóðviljinn fór í prentun á mið- nætti, en að sögn forráðamanna félagsins var þá ljóst að BHMR- félagar eru ekki sáttir við flest meginatriði tilboðsins en útfæra þurfi betur þær „tryggingar" sem stjórnvöld leggja til í samningstil- boði sínu um aðiögun launa há- skólamenntaðra ríkisstarfs- manna að launum annarra há- skólamanna. í bréflegri yfirlýsingu sem Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra lét fylgja samnings- tilboði ríkisstjórnarinnar í gær segir að um lokatilboð af hálfu ríkisins sé að ræða og lengra verði ekki komist. í tilboði ríkisins er gert ráð fyrir samningi til 5 ára eða út árið 1994, en segja megi honum upp eftir tvö ár. Sömu launahækkanir gildi út þetta ár og í samningum við Félag háskólakennara en til- færslur að „markaðslaunum" hefjist á næsta sumari og ljúki á 3-5 árum. Forsætisráðherra óskaði í gær eftir skýrum svörum samninga- nefndar BHMR við tilboðinu. Ljóst var á miðnætti, að samn- inganefndin var ekki tilbúin að ganga að því alls óbreyttu, heldur freista þess að ná einhverju frek- ar fram, þrátt fyrir yfirlýsingar rikisstjórnarinnar um lokatilboð af sinni hálfu. dómstólanna, þeir hefðu heimil- að þessar hleranir. „Dómstólarn- ir eru lykilatriði í þessu máli," sagði Böðvar. I fyrirspurn til dómsmálaráð- herra var spurt hvort hann teldi tryggt að alltaf væri farið eftir lögum og reglum varðandi síma- hleranir. í svari ráðherra segir að dómstólar meti skilyrði til síma- hlerunar. „Því verður að treysta að þeir gæti þess að símahleranir séu því aðeins leyfðar að ríkar ástæður séu fyrir hendi." Þá kom fram í svari ráðherra að „réttarfarslög kveða eigi á um að þolanda skuli gerð grein fyrir því að hlerun hafi farið fram." Böðv- ar Bragason lögreglustjóri sagði þetta atriði vera mjög umdeilt, en það væri vel þess virði að umræða færi fram um það. Hér á landi hefðu menn farið að fordæmi nágrannaþjóða. Fyrir all nokkru birtist grein í hérlendu tímariti um allumfangs- mikinn innflutning hlerunar- tækja. Böðvar sagði að lögreglan hefði rannsakað það mál en ekki orðið neitt ágengt. „Hlerunar- tæki eru í eðli sínu háþróuð og lítil umfangs og því auðvelt að smygla þeim inn í landið. Það er umhugsunarefni hvort slík tæki eru til í einhverjum mæli. Það hafa hins vegar ekki komið upp dæmi þess að menn hafi orðið uppvísir að misferli af þessu tagi," sagði Böðvar Bragason. phh Sjá síðu 3 ísafjörður Allt ákafi ísnjó Um 20 sm jafnfallinn snjór var á götum bæja og þorpa á norðan- verðum Vestfjörðum í gær eftir snjókomu helgarinnar og varð víða mjög þungfært af þeim sökum. Þá féllu tvö snjóflóð á veg- inn um Oshlíð. Að sögn lögreglunnar á ísafirði voru götur bæjarins orðnar auðar fyrir hvítasunnuhelgina og voru bæjarbúar sumir hverjir farnir að huga að vorverkunum í görðum sínum á Eyrinni áður en hann skall á með hvassri norðanátt með snjókomu. Um hádegisbilið í gær var enn snjómugga vestra en þegar leið á daginn stytti upp og sá þá til sólar. Hvítasunnuhretið hrelldi ekki aðeins mannfólkið heldur og einnig nýhafið æðarvarp á Mýr- um, í Æðey og Vigur. Að sögn Baldurs Bjarnasonar bónda í Vigur kemur þetta alveg hörmu- lega út fyrir varpið og var ekki á bætandi því nægur snjór var fyrir. í ísafjarðardjúpi sér varla á dökkan díl núna þegar sauðburð- ur er í þann veginn að byrja. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.