Þjóðviljinn - 17.05.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.05.1989, Blaðsíða 3
___FRRTTIR Ríkismat sjávarafurða Skandall á Skaga Trillukarlar nota 800 kílóa saltpoka við löndun áfiski. Kaupendur hafa ekki kvartað. Ríkismatið: Illafarið með hráefnið ogmeð öllu óheimilt r Ameðan sjómenn og útvegs- menn víðast hvar kappkosta að karavæða og ísa aflann um borð til að fá sem mest fyrir hrá- efnið úr þcirri takmörkuðu auð- lind sem fiskstofnarnir eru, nota trillukarlar á Akranesi 800 kflóa saltpoka við Iöndun á fiski. Frá þessu er greint í síðasta frétta- bréfi Ríkismats sjávarafurða. Að sögn Gísla Jóns Kristjáns- sonar hjá Ríkismatinu er með- ferð sem þessi á fiski með öllu óheimil enda illa farið með hrá- efnið. í mörgum tilfellum er fisk- urinn kraminn og los er í holdi vegna þess mikla þrýstings sem fiskurinn verður fyrir í pokanum. Auk þess liggur hann þar í blóð- polli sem flýtir að mun fyrir skemmdum hans. Á næstunni mun Ríkismatið ræða við þá sem þetta stunda á Akranesi í von um að þeir láti sér segjast og taki upp betri vinnubrögð. Af viðtölum við trillukarlana sem birt eru í fréttabréfinu vekur það athygli að enginn kaupandi hefur kvartað við þá yfir meðferð aflans og þeir geri þetta til að spara sér tíma í stað þess að setja aflann í stíu og gogga hann upp í mál við löndun. Það virðist ekki hafa hvarflað að þeim að þeir fái mun meira í budduna með því að ísa fiskinn í kör eins og félagar þeirra víðast hvar annars staðar hafa uppgötvað fyrir þó nokkru. Sem dæmi um hversu lítið þeir fiskverkendur fá sem hafa keypt pokafisk segir einn fiskkaupand- inn frá því að hann hafi einu sinni keypt rúmt tonn til vinnslu og flakað 900 kfló. Af því fóru 100 kfló í fyrsta flokk, 125 kíló í ann- an flokk en restin í rusl. -grh Alverið Rafmagnssamningur til endurskoðunar Landsvirkjun hefur ákveðið að óska eftir endurskoðun raf- magnssamningsins við hina svissnesku eigendur álversins í Straumsvík (Isal). Þetta verður þeim tilkynnt fyrir þrítugasta dag þessa mánaðar og munu við- ræður um nýtt raforkuverð hefj- ast í öndverðum desember hið fyrsta. Þetta kemur fram í skriflegu svari iðnaðarráðherra við fyrir- spurn Hjörleifs Guttormssonar alþingismanns. Hann spurði hvort Landsvirkjun hefði til- kynnt ísal að hún ætlaði að láta reyna á endurskoðun skilmála í rafmagnssamningi þessara aðila en fyrir því væri heimild í 28. gr. samningsins eftir að breytingar voru gerðar á honum fyrir tæpum 5 árum. í svarinu kom fram að Lands- virkjun hefði látið fjölda sér- fróðra manna fara rækilega ofaní saumana á réttarstöðu sinni og væri niðurstaðan sú að ofannefnd 28. grein heimilaði fyrirtækinu að krefjast endurskoðunar raf- magnssamningsins við ísal. ks Útvarpsráð Herstöðvaandstæð- ingar ekki upp á pallborðið Afundi útvarpsráðs sl. föstudag var felld tillaga frá Bríeti Héð- insdóttur um að Sjónvarpið léti gera ýtarlegan heimildarþátt um baráttu Herstöðvaandstæðinga í tilefni 40 ára hersetu bandaríska hersins og fleiri atburða. Þáttur- inn átti að fjalla um baráttu Her- stöðvaandstæðinga frá upphafi til þessa dags. Tillaga Bríetar var felld af full- trúum Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- flokks og öðrum fulltrúa Fram- sóknarflokks, Markúsi Á. Ein- arssyni, í útvarpsráði. Þær Ásta Ragnheiður Péturs- dóttir, hinn fulltrúi framsóknar í ráðinu, og Magðalena Schram, fulltrúi Kvennalistans, lýstu sig fylgjandi tillögunni. _§áf Viðskiptaráðherra 20% verðbólga í ár Viðskiptaráðherra reiknar með þvi að lánskjaravísitalan stígi um 1-1,5% á mánuði árið á enda og alls um 18-20% frá ára- mótum til áramóta. Þetta kom fram á alþingi í gær en þá ræddi Jón Sigurðsson al- menn efnahagsmál ma. í umræð- um um ráðstafanir vegna kjara- samninga. Ráðherrann fullyrti að meira jafnvægi hefði verið í ís- lenskum þjóðarbúskap fyrstu 3 mánuði þessa árs en fyrstu 3 mán- uði ársins sem leið. Viðskipta- halli lægri og aukið jafnvægi á lánamarkaði. Þetta mætti ma. rekja til „hyggilegrar og hóf- samrar“ gengisstefnu ríkisstjórn- ar Steingríms Hermannssonar hinnar síðari. ks ,Lokatilboðið“ Nú virðist sem enn og aftur sé verið að gera „lokatflraun“ til að ná samningum í deilu ríkisins og BHMR. Rfldsstjórnin hefur sjálf tekið yfir hlutverk samn- inganefndar ríkisins og segir að þeir kostir sem hún bjóði upp á séu úrslitakostir. Annað hvort verði að þeim gengið eða að verk- fallsmenn megi þrauka í verkfalli um ófyrirséða framtíð. BHMR- menn ypptu hins vegar öxlum í gær og sögðu að þeir hefðu heyrt sönginn um „lokatilboð ríkisins“ fyrr. Þeir taka þó orð ráðherran- efndarinnar alvarlega og samn- inganefnd BHMR sendi í gær til- boð hennar til einstakra félaga til umfjöllunar og umsagnar. Á þeim umsögnum veltur framtíð þessarar harðvítugu vinnudeilu, annað hvort verður samið nú eða deilan harðnar enn. Þótt forsvarsmenn ríkisins tali digurbarkalega verður ekki fram- hjá afleiðingum verkfalls BHMR litið og verkfallsmenn geta enn hert tökin með því að draga veittar undanþágur til baka. Skipt um liðsmenn Viðræðurnar komust verulega á skrið um síðustu helgi. Þá höfðu verið gerðar nokkrar manna- breytingar hjá samninganefnd- unum. Indriði H. Þorláksson for- maður samninganefndar ríkisins fór til útlanda, Wincie Jóhanns- dóttir sat hjá nokkra fundi og Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra kom frá útlöndum og leiddi viðræðurnar fyrir hönd ráðherranefndar ríkisstjórnar- innar. Þar með losnaði um þá stífni sem hlaupin var í viðræð- urnar, auk þess sem BHMR- menn gátu ekki lengur gengið þess duldir að það var ríkisstjórn- in öll sem þeir stóðu frammi fyrir, en ekki aðeins Ólafur Ragnar sem virðist hafa orðið einhvers konar persónugervingur hins illa í augum sumra háskólamanna. Ólafur Ragnar, og þar af leiðandi Alþýðubandalagið, hafa mátt taka á sig skelli umfram aðra ráðherra og ríkisstjórnarflokka í þessari deilu, auk þess sem sá flokkur hefur átt meira í húfi, þar sem fylgi BHMR-félaga var ann- ars vegar. Kvennalistinn hefur undanfarið biðlað mjög opið til BHMR-félaga og krafist þess að géngið verði að öllum þeirra kröfum. Burtséð frá því hvort menn telja þær kröfur réttmætar eða ekki, má að ósekju velta því fyrir sér hvort Kvennalistinn hefði haldið uppi sama málflutn- ingi sætu þær í stól fjármálaráð- herra. Ríkisstjórnin samstiga En hvað segir Ólafur Ragnar um inngöngu Steingríms Her- mannssonar á sviðið þar sem hann birtist sem „bjargvættur", leysir að því er virðist deiluna og skilur Ólaf eftir með óþökk BHMR-félaga? „Koma Steingríms breytir minni stöðu nú ekki. Það sem gerðist var það að við töldum nauðsyn á að sýna að það var full alvara og þungi af hálfu ríkis- stjórnarinnar í þessari vinnu. Það hafa ýmsar kenningar verið á lofti um að samningar næðust ekki vegna þess að samninganefnd ríkisins eða formaður hennar stæðu í veginum og það væri ekki hægt að treysta þeim skuldbind- ingum sem væru í samningstex- tanum. Þess vegna vildum við ganga alveg frá því að það væri ríkisstjórnin sjálf, formlega, sem stæði á bak við þennan texta og skuldbindingar gagnvart honum. í því skyni settum við upp sérs- taka ráðherranefnd sem vann í í BRENNIDEPLI þessu verki. Það er mjög góð samstaða innan ríkisstjórnarinn- ar eins og staðfest er með þessari aðferð. Eg taldi nauðsynlegt að það kæmi fram, til þess að það lægi ljóst fyrir að allir flokkar innan ríkisstjórnarinnar stæðu sameiginlega að þessu verki og ríkisstjórnin sem heild gerði það og það getur enginn staðfest það nema forsætisráðherrann einn,“ sagði Ólafur Ragnar. 5 ára samningur En í hverju er tilboð ríkis- stjórnarinnar fólgið? f fyrsta lagi er verið að tala um langtíma- samning sem gildi jafnvel út árið 1994 og eru báðir deiluaðilar þessa mjög fýsandi enda má segja að báðir aðilar séu móðir mjög og sárir eftir langvarandi deilur. Það má segja að kaupmáttartrygging BHMR sé fólgin í viðurkenningu ríkisins á einni meginkröfu þeirra, þ.e. að miða skuli laun háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna við laun sambærilegra Komið að lokapunkti eftir 6 vikna harðvítugt verkfall. Tímamótí samningum efsamið verður til nœstu 5 ára. Krafan um „markaðslaunu komin í höfn starfskrafta á hinum almenna markaði. Spurningin er hvort BHMR fellst á aðferð ríkisins til að ná því marki og hvort treyst sé loforðum ríkisstjórnarinnar, eftir að tvær ríkisstjórnir hafa gefið og brotið ámóta loforð. í tilboði ríkisins eru ákvæði um saman- burð launa BHMR-félaga við laun á almennum markaði og far- ið skal eftir tilteknum reglum í því sambandi. Áfangaskýrsla um samanburðinn skal liggja fyrir þegar starfsheitum í launaflokka verður endurraðað, en slík til- færsla á að fara fram í fyrsta sinn þann 1. júlí á næsta ári. Tilfærslur í launaflokkum fari síðan fram ár- lega, þrisvar til fimm sinnum, og verði minnst einn launaflokkur en mest þrír launaflokkar. Til- færslunni má ljúka á þremur árum en þó allt að fimm árum, ef samanburður við almenna mark- aðinn sýnir að jöfnuður næst ekki fyrr, miðað við að ekki megi hækka menn um meira en þrjá launaflokka í hvert sinn. Markaðslaun í höfn? Á næstu 18 mánuðum skal kanna launamun BHMR-félaga og fólks í sambærilegum störfum á almenna launamarkaðnum, en jafnframt skal meta sérstök rétt- indi BHMR-félaga sem ríkis- starfsmanna. Samkvæmt fyrri könnunum er áðurnefndur launamunur verulegur og kunna því kjör BHMR-félaga að vænk- ast verulega á næstu fjórum árum. Samningurinn er uppsegjan- legur frá 1. júlí 1991 og ákvæði er um að hækki laun annarra eftir 1. desember á þessu ári meira en samningurinn segir til um, getur BHMR krafist breytinga á launaliðum. Náist ekki sam- komulag þar um má vísa á- greiningi til sérstakrar úrskurðar- nefndar. Þá er gert ráð fyrir stofnun sérstaks sjóðs er stuðli að endur- menntun og fleiru og mun ríkið leggja sem svarar 1,5% dag- vinnulauna í hann. Hér hefur orðið breyting á þeim samnings- drögum sem lágu fyrir í síðustu samningalotu, en þá bauðst ríkið til að leggja 2,5% dagvinnulauna í sjóðinn. Á hinn bóginn verður núverandi starfsmenntunarsjóði viðhaldið og haldið inni öðrum ákvæðum um aukaþóknanir o. fl. sem áður átti að fella út. Orlofs- uppbót í júní og desemberuppbót eru eins og í BSRB-samningnum. Laun eiga að hækka í fimm áföngum og sú fyrsta verður 1. maí, síðan 1. september, 1. nóv- ember ogsvo 1. janúar og 1. maí á næsta ári. Gert er ráð fyrir að fyrsta áfangahækkunin verði 3,35% en hinar 1,5%. .. Miðvikudagur 17. maí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.