Þjóðviljinn - 17.05.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.05.1989, Blaðsíða 11
Stóimúfti myrtur Bfll hlaðinn sprengiefni sprakk í gær í loft upp í vesturborginni í Beirút, þar sem múslímar búa, með þeim afleiðingum að 16 manns að minnsta kosti biðu bana og um 50 særðust og limlest- ust. Meðal þeirra sem fórust var Sheikh Hassan Khaled, stórmúfti af Líbanon og helsti trúarleiðtogi súnníta þar. Khaled var hófsemdarmaður í stjórnmálum og reyndi jafnan að bera klæði á vopnin í illdeilum múslíma og kristinna manna þar- lendis. Óttast er að hryðjuverk þetta verði til þess að borgara- stríðið brjótist út einu sinni enn, en tiltölulega kyrrt hefur verið í Líbanon frá því í s.l. viku er sam- dist um vopnahlé milli kristinna Líbana annarsvegar og Sýrlend- inga og líbanskra bandamanna þeirra hinsvegar, eftir tveggja mánaða harða bardaga. dþ. ERLENDAR FRETTIR Kína/So vétríkin Vinir á ný Stúdentar í Peking hylla Gorbatsjov. Zhao Ziyang virðist hlynntur kröfum þeirra Komist er svo að orði í Reut- ersfréttaskeyti að í gær hafi verið endi bundinn á 30 ára fjand- skap Kína og Sovétríkjanna er þeir Gorbatsjov Sovétríkja- forseti, sem nú er í opinberri heimsókn í Kína, og hinn háaldr- aði Kínaleiðtogi, Deng Xiaoping, tókust í hendur. „Nú látum við því liðna vera lokið og opnurn leið til framtíðar,“ sagði Deng við þetta sögulega tækifæri. Þrír áratugir eru nú síðan æðstu menn stórvelda þessara hittust síðast, en þá hétu þeir Nikíta Khrústsjov og Mao Ze- dong. Eftir það kólnaði ört í sam- skiptum ríkjanna og um margra Sœnsk fyrirtœki „Enginn er í Dönum“ hugur ára skeið mátti heita að með þeim væri fullur fjandskapur. Ekki er þó bókstaflega rétt að tala um 30 ára fullan fjandskap í þessu sam- bandi, því að í mörg undanfarin ár hafa samskiptin farið batn- andi, hægt og bítandi. Mótmælaaðgerðir kínverskra stúdenta, sem krefjast aukins lýðræðis, halda áfram af fullum krafti í Peking og stúdentar í Nanking og Sjanghaí hafa farið í mótmælagöngur til stuðnings Pekingstúdentum. Um 1000 stúdentar hófu á laugardag kröfuföstu á Tiananmentorgi í Peking og nú eru þátttakendur í föstunni orðnir um 3000. Sagt er að um 500 stúdentar séu þegar orðnir það máttfarnir af völdum föstunnar að liðið hafi yfir þá og tugir þeirra hafa verið fluttir á sjúkrahús. Stúdentar virðast njóta mikils fylgis meðal borgar- búa og telja fréttamenn Reuters að um 250.000 manns hafi í gær verið samankomnir á Tiananmen og nærliggjandi götum á kröfu- fundi stúdentum til stuðnings. Stúdentum er það mikið áhuga- mál að aðgerðir þeirra fari ekki framhjá Gorbatsjov, en hann er hetja í þeirra augum einkum vegna kosninganna á dögunum til nýssovésksfulltúaþings. Krefjast stúdentar hliðstæðra breytinga í lýðræðisátt í Kína. Auk viðræðna við Deng hitti Gorbatsjov í gær að máli Zhao Ziyang, aðalritara kínverska kommúnistaflokksins, en hann er sagður vera helsti talsmaður um- bóta í innsta valdahring þar. Zhao á að hafa sagt á fundi þeirra að ekki væri hægt að ganga lengra í umbótum á efnahagssviðinu án þess að pólitískar umbætur væru gerðar jafnframt, og bendir þetta til þess að Zhao sé ekki fjarri því að vera sama sinnis og stúdent- arnir. Haft er eftir sovéskum heimildarmönnum að Gorbat- sjov hafa ákveðið að gera breytingar nokkrar á ræðu þeirri, sem hann flytur kínverskum for- ustumönnum í dag í Alþýðuhöll- inni Miklu í Peking. Munu breytingarnar verða gerðar með hliðsjón af kröfuaðgerðum stúd- Gorbatsjov - kröfuaðgerðir stúd- enta röskuðu dagskrá heimsókn- ar. enta. Þær aðgerðir voru svo magnaðar í gær að nokkurt rask varð á dagskrá heimsóknarinnar, þannig varð að lauma Gorbatsjov inn um bakdyr á Alþýðuhöllinni Miklu til viðræðnanna þar við Deng og viðræður Sovétríkja- forseta við aðra kínverska ráða- menn fóru fram á gistihúsi nokkru í vesturhverfum höfuð- borgarinnar, en ekki í Alþýðu- höllinni eins og fyrirhugað hafði verið. Vel fór á með Gorbatsjov og Kínverjum á fundunum í gær, en ágreiningur er þó áfram um ýmis- legt, þar á meðal Kampútseu (sem nú heitir aftur opinberlega Kambódía). Reuter/-dþ. Norðmenn hinsvegar sagðir iðnir og samviskusamir Nepal Stórfyrirtæki í Svíþjóð vestan- verðri eru hætt að sækjast eftir dönsku vinnuafli. I staðinn reyna þau að ráða til sín Norð- menn, sem að sögn talsmanna fyrirtækjanna eru iðnari og sam- viskusamari starfsmenn en Dan- „Sjálfsaginn er slappur hjá Dönunum, þegar starfið er ann- arsvegar,“ er haft eftir tals- mönnum sænskra fyrirtækja. „Það er mikið um að þeir mæti of seint í vinnu og einnig að þeir hætti og fari heim án þess að segja upp.“ Allt annað hafa sömu menn um norska starfsmenn fyrirtækjanna að segja, enda hafa nú Saab-Scania, sem hefur bfla- verksmiðju íTrollháttan, og SKF í Gautaborg úti allar klær til að fá Norðmenn í vinnu hjá sér. Búist er við að yfir 100 manns af því þjóðerni ráðist innan skamms til síðarnefnda fyrirtækisins. Einn forsvarsmaður þess tekur að vísu fram, að ekki séu allir Danir, sem til þess hafi ráðist, afleitir starfsmenn og segir að þeir menn danskir, sem enn séu í vinnu hjá gírkassaverksmiðju fyrirtækisins í Gautaborg, séu fyrsta flokks. Því er og haldið fram, að í þessu efni sé ekki dönsku starfsmönnunum einum um að kenna í öllum tilfellum, þar eð sænsku fyrirtækin hafi stundum ekki staðið við loforð sín um húsnæði þeim til handa og vistað þá á gistiheimilum í lágum gæðaflokki, þar sem þeir hafi neyðst til að búa í bland við subbulegan mannskap. Information/-dþ. Aukin viðskipti við Kína á döfinni Geta valdið þykkju milli Kína og Indlands, er beitir Nepal viðskiptaþvingunum Viðskiptasendinefnd frá Tíbet i er fyrir skömmu farin heim eftir níu daga dvöl í Nepal. Ræddi nefndin við þarlenda ráðamenn möguleika á auknum viðskiptum Nepals og Tíbet, sem er undir kín- verskum yfirráðum en hefur sjálfstjórn að nafninu til. Nepal er algerlega umkringt tí- betsku og indversku landi og hafa viðskipti þess hingað til aðallega verið við Indland. En 23. mars s.l. settu indversk stjórnvöld við- skiptabann á Nepal. Gerðu ind- verskir ráðamenn ráðstöfun þessa til að refsa Nepölum fyrir vaxandi viðskipti við Kína, og sérstaklega gramdist Indverjum að Nepal hafði keypt eitthvað af vopnum af Kínverjum. Viðskiptabannið hefur valdið í Nepal alvarlegum skorti á elds- neyti, salti, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Fyrir um tveimur vikum byrjuðu Kínverjar að láta Nepölum í té olíu til að bæta úr mesta eldsneytisskortinum. í viðræðum viðskiptanefndar- innar frá Tíbet og nepalskra ráða- manna var m.a. fjallað um mögu- leika á að Nepal seldi Tíbet hrís- grjón, mjöl, sykur, smjör og ávexti og keypti í staðinn iðnað- arvörur og ýmsan annan varning. - Af Indlands hálfu þykir gæta allsterkrar tilhneigingar til að gera smáríkin í grennd risaríkis þessa að fylgiríkjum þess, og er nú spurning hvort viðskipta- þvinganir Indlands gagnvart Nepal leiða til aukinnar þykkju milli Indlands og Kína. Þessi tvö fjölmennustu ríki heims hafa annars undanfarið leitast við að bæta samskipti sín, eins og sýndi sig þegar Rajiv Gandhi, forsætis- ráðherra Indlands, kom í opin- bera heimsókn til Peking ekki alls fyrir löngu. lnformation/-dþ. Moskvufréttir Bauð Stalín Hitler frið 1941 ? Sovéskur hershöfðingi heldurþvífram, aðþegar aðþvívirtistkomið að Þjóðverjar tækju Moskvu, hafi Stalín boðisttil að láta afhendi við þá baltnesku löndin, Hvítarússland og mikinn hluta Ukraínu Igrein eftir Níkolaj Palenko undirhershöfðingja, sem birtist nýlega í sovéska blaðinu Moskvu- fréttir, er því haldið fram að Stal- ín hafi falast eftir friði við Hitler í október 1941, tæpum fjórum mánuðum eftir að Þjóðverjar gerðu innrás í Sovétríkin. Að sögn Palenkos bauð Stalín að láta af hendi við Þjóðverja baltnesku löndin, Hvítarússland, sovésku Moldavíu og drjúgan hluta Úkra- ínu. Grein Palenkos fjallar raunar fyrst og fremst um „hreinsanir" Stalíns á Rauða hernum, eins og sovéski herinn hét þá, en hann kveður þær hafa hafist þegar 1930 og hafi þeim ekki verið hætt með öllu fyrr en Þjóðverjar gerðu innrás í júní 1941. Eins og lengi hefur verið kunnugt, var hama- gangurinn gegn hernum mestur árin 1937-38 er herforingjastétt- inni var að miklu leyti útrýmt og þrír af fimm marskálkum hersins voru meðal annarra teknir af lífi. Einn þeirra var Túkhatsjevskíj, er var meðal snjallari frömuða í herstjórnarlist um sína daga. Er greinarhöfundur harðorður í garð Stalíns og kveður hann hafa með „hreinsununum“ hafa lamað baráttugetu hersins að miklu leyti. En það eru ekki nýjar frétt- ir. Friðartilboðið til Hitlers, ef þar er satt sagt frá, sætir auðvitað miklu meiri tíðindum. Palenko heldur því fram, að Georgíj Zhúkov marskálkur, frægastur hershöfðingja Sovét- ríkjanna úr heimsstyrjöldinni síðari, hafi í endurminningum sínum lýst þessari tilraun Stalíns til að semja frið við Hitler, en að sá kafli hafi verið strikaður út úr bók hans af ritskoðurum ríkisins. Palenko skýrir svo frá, að 7. okt. 1941 hafi Zhúkov verið kvaddur á fund Stalíns. Horfurn- ar voru þá hinar óbjörgulegustu fyrir Sovétmenn, þar eð Þjóð- Stalín (hér í herbúningi í borgara- stríöinu við hvítliða) - sagður hafa gefið upp alla von um að Moskva yrði varin. verjar höfðu gersigrað mestan hluta þess hers, sem andstæðing- ar þeirra höfðu haft til taks við upphaf innrásarinnar. Þjóðverjar nálguðust Moskvu óðum og nokkrum dögum síðar flúði sov- éska stjórnin til Kujbýsjev. Stalín var að sögn orðinn vonlaus um, að hægt yrði að verja Moskvu. Zhúkov á að hafa orðið vitni að því að Stalín gaf landa sínum, Lavrentíj Bería leyniþjónustu- stjóra, fyrirmæli um að leita friðar við Þýskaland gegnum leyniieg sambönd, með fyrr- greindum tilboðum um landaafs- al. Ekki kemur fram í fréttinni um þetta hvort friðartilboð þetta hafi nokkurntíma komist í hendur Hitlers eða hvernig hann hafi tekið því, hafi hann fengið það. Þar sem sagnfræðingar hafa haft einkar góðan aðgang að þýskum frumheimildum um stríðið má raunar furðu gegna að þetta skuli ekki hafa orðið uppvíst fyrr, hafi þýsku stjórninni borist téð tilboð. Víst er um það að friður tókst ekki með Þjóðverjum og Sovét- mönnum þetta haust. Hugsanlegt er að Hitler og hershöfðingjar hans hafi hundsað tilboðið, hafi þeim borist það eftir einhverjum leynilegum leiðum, enda munu þeir þá hafa litið svo á að Sovét- ríkin væru sama sem gersigruð. Það var raunar ekki langt frá að svo væri. En Austur-Síberíuhemum, sem kom á vettvang á elleftu stundu eftir að Stalín taldi orðið sýnt að Japanir ætluðu ekki að ráðast að honum að austan, tókst að bjarga Moskvu með dyggilegri aðstoð rússneska vetrarins, sem að því sinni var með harðara móti. Hafi Hitler borist friðartil- boð frá Stalín er ekki ólíklegt að hann hafi iðrast þess að hafa ekki tekið því, bæði þá og síðar, og þó líklega mest síðustu dægrin í byrginu í Berlín. dþ. Miðvikudagur 17. maf 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.