Þjóðviljinn - 17.05.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 17.05.1989, Blaðsíða 15
LJÓSVAKINN Á hlaupum Guðmundur Andri Thorsson Merkilegt þetta tangarhald sem kirkjan hefur enn á daglegu lífi okkar ef henni býður svo við að horfa, jafnvel þótt söfnuður- inn gjörvallur sé tvístraður og annars hugar og mikils til þessa heims í andanum og hún sé nú- orðið ámóta áberandi í samfé- laginu og íslenskir Aðalverk- takar. Á einhverjum dögum sem enginn man hvers vegna eru öðr- um merkari getur hún sem strangasta móðir klappað saman lófunum og sagt: allir inn í rúm, nei, enginn út í kvöld, ekki til að tala um, núna verða allir þægir. Það er meira að segja bannað að stunda þann kaupskap sem kenndur er við sjoppur og sann- anlega er afskaplega meinlaus. Og fólk hlýðir. Petta er alveg sér- lega kyndugt á Hvítasunnudag sem mér er gersamlega fyrirmun- að að rifja upp út á hvað gengur, nemaóljóstrámar mig í að post- ular hafi farið að delera á tor- gum. En við fórum sem sé þrjú saman í bíltúr eftir miðnætti þessa magnþrungna dags til þess að horfa á himininn sem var blár og Esjuna sem var líka blá og sjó- inn sem var beinlínis safírblár, svo ég tók Tómas í sátt. Petta var mild nótt, maður gat jafnvel með góðum huga freistast til að ímynda sér að það væri ofurlítið vor einhvers staðar í henni og daginn eftir var frí hjá öllum - þessi nótt var beint upp úr texta eftir Tómas eða Sigurð Þórarins- son. Ef það væri eitthvert vit í Reykjavík hefðu göturnar í mið- bænum átt að vera troðfullar af fólki: kátum krökkum á ímynd- unarfylleríi, fimm manns blind- fullir af einni bjórdós, ráðsettum hjónum að ganga arm í arm með þessu sérstaka „örkum-við-sam- an-vorn-æviveg“-göngulagi, sléttuúlfum stórborgarinnar að mæla grimmar götur, fyrir utan alla þá ástföngnu að byrja að arka og auðvitað „fólk sem horfir bara á“. Þannig var þessi nótt, ef ég væri skáldlegur myndi ég hiklaust segja að hún hafi verið full af fyrirheitum. En krárnar voru lok- aðar. Ljósin í húsunum voru slökkt. Göturnar voru yfirgefið malbik. Allt var hljótt og tómt. Sjálfum var mér svo sem alveg sama því að húsin í gamla vestur- bænum voru skemmtilega skökk og sjórinn var hvorki meira né minna en safírblár. En ég vil leyfa mér að hvetja til uppreisnar. Það er tóm vitleysa - já, eiginlega alveg ókristilegt - að við séum á svona kvöldi öll heima að hugleiða í skauti fjölskyldunn- ar merkingu Hvítasunnunnar. Að ári förum við öll út á göturnar hvað sem klerkarnir segja því á vorkvöldi í Reykjavík á bærinn að vera iðandi haf af þessum manneskjum sem leggja það á sig að búa hér og þrauka langan vet- ur - að ári þá höldum við Hvíta- sunnukarnival. Kvenleg fegurð Helgar sem þessar reyna fjöl- miðlarnir að vanda til dagskrár- innar. Rás eitt flytur unaðslega músík sem fær mann til að beina huganum til stjarnanna, eða, ef maður er gefinn fyrir slíkt, hug- leiða postulana froðufellandi, rás tvö breytir peningaspilakassan- um í einskæran músíkspilakassa, Stöð tvö sýnir umræðuþátt um kaþólska trú sem kvað vera málið núna hjá einhverjum kreðsum og sjónvarpið frumsýnir nýtt ís- lenskt sjónvarpsleikrit. Eg var nokkuð duglegur að horfa á sjón- varpið á kvöldin - sérstaklega þótti mér laugardagskvöldið fínt. Dagskráin þá var eitthvað svo laugardagsleg. Rósa var í stuði og flutti langan og fróðlegan fyrir- lestur þar sem nún kom viða við að vanda, það voru tvær bíó- myndir og Stöðin kvaddi með þætti sem var kannski ekki sá fyndnasti í þessari syrpu en kom manni samt í dálítið viðhafnar- skap. Ég hvíldi mig meðan fæð- ingarlæknirinn geiflaði sig í gegn- um þáttinn sinn, en horfði hins vegar á báðar bíómyndirnar, líka myndina um el Cid (sem ein sjón- varpsþulan kallaði el kid, og var kannski að ruglast á spænsku þjóðhetjunni og Billy the kid), jafnvel þótt hún tæki um það bil átta tíma og væri einna helst um einhvers konar Jesú Krist leikinn af Charlton Heston. Að mynd- inni lokinni ákvað ég að giftast Soffíu Loren þegar ég yrði stór. Kvenleg fegurð. Af skyldu- rækni horfði ég á fréttaþáttinn 19:19 (hvers vegna heitir hann þessu asnalega nafni?) á mánu- dagskvöldið til þess að geta borið saman við fréttirnar hjá ríkinu. En ég verð að horfa aftur á hann til þess vegna þess að þessi þáttur varómark. Fréttaþulan bunaði út úr sér fréttunum eins og hún ætti lífið að leysa, þrjú hundruð orð á mínútu, og var alltaf að snúa sér ógurlega pottþétt í stólnum og náði því samt alltaf að horfa í augun á manni, sem var í sjálfu sér ansi pottþétt. Það var eins og hún væri að reyna að hespa frétt- unum af sem þungbærri skyldu. Inn á milli kom þungbúinn frétta- maður sem sagði að Ingvar Carl- son væri kominn hingað til lands, að því er virtist til þess að svara til saka fyrir fréttamanni Stöðvar tvö, um eitthvert gaspur í sæn- skum búrókrata um að íslending- ar væru glataðir sem foringjar EFTA. Ingvar brosti afsakandi og fullvissaði fréttamann Stöðvar tvö um að þetta væri tilhæfulaust, enginn hefði sagt þetta, og sá sem sagði þetta yrði rekinn. Frétta- maðurinn sýknaði hann með semingi. Svo kom Hallur rekandi í vörðurnar, þrettán orð á mín- útu, með sakamál sem hann sagð- ist ætla að útskýra. Það var flókin útskýring. Svo kom fréttaþulan og romsaði áfram og sneri sér í stólnum og því næst annar frétta- maður Stöðvar tvö á hlaupum niður tröppur á eftir forsætisráð- herra sem var að flýta sér heim að skipta um föt: Hvað segirðu nú um stöðuna? - Ja ég verð bara að segja að ég segi ekki neitt. Klipp- ing, og fréttamaðurinn að hlaupa upp tröppurnar á eftir Páli Hall- dórssyni sem stormaði áfram og sagði ekki neitt um stöðuna. Svo kom Ómar og sagði frá veðrinu á öllu landinu í dag og á morgun og tókst að vitna í Jónas Hallgríms- son - þrjú þúsund orð á mínútu. Ég var að verða lafmóður að horfa á þáttinn uns loksins tók að hægjast um. Það var þegar kom að raunvérulegu efni hans, sem var bein útsending frá Hótel fs- landi þar sem fram fór keppni í því hvaða stúlka á íslandi uppfyll- ir best fegurðarstaðla öllum al- menningi óskiljanlega - hvernig afstöðum kinnbeina er háttað, varaþykkt, lengd milli augna og hvernig brjóstamál stendur af sér gagnvart mittismáli með tilliti til fótleggjalengdar - eða eitthvað. Það er sem sé til eitthvert lið í heiminum sem heldur að fólk sé hægt að dæma eins og stóla eða lampa á iðnsýningu, eða bíla eða kýr- að stúlkur séu gripir. Okkur var tilkynnt að þetta væri einn aðalviðburður ársins í bæjarlífinu og stúlkurnar væru á leiðinni í glæsivögnum, alveg á leiðinni, rétt ókomnar, hljóta að fara að renna í hlað hvað úr hverju, jájá. Þegar þær loksins birtust voru þær í pelsum frá Eggerti feld- skera og með Timex-úr eða seikó og þá áttum við hin að hugsa: já þær eru svona fagrar af því þær hafa þetta úr. Þetta voru bara svona stelpur og bak við alla hönnunina eru þær eflaust ágæt- ar. Reyndar var gaman að sjá hversu erfiðlega hönnuðunum hafði gengið að hrista úr þeim hressilegt göngulag, þær voru að vísu að reyna að ganga eins og tískusýningardömur sem að sínu leyti reyna að ganga eins og hest- ar, en það gekk satt að segja upp og ofan. Svo mátti ég ekki vera lengur að þessu. Eg var nefnilega að flýta mér. þJÓÐVILIINN FYRIR50ÁRUM Danir vilja ekki haf na boði Þjóðverja um ekkiárásarsátt- mála. Tillögur Munchs sam- þykktar af dönsku stjórninni í gær. Mjólkurverð til bænda lækkar. - Á sáma tíma hækka allar nauðsynjar bændanna. Kemur gengislækkun Breiðfylkingarinn- ar bændum á vonarvöl? Saumastofa mín er f lutt á Klapparst. 44. Bogga Sigurðar. _______________I DAG 17.MAÍ miðvikudagur í fimmtu viku sumars, tuttugasti og áttundi dagurhörpu, 137.dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 4.06 en sest kl. 22.44. Tungl vax- andi á öðru kvartili (fullt laugar- dag). VIÐBURÐIR Imbrudagar eftir hvítasunnu. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúða vikuna 12.-18. maí er í Lyfjabúðinni Iðunni og GarðsApóteki. Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnef nda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...............simi 4 12 00 Seltj.nes...............sími 1 84 55 Hafnarfj................simi 5 11 66 Garðabær................sími 5 11 66 Slökkvilið og sjukrabilar: Reykjavík...............simi 1 11 00 Kópavogur...............sími 1 11 00 Seltj.nes...............sími 1 11 00 Hafnarlj................simi 5 11 00 Garðabær................sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt tyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar i sim- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrirþá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspit- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan simi 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaf löt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, ogeftirsamkomulagi. Fæðingardeild Landspitalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspftali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfirði: alladaga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalinn:alladaga 15-16og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsiðHúsavík.-alladaga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 8-17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500,símsvari. Uppiýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbia og homma á mánudags- og f immtudagskvöldum kl. 21 - 23. Símsvari áöðrumtímum. Siminner 91-28539. Félag eldri borgara. Opiö hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt (raf magns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsvelta bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt I síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í sima91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 16. maí 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar........ 55,14000 Sterlingspund............... 90,69400 Kanadadollar................ 46,44300 Dönskkróna................... 7,31540 Norskkróna................... 7,87260 Sænskkróna................... 8,41700 Finnsktmark.................. 12,78460 Franskurfranki............... 8,42410 Belgískurfranki............... 1,36040 Svissn.fránki................ 31.81490 Holl.gyllini................. 25,25480 V.-þýsktmark................. 28,46890 Itölsklíra................... 0,03914 Austurr.sch.................. 4,04680 Portúg. escudo............... 0,34460 Sþánskur peseti.............. 0,45690 Japanskt yen................. 0,40263 (rsktpund.................... 76,13500 KROSSGÁTA Lárétt: 1 gjald4ævi- 1 2 T . m 4 5 s— [7 skeið 8 sérstæð 9 endir 11 tækja 12konur 14 lærdómstitill 15kámir L..J ■ 17goggur19mælis21 farfa 22 Iærlingur24 nabbi 15 skora 9 10 L3 11 Lóðrétt: 1 áflog2jarð- vegur3smáar4ákafri 5 eldstæði 6 svöl 7 12 - 13 LJ 14 ávaxtar 10 heimilar 13 inn 16bóli 17vætla 18 kyn20eyri23þegar Lausnásíðustu krossgátu LArátt' 1 fr(Sm 4 cocc R r'i 18 L J n it l j 18 20 Mllwll, 1 II Ulll H oCOO U Ieikrit9gumi 11 ægði 12amaðir14il15aðan 17lægra19ást21 ómi 22 næða 24 mild 25 rita Lóðrétt: 1 fúga2ólma 3meiðar4skæra5erg 6siði7stillt10um- dæmi 13iðan 16náði 17 lóm 18 gil 20sat23 ær n 22 LJ aÁ 1 z: 28 ‘ Miðvikudagur 17. maí 1989 .ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.