Þjóðviljinn - 17.05.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.05.1989, Blaðsíða 16
Steingrímur Sigurðsson listmálari: Já, æði mikið. Ég var að koma að norðan og það voru ekki komnar leysingar, allt í fannfergi. Til- breytingin gleður. Mín vorverk eru skriftir um þessar mundir, þó ekki í kaþólskum skilningi. Sigurbjörn Friðriksson heildsali: Já, ég er að fara að bera á tún og leigja mér traktor. Guðlaugur Jónsson hárgreiðslumeistari: Ég er ekki með neinn garð. Ólafur Hannibalsson blaðamaður: Nei, eru til einhver sérstök vor- verk núna á miðjum vetri? Gyða Kristína Hrafnsdóttir sjúkraliði: Nei, ég er ekki byrjuð að fást við nein vorverk. Ég fer mikið i göngutúra úti í náttúrunni. —SPURNINGIN— Ertu farinn að huga að vorverkum? þlÓÐVIUINN Mlðvikudagur 17. maf 1989 88. tölublað 54. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN ÁLAUGARDÖGUM 681663 Fréttamannafundur Ingvars og Steingríms Hressir og samlyndir forsætis- ráðherrar á blaðamannafundin- um í gær. Mynd Jim Smart. Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sem staddur er í opinberri heimsókn hér á landi, hélt í gær ásamt Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra íslands, fund með fréttamönnum í Ráðherrabústaðnum. Um morguninn fyrir fréttamanna- fundinn höfðu forsætisráðherr- arnir haldið fund með embættis- mönnum og rætt ýmis mál, þ. á m. norrænt samstarf, samruna Vestur-Evrópu, samskipti aust- ur- og vesturblakkar og viðskipti íslands og Svíþjóðar. Carlsson sagði m.a. að ísland og Svíþjóð væru á einu máli um að stefna ekki að aðild að Evr- ópubandalaginu, en að stuðla hinsvegar að svo víðtæku sam- starfi með því bandalagi og Frí- verslunarbandalagi Evrópu (EFTA) og mögulegt væri, sem og að tryggja að það samstarf yrði til frambúðar. í því sambandi kæmi til greina að koma upp stofnunum, sem bandalögin bæði stæðu að. Eins og kunnugt er hefur flogið fyrir að sænska stjórnin væri ekki með öllu sannfærð um, að íslend- ingar réðu við það að hafa á hendi formennskuna í EFTA. Aftók Carlsson að nokkur minnsta hæfa væri fyrir þessu, þvert á móti bæri sænska stjórnin fyllsta traust til íslendinga þessu viðvíkjandi. Hefði einhver sænskur embættis- maður orðað slíkar efasemdir við mig, sagði Carlsson, hefði það ekki orðið frama þess hins sama til framdráttar. Steingrímur bætti því við að íslendingar hefðu eftir- minnilega sannað hæfni sína í al- þjóðasamskiptum á háu plani er þeir hefðu á tíu dögum skipulagt ráðstefnu þeirra Gorbatsjovs og Reagans í Höfða. Carlsson lagði enn frekar áherslu á, að hann væri sannfærður um að íslendingar þyrftu engrar hjálpar við til að leiða EFTA, en á hinn bóginn væri mikið að gerast á þeim vett- vangi og því nauðsyn á nánu sam- starfi milli aðildarríkjanna. Ekki myndi með því draga úr mikil- vægi norrænnar samvinnu, held- ur þvert á móti. Leiðtogar Norðurlandaríkja myndu standa í stöðugu sambandi sín á milli vegna aðildar sinnar að EFTA og samskipta þess við EB og aðra aðila. Hvalamálið kom til tals og kvað Steingrímur íslendingum umhugað um jafnvægi í náttúr- unni, og ætti það jafnt við um hvali sem fiska og annað sem lifði í sjó. Hefðu fslendingar ætíð gætt þess að veiða ekki hvali af þeim tegundum, sem ætla mætti að væru í einhverri útrýmingar- hættu. Carlsson kvaðst ekkert hafa á móti hvalveiðum sem slík- um, en nauðsynlegt væri að fylgj- ast með hversu hvalastofnunum vegnaði og gaf í skyn að hann teldi íslendingum vel til þess treystandi. Minnst var á viðskipti íslands og Svíþjóðar, en þau standa þannig að ísland flytur miklu meira inn frá Svíþjóð en Svíþjóð frá íslandi. Kvaðst Carlsson gjarnan vilja aukinn íslenskan innflutning til Svíþjóðar. dþ. Ekkert ,vantraust í garð Islendinga Nauðsyn á nánu samstarfi EFTA-ríkja viðvíkjandi samskiptum við Evrópubandalagið Með því að gefa loforðin 1985 og 1987 þá náðust samningar og svo voru loforðin svikin. \ Nú er ekki búið að ná neinum samningum og bar af leiðandi hafa engin loforð verið svikin. Ég verð bara að segja það: Stundum skil ég_ hreinlega ekki hvað blaðamenn geta spurt heimskulega! //rv 5 y1- X

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.