Þjóðviljinn - 18.05.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.05.1989, Blaðsíða 1
Kveðjurœða Islendingar lélegir gesfgjafar Við höfum verið bandamenn og íbúar sömu eyjunnar ínœrrifimm áratugi, erekkikominn tími til að gestgjafinn endurskoði gestgjafahlutverk sitt, sagðiEricMcVadon aðmíráll þegar hann létaf störfum á Keflavíkurflugvelli í gœr Eg vil tala opinskátt við fólk og stjórnvöld á íslandi, sagði Eric McVadon aðmíráil, yfir- maður bandaríska herliðsins í Keflavík í kveðjuræðu í fyrradag, þegar hann lét af störfum sem yf- irmaður. McVadon taldi aö vinstrimenn hefðu einokað um of alla umræðu um „varnarsamstarfið" hér á landi og að með tilkomu nýrrar hægristjórnar ætti að fara fram ný endurskoðun varnarsamstarfsins sem fæli ekki bara í sér að tak- marka áhrifin af nærveru nokk- urra þúsunda útlendinga á horni landsins, eins og nú væri talað um, heldur þyrfti að „endur- skoða hvort afstaða íslands til varnarsamstarfsins sé við hæfi og fullnægjandi hvað varðar stuðn- ing við Varnarliðið. Eru íslend- ingar ánægðir með þann stuðn- ing, þá gestrisni og það samstarf, sem þróast hefur á þeim nærri fimm áratugum, sem þessir aðilar hafa verið bandamenn og íbúar sömu eyjunnar?" spurði McVa- don. Hann gaf það jafnframt í skyn að gróðafíkn hermangsaflanna hér á landi stæði nauðsynlegum hernaðarfræmkvæmdum fyrir þrifum: „Viðskiptaleg samskipti (hersins og íslendinga) ættu að geta staðist innri samviskuásak- anir okkar og þau ættu líka að standast rannsóknir ¦ þinganna eða jafnvel rannsóknarnefnda. Annars getur sjálfhygli af hálfu íslendinga eða Bandaríkjamanna einfaldlega leitt til þess að banda- ríska varnarmálaráðuneytið eða þingið samþykki ekki fram- kvæmdir sem Varnarliðið hefur brýna þörf fyrir og sem koma ís- landi til góða beint eða óbeint. Við verðum að framkvæma hlut- ina á eins ódýran hátt og hægt er, og nota hugvit okkar til þess að draga úr kostnaði og auka hag- kvæmni. Það gengur ekki lengur, hvorki í Pentagon né á Kapítól- hæðinni, að segja í fölskum af- sökunartón að Island sé einstakt og halda síðan að umbeðið fjár- magn komi streymandi, eða að sérstakar undantekningar frá stefnu og hefð verði gerðar." -ólg Eric McVadon aðmíráll. Ljósm. ólg. Kveðjurœða McVadons Samskiptahættir að breyiast? Steingrímur J. Sigfússon:Kveðjurœða McVadons erreginhneyksli. Hyggstláta kanna hvortþetta varfrumhlaupflotaforingjans eða hvort rœðan boði nýja tíma í samskiptum ríkjanna Að svo miklu leyti sem þetta er maður sem mark er á tak- andi, og það hlýtur maður nátt- úrlega að ætla, þá er það algjört hneyksli og stórmóðgun við okk- ur að leyfa sér að vera að skipta sér af okkar innri málum, blanda sér í þau og reyna að hafa áhrif á BHMR/ríkið Lokaspretturinn seinfarinn Líkur taldar á að lotunni lykti með undirskrift. BHMR vill ótvírœtt orðalag í samninginn Samningaviðræður BHMR og ríkisins stóðu í ailan gærdag og undir kvöld gerðu menn sér vonir um að lotunni lyktaði með undirskrift samninga. Greinilegt var þó að þungt hljóð var í ýms- um samningamönnum BHMR sem töldu fyrirliggjandi samn- ingsdrög ekki góð og var þó sýnu þyngst í kennurum. Töldu þeir ýmsar málsgreinar samningsins ekki nægilega skýrt orðaðar og vildu fá þær orðaðar upp á nýtt af ótta við að þær yrðu túlkaðar þeim á annan og óhag- stæðari máta þegar fram í sækti en nú er um rætt. Hér hræðir reynslan af svikum fyrri ríkis- stjórna á gefnum loforðum kenn- urum til handa. Þá var óánægja með að samningurinn gæfi hrein- lega ekki nægilega mikið í aðra hönd, sérstaklega með tilliti til að verkfall hefur staðið í sex vikur. Vinna samninganefnda í gær fór því í að reyna að ná samkomulagi um þessi atriði og var þó greini- legt á samningamönnum BHMR að þeir ætluðu ekki að rasa um ráð fram á endasprettinum og mætti þvf búast við að viðræðurn- ar drægjust fram á nótt eða jafnvel lengur. BHMR-fólk bíður. Mynd þóm. Meðal þeirra atriða sem BHMR lagði áherslu á að fá breytt var t.d. 1. grein tillögu Tíkisins sem fjallar um endur- skoðun launakerfis háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna með tilliti til ábyrgðar, sérhæfni og menntunar og telja þá grein ekki orðaða á nægilega skýran hátt. Þá var mikil óánægja með orðalag í 15. grein sem kveður á um að verði almennar breytingar á „launum" annarra launþega geti BHMR krafist breytinga á launaliðum. Hér vilja BHMR- félagar að í stað orðsins „laun" komi „kjör" eða „launakjör" enda hafi ríkið að öðrum kosti öll ráð í hendi sér til óhagstæðrar túlkunar. Náist samningar má búast við að kennarar hverfi til starfa við svo búið, þó um það hafi staðið styr í samningaviðræðum í gær. Vilja kennarar fá greidda yfirtíð fyrir þá kennslu sem fyrirsjáanleg er í júní og jafnvel í haust, enda hafi þeir þegar lokið sinni vinnu- skyldu. phh þau. Það kemur hvorki þessum herra við né öðrum Bandaríkja- mönnum hvernig við myndum ríkissljórnir á íslandi og þaðan af síður hvað þær ríkisst jórnir gera, sagði Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðar- og samgönguráð- herra, í gær þegar Þjóðviljinn innti hann álits á kveðjuræðu Er- ics McVadons flotaforingja og fráfarandi yflrmanns setuliðsins á Miðnesheiði. „Það er fullkomin móðgun við okkur að háttsettur bandarískur embættismaður láti sér slíkt sem þetta um munn fara. í fyrsta lagi verðum við að mótmæla þessum orðum harkalega og í öðru lagi verðum við að krefjast tafar- lausra skýringa á því hvað felist í þeim. Hvort þetta sé eitthvert frumhlaup flotaforingjans eða hvort eitthvað meira búi að baki. Hvort nú fari í hönd nýir tímar í framkomu Bandaríkjamanna í okkar garð og samskiptum þjóð- anna. Steingrímur sagði að út úr ræð- unni allri andaði vonbrigðum McVadons með það að íslenska þjóðin skuli ekki vera á hnjánum og sleikjandi útum yfir molunum sem falli af borði setuliðsins. Maður gæti ætlað að hann hefði fyrr á sínum ferli þjónað í banda- rískri flotastöð einhvers staðar þar sem yfirvöld sæju um að kveða niður andófsraddir alþýðu manna. „En það veldur þessum her- manni miklum vonbrigðum að hér hefur þó tekist að einangra herinn að miklu leyti og að stór hluti almennings er í hjarta sínu andvígur hersetunni og þessi von- brigði ganga einsog rauður þráður gegnum ræðuna. Við lestur þessarar ræðu varð mér hugsað um það að það er engin tilviljun að ömurlegustu ræður sem eru fluttar á íslenskri grund flytja menn í herstöðinni á Miðnesheiði. Það má vart á milli sjá hvor er ömurlegri, kveðju- ræða Erics McVadons eða ræða sú er Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, flutti í her- stöðinni að afloknum leiðtoga- fundi í Reykjavík haustið 1986." ks Sjá síðu 2 Iþróttir Ráðherra- fundur Um næstu mánaðamót verður haldinn í Reykjavík fundur íþróttamálaráðherra aðildar- ríkja Evrópuráðsins. Fundinn sækja fulltrúar allra 25 aðildar- ríkjanna sem undirritað hafa menningarsáttmála ráðsins auk þess sem ýmis önnur sambönd munu eiga áheyrnarfulltrúa á fundinum. Þá er ráðgert að full- trúar Kanada, Ungverjalands og Póllands muni sitja fundinn og er hér um alls 160 þátttakendur að ræða, þar af yfir 20 ráðherra. Helstu verkefni ráðstefnunnar eru annars vegar á sviði samvinnu um íþróttastarf í Evrópu og hins vegar um stefnumótun fþrótta- mála sem efst eru á baugi hverju sinni. Má búast við að mest verði fjallað um aðgerðir varðandi of- beldi á kappleikjum, efnahags- legt mikilvægi fþrótta og væntan- legan sáttmála um lyfjanotkun í fþróttum. Svavar Gestsson er ráðherra íþróttamála hér á landi. -þóm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.