Þjóðviljinn - 18.05.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.05.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Hernám ísland standi við skyldu sína Brot úr athyglisverðri kveðjurœðu aðmírálsins á Keflavíkurflugvelli Eg vil tala opinskátt við fólk og stjórnvöld á íslandi. íslend- ingar sem styðja Varnarliðið og NATO ættu að tala jafn fullum hálsi og jafn oft og herstöðva- andstæðingar gera. Þeir eiga að tryggja að hin almenna umræða sé kraftmikil en einkennist ekki af illskufullu og langdregnu eintali vinstrimanna. Leyfið ekki lands- mönnum ykkar að gera minni kröfur til Sovétríkjanna en til Bandaríkjanna eða annarra. Þeir ykkar sem þekkja Varnarliðið og bandaríska og aðra leiðtoga NATO best, ættu að rísa upp oft- ar í réttlátri reiði, þegar stað- reyndum er snúið við eða rétt- látum markmiðum snúið til verri vegar.“ Þetta sagði Eric McVadon að- míráll í hinni athyglisverðu og op- inskáu kveðjuræðu sinni á Kefla- víkurflugvelli í fyrradag. Ræðan var ekki bara árás á íslenska her- stöðvaandstæðinga, hún var ekki síður alvarleg ásökun í garð ís- lenskra herstöðvasinna, her- mangara og íslenskra stjórnvalda fyrir skilningsskort þeirra á þörf- um bandaríska hersins á íslandi og skort á ábyrgðartilfinningu gagnvart NATO. McVadon boð- aði nýja endurskoðun „varnar- samstarfsins" á nýjum forsend- um: Endurskoðun varnarsáttmálans „Tillaga um endurskoðun sam- skipta íslenskra stjórnvalda og Varnarliðsins á ekki að vera bundin við þá samsteypustjórn sem nú er og hefur vinstriöflin innan sinna raða. Samsteypustjórn framtíðar- innar er stendur nær miðju eða hægri ætti einnig að setja í stjórn- arsáttmála sinn slík endurskoð- unarákvæði, en með öðrum áherslum. Segja má að þörf sé á því að endurskoða hvort afstaða Islands sé við hæfi og fullnægjandi hvað varðar stuðning við Varnarliðið. Eru íslendingar ánægðir með þann stuðning, þá gestrisni og það samstarf, sem þróast hefur á þeim nærri fimm áratugum, sem þessir aðilar hafa verið banda- menn í sama bandalagi og íbúar á sömu eyju? ...Endurskoðun varnarsamskiptanna ætti að beinast að ábyrgð íslands, en ekki að því að draga úr þeim áhrifum sem dvöl nokkurra þús- unda útlendinga á einu horni landsins kann að hafa eða að þeim ávinningi sem menn kunna að vænta frá Bandaríkjastjórn í formi ábatasamra verkefna, at- vinnutækifæra eða annarra pen- ingaútláta. Grundvallaratriði slíkrar endurskoðunar ætti að fel- ast í rannsókn á hlutverki íslands sem aðila Atlantshafsbandalags- ins og gestgjafaþjóð Varnarliðs- ins. Ef Island hefur ekki bolmagn til þess að láta af hendi aðstöðu og annan verðmikinn búnað sem gestgjafaland, eins og tíðkast annars staðar, ætti fsland þá ekki að leita annarra leiða til þess að sýna stuðning sinn sem gestgjafa- land í verki?“ Ábyrgð íslands „Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur lýst því skilmerkilega yfir, að íslensk stjórnvöld eigi að taka virkari þátt í undirbúningi æfinga og þátttöku í þeim. Hin frábæra en takmarkaða samvinna sem við höfum haft við íslenskar stofnan- ir eins og Landhelgisgæsluna, Lögregluna, Flugmálastjórn, Al- mannavarnir ríkisins og stjórn- endur sjúkrahúsa, getur nú tekið risastökk framávið...Starf Al- berts Jónssonar fyrir Öryggis- málanefnd virðist frábær grund- völlur fyrir ábyrga íslenska emb- ættismenn innan þessarar stjórn- ar og þeirrar næstu til þess að horfast í augu við ábyrgð sína. Um er að ræða alvarlega ábyrgð, sem menn verða að horfast í augu við varðandi veru Varnarliðsins á íslandi. Þessi ábyrgð varðar sam- eiginleg verkefni, hún varðar stuðning gestgjafalandsins, hún varðar meiri vilja og árvekni ís- lenskra stjórnvalda til að takast á við stærri ákvarðanir á alþjóð- legum krepputímum og spennu- tímum, til þess að hamla gegn ár- ásarviðmóti eða allsherjarstríði. Hún varðar líka viljann til þess að takast á við erfiðar ákvarðanir til þess að draga úr alþjóðaspennu - framtíðarsýn sem við vonumst öll til þess að geta nú horft fram á“... Hluti af þeirri lokasamninga- lotu sem stóð yfir í gær í deilu BHMR og ríkisins snýr að því hvernig eigi að ganga frá skóla- slitum um land allt. Svavar Gests- son menntamálaráðherra hefur ásarnt skólameisturum staðið í þeim viðræðum við fulltrúa kennara og eru aðilar sammála um að slíta verði skólaárinu með formlegum hætti. Lausnir verða hins vegar mis- munandi eftir skólum og liggur ljóst fyrir að kenna verður fram í júní og jafnvel byrja fyrr í haust til að ljúka námsönnum. En Viðskipti og samviska „Það eru aðrar hliðar sam- skiptanna sem verðskulda um- hugsun. Viðskiptaleg samskipti ættu að geta staðist samviskuár- ásir innra með okkur og þau eiga að geta staðist rannsóknir þinga eða þingnefnda í framtíðinni. Sjálfhygli af hálfu íslendinga eða Bandaríkjamanna getur einfald- lega leitt til þess að bandaríska varnarmálaráðuneytið eða þing- ið nái ekki að samþykkja fram- kvæmdaáform, sem Varnarliðið sárvantar og koma íslandi beint eða óbeint til góða. Við verðum að framkvæma hlutina á eins ódýran hátt og mögulegt er og nota hugmyndaflugið til þess að draga úr kostnaði og auka hag- Ríkið og BHMR deilan snýr einnig að samninga- nefnd ríkisins og þá um hvort og þá með hvaða hætti eigi að greiða kennurum fyrir þá vinnu, sem þeir telja utan vinnuskyldu sinn- ar. Flestir kennarar eru þegar komnir í frí, þar sem þeir vinna af sér kennslustundir yfir veturinn. Þeir fara því fram á að sú kennsla sem þeir þurfa að inna af hendi að verkfalli loknu og í sumum tilfell- um í haust verði greidd í yfirtíð. Ríkið hefur á móti viljað halda því fram að þar sem kennsla hafi fallið niður í þær sex vikur sem kvæmni. Það gengur ekki lengur í Pentagon eða á Kapítólhæðinni að útskýra með fölskum afsökun- artón, að ísland sé einstakt, og halda síðan að umbeðið fjármagn muni koma sjálfkrafa, eða að sér- stakar undanþágur verði gerðar frá hefð og markaðri stefnu.“ Eric McVadon lauk máli sínu með því að segja að sá samdráttur í bandarísku herliði sem menn vonist til að komist til fram- kvæmda á meginlandi Evrópu muni auka á mikilvægi herliðsins á íslandi. Og lokaorðin voru þessi: „Sú rödd NATO, sem heyrist á íslandi, má ekki um alla framtíð tala ensku með amerísk- um hreim.“ Þá höfum við íslendingar feng- ið okkar lexíu frá The American Friend. -ólg verkfallið hefur staðið, hafi kennarar ekki náð að vinna af sér tilskilinn tímafjölda sem heimili þeim að fara í sumarfrí á launum. Á þetta vilja kennarar ekki fallast og telja sig í sterkri stöðu til að ná sínu fram. Þeir geti haldið verk- falli áfram vilji ríkið ekki gefa eftir og tíminn vinni með þeim. Kennarar líta þannig á að meðan þessi deila er óleyst haldi þeir einnig uppi pressu á samninga- nefnd ríkisins hvað önnur atriði í samningum BHMR og ríkisins snertir. phh Þrefað um skólaslit Greiðslafyrir kennslu utan vinnuskyldu bitbein samninganefnda Vistmenn og starfsfólk á Sólheimum hafa æft af kappi síðustu daga, fyrir Islandsmótið í Svarta Pétri sem verður á laugardaginn. Islandsmot í Svarta Pétri Fyrsta íslandsmótið í spilinu Svarti Pétur, fer fram á Sólheimum í Grímsnesi n. k. laugardag. Mótið er fyrst og fremst hugsað sem keppni fyrir þroskahefta, en vegna eðlis leiksins er jafnræði með þroskaheft- um sem öðrum og keppnin því öllum opin. Keppnisstjóri verður Svavar Gests og verður keppt um veglegan farandbikar, en stefnt er að því að þetta mót verði árlegur viðburður. Þá eru mörg aukaverðlaun í boði. Þátttaka er ókeypis og er skráning í síma 98-64430. Byrjað verður að spila kl. 14.00 á laugardag en sætaferðir verða frá Umferðar- miðstöðinni á hádegi. Enga síbylju í strætó Samtökin Átak gegn hávaða hafa nýverið sent rekstraraðilum í al- menningssamgöngum erindi þar sem mælst er til þess að hætt verði að leika tónlist og halda mynd- bandasýningar í langferðabílum, strætisvögnum og öðrum al- menningsfarartækjum, nema til komi sérstakt samkomulag, sem allir farþegar sætta sig við. í er- indi félagsins segir að það sé grundvallarregla að enginn þurfi að þola að aðrir troði upp á hann sjálfvöldum hljómleikum. Þá bendi niðurstöur lækna til þess að þrátt fyrir að bílstjórar telji sér yndisauka að hljómleikum í út- varpi eða af hljómböndum, þá hafi sú síbylja í raun slæm áhrif á þá flesta, flýti fyrir þreytu og auki streitu. Ósætti um Fossvog harmað Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu harmar það ósætti sem komið er upp milli tveggja stærstu sveitarfélaga landsins vegna framtíðar Foss- vogsdals og óttast að þeirri góðu samvinnu sem verið hefur með sveitarfélögunum á höfuðborgar- svæðinu, stafi hætta af slíku ósætti. Þá telur stjórnin einnig ámælisvert að samningum sem eru í gildi milli sveitarfélaganna á svæðinu sé rift einhliða. Tekið er undir tillögu Skipulagsstjórnar ríkisins um að hlutlausir aðilar verði fengnir til að meta þörf á lagningu Fossvogsbrautar með alla umferð á höfuðborgarsvæð- inu í huga. Ályktun þessa efnis var samþykkt með 10 atkvæðum í stjórn SSH, en Kristín Ólafsdótt- ir borgarfulltrúi sat hjá. Friðarömmur með ráðstefnu Hvað er friðaruppeldi og friðar- fræðsla?, er yfirskrift ráðstefnu sem „Friðarömmur" gangast fyrir að Hótel Sögu á laugardag- inn. Á ráðstefnunni verða flutt 6 erindi, en hún hefst kl. 13.30. Til- gangurinn með ráðstefnunni er að fá lærða og leika til að fjalla um gildi skipulagðrar friðar- fræðslu og friðaruppeldis frá ýmsum hliðum og er þess vænst að sem flestir uppalendur taki þátt í ráðstefnunni. Fundu 430 gr af kókaíni Fíkniefnalögreglan hefur lagt hald á um 430 gr af kókaíni og hafa tveir menn verið úrskurðað- ir í gæsluvarðhald vegna málsins. Aðrir tveir sem voru í gæslu grun- aðir um aðild að þessu kókaín- smygli hefur verið sleppt úr hald:. Það sem af er árinu hefur verið lagt hald á um 600 gr af kóakaíni, en áður hefur mest verið lagt hald á um 500 gr á heilu ári. Að sögn Iögreglu ber meira á kókaíni hér en áður og jafnframt hefur sölu- verð lækkað sem víðar í heimin- um. Skipaverslun Sambandsins Sambandið hefur sett á stofn sérstaka lagerverslun þar sem skip og bátar geta gert öll matar- og hreinlætiskaup á einum stað. Allar vörur hjá skipaversluninni er á heildsöluverði eða með mest 10% álagningu. Þetta er fyrsta skipahöndlaraþjónustan af þessu tagi hérlendis frá því að Jes Zim- sen hætti slíkri þjónustu fyrir rúmum þremur áratugum. Heiðurslistamenn Kópavogs Lista- og menningarráð Kópa- vogs hefur úthlutað starfslaunum bæjarlistamanns í þriðja sinn. Að þessu sinni hlutu launin þeir Sig- urður Bragason óperusöngvari og Hjörtur Pálsson rithöfundur. Sigurður hlýtur launin frá 1. júlí til ársloka en Hjörtur frá byrjun næsta árs til loka júní 1990. Þá er hafin almenn fjársöfnun fyrir Listasafn Kópavogs undir stjórn Kristjáns Guðmundsonar bæjar- stjóra. Með honum í söfnunar- stjórn eru þau Árni Guðjónsson, Birna Stefánsdóttir, Styrmir Gunnarsson og Tómas Zoéga. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. mai 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.