Þjóðviljinn - 18.05.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.05.1989, Blaðsíða 9
SIPRI 17 þriðjaheimsríki með skotflaugar Stríðumfœkkar. Samdrátturívopnasölu. Bush gagnrýndurfyrir dauflegar undirtektir við Gorbatsjov Inýútkominni árbók frá Albjóð- legu friðarrannsóknastoinun- inni í Stokkhólmi (SIPRI) segir, að sífellt fleiri ríki í þriðja heimin- um hafí yfir skotflaugum að ráða og að erfitt sé að stöðva út- breiðslu þesskonar vígvæðingar, Eiturlyfjasalar hengdir 13 eiturlyfjasalar voru hengdir gpinberlega í fjórum borgum í (ran í gær, og hafa þá alls rúm- lega 500 manns sætt þeirri meö- ferö þarlendis frá áramótum fyrir téöar sakir. Eiturlyfja- og fíkni- efnaneysla er mikil í fran og hafa stjórnvöld svarið að þau muni aldrei af hengingum láta fyrr en sú plága hafi verið upprætt. Havel látinn laus Vaclav Havel, leikritaskáld og einn sá þekktasti í röðum pólit- ískra andófsmanna í Tékkósló- vakíu, var látinn laus í gær eftir fjögurra mánaða fangelsisvist. Havel var dæmdur til átta mán- aða fangelsisvistar vegna þátt- töku í mótmælaaðgerðum í jan. s.l. Samkvæmt úrskurði dóm- stóls í Prag var hann látinn laus „til 18 mánaða reynslu." Dómn- um yfir Havel hefur verið harð- lega mótmælt, bæði í Tékkó- slóvakíu sjálfri og erlendis. Mikki mús fram úr Biblíunni Hin myndskreyttu ritverk um Mikka mús (Mickey Mouse), eitt þekktasta sköpunarverk Walts Disney, hafa nú verið gefin út á fleiri tungumálum en Biblían, rit- verk Leníns og leynilögreglu- sögur Agöthu Christie, og eru þá talin þau verk heimsbók- menntanna, sem mestri út- breiðslu hafa náð. Er þetta sam- kvæmt upplýsingum frá Menn- ingar- og menntamálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UN- ESCO). Reuter/-dþ. þar eð fjöldi ríkja hafi ekki undir- ritað sáttmála frá 1968 gegn út- breiðslu skotflauga. 17 þriðja heims ríki eigi þegar skotflaugar, er nota megi fyrirvaralaust, og fleiri vinni að því að koma sér upp slíkum vopnabúnaði. Þessi 17 ríki sem talin eru upp í árbókinni eru Afganistan, Arg- entína, Brasilía, Kúba, Egypta- land, Indland, íran, írak, Israel, Norður-Kórea, Suður-Kórea, Lí- býa, Pakistan, Saúdi-Arabía, Suður-Afríka, Sýrland og Taí- van. Talið er líklegt að skotflaug- ar ísraels og ef til vill einnig Ind- lands og Pakistans geti flutt kjarnaodda. Ekki er þetta friðvænlegt, en bót í máli er að verulegur sam- dráttur varð s.l. ár í heimsversl- uninni með hefðbundin vopn, að því er stendur í árbókinni. Sú verslun nam að verðmæti s.l. ár tæplega 34 miljörðum dollara og er þar um að ræða 5,5 miljarða lækkun frá 1987, sem líka var metár í þessum viðskiptum. Stríðum fækkaði einnig árið 1988 að sögn SIPRI, nánar tiltekið úr 33 í 28 og vonir standa til að fimm í viðbót ljúki innan skamms. Tel- ur stofnunin að á árinu hafi orðið tímamót í friðarmálum, þar eð þá hafi verið snúið við þróuninni á áratugnum þangað til, er ein- kennst hafi af því að stríðum og meiriháttar vopnuðum 'átökum hafi farið fjölgandi. Friður náðist á árinu milli írans og íraks, Eþíópíu og Sómalí- lands, Chads og Líbýu og auk þess var komist að samkomulagi um að binda enda á stríðin í Ang- ólu og Namibíu. Walter Stutzle, framkvæmda- stjóri SIPRI, fylgdi árbókinni úr hlaði með gagnrýni á Bush Bandaríkjaforseta, sem hann kvað hafa látið hjá líða að bregð- ast jákvætt við frumkvæðum Gorbatsjovs Sovétríkjaforseta til eflingar friði. Kvað Stutzle mik- inn harm að heiminum kveðinn, að þegar maður eins og Gorbat- sjov sæti í Kreml, væri enginn Kennedy í Hvíta húsinu. „Spurn- ingin er hversvegna Atlantshafs- bandalagið, sem auðugustu ríki jarðar eiga aðild að, skuli vera svo skelfilega hrætt við samn- ingaumleitanir um að draga úr vígbúnaði," sagði framkvæmda- stjórinn. Reuter/-dþ. Pólland Kirkjan löggilt Pólska þingið samþykkti í gær með öllum þorra atkvæða frumvarp um fulla löggildingu kaþólsku kirkjunnar í landinu, en hún hefur verið án slíkrar löggild- ingar frá því í lok heimsstyrjald- arinnar síðari, er kommúnistar tóku völd þarlendis. Búist er við að í framhaldi af þessu taki Pól- land fljótlega upp fullt stjórn- málasamband við Páfagarð og verður væntanlega fyrst til þess austantjaldsríkja. Samkvæmt lögunum fær kirkj- an rétt til að byggja kirkjur, kenna trúna og stofna og reka ka- þólska skóla. Kirkjan fær einnig aftur eignir þær, sem ríkið gerði upptækar á sjötta áratugnum, þar á meðal húseignir, sjúkrahús og jarðir. Hún fær einnig aðgang að ALÞYÐUBANDALAGIÐ ABR Aðalfundur - lagabreytingar Aðalfundur ABR verður haldinn 31. maí nk. Tillögum til lagabreytinga verður að skila fyrir 24. maí. Tillögum skal skilað á skrifstofu ABR Hverfis- götu 105. Dagskrá nánar auglýst síðar. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Spilakvöld Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur spilakvöld í Þinghóli Hamraborg 11 mánudaginn 22. maí klukkan 20,30. Allir velkomnir. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagar. Munið félagsgjöldin Að gefnu tilefni vill stjórn ABR minna félaga á að greiða félagsgjöldin. í reglum ABR er skýrt tekið fram að þeir einir teljist fullgildir félagar sem skulda ekki meira en eitt gjaldfallið félagsgjald. Félagar eru þvl hvattir til að greiða heimsenda gíróseðla eða hafa samband við starfsmann félagsins sem gefur þeim upplýsingar og tekur á móti greiðslum alla virka daga frá klukkan 10-14 að Hverfisgötu 105. Stjórnin. útvarpi, getur sjálf stofnað hljóð- varps- og sjónvarpsstöðvar og gefið út bækur og blöð. Kaþólska kirkjan er sem kunn- ugt er með afbrigðum öflug í Pól- landi og svo samgróin þjóðarsál- inni að ráðstafanir stjórnvalda til að draga úr áhrifum hennar báru ekki árangur, nema síður væri. Reuter/-dþ. Stjórnarfar Uppreisnartil- raun í Eþíópíu Gerð var í fyrradag tilraun til að stevpa af stóli Mengistu Haile Mariam, herforingja sem stýrt hefur Eþíópíu einvaldur síðan 1977. Herforingjar nokkrir stóðu fyrir upprcisninni og notuðu tækifærið er Mcngistu var nýfar- inn úr landi í opinbera heimsókn til Austur-Þýskalands. Hann hætti snarlega við heimsóknina, er honum bárust tíðindin að heiman, og flaug frá Austur-Berlín, en óvíst er hvort hann ætlaði heim. Talsmenn stjórnar hans tilkynntu í gær að uppreisnin hefði í fljótheitum verið bæld niður, en fregnir sem bárust til Nairobi, höfuðborgar grannríkisins Keníu, bentu til þess að enn væri barist í höfuð- borginni. Aðalástæðan á bakvið uppreisnina mun vera mikil stríðsþreyta Eþíópíuhers, en honum hefur undanfarið gengið mjög báglega hernaðurinn gegn uppreisnarmönnum í Eritreu og Tígre. Aukheldur vilja Sovét- menn, sem lengi hafa séð her Eþíópíustjórnar fyrir vopnum, nú losna úr þrátefli þessu. Reuter/-dþ. FLÓAMARKAÐURINN I Orgel tll sölu Yamaha CN-79 til sölu vegna flutn- inga. Upplýsingar í síma 74102. Óska eftir að kaupa notuð hljómflutningstæki á sann- gjörnu verði. Upplýsingar í síma 28143 eftir kl. 17.00. Kettlingur og baðborð Falleg, bröndótt læða, 8 vikna, mjög vej vanin, fæst gefins á gott heimili. Á sama stað er til sölu bað- borð, alveg ónotað, á kr. 5.000. Upplýsingar í síma 675626. Kettlingar fást gefins Upplýsingar í síma 621422. Kettlingar 3 loðnir, sætir kettlingar fást gefins. Hringið í síma 50705 eftir kl. 15.00. 2ja ára gamall góður köttur óskar eftir heimili veqna utanfarar eigenda. Sími 28892. Til sölu fyrir ungbörn Leikgrind, barnabílstóll, taustóll, Silver Cross barnavagn, baðborð og hoppróla. Upplýsingar í síma 680718. Húsnæði óskast í Reykjavík eða Kópavogi Óska eftir rúmgóðu herbergi meö baðaðstöðu. Skilvísar mánaðar- greiðslur í boði. Upplýsingar í síma 45196. Til sölu með sanngjörnum kjörum skrifborð og bókaskápar. Upplýs- ingar í síma 53902 eftir kl. 19.00. Vii kaupa eldavél helst ódýra. Upplýsingar í sima 83694. 16 ára pilt frá Noregi langar að komast í sveit á íslandi í 2 mánuði í sumar. Er vanur vélum. Upplýsingar i síma 26835. Ódýru, þýsku vinnustígvélin komin Stærðir 39-46. Verð kr. 990. Sími 29907. íbúð - Hrísey Til sölu ca. 80 fm íbúð á besta stað í Hrísey. Húsgögn geta fylgt. íbúðin losnar 1. júní. Leiga kemur til greina. Upplýsingar í síma 91- 30834. Skoda 120 L Kona óskar eftir að selja vel með farinn Skoda 120L árgerð '86. Ek- inn 17.000 km. Skipti á dýrari bíl koma til greina. Upplýsingar í síma 53563 eftir kl. 17.00. Ódýru, þýsku stigvélin komin 3 litir, stærðir 23-40. Verð kr. 490. Sími 29907. Vil selja Lada 1600 árg. 79 til niðurrifs. Margt nýtilegt s.s. 8 dekk á felgum (sum léleg), grjótgrind og ýmislegt fleira. Verð kr. 10.000. Bíllinn er við Melabraut 8 á Seltjarnarnesi. Lysthafendur geri vart við sig. Sími 611208, Árni. Hef gott geymslupiáss til leigu í stuttan tíma, ca. 3 mánuði. Upplýsingar í síma 83694. Trjáplöntur til sölu Alaskaösp 100-180 sm á 4-500 kr. Einnig-nokkur stykki birki og reyni- viður. Upplýsingar í síma 681455. Vantar 2 meðleigjendur í sumar í íbúð nálægt Hlemmi. Vinnusími 686015 kl. 8-16, heimasími 18114 eftir kl. 16.00, Dagný. Óskast Óska eftir fataskáp, kommóðu og ísskáp, helst gefins eða mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 45196. Til sölu ársgamalt Peony litstjónvarpstæki, 14“. Verð kr. 17.000. Einnig 26“ svart/hvítt sjónvarp á kr. 2.000. Einnig 2 Cortinur árg. 77. Önnur skoðuð '89, hin skoðuð '88. Tilboð óskast. Upplýsingar í sima 45196. Dýravinir athugið! Fallegir kettlingar fást gefins. Al- gjört skilyrði að þeir fari á góð heim- ili. Á sama stað er til sölu gott tvíhjól með hjálpardekkjum. Upplýsingar í síma 36469. Svefnsófi eða einstaklingsrúm óskast Upplýsingar í síma 681310 eða 681331 kl. 9-5. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Lítill strákur og mamma hans óska eftir lítilli íbúð Átt þú litla íbúð sem þú vilt leigja ódýrt og fá góða umgengni og ör- uggar greiðslur? Ég er í myndlistar- námi og sonur minn er á öðru ári. Vinsamlegast hringið í síma 32052, Sigrún Ólafsdóttir. Til sölu er afburðagott eintak af Trabant 601 S Limousine. Vagninn er af ár- gerð 1986, ekinn ekki nema 17.000 km og í mjög góðu ásigkomulagi. Sumar- og vetrardekk fylgja. Nán- ari upplýsingar veitir Guðrún í símum 685933 kl. 8-16 og 22928 á kvöldin. Ég er 11 ára strákur sem vill komast í sveit í sumar. Ég get unnið felst sveitastörf og létt heimilisverk ef þörf er á. Er vanur. Upþlýsingar í síma 19459. Stelpa á 15. ári óskar eftir vinnu í sumar, annað- hvort við barnapössun eða af- greiðslu. Upplýsingar í síma 611786. Óska eftir að kaupa svartan, vel með farinn svefnsófa. Upplýsingar í síma 681310 kl. 9-17 og 675862 á kvöldin. Til sölu 2 nýir IKEA skápar á kr. 4-5.000 kr. stk. og ungbarnavagga. Upplýsing- ar í síma 687680. Aðstandendur borgaralegrar fermingar halda fund að Hverfisgötu 21, laugardaginn 20. maí kl. 14.00. Allt áhugafólk velkomið. Peningar i boði Húsnæði óskast í Reykjavík eða Kópavogi handa um 30 erlendum stúdentum frá 16. júlí-17. ágúst nk. Þeir sem hafa áhuga á að leigja þeim herbergi eða jafnvel hús, hafi samband við Úlfar Bragason í síma 26220 eða 21281. Ódýrt mótatimbur Notað mótatimbur 1 x6 og uppistöð- ur til sölu á kr. 5.000. Upplýsingar í síma 77609. Ilia útlítandi bíll i mjög góðu standi til sölu á sann- gjörnu verði. Upplýsingar i síma 13632. Til sölu sófasett, 3ja sæta + 2 stólar. Upp- lýsingar i síma 622157 eftir kl. 16.00. Gefins Strauvél í góðu standi fæst gefins. Upplýsingar í síma 30192. Ertu að taka til? Starfsmannafélag Þjóðviljans vant- ar gashellur í sumarbústaðinn. Vinsamlegast hringið í síma 681331 eða 681310 á daginn. Til sölu 270 lítra frystikista. Upplýsingar í síma 83694. Útimarkaður Hlaðvarpans Tökum í umboðssölu handgerða muni t.d. skartgripi, útskurð, keram- ik, föt, vefnað, leikföng og margt fleira. Upplýsingar í sima 19055. Trabanteigendur athugið! 4 sumardekk á felgum til sölu ódýrt. Upplýsingar i síma 18648. Náttúrulegar snyrtivörur frá Banana Boat og GNC Engin gerviefni, einungis heilsubót- arjurtir (Aloe Vera o.fl.): Græðandi svitalyktareyðir, græðandi varasal- vi, hágæða sjampó og næring, öflu- gasta sárasmyrslið á markaðnum, hreinasta en ódýrasta kollegen- gelið, sólkrem og olíur (9 teg.) m.a. Sól-margfaldarinn. Milda barna-só- Ivrnin og Brún án sólar. Biddu um ókeypis upplýsingabækling á ís- lensku. Póstsendum út á land. Sársaukalaus hárrækt með He-Ne- leyser, rafnuddi og „akupunktur". Megrun, svæðanudd, hrukkumeð- ferð og reykingameðferð, Biotron- vítamingreining. Hringdu og fáðu upplýsingar. HEILSUVALL, Lauga- vegi 92 (við Stjörnubíóplanið), símar 11275 og 626275. Peugeot 504 árg. 77 til sölu til uppgerðar eða niðurrifs. Þarfnast viðgerðar en er að mörgu leyti mjög heilllegur. Nýlegt segul- bandstæki/útvarp. Glælnýr geymir. Glæný kúpling. Ýmislegt í vél nýtt. Verð: Lítið. Upplýsingar í síma 681331 og 681310 kl. 9-17 og 36718 á kvöldin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.