Þjóðviljinn - 18.05.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.05.1989, Blaðsíða 11
Þjóðviljinti - Frá lesendutn - Síðumúla 6 108 Reykjavík Síðbúin kvittun Kveðja til Eggerts Haukdals Það var nú meiri barningurinn þegar Ingólfur heitinn á Hellu og við vorum að reyna að búa til úr þér alþingismann, Eggert Hauk- dal. En þetta tókst samt eða við skulum segja það. Hitt er svo allt önnur saga hvernig þú reyndist þegar við vorum búin að fá þér allt upp í hendurnar. Sjaidan launar kálfur ofeldi. Mikið var um það talað í Sjálfstæðisflokkn- um á sínum tíma hvernig þú brást Geir og svo Gunnari. Flest okkar vorum við búin að vinna lengi og vel fyrir þann flokk en svo mikill var hrokinn orðinn á þeim bæ að þeir töldu sig ekkert hafa við at- kvæðin okkar að gera. Þá þótt- umst við sjá foringjaefnið okkar í þér en vonbrigðin urðu skelfileg. Við máttum líka alltaf trúa því sem Gunnar og Geir sögðu. Síð- an brást Jón Sólnes þegar hann reyndi að gera bandalag við þig og koma á samstöðu með S- listanum og L-listanum. Hann valdi þér líka réttu orðin í bókinni sinni. En svo voru svikin þín við okkur þau langsamlega verstu. Það eru líka þau sem munu end- anlega kollsteypa þér og sárin sem þú þá veittir okkur L- listafólki gróa aldrei. Þessar fáu línur eru bara síðbúin kvittun okkar fyrir það, þegar þú stökkst frá okkur yfir í breiðsæng íhald- sins einsog einn Allaballinn orð- aði það og vitanlega gerðir þú þetta þegar við máttum síst við því. Þá var nýtt stjórnmálaafl að fæðast, en þú eyðilagðir það allt. Þú varst þá foringinn okkar. En koma dagar og koma ráð af því að nú erum við endanlega laus við þig og betri meðbyr getur ekkert stjórnmálaafl fengið. Aumingja Árni Johnsen hefur lýst því með miklum tilþrifum, hvernig þú sveikst hann í tryggðum. Samt ætlar hann svo að lyfta þér á þing næst. Það er alveg mögnuð lyst en Eyjaíhaldið virðist geta slarfað í sig hverju sem er. Hvar skyldi svo þinn pólitíski svikaferill enda? Það má bara líta á þetta síðar en fyrst verður þetta að koma al gefnu tilefni. Við höfum heyrt og séð tilburði þína undanfarið þar sem þú ert að mjálma utan í okk- ur. Ja svei. Þetta er alveg von- laust fyrir þig því við erum ein- mitt nýbúin að hittast og ræða okkar mál og þína hörmulegu stöðu, sem enginn heilvita maður vill koma nálægt. Við ákváðum að veita þér aldrei oftar stuðning - þótt við séum búin að gefa þér ótal tækifæri til þess að bæta ráð þitt og það gleymist aldrei hvað við lögðum á okkur fyrir þig. Við óðum eld fyrir þig og einmitt þá sveikstu okkur. Þú færð þó að kynnast því að við getum ekki haldið áfram að styðja bara ein- nota þingmann. Við ákváðum líka að gefa ekki Þorsteini Pálssyni lengri frest. Hann skal sko fá að finna fyrir því í næstu kosningum hvað það kostar að ganga með þig í farteskinu sem á öllum þessum árum hefur aldrei komið einu einasta marktæku máli í gegnum Alþingi. En þú þóttist ekki geta verið með okk- ur. Það er líka fróðlegt að sjá hvernig nýju vinirnir þínir reynast þér og tala um þig. Sérðu það ekki og heyrirðu það ekki? FRÁ LESENDUM Sjálfstæðisflokkurinn stofnaði einstæða nefnd á þykku gólftepp- unum fyrir sunnan eftir síðustu kosningar (Naflaskoðunarnefnd- ina) og átti hún að segja honum hvað hann mætti að gera og hvað hann ætti ekki að gera til þess að andlitið á honum yrði ekki of ljótt í augum kjósenda. Okkur er t.d. sagt að á Mogganum hafi alveg verið ráðið frá því að birta fleiri greinar eftir dr. Hannes Hólm- stein Gissurarson af því að öll hans margra kílómetra skrif væru búin að skaða flokkinn nóg. Síð- an var flokknum alveg ráðið frá því að hampa Utstrikunarkóngi Islands Eggert Haukdal. Sástu virkilega aldrei logandi háðið og glampann í augum vinanna þinna þegar þú mættir þeim á göngum Alþingis? Er þér alveg sama þeg- ar birtar eru aftur og aftur í stærsta blaði landsins af þér myndir sem hálft hross? Virkar þetta kannski á þig sem traustsyf- irlýsing? Mikill dæmalaus afglapi gastu nú annars verið að stökkva út í ómokaðan íhaldsflórinn þeg- ar við heiðarlegt og venjulegt bændafólk reyndum að gera úr þér mann. Moggi gamli var ís- kyggilega fljótur að breyta því í hálft hross, Luktar-Gvend og allt það. Gera menn svoleiðis þegar þeir vilja reynast vinum sínum vel? Um daginn voru okkur svo sagðar mjög óvenjulegar lýsingar nokkurra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins á þér og öllu þínu bauki en þeir þykjast víst orðið þekkja þig fullvel. Það var víst einhvern veginn svona: Hausinn á honum er eins og óinnréttað ris. Okkur varð nú ekki um sel þegar þessi maður var í fyrsta sinn leiddur inn í flokksherbergið okkar. Við sett- um auðvitað strax á hann afrugl- ara, en það bar bara engan árang- ur. Hann lokaðist inni í klæða- skáp og baular þar eins og kálfur- inn, sem hann kom með í bíl- skottinu á Alþingi sællar minn- ingar. Greyið gengur með enda- lausar sérþarfir, sem enginn flokkur getur leyst. Það er útilok- að að ræða við hann um pólitík af því að hann sér hana aldrei nema í baksýnisspeglinum. í flokknum okkar eru tveir fílabeinsturnar. Sá stóri með Þorsteini litla og sá litli með Eggerti stóra. Þetta kannski flýtur hjá okkur á meðan þingmenn eru ekki settir í greindarpróf. Já fyrrverandi foringi okkar! Ljótt er nú að heyra en ekkert getum við gert að því þótt svona berist okkur til eyrna og fólkið á þykku gólfteppunum hafi gaman af að teygja þig sundur og saman. Þetta vildirðu og þangað vildirðu æða þegar framtíðin blasti við þér með lykilaðstöðuna frá okkur. Hvernig þú gast klúðrað öllu! Og þú skalt alltaf muna það að við höfum aldrei talað um háð, gáfnafötlun eða vitsmunakreppu í sambandi við þig. Það sóttir þú þér annað. En varaðu þig bara á einu. Komdu aldrei skríðandi til okkar aftur. Reyndu heldur við Framsókn. Hún er svo vitlaus að hún má al- veg gleypa pólitíska banabitann sinn. Hvað munar þá um eina kaffibaun? Við ræddum svo líka um það hver þín pólitísku endalok munu verða. Sumir sáu þar þögnina besta með hinu óumflýjanlega hruni þínu. Þá kom ein merkasta konan í sunnlenskri bændastétt með þessa lausn: Ég hugsa að hann endi sem pólitísk fatafella í Grímsneskerinu hans Árna. En vel á minnst. Er nú ekki kominn tími til að Morgunblaðið birti ræðuna þína frægu í Fram- kvæmdastofnun, sem 'varð svo fræg að endemum að allir ætluðu að ganga út? Þetta er þó eina af- rekið þitt um dagana og okkur er sagt að Moggi haldi svo^mikið upp á ræðuna að hún sé geymd þar í sprengjuheldri skúffu. Vertu svo margblessaður og líði þér alltaf sem allra best hjá öllum góðu vinunum þínum sem þú taldir miklu fínni en okkur af því að þeir eru á þykku gólftepp- unum í Reykjavík, en ekki bara bændur svo notuð séu frægu orð- in frá sjálfum þér. L-lista fólk Kirkjan og kristin- dómurinn George Bernhard Shaw sagði einu sinni: „Kristindómur væri af hinu góða ef fólk aðeins lifði hann.“ Á undanförnum vikum hefur ýmislegt verið skrifað um ferm- ingu, bæði fermingu í kirkjunni og borgaralega fermingu. Eins og Hope Knútsson skrifar (Morgun- blaðið 11. 5. ’89), hefur kirkjan ekki einkaleyfi á orðinu „ferm- ing“. Ég þekki Hope persónulega í gegnum geðhjálp, og er hún ein af þeim fáu kristnu manneskjum sem ég hef hitt á lífsleiðinni. Hún er svo sannarlega að feta í fótspor Krists og hefur boðskap hans um kærleika, frið og réttlæti að leiðarljósi í lífinu. Aftur á móti Íiekki ég aðeins einn prest hér á slandi sem er í raun og veru þjónn Guðs en ekki þjónn ríkis- rekinnar þjóðkirkju, hann Hall- dór S. Gröndal. Eins og Jesús sagði við þessa hræsnara sem þykist vera prestar: „Þið getið ekki þjónað Guði og Mammon." Og fermingarbörnin eru ekki trú- uð fyrir það eina að láta fermast. Já, það væri gott ef mennirnir virkilega praktíseruðu kristind- óm. Þá væri veröldin öðruvísi en hún er í dag. En hvar sér maður það þegar maður lítur í kringum sig? Hvernig eru heimsfréttir? Stríð og ofbeldi, ofbeldi og stríð. Hvar er kærleikurinn, umburðar- lyndi, samúð? Við erum á beinni leið inn í 3. heimsstyrjöldina, og það þýðir ekki að loka augunum fyrir þessari staðreynd. Það kem- ur að því, því fyrir rúmlega 2000 árum spáði Jesús þannig: „Því að þá mun verða svo mikil þrenging, að engin hefir þvflík verið frá upphafi heims allt til þessa, né heldur mun verða. Og ef dagar þessir yrðu ekki styttir kæmist enginn maður af; en sakir hinna útvöldu - Guðs börn - munu þessir dagar verða styttir,“ Matt- eus 24:21-22. Hér er greinilega um kjarnorkustríð að ræða. E.J. I DAG þJÓDVILJINN FYRIR50ÁRUM Palestinasjálfstætt ríki innan 10 ára? Gyðingar eiga aðeins að verða þriðjungur þjóðarinnar. Hitaveitan til 1. umræðu á bæj- arstjórnarfundi í gær. Tilboð Höj- gaard & Schultz var gagnrýnt mjög skarplega, en talið óhjá- kvæmilegt að ganga að þvi með tilliti til stríðshættu. 18.MAÍ fimmtudagur í fimmtu viku sumars, tuttugasti og níundi dag- urhörpu, 138. dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 4.03 en sest kl. 22.48. Tungl vaxandi á öðru kvartili (fullt laugardag). VIÐBURÐIR Stjórnarskrá konungsríkisins ís- lands staðfest 1920. Fæddur Jakob Thorarensen skáld 1886. FæddurGunnarGunnarsson rit- höfundur1889. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúðavikuna 12.-18. maí er í Lyfjabúðinni löunni og GarðsApóteki. Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Siðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...............sími 4 12 00 Seltj.nes...............sími 1 84 55 Hafnarfj................sími 5 11 66 Garðabær................simi 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík...............sími 1 11 00 Kópavogur...............sími 1 11 00 Seltj.nes...............sími 1 11 00 Hafnarfj................sími 5 11 00 Garðabær................sími 5 11 00 LCKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er i Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- iækni eöa ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar. Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alladaga 14-20 og eftirsamkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðinvið Barónsstígopinalladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alladaga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítalinn:alladaga 15-16 og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyriralladaga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið DAGBÓK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Simi: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 8-17. Síminn er 688620. Kvennaraðgjötin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18—19, annars sim- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa veriö ofbeldi eða orðið tyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbía og homma á mánudags-ogfimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Simsvariáöðrumtímum. Síminner 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga ogsunnudagakl. 14.00. Bilanavakt (raf magns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Simi 21260 allavirka dagakl.1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, erveittísima 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús" krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmludögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i sima 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 17. maí 1989 kl. 9.15. Sala Bandarikjadollar......... 55,29000 Sterlingspund............ 90,40200 Kanadadollar............. 46,44100 Dönskkróna................ 7,34260 Norskkróna................ 7,89580 Sænskkróna................ 8,44510 Finnsktmark.............. 12,81940 Franskurfranki............ 8,39510 Belgískur franki....... 1,35800 Svissn. franki........... 31.74850 Holl. gyllini............ 25,22300 V.-þýsktmark............. 28,43330 Itölsklíra................ 0,03906 Austurr. sch.............. 4,04090 Portúg. escudo............ 0,34570 Spánskurpeseti............ 0,45440 Japanskt yen............ 0,40198 Irsktpund................ 76,02100 KROSSGÁTA I 1— 2 1 j m 4 6 7 Lárétt: 1 sæti4gildur8 fylgja 9 rof 11 slæmt 12 hárugur14samtök15 strik 17 krús 19 þræll 21 púki22skartgrip24 vinnusemi25þungi Lóðrétt: 1 kröggur2 hávaða3ílát4húð5 kostur 6 hörgull 7 bjálf- ann10heit13spilið16 muldra17dýrki 18 mjúk20 eðja23áköf Lausnásíðustu krossgátu Lárétt: 1 toll4æska8 n ■ 9 16 n 11 12 13 14 í L.J 18 18 u 17 18 LJ 18 20 einstök9slit 11 tóla 12 kerlur14dr15atir17 ífæra 19 úrs 21 lit 22 21 LJ 22 s nemi24 arta25rifa Lóðrétt: 1 tusk2leir3 litlar 4 æstri 5 stó 6 köld 7akarns10leyfir13 utan 16rúmi 17 íla 18 ætt20 rif 23 er 2« " 1 n 28 ‘ Fimmtudagur 18. maí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.