Þjóðviljinn - 23.05.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.05.1989, Blaðsíða 1
Staðgreiðsla skatta Eitt þúsund leiðréttingar Talvert um að atvinnurekendur hafi dregið staðgreiðslu skatta aflaunamanni en ekki staðið skilfyrir Gjaldheimtunni. Helsta vörn launamanna tilað komast hjá tvísköttun er aðframvísa afriti aflaunaseðlum. Best að skila umsóknum um leiðréttingu i síðasta lagi 15. júní RQrisskattstjóra hafa borist um eitt þúsund uinsóknir um Ieiðréttingu á afdreginni stað- greiðslu skatts, en þessum eyðu- blöðum hefur verið dreift að und- anförnu til launamanna ásamt yf- irliti yfir afdregna staðgreiðslu síðasta árs. Samkvæmt upplýs- ingum Skúla Eggerts Þórðar- sonar, hjá Rikisskattstjóra jafngildir þetta um 0,3-0,5% af framteljendum og er heldur lægri tala en fyrirfram hafði verið búist við. Hér er hvoru tveggja um að ræða leiðréttingar vegna innslátt- arvillna á launaseðlum og voru í flestum tilfellum embættinu kunnar áður, en síöan er talsvert um að atvinnurekendur hafa ekki staðið í skilum til Gjald- heimtunnar, jafnvel þó þeir hafi hirt staðgreiðslu skatta af launa- manni. Þar sem Gjaldheimtan hefur enga pappíra upp á að við- komandi launamaður hafi greitt sína skatta, verður sá hinn sami skattlagður á nýjan leik, nema því aðeins að hann geti fært sönn- ur á með launaseðlum eða öðrum hætti, að af honum hafi verið tekin staðgreiðsla. „Það er talsvert af fólki sem hefur haft samband vegna fyrir- tækja sem ekki hafa skilað til okkar yfirliti yfir staðgreiðslu og eru sum jafnvel komin í gjald- þrot," sagði Skúli. „Ef launa- manni tekst að sanna að stað- Það er í nógu að snúast hjá ríkis- skattstjóra, en þangað hafa bor- ist um eitt þúsund leiðréttingar á afdreginni staðgreiðslu skatta. Talsvert er um að fyrirtæki hafi haldið staðgreiðslunni eftir og verður þá launamaðu'' skattlagð- ur á nýjan leik, nema honum tak- ist að sanna að af honum hafi verið dreginn skattur. Þvíerbrýnt að halda saman öllum launamið- um. Mynd Jim Smart. Samningar KÍ samdi ígær- kvöldi Kennarasamband íslands undirritaði í gærkvöldi nýjan kjarasamning við ríkið. Samn- ingurinn gildir til 22. maí n.k. en hann er afturvirkur frá 1. maí sl. Nýi samningurinn er í öllum meginatraiðum einsog nýgerður kjarasamningur BHMR-félag- anna hvað varðar launaliði. Að auki eru í samningnum ýmis sérá- kvæði varðandi skólaþróun og samstarf KÍ og menntamálaráðu- neytis. Svanhildur Kaaber sagði í gær- kvöldi að hún væri ekki sátt við launaliðina en ýmis góð atriði væri að finna varðandi skólastarf- ið. greiðslu hefur verið haldið eftir hj á honum, hvort sem það er með launaseðli eða öðrum hætti þá er hann laus. í 22. grein skattalaga segir: „Launagreiðandi ber ábyrgð á þeim opinberu gjöldum sem hann hefur haldið eftir eða bar að halda eftir samkvæmt lögum þessum. Launamaður ber ekki ábyrgð á greiðslu opinberra gjalda sem hann sannar að launagreiðandi hefur haldið eftir af launum hans." Sagði Skúli að upp kæmu dæmi þar sem launamaður hefði glatað launaseðli eða annarri sönnun þess að af honum hefði verið tekin staðgreiðsla, þá væri bók- hald launagreiðanda fullgild sönnun fyrir launamanninn. í neyð gætu menn því sett sig í sam- band við ríkisskattstjóra sem hefði heimildir til að kanna bók- hald viðkomandi fyrirtækis. Enginn ákveðinn frestur hefur verið gefinn til að skila umsókn- um um leiðréttingu á afdreginni staðgreiðslu. „Við munum taka við þessu svo framarlega að þess sé nokkur kostur fram á síðustu stundu. Síðasta stund í þessu til- felli er þegar álagning fer í reikning og það gerist í lok júní. Upp úr 15. júní er orðið erfitt að koma þessu inn, því þá byrjar út- reikníngur. Ef menn skila þessu ekki fyrir þann tíma, verður ekki hægt að afgreiða þessar leiðrétt- ingar fyrr en eftir álagningu. Menn fá þá fulla álagningu eins og ekkert hefði verið dregið af þeim í skatt, en leiðréttingin kæmi síðan í kjölfarið," sagði Skúli Eggert Þórðarson. pnn Skólalok Deilt um námsmat Ólga ímbrgumframhaldsskólum vegnafyrirkomulags námsmatsfyrir skólaárið. Friður að skapast um málið, segirHörðurLárusson í menntamálaráðuneytinu Olga var meðal nemenda nokk- urra framhaldsskóla í gær vegna tilhögunar námsmats og lokaprófa fyrir skólaárið. Það var hins vegar mat samráðs- nefndar menntamálaráðuneytis- ins og fulltrúa skólastjóra, kenn- ara og nemenda eftir fund í gær- kvöldi að friður væri að skapast um þær lausnir sem boðið er upp á í liinuin ýmsu skóliun eftir að- stæðum. í aðalatriðum miðast þær lausnir sem boðið er upp á við það að nemendur verði ekki brautskráðir eða fluttir á milli bekkja án faglegs námsmats. Þar sem kennarar telja sig ekki hafa nægilegar forsendur til námsmats þurfa nemendur að heyja próf. Skólarnir bjóða upp á stuttan undirbúning fyrir próf nú í vor og sérstök haustnámskeið fyrir þá sem heyja haustpróf. Vorönn í framhaldsskólunum er að öllu jöfnu 13-14 kennsluvik- ur, en vegna verkfallsins var kennsla að þessu sinni ekki nema 10 vikur. Ingvar Ásmundsson formaður Skólameistaraijélags f s- lands sagði í gær að eðlilegt væri að nokkur ringulreið skapaðist í kjölfar verkfallsins, en verkefnið væri að vinna sig út úr vandanum miðað við aðstæður á hverjum stað. -ólg Sjá bls 2 Hársala Skollitað hár á 6000kr/kg í nokkur ár hefur hársnyrti- stofan Papilla boðið upp á hár- lengingar með gervihári, en nú er hægt að fá eðlilegri útkomu þar sem fyrirtækið kaupir mannshár. Dórothea Magnúsdóttir hár- greiðslumeistari sagði í samtali við Þjóðviljann að íslenskt hár væri vinsælt og ef vel gengur með hárkaupin stendur til að flytja lokkana til Englands þar sem hárkolluframleiðsla er mikil. Skollitað hár er í hæsta verð- flokki. Þeir sem slíkt hár hafa til ' sölu geta krækt sér í 600 krónur fyrir hver 100 grömm. Lengd hársins verður að vera 20-50 sm. Hárlengingin sjálf með svo- kallaðri límbyssuaðferð tekur tvo meistara 5-6 klukkustundir, en aðgerðin kostar tæpar 20 þús. krónur, eða sem svarar rúmum þremur kílóum af hári. -eb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.