Þjóðviljinn - 23.05.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.05.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Humarvertíðin Miðin ókönnuð vegna verkfalls Rúmlega 70 bátar hafa veiðileyfi og kvótinn 2400 tonn Humarvertíðin fyrir suður- og suðausturlandi hófst um sl. helgi og stendur til 15. ágúst. Rúmlcga 70 bátar hafa leyfí til veiðanna í ár sem er lítilsháttar fækkun frá því í fyrra þegar 81 bátur hafði veiði- leyfi. Verðlagsráð hefur heimilað frjálst verðlag á þessari vertíð. Vegna verkfalls BHMR hafa fiskifræðingar hjá Hafrann- sóknastofnun ekki getað kannað ástand miðanna og sagði forstjóri hennar dr. Jakob Jakobsson þau mál öll vera í uppnámi sem væri mjög bagalegt. Á síðasta ári lagði Hafrann- sókn til að heildarhumarkvótinn í ár yrði ekki meiri en 2.400 tonn sem er rúmum 200 tonnum minna en var leyft að veiða á síðustu vertíð. Sú vertíð gekk ekki sem best vegna óvenju stopulla gæfta og lélegrar nýliðunar árganganna 1981 og 1982, en 6 - 7 ára humar er jafnan umtalsverður hluti veiðistofnsins. Hvort vertíðin í ár verður betri en sú síðasta er erfitt að spá um en oftast nær hefur hún verið mikil búbót þeim byggðar- lögum þar sem gert er út á humar og vinnslu. Pá vill Rfkismat sjávarafurða vinsamlega benda útgerðum humarveiðibáta á að á komandi vertíð er notkun járntunna til geymslu humars er bönnuð vegna mengunarhættu (málningar- flögur og ryð). Stofnunin mælir með því að plastílát af viður- kenndri gerð séu notuð undir humarinn. Pá beinir stofnunin þeim tilmælum til sömu aðila að þeir grípi til ráðstafana er tryggi að lausar málningarflögur í lest- um bátanna berist ekki í ísinn sem notaður er til að ísa humar- inn. Hann sé verðmæt útflutn- ingsvara og brýnt að vanda öll vinnubrögð. -grh Símaskráin Hörð spjöld á nýni skra Símaskráin 1989 er komin út og verður hún afhent símnotendum á póst- og símstöðvum um land allt næstu daga gegn framvísun sérstakra afhendingarseðla, sem póstlagðir hafa verið. Upplag símaskrárinnar að þessu sinni er um 155 þúsund ein- tök. Brot skrárinnar er óbreytt frá því sem verið hefur undanfar- in ár en blaðsíðutalið eykst um 32 síður frá því í fyrra og er nú 864 síður. í skrána fóru um 280 tonn af pappír. Mynd af Goðafossi prýðir forsíðuna að þessu sinni. Sú nýjung er nú tekin upp til reynslu að bjóða skrána inn- bundna í hörð spjöld með plast- húð, en það ætti að koma sér vel þar sem um mikla notkun er að ræða og einnig verður auðveldara að láta hana standa í bókahillu. Nýja símaskráin tekur gildi 28. maí n.k. að öðru leyti en því að númerabreytingar á svæði 95 verða nokkrum dögum síðar. Getur bamavemdarráö skert réttaröryggi foreldra? Barnaverndarráð íslands hefur sent frá sér athugasemdir við álit umboðsmanns Alþingis á meðferð forsjármála, en einsog lesendum er kunnugt um þá gagnrýndi umboðsmaður með- ferð forsjármála, einkum það að foreldrar fengju ekki að kynna sér gögn sem úrskurður er byggð- ur á. Athugasemdir barnaverndar- ráðs byggja ekki á málefnalegri umfjöllun um þau efnisatriði sem umboðsmaður alþingis gagn- rýndi í áliti sínu, heldur beinir barnaverndarráð spjótum sínum að umboðsmanni og ásakar hann um að hafa brotið gegn hagsmun- um þeirra barna sem í hlut áttu í því máli sem áiit umboðsmanns fjallaði um. Auk þess sem barna- verndarráð lýsir því yfir að það muni ekki treysta umboðsmanni framar fyrir gögnum í einstökum forsjármálum verði farið fram á þau. Svo vitnað sé orðrétt í athuga- semdir barnaverndarráðs: „í umræddu máli sem umboðs- maður Alþingis hefur fjallað um, lítur barnaverndarráð svo á að brotið hafi verið gegn hagsmun- um barnanna þar sem opinberað er hvaða afstöðu þau tóku gagnvart foreldrum sínum. Ber að harma þau mistök þar sem slíkt getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir tengsl barnanna við foreldra sína í framtíðinni. Það var aldrei ætlunin að niður- stöður sálfræðiprófa sem lögð voru fyrir hjá barnaverndarráði yrðu notaðar í þessum tilgangi. Mun barnaverndarráð fyrir sitt leyti sjá til þess að slíkt gerist ekki aftur.“ Seinagangurinn Eitt af því sem umboðsmaður gagnrýndi í áliti sínu var seina- gangurinn í forræðismálum og tekur barnaverndarráð undir það sjónarmið. „Ljóst er hve alvar- legt það er fyrir börn að þurfa að bíða mánuðum saman í óvissu um það, hvort foreldranna kemur til með að hafa forsjá þeirra með höndum. Barnaverndarráð hefur því reynt að hraða afgreiðslu þessara mála eftir því sem unnt er.“ í umræddu máli var ekki um nokkurra mánaða bið eftir niður- stöðu barnaverndarráðs að ræða, heldur leið eitt og hálft ár frá því að dómsmálaráðuneytinu barst umrætt forsjármál 22. október 1986 þar til úrskurður var gefinn út 27. maí 1988. Og þar sem um- boðsmaður telur ástæðu til að setja út á málsmeðferðina má segja að málið sé enn óútkljáð. Réttur málsaðila Höfuðdeilan stendur þó ekki um þetta atriði heldur hitt hvort foreldrar í forsjármálum eiga rétt á að kynna sér öll gögn í slíkum málum sem liggja til grundvallar úrskurði dómsmálaráðuneytis. í BRENNIDEPLI 1 áliti umboðsmanns alþingis sagði orðrétt: „Það er samkvæmt framan- sögðu skoðun mín að stjórnvöld- um, sem fjalla um forsjá barna við skilnað foreldra, sé að lögum skylt að kynna foreldrum þau gögn, sem fyrir liggja hjá þessum stjórnvöldum vegna slíkra mála og beri stjórnvöldum að hafa frumkvæði í því efni. Jafnframt sé foreldrum gefinn kostur á að gera athugasemdir af því tilefni og skýra málið frá sínu sjónarmiði. Frá framangreindri megin- reglu um skyldu stjórnvalda um að eiga frumkvæði að því að kynna aðila gögn og gefa honum kost á að tjá sig, tel ég, að sam- kvæmt gildandi rétti sé ekki hei- milt að gera neina undantekn- ingu, þótt forsjármál eigi í hlut, nema þegar sérstaklega stendur á. Er þar einkum um að ræða upplýsingar, sem varða viðkvæm einkamál, og þá einkum ef ætla má, að aðgangur að upplýsingum geti reynst barni skaðlegur eða sambandi barns og foreldris. Getur því verið réttlætanlegt, ef þannig stendur á, að meina t.d. foreldri að sjá afrit viðtals, sem starfsmaður stjórnvalds hefur átt við barn, en jafnan ætti að kynna foreldri niðurstöðu slíks viðtals, ef til greina kemur að á henni verði byggt." Réttaröryggið Barnaverndarráð sættir sig ekki við þessa niðurstöðu um- boðsmanns alþingis og birtum við hér lokaorð athugasemda ráðs- ins: „Barnaverndarráð hefur marg- oft á undanförnum árum rætt flest þau atriði sem sæta að- finnslum í áliti umboðsmanns Al- þingis. Ennfremur hefur barna- verndarráð leitast við að tryggja hagsmuni viðkomandi aðila í þeim vandmeðförnu málum sem ráðinu er ætlað að leysa úr. En þegar hagsmunir foreldra og barna fara ekki saman, telur barnaverndarráð sér skylt að standa vörð um hagsmuni barn- anna. f slíkum tilfellum er hugs- anlegt að réttaröryggi foreldr- anna skerðist að einhverju leyti.“ Hér hljóta ýmsar spurningar að vakna: Getur barnaverndarr- áð skert réttaröryggi foreldra? Hvaða heimild hefur það til þess? Er ekki réttaröryggi grundvallar mannréttindi í réttarþjóðfélagi? Einsog fram kom í áliti um- boðsmanns getur barnaverndar- ráð gert undantekningu frá því að kynna aðila gögn ef sá aðgangur gæti reynst börnunum skaðlegur. Hinsvegar á að kynna málsaðil- um niðurstöður viðtala við börn- in ef byggja á úrskurðinn á þeim. Domsmala- ráðuneytið Málið snýr því enn frekar að dómsmálaráðuneytinu en barna- verndarráði, því það er ráðuneyt- ið sem kveður upp úrskurð. Framhald þessa máls ræðst því af viðbrögðum ráðuneytisins við áliti umboðsmanns alþingis. Fram til þessa hafa úrskurðir ráðuneytisins ekki verið rök- studdir. Um það segir umboðs- maður alþingis: „Úrskurðir dómsmálaráðu- neytis um skipan forsjár barna í tilefni af deilum foreldra við skilnað eru ekki rökstuddir. Hér fer ráðuneytið með úrskurðar- vald í vandasömum og við- kvæmum deilumálum, sem fjaila um mikilvæg réttindi og hagsmuni deiluaðila og barna þeirra. Umsagnir barnaverndar- yfirvalda í þessum málum eiga að vera rökstuddar, eins og áður greinir. Er engan veginn eðlilegt að gerðar séu minni kröfur til þess aðila, sem fer með úrskurð- arvald, en til aðila, er lætur í té umsögn. Fjalli dómstólar um slík mál, bæri þeim ótvírætt að rök- styðja niðurstöðu sína. Hér við bætist, að breyta má ákvörðun- um um forsjá vegna breyttra að- stæðna, sbr. 2. mgr. 38. gr. barnalaga nr. 9/1981 og 48. gr. laga nr. 60/1972, Er af þeim ástæðum nauðsynlegt að ekki fari milli mála, á hvaða forsendum úrskurður er byggður. I'að er því niðurstaða mín, að dómsmála- ráðuneytinu beri að rökstyðja skriflega úrskurði sína í forsjárm- álum.“ Framhald þessa máls er því ekki undir barnaverndarráði komið heldur því hvort ráðuneyt- ið mun breyta þeirri vinnutil- högun sinni að afgreiða forsjár- mál sjálfvirkt beint frá barna- verndarráði og fara að áliti um- boðsmanns alþingis og afgreiða málin með skriflegum rökstuðn- ingi þar sem gætt er réttar allra málsaðila. -Sáf Barnaverndarráð sakar umboðsmann alþingis um að hafa brotið gegn hags- munum barna og lýsir þvíyfir að ráðið muni ekki treysta honum framar fyrir upplýsingum íforsjármálum. Þá segist ráðið ekki sjá ástæðu tilþess að breyta vinnulagi sínu og leyfaforeldrum að- gang að gögnum sem úrskurður ífor- sjármálum byggir á. Dómsmálaráðu- neytið á næsta leik ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.