Þjóðviljinn - 23.05.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.05.1989, Blaðsíða 5
Alþingi Vill samskipti við PLO Þingheimur einhuga ímálefnum Mið- austurlanda heimsfriðnum. Alþingi skorar á ísraelsstjórn að hindra mannd- ráp og verja líf og limi óbreyttra borgara. Alþingi vill að tafarlaust verði efnt til friðarráðastefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna um Mið- austurlönd og leggur áherslu á að virða beri sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar og tilver- urétt Ísraelsríkis. Alþingi telur ennfremur að ísland eigi að hafa vinsamleg samskipti við Frelsis- samtök Palestínumanna, PLO. Þetta er kjarni ályktunartillögu utanríkismálanefndar sem þing- heimur samþykkti einróma í fyrri viku. Upphafleg tillaga Hjörleifs Guttormssonar og fleiri þing- manna frá því í nóvember hafði tekið breytingum í nefndinni, m.a. sökum þeirra umskipta er orðið hafa á pólitískri og diplóm- atískri stöðu PLO, og fyrir vikið gátu alþingismenn fylkt sér um málið, allir sem einn. -ks Alþingi hefur áhyggjur af á- standinu fyrir botni Mið- jarðarhafs og telur það ógna Skólamál Kennarar ekki komnir í frí Grunnskólakennarar höfðu samband við Þjóðviljann vegna fréttar á fimmtudag þar sem sagði að „flestir kennarar væru þegar komnir í frí“. Hið rétta er að yngstu börnin eru í skólanum til 26. maí og prófum í grunnskólum lýkur yfirleitt í lok þessarar viku. Það er þó misjafnt eftir skólum. Þá tekur við yfirferð yfir próf og skýrslugerð hjá kennurum og í júní taka svo við námskeið. Kennarar komast ekki í frí fyrr en að þeim loknum. SA Flug Rauður, grænn og blár £ sumaráætlun Flugleiða, verða I allar ferðir merktar með litum, sem gefa til kynna hvaða far- gjaldaflokk átt er við. í hverri viku í sumar verða 122 ferðir frá Reykjavík til áætlunar- staðanna úti á landi. Sú megin- breyting hefur orðið á sumaráætl- un félagsins að ferðatíðni til minni staða verður aukin veru- lega. Gert er ráð fyrir því að flogið sé til fleiri en eins staðar í hverri ferð. Að sögn talsmanna Flugleiða er þessi breyting gerð í samræmi við niðurstöður skoðanakönnun- ar sem félagið lét gera í vetur á áætlunarstöðunum. Sérstök áhersla verður lögð á fjölskylduafslætti í sumar. Með breytingum á bókunar og afslátt- arkerfi vonast Flugleiðir til þess að gefa jafnað álagið og dreift ferðum meira yfir alla vikuna og jafnframt nýtt vélakosti félagsins betur. Villimennska Starri í Garði skrifar Aðalfundur Kaupfélags Þing- eyinga var haldinn á Húsavík 4. maí sl. Halli á rekstri K.Þ. var á árinu 1988 67 miljónir, en 55 miljónir árið áður. Fjármagnskostnaður var rúmlega 165,6 miljónir, hafði aukist um 65% frá árinu á undan. Heildarvinnulaun (laun og launatengd gjöld) var einni milj- ón lægri upphæð en fjármagns- kostnaðurinn. Þegar reikningarnir eru skoð- aðir fer ekki á milli mála að orsök hins mikla rekstrartaps er hið villimannlega fjármagnsokur sem löghelgað er á íslandi. Það var mál manna á þessum aðal- fundi að félagið rambaði á gjald- þrotsbarmi, og það eina sem gæti forðað því frá að steypast fram af væri alger stefnubreyting í verð- lagningu fjármagnsins. Lækkun raunvaxta sem lofað er, er ein sér alls ekki fullnægjandi. Verðtryg- ging peninga án verðtryggingar á tekjum þeirra er lánsféð taka er „Það fjármagnsokur sem viðgengstá íslandi er að setja Kaupfélag Þingey- inga á Húsavík á hausinn. “ óðs manns æði, sérstaklega þar sem lánsfjárþörf framleiðslufyr- irtækja og þjónustu er þeim teng- ist, og þeirra einstaklinga sem eru að koma sér upp þaki yfir höfuðið er óhjákvæmileg. Sömu sögu er að segja um taprekstur Fiskiðju- samlags Húsavíkur 1988, fjár- magnsokrið er þar orsökin. Þannig er tveimur aðal burðar- ásum atvinnulífs og afkomu íbúa þessa héraðs stefnt í bráðan voða, ekki vegna náttúruham- fara, heldur pólitískrar heimsku og ævintýramennsku stjórn- valda, þeirra er ábyrgð bera á fj ármagnsokrinu. Það er til skammar að láta slíkt yfir sig ganga og er ályktun aðal- fundar Kaupfélags Þingeyinga frá 4. þ.m., sem send er stjórnvöldum og birst hefur hér í Þjóðviljanum, tilraun til að spyrna við fótum. 16. 5. 1989 Starri í Garði FRÉTTIR Allir fá eitthvað við sitt hæfi í húsi tónlistarinnar, klassík, jass eða popp. Sigurður Björnsson, Vernharður Linnet og Valgeir Guðjónsson með fangið fullt af happdrættismiðum. Tónlistarhús Happdrætti grafi gninn Teikningar fyrirhugaðs tónlist- arhúss eru nú tilbúnar og sam- þykktar frá bygginganefnd Reykjavíkur en fjármagn vantar til þess að hægt sé að hefjast handa og grafa grunninn. Því eru Samtök um byggingu tónlistar- húss að fara af stað með ferða- happdrætti í fjáröflunarskyni og vonast þau til þess að sem flestir landsmanna leggi sér lið. Dregið verður 17. júní. í tónlistarhúsinu verða tveir salir. Það verður framtíðar- hljómleikahöll fyrir hverja þá tónlist sem landsmenn hafa í há- vegum, „létta og þunga“, og mun fullnægja alþjóðlegum kröfum flytjenda og áheyrenda. Traust verksmiðja hf Á traustum grunni Trausti Eiríksson 'l----------------- Fyrirtækið Traust verksmiðja hf. gerði í desember sl. sam- komulag við Trausta Eiríksson um framleiðslurétt á þeim tækj- um og búnaði er Traust hf. hafði áður. Frá þeim tíma hefur fyrir- tækið framleitt tæki og vélar fyrir sjávarútveg fyrir 40 - 50 miljónir króna. Á blaðamannafundi sem fyrir- tækið efndi til í gær kom fram hörð gagnrýni á banka og aðrar peningastofnanir sem virðast hafa áhuga á öðru en að afla nýrra viðskiptavina. Til skamms tíma stóð til að flytja starfsemina til útlanda en hætt var við það þegar Sparisjóður vélstjóra tók fyrirtækið í viðskipti. Um 27 manns vinna núna hjá Traustri verksmiðju hf. Helstu framleiðsluvörur fyrir- tækisins eru söltunarkerfi, sprautsöltunarvélar, en einnig lausfrystar rækjuvinnsluvélar, færibönd o.fl. Söluhorfur á þess- um tækjum og búnaði eru góðar hérlendis sem erlendis. -grh 1989 útgójan of mest lesnu bóh landsins er homin út Nú getur þú fengið símaskrána innbundna fyrir aðeins 150 kr. aukagjald. Tryggðu þér eintak á meðan upplag endist. Símaskráin er aflient á póst- og símstöðvum um land allt gegn afhendingarseðlum, sem póstlagðir hafa verið til símnotenda. s Öll símanúmer á svæði 95 breytast í tengslum | við útgáfli skrárinnar og verða þær auglýstar s nánar þegar að þeim kemur. Við spörum þér sporin Að öðru leyti tekur símaskráin gildi 28. maí næstkomandi. POSTUR OG SIMI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.