Þjóðviljinn - 23.05.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.05.1989, Blaðsíða 10
MINNING Theodór Framhald af 9. síðu. starfi Sjálfsbjargar og honum verður best lýst með því að segja að hann hafi verið talandi tölvu- banki um málefni fatlaðra og Sjálfsbjargar. Missir okkar Sjálfsbjargarfélaga er því mikill og skarð Theodórs verður vand- fyllt. Með samstilltum frumherj- um Sjálfsbjargar vann Theodór stórvirki í því að breyta viðhorf- um og aðstæðum í íslensku þjóðfélagi til hagsbóta fyrir fatl- aða. Það væri ekki í Theodórs anda að leggjar árar í bát þótt á móti blási, hann á það inni hjá okkur öllum að blásið sé í herlúð- rana og ný sókn verði hafin fyrir betri framtíð, fyrir samfélagi fyrir alla. „Helfregnin barst, það húmaði vordegi á, hœkkandi sólar dapraðist fagurt skin, Komandi stundir sjaldnast er unnt að sjá, sárast að kveðja félaga góðan og vin. Huggun þó veitir vonin um endurfund, vekur að nýju hljóminn í brostnum streng. Margs konar umrót mótar líðandi stund, minningin vakir um góðan, ötulan dreng. Kveðju skal senda hátt út í heiðið blátt, hugurinn leitar svo margs þess er áður var. Kúabændur, sauðfjárbændur, athugið! í gildandi reglugerðum um fullvirðisrétt til fram- leiðslu mjólkur verðlagsárið 1988/1989 og til framleiðslu sauðfjárafurða verðlagsárið 1989/ 1990 eru ákvæði um að ríkissjóður greiði fyrir fullvirðisrétt sem ekki er nýttur með innleggi í afurðastöð. Greitt verður fyrir allt að 10% af fullvirðisrétti án þess að um það þurfi að sækja sérstaklega. Framleiðendur geta óskað eftir að fá greitt fyrir hærra hlutfall fullvirðisréttar en að framan grein- ir, enda berist skrifleg umsókn um það til Framleiðsluráðs landbúnaðarins fyrir 10. júní nk. Ekki verður þó greitt fyrir ónotaðan rétt ef framleiðsla nær ekki 50% af fullvirðisrétti nema hjá framleiðendum sauðfjár sem förguðu fé vegna fjárskipta að opinberum fyrirmælum og hófu fjárbúskap á ný árin 1986-1988. Þá hefur landbúnaðarráðherra undanskilið við greiðslu af hálfu ríkissjóðs allt að 5% fullvirðisréttar til mjólkurframleiðslu sem nýtist framleiðanda til innleggs á verðlagsárinu 1989- 1990. Vakin er athygli á því að umsóknir um greiðslu fyrir hærra hlutfall en 10% af fullvirðisrétti eru bindandi fyrir framleiðendur. Framleiðsluráð landbúnaðarins Kúabændur athugið! Ákveðið hefur verið að greiða verðuppbót á alla ungkálfa sem slátrað er í sláturhúsi frá og með 18. maí til og með 16. júní nk. Greiddar verða krónur 4.000 fyrir hvern slátraðan ungkálf upp að 50 kg kjötþunga. Minning hans sæmir að merkinu lyft sé hátt, merkinu þvísem ótrauður jafnan hann bar.“ (Jóhannes Benjamínsson, 1989.) Ég votta Ragnari bróður Theo- dórs, aðstandendum, ættingjum, vinum og Sjálfsbj argarfélögum öllum dýpstu samúð vegna frá- falls hans. Jóhann Pétur Sveinsson, formaSur Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Hann andaðist á heimili sínu í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, Reykjavík, 7. maí s.l. Theodór var fæddur á Stað í Steingrímsfirði og sleit barns- skónum þar og á Hólmavík, en fluttist til Reykjavíkur 1953. Þá voru komin í ljós einkenni þess sjúkdóms sem batt hann við hjólastól til æviloka. Foreldrar Theodórs voru hjón- in Helga Tómasdóttir og Jón Sæmundsson. Jón vann á prestsetrinu Stað í Steingríms- firði, síðar við kaupfélagið á Hólmavík, en gerðist starfsmað- ur Ofnasmiðjunnar eftir að fjöl- skyldan flutti til Reykjavíkur. Theodór stundaði nám við Samvinnuskólan að Bifröst 1959- 1961 og lauk þaðan prófi. Hann var einn af stofnendum Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík, sem stofnað var 27. júní 1958 og einn af stofnendum Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, sem stofnað var í Reykjavík 4. júní 1959. Hann var kosinn varaformaður fyrstu stjórnar landssambandsins. Einu ári síðar, á þingi á Akureyri, er hann kosinn formaður stjórnar landssambandsins og gegnir formannsstarfinu í 28 ár, eða til ársins 1988. Þegar Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar tók til starfa í júlí 1973 var hann ráðinn forstöðu- maður dvalarheimilisins og gegndi því starfi til dauðadags. Eftir að hann lét af störfum for- manns landssambandsins gegndi hann störfum framkvæmdastjóra þess. Áður en Theodór hóf störf á vegum Sjálfsbjargar starfaði hann hjá Tryggingastofnun ríkis- ins. Leiðir okkar Theodórs lágu fyrst saman á stofnþingi Sjálfs- bjargar, landssambands fatlaðra 4. júní 1959, hann sem fulltrúi félagsins í Reykjavík, undirritað- ur sem fulltrúi félagsins á ísafirði. Að ári, 1960, hittumst við aftur á þingi Sjálfsbjargar á Akureyri, en þá var hann kosinn formaður landssambandsins, eins og áður segir. Það var svo um haustið 1960 að Theodór hringir til mín vestur á ísafjörð og segir mér að landssambandinu standi til boða skrifstofuherbergi í húsi SÍBS við Bræðraborgarstíg 9 í Reykjavík og spyr hvort ég sé til í að koma suður og vinna á skrifstofu lands- sambandsins. Það varð úr og skrifstofan var opnuð 1. október 1960 og hófst þar samstarf sem átti eftir að vara í tæp 29 ár. Eitt fyrsta verkefnið sem sam- tökin ákváðu að vinna að var bygging dvalarheimilis í Reykja- vík fyrir mikið fatlað fólk, en þá var slíkt heimili ekki til í landinu. Á þessum tíma hafði Theodór upplifað það að dvelja á Elli- heimili og þekkti því af eigin reynslu þörfina fyrir slíkt heimili. Má segja að undirbúningur og bygging hússins hafi verið eitt af aðalverkefnum samtakanna, en jafnframt var unnið að ýmsum hagsmunamálum fatlaðra. T.d. voru þing haldin árlega, með þátttöku allra félagsdeildanna, þar sem gerðar voru samþykktir í hinum ýmsu málaflokkum sem tengjast hagsmunabaráttu fatl- aðra. Fyrsta skóflustungan að bygg- ingunni var tekin 28. október 1966, af þáverandi félags- málaráðherra, og að viðstöddum fjölda gesta, embættismönnum ríkis og Reykjavíkurborgar, Sjálfsbjargarfélögum o.fl. Fyrstu íbúar dvalarheimilisins fluttu inn í húsið 7. júlí 1973. Með þessum áfanga í starfi Sjálfsbjargar var eitt af markmiðum samtakanna í höfn. Meðan á byggingu hússins stóð voru oft mikil átök í fjármál- um og fjármögnun framkvæmd- anna og gengu þá menn í per- sónulega ábyrgð fyrir Sjálfs- björg, en það endaði nú allt vel. í formannstíð Thodórs tóku samtökin þátt í margvíslegu sam- starfi við önnur félagasamtök um málefni fatlaðra. Má í þessu sam- bandi nefna stofnun Öryrkja- bandalags íslands, þar sem samtök öryrkja og styrktarfélag öryrkja stofnuðu með sér hagsmunasamtök til að vinna að sameiginlegum hagsmunamál- um. Og einnig má nefna að Sjálfsbjörg átti fulltrúa í nefnd sem undirbjó og kom á fót íþrótt- um fyrir fatlaða, auk fjölda ann- arra nefnda, sem unnu að hagsmunamálum fatlaðra. Sjálfs- björg tók fljótlega þátt í norrænu samstarfi og varð aðili að Banda- lagi fatlaðra á Norðurlöndum og var Theodór tilnefndur í stjórn þess, annar af tveimur fulltrúum, og formaður Bandalagsins 1968- 1972. Hann átti sæti í nefnd, sem sá um framkvæmdir í tilefni Al- þjóða árs fatlaðra 1981 - ALFA nefndinni. En á þessu ári, Al- þjóða ári fatlaðra 1981, var Theo- dór sæmdur Riddarakrossi hinn- ar íslensku Fálkaorðu, fyrir störf sín að málefnum fatlaðra. Áður var hann sæmdur Heiðursmerki Rauða kross íslands fyrir störf sín. Á fyrstu árum Sjálfsbjargar kom mjög vel í ljós hversu erfitt það reyndist mikið fötluðu fólki að fá ýmis hjálpartæki til eigin nota, s.s. hjólastóla. Sjálfsbjörg aflaði sér sambanda og fór að flytja inn hjólastóla, armstafi og fleiri hjálpartæki og varð þessi þáttur starfseminnar allviða- mikill og nutu samtökin reynslu Theodórs í þessum efnum. Þegar Sjálfsbjörg og Rauði kross ís- lands stofnuðu Hjálpartækja- bankann fluttist þessi þáttur starfseminnar til bankans. Þegar lögin um málefni fatlaðra tóku gildi átti hann sæti sem varafor- maður, í fyrstu stjórnarnefnd- inni, sem sá um framkvæmd lag- anna. Theodór var mjög vel að sér í lögum og reglugerðum sem snerta málefni fatlaðra og var sú þekking hans óspart notuð og þótti okkur félögum hans ólíkt þægilegra „að fletta upp í Theo- dór“ en fletta upp í hinum ýmsu lögum og reglugerðum. Theodór var ákaflega félags- lyndur maður og hafði öðlast mikinn félagslegan þroska. Hann var mikill fundamaður og fljótur að finna kjarna málsins. Hann var góður fundarstjóri, því kynntumst við vel, sem sátum með honum fundi mörgum sinn- um á ári í 28 ár. Árið 1973 giftist Theodór eftir- lifandi eiginkonu, Elísabetu Jónsdóttur og stofnuðu þau heimili og bjuggu á Seltjarnar- nesi. Síðan snemma á árinu 1986 hefur Theodór búið í Sjálfsbjarg- arhúsinu og þar átti hann sitt heimili þegar hann andaðist. Þessum minningarbrotum um góðan vin og félaga fylgja inni- legustu saknaðarkveðjur og þakkir frá öllu samstarfsfólkinu á skrifstofum samtakanna með kærri þökk fyrir samstarf og sam- veru. Og vinir Theodórs hjá Ferða- þjónustu fatlaðra og einnig þeir sem aka eigin bifreiðum kveðja hann með söknuðu og þakka kynnin og samstarfið. Við Sjálfsbjargarfélagar, vinir þínir og félagar, þökkum samver- una og samstarf. Kynslóðir koma, kynslóðir fara. Allar sömu œvigöngu. Gleymist þó aldrei eilífa lagið við pílagrímsins gleðistund. Kynslóðir koma, kynslóðir fara. Tíminn líður og líður. Örlög einstaklinga og lífsferill þeirra mótast og þroskast í því umhverfi sem þeir lifa í, og tengist nánustu ástvinum þeirra, - foreldrum og systkinum í æsku, - vinum og fé- lögum á unglingsárunum, - og á fullorðinsárunum samferðafólk- inu öllu. Tíminn líður og líður. Tíma- glasið rennur út, - kallið kemur, - og því ræður sá er öllu ræður. A slíkum stundum finnum við fyrir smæð okkar, - finnum hversu vanmáttug við erum. Flýt þér, vinur, í fegri heim Krjúptu að fótum friðarboðans, og fljúgðu á vœngjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Ég votta nánustu ættingjum Theodórs innilegustu samúð. Minning um mikilhæfan forystu- mann mun geymast í störfum hans, fyrir bættum kjörum fatl- aðra á Islandi. Trausti Sigurlaugsson Frá Myndlistaskólanum í Reykjavík, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík. Sækja verður skriflega um skólavist fyrir veturinn 1989- 1990. Umsóknareyðublöð liggjaframmi hjá Eymundsson í Austur- stræti (ritfangadeild í kjallara) og í Pennanum í Hallarmúla (myndlistardeild í kjallara). Umsóknir sendist til Myndlistaskólans fyrir 1. júlí. Skólastjóri Framleiðsluráð Landbúnaðarins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.