Þjóðviljinn - 23.05.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.05.1989, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR Kína Valdhafar ráðvilltir Mótmœlafólkið heldur enn sínu striki og herinn er ófús til aðgerða gegnþví. Krafist er afsagnar Deng Xiaopings og Li Pengs Frá því í s.l. mánuði hefur ekki á öðru frekar gengið í Kína en kröfugöngum og mótmælafund- um, og er víst óhætt að fullyrða að önnur eins ólga hafí ekki orðið í þessu fjölmennasta þjóðfélagi veraldar frá því í menningarbylt- ingunni, sem svo var nefnd. Eins og svo oft áður og víðar, þegar svona nokkuð hefur gerst voru það stúdentar, sem byrjuðu og hafa síðan mest haft sig í frammi, en ljóst er að því fer víðs (jarri að þeir séu einir á báti, heldur njóta þeir víðtæks stuðnings fólks úr mörgum öðrum stéttum og starfs- hópum. Mótmælaaðgerðirnar hófust í Peking, breiddust síðan út til annarra helstu borga eins og Sjanghaí og Nanking og loks til flestra fylkishöfuðborga og ann- arra staða, þannig að ólgan nær orðið til svo að segja allrar þjóð- arinnar. Hámarki sínu náðu að- gerðirnar kringum opinbera heimsókn Gorbatsjovs Sovétríkj- aforsetaís.l. viku, enda vitnafor- ustumenn stúdenta óspart til glasnosts hans er þeir hamra á kröfum sínum um breytingar á stjórnarfari í Kína. Deng sagður styðja Li Allt bendir til þess að í innsta hring forustu kommúnistaflokks og ríkis hafi menn verið og séu enn á báðum áttum um það hvernig við skuli bregðast gagn- vart þessari víðtæku andófsöldu. S.l. föstudag var lýst yfir her- lögum í að minnsta kosti Peking og um svipað leyti fréttist að Zhao Ziyang, aðalritari komm- únistaflokksins, hefði verið látinn segja af sér. Hann hefur verið talinn helsti oddviti frjáls- lyndari manna í forustunni og hafði nýlega látið sér um munn fara ummæli, sem bentu til þess að hann væri í skoðunum ekki fjarri stúdentum. Voru fréttirnar um afsögn hans og herlögin því túlkaðar svo, að íhaldssamari menn í forustunni, þeirra helstur Li Peng forsætisráðherra, hefðu orðið ofan á í deilum innan for- ustuhópsins og hefði úrslitum ráðið að hinn háaldraði Deng Xi- aoping, sem ennþá ræður mestu bakvið tjöldin, hafi tekið afstöðu með Li Peng. Herlög þýða að herinn hefur verið til kallaður að halda uppi „lögum og reglu“, en svo er að sjá að hann sé ekkert hrifinn af því að hafa verið settur í það hlut- verk. Haft er eftir heimilda- mönnum tengdum kínverskum fréttamiðlum að sjö háttsettir menn á vegum hersins, þeirra á meðal Zhang Aiping fyrrum varnarmálaráðherra, hafi mælst til þess af forustunni að hún aflétti herlögunum. Þetta bendir til þess að herinn álíti mótmæla- ölduna svo kröftuga, að afleið- ingar tilrauna til að bæla hana niður með valdi séu ófyrirsjáan- legar. Valdabarátta og rígur milli stjórnmálamanna og hershöfð- ingja blandast kannski inn í þetta; vera kann að hershöfðin- gjarnir líti svo á, að stjórnmála- mennirnir séu sjálfir valdir að þeim vanda, sem þeir standa nú frammi fyrir, og að engin ástæða sé til þess fyrir herinn að láta etja sér út í fjósmoksturinn fyrir þá. Zhao - að vera eða ekki Víst er um það að herinn hefur farið sér hægt í aðgerðum gegn Móðir og sonur í hópi mótmælafólks mæta hermanni með brosið eitt að vopni - herinn sagður vilja afnám herlaga. mótmælafólkinu, sem á laugar- dag hlóð götuvígi á aðalvegina þrjá til höfuðborgarinnar til að hindra för herflokka þangað. Tugþúsundir stúdenta voru enn í gær á Himnesksfriðartorgi (Tian- anmen) í miðborg Peking og verkamenn fjölmenntu í göngur fram og aftur eftir Eilífsfriðar- stræti, sem til torgsins liggur, hrópandi kröfur um að Li Peng segi af sér. Mótmælafólkið krefst þess einnig að Deng gamli fari frá. Svo er að sjá að í innsta hring flokks og stjórnar séu menn ráð- villtari en nokkru sinni fyrr, trú- lega einkum vegna áframhald- andi mótmælaaðgerða þrátt fyrir herlögin og tregðu hersins við að framfylgja þeim. Fréttamenn höfðu í gær eftir talsmanni kommúnistaflokksins: „Ég get ekki sagt ykkur hvort Zhao Ziy- ang er eða er ekki aðalritari Kommúnistaflokksins." Þetta með fleiru bendir til þess, að tog- streitan innan forustunnar sé síður en svo á enda og að vel megi vera að Zhao Ziyang hefjist innan skamms til forustu aftur, hafi honum þá yfirhöfuð verið vikið frá. í „menningarbyltingunni“ voru það einnig stúdentar og ann- að ungt fólk, sem var umsvifa- mest. Þar var einnig um að ræða uppreisn, en miklu um hana olli valdabarátta í innsta valdahring, og af aðilum í þeim hring var hræringum uppreisnarinnar síð- an stjórnað að meira eða minna leyti. Valdabarátta í innsta hring er einnig eitthvað með í spilinu nú, en áreiðanlega miklu minna en í hitt skiptið. Hér er miklu fremur um að ræða stórfellda andófsöldu gegn valdhöfum í flokki og stjórn yfirleitt. í menn- ingarbyltingu svokallaðri hafði unga fólkið, sem fyllti stræti og torg eilífs og himnesks friðar „hugsanir Maós að sverði og skildí,“ eins og skáldið kvað, en af öllum mönnum virðast Kín- verjar síst muna þær hugsanir lengur, eða svo er að heyra. Óá- nægja þess gríðarfjölda, sem nú rís gegn valdhöfum þar eystra, á sér margþættar orsakir, en að- alvígorðið er „lýðræði". Þótt íbú- ar Ríkisins í Miðið hafa aldrei í sinni löngu sögu haft teljandi bein kynni af lýðræði í þeim skiln- ingi, sem vesturlandamenn leggja í það orð, virðist ríkjandi í hugsunum manna þarlendis nú um stundir að líta á stjórnarfar Vesturlanda sem nokkuð góðan hlut, er gæfusamlegt mundi fyrir Kínverja að taka sér til fyrir- myndar. dþ. Kínaför Gorbatsjovs Enn ágrein- ingur um Kambódíu Kína tregðast við að sleppa hendinni afRauð- um kmerum Kínverjar og Sovétmenn hafa ákveðið að fækka stórlega í herj- um sínum meðfram landamærum ríkja sinna. Er þetta meðal þess, sem fram kemur í lokatilkynn- ingu eftir fyrsta æðstu manna fund stórvelda þessara í þrjá ára- tugi. Opinber heimsókn Gorbat- sjovs Sovétríkjaforseta til Kína, sem nú er nýafstaðin, er söguleg kölluð, þar eð litið er svo á, að með henni hafi „eðlilegt sam- band“ komist á að nýju milli ríkj- anna eftir langa tíð fjandskapar og fáleika. Tekið er fram í til- kynningunni, að þessari endur- nýjuðu vináttu stórvelda þessara tveggja undir stjórn kommúnista sé ekki beint gegn neinum öðrum ríkjum, og er talið að með því sé verið að reyna að sefa hugsan- legan ugg Bandaríkjamanna af þessu tilefni. Þrátt fyrir bróðernið, sem við- ræðurnar í Peking einkenndust af, er ljóst að Kína og Sovétríkin greinir enn á um Kambódíu. Vilja Kínverjar að núverandi Kambódíustjórn, sem er hliðholl Víetnömum, fari frá og við taki ný stjórn, sem fulltrúar núver- andi stjórnar eigi aðild að auk uppreisnarsamtaka þeirra, er gegn henni berjast, þ. á m. Rauðra kmera. Verði hér um að ræða bráðabirgðastjórn, er fari með völd þar til kosningar hafi farið fram í landinu. Sovétmenn leggja hinsvegar áherslu á að Kambódíumönnum sé sjálfum látið eftir að ákveða, hverskonar stjórn þeir hafi fram að kosning- unum, en líklegt er að sovéska stjórnin vilji tryggja að Rauðu kmerarnir fái enga hlutdeild í völdum framar. Reuter/-dþ. Svíþjóð Eiturlyfjaneysla breiöist út Útbreiðslan hröðust meðal stúlkna. Heróínhringar sœkja á £ iturlyfja- og fíkniefnaneysla æskulýðs í Svíþjóð, samkvæmt niðurstöðum rannsókna um það efni. Tala forfallinna eiturlyfja- og fíkniefnaneytenda í Stokk- hólmi undir 21 árs aldri hefur tvö- faldast á s.l. tveggja ára tímabili. Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið annarsstaðar í landinu, t.d. í Lule í Norrbotten, benda tii þess að ástandið á þessu sviði sé ekki miklu betra í öðrum borgum landsins. Þessar niðurstöður koma nokkuð á óvart, þar eð undanfar- in ár hefur svo virst sem sænsk ungmenni hafi í vaxandi mæli gert sér ljóst hvað af eiturlyfja- neyslu leiðir. Mest er aukningin á neyslu eiturlyfja og fíkniefna sem ekki eru tekin inn með sprautum. Neysla eiturs af því tagi meðal ungmenna hefur aukist um helm- Afganistan Kabúlstjómin hefur eflst Samningar eina leiðin til að tryggja frið Finnskur herforingi, Rauli Helminen generalmajór, sem undanfarið hefur dvalist í Afgan- istan á vegum Sameinuðu þjóð- anna, segir þarlenda skæruliða, mujahideen, hvorki nógu vel vopnaða né agaða til að sigra her stjórnar Najibullah forseta í Ka- búl. Að sögn Helminens eru styrj- aldarhorfur þar nú á þá leið, að hvorugur virðist geta á öðrum sigrast. Rúmir þrír mánuðir eru nú síð- an síðustu sovésku hersveitirnar fóru frá Afganistan og að sögn Helminens hefur baráttukjarkur hers Kabúlstjómar mjög aukist síðan. Hann segir skæruliða standa sig illa í hefðbundnum víg- vallahernaði, enda sé þeim illa stjórnað, samráð sé lítið með hin- um ýmsu hópum þeirra og agi lít- ill. Einnig vanti skæruiiða vopn og beiti vopnum þeim, sem þeir hafi, af lítilli herkænsku. Fái þeir eldflaugar, skjóti þeir þeim þegar í stað án nokkurrar fyrirhyggju. Helminen telur, að samninga- leiðin sé sú eina færa til að binda endi í stríðið. Hann stjórnaði hópi 50 herforingja á vegum S.þ., sem fylgdust með brottför Sovét- manna, höfðu með höndum eftir- lit á landamærum Afganistans og Pakistans og litu eftir afgönskum flóttamönnum, sem kosið hafa að snúa heim frá Pakistan. Reuter/-dþ. ing á s.l. 18 mánuðum. Raun- veruleg útbreiðsla eiturlyfjaplág- unnar getur þó verið meiri, því að jafnaði hafa eiturlyfja- og fíkni- efnaneytendur verið forfallnir í tvö og hálft ár, áður en yfirvöld komast að því. Heróínneysla hefur aukist hratt meðal ungra sænskra eitur- lyfjaneytenda upp á síðkastið, enda virðist ljóst að glæpahring- ar, er stunda smygl á þessu eitur- lyfi, sem er hættulegast allra, hafi undanfarið lagt kapp á að koma sér upp markaði í Svíþjóð. Sér- staklega niðurstöður rannsókn- anna í Lule benda til þess, að eiturneysluaukningin sé mest meðal unglingsstúlkna. Tala forf- allinna í þeirra hópi fjórfaldaðist á tímabilinu frá 1984 til 1988. Al- gengast er að stúlkumar leiðist út í þetta vegna áhrifa frá karlkyns kunningjum, sem forfallnir em fyrir. Um einn 25 ára gamlan karlkyns eiturlyfjaneytanda er til dæmis vitað að hann hefur komið 10 til 15 stúlkum út í þetta með sér. Algengast er að stúlkurnar venji sig á amfetamín. SvD/-dþ. Þriðjudagur 23. maí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.