Þjóðviljinn - 23.05.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.05.1989, Blaðsíða 13
KENNARA- HÁSKÓLI ÍSLANDS Almennt kennaranám til B.ED.-prófs Umsóknarfrestur um þriggja ára almennt kenn- aranám viö Kennaraháskóla (slands er til 5. júní. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af prófskír- teinum. Umsækjendur koma til viðtals dagana 8.-14. júní, þar sem þeim verður gefinn kostur á að gera grein fyrir umsókn sinni. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða önnur próf við lok fram- haldsskólastigs svo og náms- og starfsreynsla sem tryggir jafngildan undirbúning. Stúdentsefni frá í vor láti fylgja umsókninni stað- festingu frá viðkomandi framhaldsskóla um rétt þeirra til að þreyta lokapróf. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöð- um fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð, 105 Reykjavík, sími: 91-688700. Rektor Nám í uppeldis- greinum fyrir --------* verkmennta- KENNARA- kennara á framhalds- IbLANDo skólastigi Nám í uppeldis- og kennslufræðum til kennslu- réttinda fyrir list- og verkmenntakennara á fram- haldsskólastigi hefst við Kennaraháskóla ís-' lands haustið 1989. Umsækjendur skulu hafa lokið tilskildu námi í sérgrein sinni. Námið fullnægir ákvörðun laga nr. 48/1986 um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra og samsvarar eins árs námi eða 30 einingum. Náminu verður skipt á tvö ár til að auðvelda þeim sem starfa við kennslu að stunda námið. Inntaka miðast við 30 nemendur. Námið hefst með námskeiði dagana 25. til 29. ágúst 1989 að báðum dögum meðtöldum og lýkur í júní 1991. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kennaraháskóla íslands við Stakkahlíð. Umsóknarfrestur er til 9. júní 1989. Rektor KENNARA- Nám HÁSKÓLI í táknmáli ISLANDS heyrnarlausra Haustið 1989 hefst í Kennaraháskólanum nám í táknmáli heyrnarlausra og er það haldið í þetta eina sinn. Námið sem samsvarar 12 námsein- ingum er hlutanám með starfi. Það er einkum ætlað kennurum heyrnarlausra en nokkur pláss verða til reiðu fyrir aðra sem kynnu að hafa áhuga á að læra táknmál. Upplýsingabæklingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans og skal skilað þangað fyrir 9. júní n.k. Rektor Kennarar - Bolungarvík Kennara vantar til starfa við grunnskólann í Bol- ungarvík í eftirtaldar kennslugreinar: Náttúrufræði Stærðfræði Samfélagsfræði Upplýsingar gefa: formaður skólanefndar í síma 94-7540 og skólastjóri í síma 94-7249 og 94- 7288. Útgáfufélag Pjóðviljans Aðalfundur Aðalfundur Útgáfufélags Þjóðviljans fyrir starfs- árið 1988-1989 verður haldinn miðvikudaginn 24. maí n.k. að Hverfisgötu 105 og hefst stund- víslega kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin ISi m igr utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir til- boðum í breikkun Vesturlandsvegar í Ártúns- brekku. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt og fylling u.þ.b. 1500 m3. Undirbúningur undir malbik u.þ.b. 1600 m2. Vegrið u.þ.b. 600 m. Verkiok eru 15. ágúst næstkomandi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðju- deginum 23. maí gegn kr. 15.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 1. júní 1989, kl. 11.00. INNKAUPÁSTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hita- veitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í „Nesja- vallaæð - Einangrun og klæðning." Verkið felst í að einangra með steinull og klæða með áli u.þ.b. 22 km af 0 800 mm og 0 900 mm stálpípum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 8. júní 1989, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAV'WL'URBORGAR Frikirkjuvegi 3 Sim» 25800 Styrkur til háskólanáms í Japan. Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskóla- náms í Japan háskólaárið 1990-91 en til greina kemur aö styrk- tímabil verði framlengt til 1992. Ætlast er til aö styrkþegi hafi lokið háskólaprófi eða sé kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. - Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum af- ritum prófskírteina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 20. júní n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 17. maí 1989 Rannsóknarstofur ofl. Ármúla 1A Tilboð óskast í innanhússfrágang fyrir rannsóknarstofur ofl. að Ármúla 1A í Reykjavík. Verkið felst í breytingum og innréttingum ásamt öllum kerfum, fyrir rannsóknar- og skrifstofur á 2., 3. og 4. hæð, ásamt geymslum í kjallara (alls um 1750 m2) og loftræstingu fyrir matsal á 1. hæð. Húsið Ármúli 1 A var áður notað sem verslunarhúsnæði (Vörumarkaðurinn). Verkinu skal að fullu lokið 15. desember 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, til og með föstudag 2. júní 1989, gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Til- boð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 13. júní 1989 kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Raf- magnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna Aðalveitustöðvar 7 á Hnoðra- holti. Helstu magntölur eru: Útgröftur 2550 m3 Sprengd klöpp 700 m3 Fylling 900 m3 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 30. maí 1989, kl. 15,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Fjórðungssjúkrahúsið !5SJ á Akureyri Staða yfirlæknis við rannsóknadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri er laus til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júlí 1989. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Halldóri Jónssyni. Nánari upplýsingar veitir Þorkell Guðbrandsson yfirlæknir í síma 96-22100. Staða sérfræðings í röntgengreiningu við Röntgendeild Fjórðungssjúkahússins á Akur- eyri er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar 1990. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af ómskoðunum (sonar) og CT-tækni. Umsóknarfrestur er til 20. júlí 1989. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Halldóri Jónssyni. Nánari upplýsingar veitir Pedró Ólafsson Riba, yfirlæknir í síma 96-22100. Staða reynds aðstoðarlæknis við geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. ágúst 1989. Umsóknarfrestur er til 20. júní 1989. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist yfirlækni deildarinnar, Sigmundi Sigfússyni, sem jafnframt veitir nánari upplýs- ingar. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.