Þjóðviljinn - 25.05.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.05.1989, Blaðsíða 1
Utanlandsferðir Hrun hjá feröaskrifstofum Stefnir Í20 %-25% samdrátt í utanlandsferðum Islendinga miðað við síðustu ár, Astœðan mun minni kaupmátturalmennings. Á móti verða erlendirferðamenn aldreifleiri. Ferðaskrifstofumfjölgaði um 50% ásíðustufjórumárumúr23í33. Bjóða sólarlandaferðir á vildarkjörum Svo virðist sem verulegur sam- dráttur verði i sólarlandaferð- um íslendinga núna miðað við síðustu ár. Talið er að hann nemi allt að 20% - 25%. Þetta hefur þegar sett strik í reikninginn hjá mörgum ferðaskrifstofum og hafa nú þegar 3 þeirra fellt niður áður auglýst leiguflug í sumar. Mörg fyrirtækjanna hafa tekið upp náið samstarf í þessari kreppu sem nú gengur yfir brans- ann sem er nýjung á þessum árs- tíma. Ástæöur þessa samdráttar sem nú gætir í ferðalögum íslendinga til sólarlanda eru taldar vera vegna minni kaupmáttar hjá al- menningi en oft áður. Þá telja kunnugir að sú óvissa sem ríkti til skamms tíma á almennum vinn- umarkaði vegna kjaradeilna hafi átt sinn þátt í því hversu minna hefur verið um pantanir en á sama tíma í fyrra. Þetta ástand hefur ekki aðeins áhrif á afkomu ferðaskrifstofa heldur og einnig flugfélögin. Á móti kemur að evrópskir ferðamenn virðast áhugasamir að sækja íslendinga heim, þrátt fyrir dýrtíðina, og er það rakið til þeirra hlýinda sem verið hafa á meginlandinu í vetur og vor. Til að vega upp á móti þessum samdrætti sem blasir við í utan- landsferðum íslendinga hafa flugfélögin brugðið á það ráð að auglýsa sérstök tilboð með flug og bfl í Evrópu á spottprís. Sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans virðist sem það bragð hafi mis- heppnast að mörgu leyti og að landinn sé ekki eins ginnkeyptur fyrir þessum ferðamáta og áður. Þá hafa ferðaskrifstofur einnig reynt að klóra í bakkann með því að bjóða viðskiptavinum sínum Það er nóg framboð af ferðum og farseðlum hjá ferðaskrifstofum en ferðalangar láta sig vanta. Mynd Þóm. sólarlandaferðir á vildarkjörum séu þeir reiðubúnir að fara með stuttum fyrirvara. í nýliðnu góðæri til lands og sjávar fjölgaði ferðaskrifstofum hérlendis um 50% úr 23 í 33. Tal- ið er næsta víst að það hrun sem nú stefnir í hjá þeim verði til þess að margar þeirra muni leggja upp laupana og/eða sameinast öðr- um. Að sögn þeirra sem gerst þekkja til í bransanum eru engin skynsamleg rök fyrir því að halda úti sjálfstæðri starfsemi þegar jafn lítið kjöt er á beininu eins og allt útlit er fyrir. Eins og kunnugt er hefur ný- ráðinn framkvæmdastjóri Út- sýnar spáð því að á næstu árum verði aðeins starfræktar 3 stórar ferðaskrifstofur hérlendis, Út- sýn, Úrval og Samvinnuferðir - Landsýn. Hvort það verður reyndin verður framtíðin að skera úr en núna stefnir í hrun hjá ferðaskrifstofunum hvað varðar utanlandsferðir íslendinga en í metár í komu erlendra ferða- manna. -grh Bankasameining Sögulegt sameiningartækifæri ViðrœðurLandsbanka og Samvinnubanka kunna að enda meðsameiningu. Við- rœðurAlþýðubanka, Verslunarbanka og Iðnaðarbanka um sameiningu og kaup á hlut ríkisins í Útvegsbanka langt komnar. Upp spretti nýr bankiþar sem eigendurnir þrír verðijafnstórir. Sala á hlut Fiskveiðasjóðs ogþátttaka erlends banka bíður betri tíma , ,Hér er um mikið sögulegt tæk- ifæri að ræða til að sameina fjóra banka en bankarnir þrír eru mjög nálægt því að vera komnir saman um áform um sameiningu á grundvelli kaupa á hlutfé ríkisins í Útvegsbankanum. Enn er ekki farið að ræða kaupverð því fyrst þarf að liggja fyrir samstarfs- áform sem fullnægir því að það verði um raunverulega einföldun og bankasameiningu að ræða. Ég tel að það sé eðlileg leið að hver banki fyrir sig verði lagður niður f núverandi formi og mér virðist að aðilar séu nálægt því að verða sammála um þetta," sagði Jón Sigurðsson, ráðherra bankamála í samtali við I>jóðviljann í gær. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er gengið út frá því í yfir- standandi viðræðum að hlutur hvers banka fyrir sig verði jafn- stór og þýðir það Alþýðubankinn þarf að auka hlutafé sitt um rúm- ar 400 miljónir. Hefur verið rætt, við verkalýðsfélög og lífeyris- sjóði hennar í þessu sambandi. Þó svo ráðherra sé bjartsýnn í tali er ljóst að króinn er ekki en kom- inn á koppinn. Slitni upp úr þess- um viðræðum þrátt fyrir allt, er talað um að tveir kostir komi helst til greina: leið Steingríms Hermannssonar að Útvegsbanka verði skipt milli Lands- og Bún- aðarbanka og svo sú að Utvegs- bankinn sjálfur verði látinn um sölu hlutabréfa sinna. Er talið að Jóni Sigurðssyni hugnist betur seinni kosturinn. Jón sagðist ekki gera ráð fyrir að hlutur Fiskveiðasjóðs í Út- vegsbankanum breyttist að sinni, en sjóðurinn á 200 miljónir í hlut- afé bankans. Um dreifðari hlut- deild í hlutafé bankans þar sem einstaklingar og fyrirtæki keyptu hlut og þá hugmynd að erlendur banki gerðist meðeigandi í Út- vegsbankanum, sagðist Jón líta svo á að þau mál „væru ekki á dagskrá núna". Sagði Jón að nú væru jafnframt „mjög virkar samningaviðræður í gangi" um kaup Landsbankans á hlut SÍS í Samvinnubankanum, „sem með tíð og tíma mundi þá sameinast Landsbankanum, ef það gengur upp". Samkvæmt þessu stefnir því í að íslenskir bankar verði þrír í framtíðinni í stað sjö eins og nú er. phh Stúdentar Námsmat ogpróf jafngilt Menntamálaráðuneyt- ið: Reglugerð um menntaskóla ekki sam- þýdd nýjum lögum um framhaldsskóla Að mati menntamálaráðuneyt- isins er ekki lagaskylda að láta lokapróf fara fram í hverri grein við stúdentspróf. Ákvæði reglu- gerðar frá 1974 þar að lútandi sé ekki samþýtt nýjum lögum um framhaldsskóia frá 1988 er tóku við af áðurgildandi lögum um menntaskóla. Segir í yfirlýsingu frá ráðuneyt- inu að ekki verði annað leitt af ákvæðum laga um framhaldskóla nr. 57/1988, en að námsmat á grundvelli prófa eða vitnisburða sé jafngilt. Því geti ekki verið um að ræða nema eina tegund út- skriftar fyrir framhaldsskóla þeg- ar um sömu námslok er að ræða. Ráðuneytið segist hins vegar leggja megináherslu á það, nú sem fyrr, að skólastjórnendur, kennarar og nemendur komi sér saman um skólalokin eins og þeg- ar er orðin raunin í flestum skólum. -Ig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.