Þjóðviljinn - 25.05.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.05.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Lífeyrissjóður Vesturlands Félög krefjast rannsoknar Verkalýðsfélögin íBorgarnesi, Búðardalog Ólafsvík vilja ýtarlega athugunfjármálaráðu- neytisins á starfsemi lífeyrissjóðsins. Stjórnir verkalýðsfélaganna í Borgarnesi, Vals í BúSardal og Jökuls í Ólafsvík hafa farið þess á leit við fjármálaráðuncytið að það hlutist til um að gerð verði Fíknó „Vomm ekki ástaðnum" „Starfsmcnn fikniefnalögregl- unnar voru ekki á Kcflavíkur- flugvelli á laugardaginn. Við crum það fáliðaðir að það er úti- lokað fyrir okkur að vera alls- staðar. Það er ávallt matsatriði hvað á að gera, og í þessu sem og öðru er þetta spurning um fjár- magn og hversu mikið fjár- veitingarvaldið vill láta af hendi til þessara mála," sagði Ólafur Guðmundsson hjá Fíkniefnalög- reglunni. Við tollskoðun farþega sem voru að koma frá Kaupmanna- höfn á laugardag fundu tollverðir 4-5 kfló af hassi sem kona um þrítugt hafði í fórum sínum. Hún hefur verið úrskurðuð í gæslu- varðhald til 12. júní. Hún hefur margoft áður komið við sögu fíkniefnalögreglunnar. Að sögn lögreglu er málið í frumrannsókn og lítið um það að segja að svo komnu máli. Að sögn Ólafs er mjög góð samvinna milli fíkniefnalögregl- unnar og tollvarða á Keflavíkur- flugvelli sem í mörgum tilfellum þekkja orðið þá aðila sem áður hafa komið við sögu fíkniefnalög- reglunnar. -grh ýtarleg athugun á starfsemi Líf- eyrissjóðs Vcstur lands síðustu ár. Athugunin taki til bókhalds, skráningar lífeyrisréttinda, ið- gjaldagreiðslna, lánveitinga og ávöxtunar sjóðsins á fjármunum hans. Ástæða þessarar beiðni eru eftirfarandi: Ársreikningar sjóðsins vegna ársins 1986 og síð- ar liggja ekki fyrir, ársreikningar ársins 1984 voru lagðir fram en hafa ekki verið samþykktir þar sem þeir eru taldir rangir, fundir í fulltrúaráði sjóðsins voru ekki haldnir frá árinu 1984 til 1988. Samkvæmt lögum sjóðsins ber að halda þá árlega. Yfirlit sjóðsfé- laga um greiðslustöðu þeirra hef- ur ekki verið sent til félaganna um árabil, langan tíma tekur fyrir einstaka sjóðsfélaga að fá upplýs- ingar um réttindi sín og greiðslustöðu. Þá hefur bók- haldsóreiða sjóðsins síðustu ár kostað sjóðinn og sjóðsfélaga verulega fjármuni til greiðslu endurskoðenda umfram það sem eðlilegt má teljast. Að sögn Jóns A. Eggertssonar formanns verkalýðsfélagsins í Borgarnesi telja stjórnir félag- anna þriggja eðlilegt að fjármál- aráðuneytið skoði þessi mál, enda veitir ráðuneytið lífeyris- sjóðnum starfsleyfi og staðfestir jafnframt reglugerð hans. - Það fer eftir framvindu máls- ins hversu langan tíma þessi at- hugun mun taka sem verka- lýðsfélögin fara fram á, en fljótt á litið gæti ég trúað að það yrðu 1-2 vikur. Mér er til efs að þetta hafi gerst áður," sagði Ari Edwald lögfræðingur í fjármálaráðuneyt- inu. -grh Grœnfriðungar Magnúsi stefnt Grænfriðungar hafa stefnt Magnúsi Guðmundssyni og Eddu Sverrisdóttur fyrir rétt á Bretlandi og bera þcini á brýn að hafa fótumtroðið höfundarrétt og beitt svikuiu og rangtúlkunum. Grænfriðungar hyggjast enn- fremur stefna þciin Magnúsi og Eddu hér á landi jafnskjótt og þeir hafa orðið sér úti um lög- mann. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi með þremur forustu- mönnum breskra og vestur- þýskra Grænfriðunga á Hótel Borg í gær. Auk þess að greina frá þessu og almennum stefnu- miðum og starfsemi Grænfrið- unga fóru þau ofaní saumana á aðdróttunum í garð samtakanna í kvikmynd þeirra Magnúsar og Eddu, „Lífsbjörg í Norður- höfum". Þremenningarnir sýndu fram á að atriði í kvikmynd Grænfrið- unga um selveiðar í Kanada hefði ekki verið sett á svið einsog full- yrt er í „Lífsbjörg", vísuðu á bug að samtök sín hefðu átt hlut að skemmdarverkum á hvalbátum í Reykjavikurhöfn einsog ýjað var að í „Lífsbjörg", þvertaka fyrir að Grænfriðungar séu andvígir hvalarannsóknum öðrum en þeim sem geri ráð fyrir að dýrin séu drepin og staðhæfa að í heim- ildamynd samtakanna um keng- úruveiðar í Ástralíu sé ekkert sett á svið einsog gefið er í skyn í „Lífsbjörg í Norðurhöfum". ks Kvennaskólinn Ekki hliistað á nemendur Nemendur við Kvennaskólann í Reykjavík eru ósáttir við niður- stöðu skólastjórnar um tilhögun prófa og námsmats nú við lok skólaárs, en nemar segja að ekk- ert tillit hafi verið tekið til þeirra óska og þar sé tekið á málum á allt annan hátt en f ððrum sambæri- legum skólum. I Kvennaskólanum er nemend- um gert að taka próf í öllum greinum, nái þeir ekki að meðal- tali 7 í námsmati, þegar undan- skildar eru þrjár hæstu einkunnir úr matinu. Þetta þykir nemum afar ósanngjart. í yfirlýsingu sem fulltrúar samninganefndar nema sendu frá sér í gær segir m.a. að skóla- meistari hafi á mánudag tekið ákvörðun um tilhögun prófa án samþykkis nemenda. „Við vilj- um lýsa yfir furðu okkar að „neyðarnefnd" sem skipuð var af menntamálaráðuneytinu, skuli ekki hafa aðstoðað okkur við okkar óvenjulegu aðstæður." i T7^ HHMflnKnnsínð2£K|SJHBBI^HMBBBBflBBBBBflBBNH HMMOH| HP} ... ^ flffl f vv.Tvr ¦ÍÆ ^B wM . '\%.....-. ¦":" : : HB ;S-:;- ¦ :'#SB ^H .¦:-.. ^HsSm 1 f 1 hM 1 ¦ - jH 1 hv^~«S r ^^H». ^^^^« ¦PiW («*»****"*^^T ¦¦¦'¦': ¦¦j^^T^ Oddvitar Grænfriðunga á blaðamannafundinum á Hótel Borg í gær. Frá vinstri: Dr. Gerd Leipold, yfirmaður vesturþýsku Grænfriðunganna, dr. Ros Reeve, yfirstjórnandi baráttu Grænfriðunga gegn hvalveiðum og Peter Melchett lávarður, leiðtogi breskra Grænfriðunga. Mynd: ÞÓM. Hvalveiðar íslendinga Aróðurs- og kynningar- starf orkar tvímælis Fimmtudagur 25. mai 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Sýnist sitt hverjum um „lival- veiðar Islendinga í vísinda- skyni", hér heuna og erlendis, þá þykir áróðurs- og kynningarstarf stjórnvalda og annarra aðilja ekki síður orka tvímælis. Heimildarkvikmynd Magnúsar Guðmundssonar og Eddu Sverris- dóttur, „Lífsbjörg í Norður- höfum", er afar umdeild, hér heima og erlendis. Grænfriðung- ar hafa nú stefnt höfundum fyrir rétt á Bretlandi og saka þau um brot á höfundarrétti, svik og rangfærslur. Þeir hyggjast einnig draga þau fyrir dómstóla hér heima. Þá hefur það og vakið blendnar tilfinningar meðal manna hér- lendis að forseti íslands, frú Vig- dís Finnbogadóttir, skuli hafa lagt sitt lóð í vogarskálina í máli sem jafn mikill styr stendur um. Alla jafna hefur forseti gætt þess að fara með löndum eða hafa hljótt um pólitísk ágreiningsmál. Og þótt Vigdís túlki á málefna- legan hátt hvalveiðistefnu núver- andi og undanfarinna ríkisstjórna og hnekki fjölmörgum rangfærsl- um um land og þjóð í leiðara tímaritsins „Naturopa", sem Evr- ópuráðið gefur út, þá verður ekki fram hjá því litið að hér er um- deilt nýmæli á ferð í embætti- sfærslu forseta íslands. Trúverðug heimíldarmynd eða ómerkilegur áróður? Grænfriðungar hafa skorið upp herör gegn hvalveiðistefnu íslenskra stjórnvalda og heitið á fólk að sniðganga íslenskar sjáv- arafurðir. Þeim hefur orðið veru- lega ágengt einsog alkunna er, nægir að minna á að vesturþýskir sælkerar fúlsa nú orðið við ís- lenskri rækju með ömurlegum af- leiðingum fyrir íslenskan lagmetisiðnað. Og það eru Græn- friðungar sem eru helsti skot- spónn kvikmyndar Magnúsar og Eddu, „Lífsbjargar á Norður- slóðum." Þegar við þetta bætast nýlegar upplýsingar um að Magn- ús hafi þegið 400.000 krónur úr þeim sjóðum sjávarútvegsráðu- neytisins sem ætlaðir eru í „kynningar- og fræðslustarf" fer ekki hjá því að menn gerist tor- tryggnir og að þeim sæki efa- semdir um hlutlægni höfunda. Oddvitar Grænfriðunga á Bretlandi og í Vestur-Þýskalandi eru nú staddir hérlendis. Þeir efndu til blaðamannafundar í gær þar sem þeir vísuðu á bug fjöl- mörgum aðdróttunum úr mynd Magnúsar og Eddu og voru rök þeirra óneitanlega sannfærandi. Þeir gerðu auk þess heyrinkunn- ugt að þeir hygðust „hreinsa mannorð samtakanna" fyrir dómstólum hér heima og er- lendis. Málið hefur sem sé tekið þá stefnu að dómstólar eiga að skera úr um það hvort „Lífsbjörg í Norðurhöfum" sé trúverðug heimildarmynd sem fletti ofan af vélabrögðum og fölsunum Græn- friðunga eða ómerkileg áróðurs- mynd fólks sem fátt vflar fyrir sér. Það sem hangir á spýtunni er annað og meira en það hvort dýr- avinir hafi farið offari og sviðsett selveiðar eða hvort Magnús á- stundi falsanir. Verði komist að þeirri niðurstöðu að Grænfrið- ungar beiti brögðum í áróðurs- skyni setja þeir stórlega ofan en þó er hættara við að íslensk stjórnvöld missi allt niðrum sig staðfesti dómstólar sakargiftir Grænfriðunga því hin ríflegi fjár- I BRENNIDEPLI styrkur sjávarútvegsráðu- neytisins og önnur fyrirgreiðsla þess vegna gerðar og útbreiðslu „Lífsbjargar" gera það samá- byrgt Magnúsi og Eddu. Málsvörn Grænfriðunga Á blaðamannafundinum í gær töluðu þau Peter Melchett lávarð- ur, dr. Ros Reeve og dr. Gerd Leipold máli Grænfriðunga og sögðust einvörðungu beina geiri sínum gegn alvarlegustu rang- færslunum í „Lífsbjörg". í fyrsta lagi færi því fjarri að Grænfriðungar væru hermdar- verkasamtök einsog gefið væri í skyn með því að klippa saman gamalt viðtal við málsvara sam- takanna og myndir af hálfsokkn- um hvalföngurum í Reykjarvík- urhöfn. Grænfriðungar væru andvígir hverskyns ofbeldi enda vissu það allir upplýstir menn hérlendis að meðlimir „Sea Shep- herd" unnu skemmdarverkin á skipunum. I „Lífsbjörg" væri klippt saman atriði sem sýndi vísindaathugun á hvölum á hafi úti án veiða og atr- iði er sýndi gúmmíhraðbát Græn- friðunga á fullri ferð og með því látið að því liggja að samtökin væru andvíg hverskyns rannsókn- um á hvölum, einnig þeim sem Aróðursstríð hvalverndarsinna og hvalveiðisinna eykst stig afstigi ekki fælu í sér veiðar. Þetta væri alrangt. Höfundar „Lífsbjargar" full- yrða að Grænfriðungar hafi sett selveiðiatriði á svið í áróðurs- skyni gegn kópaveiðum Kanada- manna, augljóst sé td. að notaðar hafi verið fleiri en ein kvikmynd- atökuvél. Þessu vísuðu þeir þremenningar á bug og sýndi dr. Leipold atriðið umdeilda aftur og aftur í því augnamiði að sanna að aðeins ein tökuvél hafi verið í notkun. Hann sýndi fram á að höfundar Lífsbjargar hafi gert sjö atriði úr fjórum með klippingum og skotið inní viðtali við formæl- anda Inúíta sem héldi því fram að svona veiddu þeir ekki seli. Sem væri laukrétt því selveiðarnar í myndinni hefðu ekki farið fram á veiðislóðum Inúíta sem legðu það heldur ekki í vana sinn að bana smákópum einsog þeim er inyndin sýndi. Að endingu andmæltu þrem- enningar því að þeir Grænfrið- ungar hefðu látið kvelja dýr í áróðursskyni við gerð heimilda- myndar um kengúruveiðar Kan- adamanna. Melchett, Reeve og Leipold klykktu svo út með því að full- yrða að andstaða Grænfriðunga við hvalveiðar íslendinga stafaði fyrst og fremst af því hve slæmt fordæmi þeir settu við túlkun al- þjóðasamþykkta í umhverfismál- um. Ef sérhvert ríki ákvæði sjálft hverjar samþykkta bæri að halda í heiðri og hverjar ekki þá væri tómt mál að tala um að ná árangri í baráttu gegn geisla- og efna- mengun ekki síður en ofveiðum hætt kominna dýrategunda. Málsvörn forseta En eru hvalirnir í jafn mikilli hættu og Grænfriðungar vilja vera láta? Orki það tvímælis þá telst það trauðla goðgá að veiða fáeina í vísindaskyni? í leiðara „Naturopa" segir Vigdís Finn- bogadóttir að ákvörðun Alþjóða hvalveiðiráðsins um algjört veiði- bann í ágóðaskyni árið 1982 hafi ekki verið byggð á nógu traustum upplýsingum um stærð stofna né gildum rökum vísindamanna. Hvalveiðar íslendinga séu al- gjörlega í vísindaskyni og undir ströngu eftirliti. í ár verði td. að- eins veiddar 10 sandreyðar og 68 Iangreyðar en það sé innan við 1% af langreyðastofninum í haf- inu við ísland. Forseti bendir á að rann- sóknirnar auki mjög þekkingu manna á lífsferli hvala og hlut þeirra í vistkerfi sjávarins og ítr- ekar að því aðeins verði komist að niðurstöðu um þessi mál að hvalirnir séu veiddir. ks

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.