Þjóðviljinn - 25.05.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.05.1989, Blaðsíða 4
ÞlOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Ofmat á eftirspum íslendingar ofmeta ævinlega mannfjölda á landinu. (flest- um málefnum högum við okkur eins og viö værum miljóna- þjóö en ekki rétt rúm kvartmiljón, eins og meöalbær í Amer- íku. eins og vænt borgarhverfi í London. Á landinu eru verslanir fyrir miljón manns, bankastofnanir fyrir miljón manns, svo dæmi séu tekin. Það eru helst þjón- ustufyrirtæki eins og barnaheimili og elliheimili sem eru fyrir heldur fámennari þjóð og öðruvísi samansetta en við erum, og má ýmsar ályktanir draga af því. Peningamir fara í annað en raunverulegar þarfir manneskjunnar. Ef einhver hefur vel upp úr viðskiptum er segin saga að tíu hlaupa til og gera hið sama í von um skjótfenginn gróða. í fölskum kaupmætti „skattlausa ársins" jókst fjöldi þeirra stórlega sem vildu komast til útlanda og ferðaskrifstofumar græddu á tá og fingri. En í stað þess að sjá það af hyggjuviti sínu að þetta var undantekningarástand sem ekki væri byggjandi á ruku menn til og settu á fót hverja ferðaskrifstof- una af annarri. Nákvæmlega talið hefur þeim fjölgað um helming á fjórum undanfömum árum! Afleiðingarnar láta ekki standa á sér. Sumar ferðaskrif- stofur hafa dregið úr starfsemi sinni í neyðinni sem skortur á eftirspurn skapar, aðrar leita samvinnu við sterkari aðila, erlendis og hér heima. Stórfelld undirboð undir borðið eiga eftir að grafa enn undan rekstri fyrirtækjanna og tiltrú al- mennings á þeim. Bestu tíðindin eru auðvitað samvinna tveggja og fleiri aðila. Áreiðanlega eru ekki nema í hæsta lagi tvær ferða- skrifstofur á kvartmiljón íbúa í stóru löndunum og við kæm- umst þess vegna vel af með þær þrjár stóru sem spáð er langlífi í kreppunni. Best hefði verið ef þessi samvinna hefði tekist fyrr vegna þess að nú hafa ómældar fjárhæðir runnið út í vitleysu. Þá er ekki bara að lánastofnanir fari illa, heldur kemur þetta afar illa niður á flugfélögunum sem hafa gert ráð fyrir miklu fleiri ferðum en nauðsynlegar reynast og jafnvel fjárfest í vélum sem engin þörf reynist fyrir að sinni. Það er ömurlegur óþarfa kostnaður sem felst í því að fljúga til og frá landinu með kannski hálftómar vélar. Þá getur dauðastríðið orðið smitandi. Þá kemur þetta í síðasta lagi niður á ríkinu. Hinir boru- bröttu sem auglýstu sjálfstæði sitt með sem mestum fagur- gala og keyptu flestar sjónvarpsauglýsingar á besta útsend- ingartíma, kalla á fund með ríkisvaldinu þegar allt er komið í óefni. Það er hinn stóri hænumömmuvængur sem allir geta hlaupið undir. Kannski kemur út úr öllu saman ein risastór Ferðaskrifstofa ríkisins? Ferðaskrifstofubransinn riðar til falls vegna óhagsýnna fjárfestinga og vanhugsaðra og heimskulegra áætlana. Mættu aðrir aðilar taka við lexíunni sem ferðaskrifstofumenn eru að tileinka sér núna með svita og tárum: að hætta að ofmeta eftirspurn eftir öllum hlutum á þessu landi. Að hætta að ofmeta mannfjölda á íslandi. Fáranlegt stríð Vandséð er hverra hagsmunum það orðaskak þjónar sem nú er upphafið gegn kennurum í framhaldsskólum - og bitnar reyndar á öllum hinum kennurunum líka. Allir viður- kenna á hátíðarstundum að mennt sé máttur og skólastarf varðveiti fjöregg þjóðarinnar. íslenskir kennarar eru upp til hópa vel menntað fólk sem sinnir starfi sínu af trúmennsku og áhuga. Sannleikurinn er sá að laun þeirra hafa ekki fylgt almennri launaþróun í landinu og það var kominn tími til að reyna að leiðrétta það. Til þess að beir þurfi ekki að skamm- ast sín fyrir að leita ekki að annarri vinnu og betur launaðri, því við höfum svo sára þörf fyrir þá þar sem þeir eru. SA Kveðjuraus flotaforingjans Það hefur dregið aillangan slóða á eftir sér hvað bandaríski aðmírállinn í Keflavík sagði í kveðjuræðu sinni á dögunum. En hann kvartaði yfir ágirnd ís- ienskra aðaiverktaka ( undir rós en skildu allir sem vildu) og svo yfir því, að lítið heyrðist í vinum Nató í umræðunni, þeir gengju. ekki fram af vaskleika að verja sinn málstað en létu herstöðva- andstæðinga ráða ferðinni. Þetta mál bar á góma í sjón- varpinu á laugardaginn var þegar þeir Árni Hjartarson frá her- stóðvaandstæðingum og Magnús Þórðarson á Natóskrifstofunni leiddu saman sannfæringarhross sín. Og þá gerðist nokkuð skrýt- ið, undarlegt og stórmerkilegt. Magnús Þórðarson sagði sem svo, að aðmírállinn skildi ekki- nógu vel aðstæður, hefði ekki fylgst nógu vel með. í sannleika sagt væri Nató miklu vinsælla nú en fyrr og miklu auðveldara fyrir hann sjálfan en áður að reka áróður fyrir þessu hernaðar- bandalagi og sjónarmiðum þess. En um leið hljóp Magnús einmitt í þann ham sem aðmírállinn var að tala um. Hann fór að hneyksl- ast á að menn væru að taka þetta mál upp í sjónvarpi sem eitt aðal- mál vikunnar. I rauninni væri þetta smámál sem manni skildist að best væri geymt í þögninni. Af hverju, spurði hann stjórnanda þáttarins, talið þið ekki heldur um áhrif verkfalla á skólana? (Verkföllin höfðu náttúrlega ver- ið til umræðu vikum saman, en það er svo annað mál). Já og þú þarna, ertu ekki sjálfur gamall herstöðvaandstæðingur? sagði hann við stjórnandann. Sem sagt: allt var á sínum stað. Sambúðarmál hersins og íslend- inga voru smámál og svo smá að það tók því ekki að tala um þau. Að vekja athygli á þeim var enn eitt samsæri vinstrimanna í fjöl- miðlum. Flotaforinginn reyndist hafa rétt fyrir sér - þótt með nokkuð öðrum hætti væri en hann hélt sjálfur. Leiðinlegir sigurvegarar í máli Magnúsar og ýmissa annarra natóvina kemur það ein- att fram, að umræðan um her- stöðina sé næsta daufleg orðin og stafi það m.a. af því að sjónarmið þeirra hafi sigrað en herstöðva- andstæðingar verið kveðnir í kút- inn. Það er nú svo. Sannleikurinn er sá, að í þessu máii hafa hvorug- ir sigrað, hvorki herstöðvaand- stæðingar né heldur þeir sem af, rammri alvöru hafa talið að hér yrði að vera her, það ætti að vera framlag íslands til nauðsynlegrar vestrænnar samstöðu í öryggis- málum. Þeir sem verða einna helst kallaðir sigurvegarar í þessu máli (sem ekki er út kljáð sem betur fer) eru blátt áfram þeir, sem lýsa frati á öll slík rök en vilja hafa her til að gera út á hann og græða á honum. Það eru þeirra viðhorf sem sterkust eru út um þjóðlífið, ekki síst hjá þeim sem stundum eru kallaðir hinn „þögli meirihluti". Umræða sú sem fram hefur farið að undanförnu um íslenska aðalverktaka er fyrst og síðast enn ein staðfestingin á þessu. Hinir skelfilegu Þjóðviljamenn Bragi Ásgeirsson, myndlist- argagnrýnandi Morgunblaðsins, skrifar grein í blað sitt um síðustu helgi, þar sem hann m.a. víkur að nýafstöðnu norrænu málþingi um listrýni í Norræna húsinu. Hann kveðst vilja útskýra það hvers vegna hann og aðrir Morgun- blaðsmenn mættu ekki á ráð- stefnuna og gerir það með þess- um orðum hér: „Astæðan var einfaldlega sú, að okkur hinum umsvifamestu og með lengsta starfsreynslu við stærsta blað þjóðarinnar, var ein- faldlega ætlað ómerkilegt hlut- verk áheyrnarfulltrúa, sem kannski er sök sér, en svo þegar, hvað myndlist varðar, öllu Þjóðviljaliðinu í myndlist hafði verið skipað við háborðið sem frummælendum var áhuginn fok- inn ög ráðstefnan hafði misst gildi sitt og vægi, enda gat einungis orðið um einstefnu að ræða en ekki opna og markvissa rök- ræðu." Allir eru vondir við okkur Þetta er undarleg klausa og fram úr hófi lágkúruleg. í fyrsta lagi kemur hér fram það hroka- , fulla Morgunblaðsviðhorf, sem ' til þessa hefur verið meira áber- andi á öðrum sviðum en listrýni, að þeir sem hafa lengi skrifað við „stærsta blað landsins" hljóti sjálfkrafa að hafa meira til brunns að bera en aðrir menn. í öðru lagi er það meira en furðu- leg sjónskekkja að lýsa þeirri staðreynd, að myndlistarskrifari Þjóðviljans, Ólafur Gíslason, var á myndlistarmorgni málþingsins að sönnu ekki frummælandi, heldur einn af fjórum sem beðnir voru að koma með stutt innlegg eftir ræðu frummælanda, með þeim ógnvænlega hætti að „öllu Þjóðviljaliðinu hafði verið skipað við háborðið sem frummæl- endum". Þetta finnst Braga Ás- geirssyni svo skelfilegt, að ráð- stefnan er ónýt eftir það! Auk þess sem hann lætur á dynja með dylgjur og brigsl í þá veru, að þetta skelfilega Þjóðviljalið hljóti að eyðileggja hvern mannfund með skelfilegu ofstæki sínu og „einstefnu". Með leyfi að spyrja: hvað á maðurinn eiginlega við? Og - vel á minnst - á þessi klipp- ari hér, sem var reyndar beðinn um að sitja á palli í umræðum um bókmenntarýni, sök á því, að bókmenntarýnar Morgunblaðs- ins fóra í barnslega fýlu og báðu norræna málstefnu um gagnrýni aldrei þrífast? Það hefur til orðið undarlegt andrúmsloft á Morgunblaðinu. Þar sitja menn, á stærsta blaði landsins, hafa meiri peninga og mannskap til allra verka en nokk- ur annar - og samt líta þeir aldrei glaðan dag, mannagreyin, allir eru vondir við þá, þeim er alitaf kalt.... ÁB Þjóðviljinn Síöumúla 6-108 Reykjavík Sími681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfulélag Þjöðviljans. Bltstjórar: Árni Bergmann, Mbrbur Árnason, Silja Aðalsteinsdðttir. Fróttastjóri: Lúðvfk Geirsson. Aðrirblaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijosm.), KristóferSvavarsson, ÓlafurGíslason, Páll Hannesson, Siguröur Á. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgartolaðs), Þor- finnurÓmarsson(íþr.), ÞrösturHaraldsson. Framkvæmdastjðri: Hallur PállJónsson. Skrlfstofustjóri: Jðhanna Leópoldsdðttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdöflir, Krístín Pétursdóttir. Auglýslngastjðrl: Olga Clausen. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. ¦ Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardótlir. i Bilst|6ri: Jóna Sigurdðrsdðttir. Húsmöðlr: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiftslust|órl: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Kalrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Síðumúla 6, Roykjovik, simar: 681333 & 681663. Auglýslngar: Slðumúla 6, simar 681331 og 681310. Umbrot og sotnipg: Prentsmiðja Þjöðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Vorðllausasölu:80kr. NyttHelgarblað:110kr. Áskrlftarvor ð á mánuðl: 900 kr. 4 SÍ0A - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. mai 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.