Þjóðviljinn - 25.05.1989, Page 6

Þjóðviljinn - 25.05.1989, Page 6
Kína ERLENDAR FRETTIR Herinn bíður átekta Valdabarátta geisar enn. Stúdentar ráða mestu íPeking. Sumir óttast stórfelld átök og manndráp Mótmælaaðgerðir og verkföll héldu í gær áfram víða út um land í Kína, en mótmælafólkið í Peking hafði hinsvegar hægt um sig. Svo er að sjá að það bíði nú úrslita valdabaráttu þeirrar, sem allir gera ráð fyrir að geisi ■ innsta hring kínversku forustunnar. Af gangi þess reiptogs eru margar fréttir en allar óljósar. Sjálfir hafa æðstu leiðtogar hvorki látið almenning né frétt- amiðla sjá sig frá því í lok s.l. viku, er herlög voru sett í Peking. Deng gamli Xiaoping, aðalvald- hafi síðan 1978, hefur ekki sést opinberlega frá því að hann kvaddi Gorbatsjov og er sagður hafa laumast úr borginni suður í Hubei, fylki í Jangtsedal miðjum. Öll ólgan og ekki síst sú stað- reynd, að stjórnvöld hafa í raun misst öll tök á ástandinu í Peking Suðurskaut Astralía krefst friðlýsingar Ástralía beitti á mánudag neitunarvaldi til að hindra sam- þykkt sáttmála um námagröft á Suðurskautslandinu. Sáttmáli þessi var gerður í Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, fyrir ári að undangengnum samninga- viðræðum, sem stóðu yfir í sex ár. Sex ríki gera kröfur til yfirráða á Suðurskautslandi og er Ástralía eitt þeirra. Hafa Ástralíumenn því rétt til að beita neitunarvaldi í þessu samhengi. Tilgangur þeirra með þessu er að herða á kröfum um að Suðurskautslandið allt verði friðlýst fyrir öllum atvinnu- rekstri, og liggur þar að baki ótti við mengun, sem náttúran þar er talin mjög viðkvæm fyrir. Bob Hawke, forsætisráðherra Ástral- íu, sagði í þessu sambandi að þrátt fyrir beitingu neitunarvalds Ástralíu kynni að reynast erfitt að fyrirbyggja að hafist yrði handa um námugröft á Suður- skautslandinu, en kvað stjórn sína ætla að beita sér fyrir strang- ari reglum um umhverfisvernd þar en eru í nefndum sáttmála. SvD/-dþ. er talið hafa valdið honum slíkum álitshnekki, „andlitsmissi" eins og það gjarnan er kallað er Kín- verjar og aðrir Austur-Asíumenn eiga í hlut, að hann muni ekki eiga annars kost en að draga sig í hlé frá stjórnmálum, hvernig sem þetta fer annars alltsaman. Herinn hundsar herlög Margir fréttaskýrendur, sem styðjast við kínverska heimilda- menn, telja að úrslitum muni ráða hvaða afstöðu herinn tekur. Hann hefur að mestu óhlýðnast herlögununm og er samkvæmt sumum fregnum kominn á leið til fastastöðva sinna, en samkvæmt öðrum fréttum hafa úrvalsher- sveitir umkringt Peking og bíða átekta. Hershöfðingjarnir eru flestir að sögn engir stórvinir Dengs, sem markvisst hefur dregið úr áhrifum þeirra í stjórnmálum og síðan 1985 fækk- að í hernum um miljón í 3,5 milj- ónir. Þessháttar niðurskurður er hershöfðingjum sjaldnast að skapi, og þeim kínversku finnst trúlega þar að auki að með þessu hafi sá gamli auðsýnt þeim hróp- legt vanþakklæti. Herinn efldist mjög að áhrifum í menningar- byltingunni og er talinn hafa ráðið úrslitum um að fjórmenn- ingaklíkan, fræg á sinni tíð, varð undir í valdabaráttunni eftir frá- fall Maós formanns 1976. Þau umskipti leiddu um síðir til þess að Deng náði æðstu völdum. Hvorugur þeirra Lis og Zhaos hefur mikil ítök í hernum og austurasískur stjórnarerindreki, sem þykist vita sínu viti um kín- versk stjórnmál, telur að herinn muni snúast á sveif með þeim valdsmannahópi sem best býður. Hershöfðingjarnir muni þannig krefjast þess að Chi Haotian, Komin er til I’anama sendi- nefnd frá Bandalagi Amerík- uríkja (OAS), þeirra erinda er miðla málum í hörðum pólitísk- um deilum þarlendis. Kosningar fóru sem kunnugt er fram í landinu 7. þ.m. og telur stjórnar- andstaðan sig hafa unnið í þeim mikinn sigur. Hún sakar Manuel Antonio Noriega, herstjóra og í raun einræðisherra þarlendis, um kosningasvindl. Þegar ólga reis í landinu út af ásökunum þessum, sem flestir Li Peng - mótmælafólkið hefur hann öllum öðrum fremur á hornum sér. herráðsformaður, verði tekinn í stjórnmálaráð kommúnista- flokksins og að fjárframlög til hersins verði hækkuð. Alvarlegt mál fyrir herinn er að einnig hann þykir hafa „misst andlitið“ und- anfarna daga, þar eð margir hafa skilið aðgerðaleysi hans svo, að hershöfðingjarnir þori einfald- lega ekki að leggja til atlögu við hinn mótmælandi múg. Heiðri hersins til endurreisnar hefur komið fram sú tillaga, að stúdent- ar, sem nú virðast mestu ráða í Peking, hleypi honum inn í borg- ina til þess að hann hjálpi þeim til við stórhreingerningu á Himn- esksfriðartorgi. Þar hafa tugþús- undir stúdenta og annars mót- mælafólks hafst við samfleytt í nærri tvær vikur og vegna tak- markaðrar hreinlætisaðstöðu þar fyrir svo mikinn fjölda hafa marg- ir neyðst til að gera þarfir sínar á torginu, auk þess sem mikið af rusli hefur safnast þar fyrir. Leggur nú frá torginu illan fnyk. Eldri flokksleiðtogar snúast gegn Deng og Li Sumir telja að ríkjandi lína hjá stjórnmálaleiðtogum í máli þessu ætla að séu á rökum reistar, lýsti Noriega kosningarnar ógildar. Stjórnarandstaðan krefst þess að viðurkennt sé að hún hafi sigrað í kosningunum. í s.l. viku for- dæmdi OAS Noriega fyrir mis- ferli í sambandi við kosningarnar og ákvað að senda til landsins nefnd, þeirra erinda að leita leiða til að „valdatilfærsla færi fram í landinu í samræmi við vilja pan- ömsku þjóðarinnar". í sendin- efndinni eru auk Joaos Baena So- ares, aðalritara bandalagsins, Zhao Ziyang - vinsæll meðal mót- mælafólksins, en hvorugur þeirra Lis hefur veruleg ítök í hernum. sé að freista þess að þæfa málið um nokkurt skeið enn, í von um að mótmælafólk þreytist. Aðrir þykjast sjá þess merki að margir eldri ráðamenn, þ.á m. sumir sem hafa ekki talist í frjálslyndara lagi, telji núorðið að þeir Deng og Li hafi haldið illa á spilum með því að lýsa yfir herlögum og senda frá sér aðrar ögrandi yfir- lýsingar. Þessir rosknu og reyndu menn vilji að látið sé að einhverju marki undan mótmælafólkinu. Þeirra á meðal er Deng Yingc- hao, 86 ára kvenskörungur sem hefur verið virk í kínverskum stjórnmálum allt frá því um 1920, var með í Göngunni löngu og er enn í miðnefnd kommúnista- flokksins. Vegna þeirrar fortíðar og þess að hún er ekkja Zhou Enlais, fyrrum forsætis- og utan- ríkisráðherra, nýtur hún stór- mikillar virðingar. Fóstursonur þeirra hjóna er enginn annar en nú sá mikið skammaði Li Peng, en gamla konan kvað nú engu að síður kominn í andskotaflokk hans. Kína er enn „ríkið í miðið“ í þeim skilningi orðanna, að það er fjölmennasta ríki heims, og þegar slík hreyfing kemst á ríflega milj- utanríkisráðherrar Ekvadors, Gúatemala og Trinidad-Tobago. Um 400 stjórnarandstæðingar með leiðtoga sína í broddi fylk- ingar fóru í dag í kröfugöngu til hótels þess, er sendinefndin hef- ur til aðsetu. Lögregla lét göngu- menn afskiptalausa, þrátt fyrir að Noriegastjórnin hefði bannað all- ar slíkar aðgerðir meðan nefndin væri í landinu. Áður hafði Nori- ega farið að andstæðingum sínum með engri vægð. 10. þ.m. réðust Deng Yingchao, liðsmaður kommún- istaflokksins frá upphafi og fóstur- móðir Lis. Hún er nú engu að síður sögð komin í hóp andstæðinga hans. arð manna fer ekki hjá því að það veki ugg annarsstaðar. Japanir eru áhyggjufullir út af viðskiptum sínum við Kína og fjárfestingum þar, sem þeir hafa bundið miklar vonir við. Pólitíska súperstjarnan Gorbatsjov, sem vonir manna um betri heim tengjast nú öðrum fremur og með návist sinni í Pek- ing einni saman á dögunum átti sinn þátt í að ólgan varð meiri en nokkru sinni fyrr, nagar sig nú kannski í handarbökin út af því að hafa ekki frestað Kínaförinni. íhaldsmenn í hans ríki, þegar allhræddir við að miðstjórnin missi allt taumhald á öflum, sem glasnostið hefur leyst úr læðingi, eru líklegir til að benda á ólguna í Kína sér til rökstuðnings. Bush Bandaríkjaforseti og hans menn, alltaf hægfara, hafa valið þann kostinn að segja sem fæst um á- standið í Kína og í þetta sinn eru landar þeirra sammála um að þeir geti ekki gert annað skynsam- legra. Sumir óttast að úr öllu saman verði stórfelld átök með miklum manndrápum. Erlend sendiráð hafa af því tilefni undirbúið flutn- ing útlendinga úr landi. dþ. stuðningsmenn Noriega þannig með bareflum á friðsamlega mót- mælagöngu stjórnarandstæð- inga, og nærstaddir hermenn og lögreglumenn létu það afskipta- laust. GuilIermoFord, frambjóð- andi til varaforsetaembættis, hlaut meiðsli við þetta tækifæri og lífvörður hans var drepinn. Noriega er nú undir miklum al- þjóðlegum þrýstingi um að láta af völdum, en óvíst er enn hvað kemur út úr því. Reuter/-dþ. Sovétþing Goibatsjov í framboð Jeltsín ogfleiri vilja fleiri frambjóðendur, sem og mannaskipti ímið- nefnd og stjórnmálaráði Miðnefnd sovéska kommúnist- aflokksins kom saman í Moskvu á mánudag til að ræða setningu fulltrúaþingsins, sem kjörið var á dögunum í Sovétríkjunum í kosn- ingum, sem eðlilega vöktu gífur- lega athygli. Að öllum líkindum ræddi miðnefndin einnig dagskrá þingsins. Miðnefndin hefur ákveðið að mæla með því við fulltrúaþingið, að það kjósi Míkhaíl Gorbatsjov forseta Sovétríkjanna, en forset- akosning er meðal hlutverka þingsins, samkvæmt nýrri stjórnarskrá. Þingið kemur sam- an í dag. Lítill vafi er talinn á því að Gorbatsjov nái kosningu, en á hinn bóginn hafa róttækari breytingasinnar krafist þess að fleiri frambjóðendur verði í kjöri. Á fjöldafundi þeirra um helgina hrópuðu margir að þeir vildu fá Boris Jeltsín fyrir forseta. Sjálfur hafði Jeltsín látið í ljós, að hann vildi fleirframboð til for- setaembættisins. Jeltsín, fyrrum æðsti maður kommúnistaflok- ksins í Moskvu og mikill sigur- vegari í kosningunum til fulltrúa- þingsins, krefst þess einnig að kvatt verði saman aukaþing kommúnistaflokksins til að taka ákvarðanir um mannaskipti í miðnefnd flokksins og stjórnmálaráði. Miðnefndin hef- ur nú til athugunar ákærur gegn honum um að hafa vikið frá stefnu flokksins í kosningabarátt- unni. SvD/-dþ. Panama OAS-nefnd á vettvang Bandalagið hefur fordæmt Noriegafyrir misferli. Stjórnarandstœð- ingar segjast hafa unnið kosningarnar og krefjast opinberrar staðfest- ingar á því 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIL. NN Fimmtudagur 25. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.