Þjóðviljinn - 25.05.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.05.1989, Blaðsíða 12
Sigurður Gísli Bjarnason sölumaður: Nei, ætli það. Ég er lítið fyrir svona trúarkjaftæði, þó maður verði örugglega var við það. —SPURNINGIN- Ætlar þú aö fylgjast með komu páfa? Jóna Sigurdórsdóttir sendiherra: Nei, alveg örugglega ekki. Ég hef engan áhuga á trúarleiðtogum. Þórður Þórsson sendiherra: Já já þó það nú væri. Ætli ég kíki ekki á hann. Magdalena Ólafsdóttir sjúkraliði: Það held ég ekki. Ég geri ekki ráð fyrir því að fara á Þingvöll eða reyna að sjá hann annars staðar. Arndís Níelsdóttir erindreki: Já, svo framarlega sem ég verð ekki í útlöndum. lÓÐVILIINN Fimmtudagur 25. maí 1989 93. tölublað 54. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN C040^0 ÁLAUGARDÖGUM 681663 (hljómsveitinni Júpíters er blásið í lúðra, saxófóna, trompeta og básúnu, og slegið á gítara, kontrabassa, trommu og orgel. Friðarmál Faimiði til fríðar Next Stop Soviet-Nœsti áfangi Sovétríkin -fjáröflunartónleikar í kvöld. Sigríður Hulda Richards: Áætlunin hefurþegar haft áhrifí Sovétríkjunum Iscptcmbcr ætla mörg þúsund ungmenni frá Norðurlöndum til Sovétríkjanna undir slagorð- inu Next Stop Soviet - Næsti áfangi Sovétríkin - eins og við skýrðum frá í Þjóðviljanum í mars. Þetta er friðar- og um- hverfisverndarhreyfing sem fór í fræga ferð til Nevada í Bandaríkj- unum árið 1987 í sama tilgangi og nú verður farið til Sovétríkjanna. Frá íslandi fara um hundrað ungmenni sem nú eru að safna upp í ferðakostnað með ýmsum ráðum. f kvöld kl. 22 halda þrjár hljómsveitir sem ætla austur í haust tónleika á Hótel Borg. Þetta eru Júpíters, Október og E-X. En hvernig gengur að skipuleggja ferðina? „Við fórum á stórfund í Kaup- mannahöfn í apríl til að undirbúa ferðalagið. Þangað komu 800 manns, þar af 200 Rússar sem voru flestir í útlöndum í fyrsta skipti á ævinni," segir Sigríður Hulda Richards. „Þeir voru frá flestum stöðum sem Next Stop ætlar til, allt austur fyrir Novo-sibrisk, en lengra nær glas- nost ekki ennþá. Þetta var skrít- inn kokteill, sem Rússar sendu, ballettdansarar, leikhúsmenn og aðrir listamenn sem hafa unnið neðanjarðar en eru að koma upp á yfirborðið núna. Það er mikil gróska í frjálsum leikhópum í So- vétríkjunum, einkum Hvíta Rússlandi og Eystrasaltslöndun- um. ■ ------ En Svíar hleyptu fundinum Sigríður Hulda Richards eiginlega upp. Þeir komu seint inn í hreyfinguna og vantaði sam- bönd við Rússa, því allt byggist á að við höfum einhvern til að taka á móti okkur eða vera hjá, við ætlum ekki að búa á hótelum. Þeir stukku á Rússana og tóku svo mikinn tíma fyrir sig að þegar fundinum átti að vera lokið og við vorum að fara heim, þá var hann fyrst að komast í gang! Við höfðum okkur ekki nógu mikið í frammi við Rússana, en kynntumst þó mönnum frá Vilni- us í Litháen sem reka bygginga- fyrirtæki - byggja íbúðir fyrir ungt fólk og reka svo félagslíf í blokkunum, sjónvarpsstöð, ung- lingaklúbba og svoleiðis. Við hittum þá í haust og ætlum svo að bjóða þeim hingað. Þá langar til að skoða fjölmiðla og fyrirtæki hér á landi.“ Þetta er þá allt í góðu standi? „Svíar eru komnir með bréf upp á vasann frá Gorbatsjov með loforði um hjálp og fyrirgreiðslu, en samt er komið eitthvert bak- slag í afgreiðslu visa sem vonandi lagast. Kannski ofbýður Rússum bara allur þessi fjöldi sem er að hellast yfir þá. Þeir vita líka að í Semipalant- insk er ætlunin að mótmæla eins og í Nevada um árið. Þar er til- raunasvæði Rússa með kjarnork- usprengjur, og meiningin er að sama daginn verði slíkum tilraun- um mótmælt á báðum stöðum, austan hafs og vestan.“ Hvernig líkaði Sovétmönnun- um við Norðurlandabúa á fund- inum? „Þeir voru rólegir og íhugulir, horfðu á og hlustuðu en töluðu ekki mikið. Þeir horfðu hissa á allt sem til var í búðunum í Kaup- mannahöfn og spurðu svo hvers vegna sumir væru svona skítugir og illa klæddir og hefðu enga at- vinnu. Þeim fannst undarlegt að Danir skyldu ekki eiga allt úr því það var til í verslunum. Þeir héldu að það væri miklu meiri jöfnuður á vesturlöndum. Þetta voru mjög almennilegir krakkar sem kunnu ýmis tungumál, ekk- ert endilega ensku, heldur allt eins þýsku, frönsku og spönsku." Hvernig gengur að safna upp í ferðina? „Það gengur hægt. Við erum með flóamarkað í Kolaportinu, svo höfum við boðist til að sjá um unglingadansleik í Laugardals- höll 17. júní og fáum fasta upp- hæð fyrir það. Við ætlum að gefa út blað um friðar- og umhverfis- mál, og svo höldum við styrktart- ónleika í kvöld á Borginni. Danir seldu fyrir ferðina til Nevada miða sem þeir kölluðu Farmiða til friðar á götum úti og fólk keypti þá til að styrkja hreyfing- una. Eg veit ekki hvort slíkt myndi ganga hér á landi. En við teljum að starf okkar hafi strax borið árangur í Sovét- ríkjunum. Þegar Danir byrjuðu að funda með sovéskum embættis- mönnum var fulltrúum leikhópa og hljómsveita í Sovétríkjunum ekki leyft að vera með. Núna sitja embættismenn og pönkarar hlið við hlið og allir tala saman.“ SA Þeir sögðu að það væri í góðu lagi þó ég tæki lúðurinn með mén) ------- Ég verð víst bara einn á hótelinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.