Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 5
Erlendir ferðamenn Stefnir í metár Framhaldsskólarnir Útsala á menntun eða faglegar kröfur? Ingólfur A. Þorkelsson skólameistari MK: Sammála stefnu ráðuneytis um fullt samráð allra aðila um skólaslit. Meginorsök ólgunnarí framhaldsskólunum er „lausnin“ hjá skólastjóra Verslunarskólans. Tel reglugerð um menntaskóla vera í fullu gildi Ingólfur A. Þorkelsson skólameistari í MK: í okkar skóla fá stúdentar fullgild skírteini sem þeir hafa unnið fyrir. Mynd-Þóm. að var yfirlýst stefna mennta- málaráðuneytisins að þessu verkfalli loknu, sem verður skráð skýrum stöfum á spjöld sögunn- ar, að skólastjórnendur, kennar- ar og nemendur hefðu samvinnu um skólalok. Menntamálaráðu- neytið hefur verið gagnrýnt nokkuð fyrir að fela skólunum að leysa málið, en ég er sammála þessari stefnu ráðuneytisins og tel að skólastjórnendur, kennarar og nemendur eigi að axla slíka ábyrgð, segir Ingólfur A. Þork- elsson skólameistari í Menntaskólanum í Kópavogi. - Mikil átök urðu í framhalds- skólunum, sérstaklega hér á höf- uðborgarsvæðinu, um hvernig skólalok skyldu vera. Nú hefur fengist lausn í flestum ef ekki öllum skólunum, sem menn eftir atvikum geta sætt sig við, nema kannski í Verslunarskóla íslands, en þar lýsti skólastjórinn því yfir í byrjun verkfalls að hann myndi útskrifa stúdenta 26. maí hvað sem tautaði og raulaði, án prófa ef með þyrfti. Síðan ítrekaði hann þessa yfirlýsingu að verk- falli loknu. Meginorsök ólgunnar - Þessi yfirlýsing er, að mínum dómi, orsök þeirrar ólgu í fram- haldsskólunum sem kom í kjölfar hennar, því nemendur í öðrum skólum gerðu þá kröfu að sleppa við próf að miklu eða öllu leyti. Ég skil vel að nemendur í VÍ séu ekki óánægðir með þessa yfirlýs- ingu skólastjórans, að sleppa prófum, en líti þeir betur í eigin barm munu þeir sjá að þetta er ekki góð lausn sé til lengri tíma litið. Vissulega var nemendum framhaldsskólanna vorkunn, því þeir höfðu misst úr marga kennsludaga í verkfallinu og voru sumir famir að vinna þegar því lauk. Átökin í skólunum stóðu því um það að hve miklu leyti prófum skyldi sleppt og hve mikið skyldi metið og eigi síður um málsmeðferð. Styrkur, sveigjanleiki og ábyrgðartilfinning Hvernig leystuð þið þessi mál í þínum skóla? - Til að leysa þetta torvelda mál hef ég undanfarið verið á 15 fundum með nemendum og kennurum í öllum árgöngum og náðst hefur ágætt samkomulag um lausn sem allir hafa sætt sig við. Mér hefði ekki tekist að fá þessa niðurstöðu nema með mikilli hjálp kennara og góðum skilningi og ábyrgðartilfinningu nemenda. Fyrir það færi ég hvor- um tveggju bestu þakkir. Menntakröfur eða útsala á menntun Á hvaða hátt er ykkar lausn önnur en sú er farin var í Verslun- arskólanum? - í Menntaskólanum í Kópa- vogi ríkir samvinna milli skóla- stjórnenda, kennara og nem- enda. í Verslunarskóla íslands er því miður sundurlyndi. Hér á ég við að ekki náðist eining um lausn á hörðum kennarafundi í VÍ eftir að verkfall leystist sbr. frétt í út- varpinu af þessum fundi 20. maí sl. Haldið er uppi menntunar- kröfum í MK, en þar taka stúd- entsefni öll stúdentspróf. Þao er mín skoðun að slakað sé svo mikið á kröfum í VÍ að ef til vill megi segja að um sé að ræða út- sölu á menntun. Eftir mati gildir meðaleinkunnin 5 (lágmarks- einkunn) miili bekkja, nema upp í fimmta bekk. Stúdentsprófum (lokaprófum) er sleppt og gefnir út að því er virðist gervipappírar sem skólastjóri afhendir við há- tíðlega athöfn í dag, föstudag. Þó læðist sá þanki að skólastjóra VÍ að hér sé um vonda lausn að ræða, því hann segir í Morgun- blaðinu orðrétt: „að hún hafi ekki fordæmisgildi". Samkvæmt fyrrnefndri út- varpsfrétt frá 20. maí eru margir kennarar í VÍ andvígir þessari umræddu lausn. í MK hins vegar fá stúdentar fullgild prófskírteini sem þeir hafa unnið fyrir með því að ljúka prófi. í MK er ekki útsala á menntun og stúdentspróf þaðan eru fullgild. Telur þú að skólaslit séu með eðlilegum hœtti í öðrum fram- haldsskólum? - Ég tel að svo sé víðast hvar. Reglugerðin í fullu gildi Hvað segir þú um þá túlkun ráðuneytisins að reglugerð um menntaskóla sé ekki í gildi vegna nýju framhaldsskólalaganna? - Þetta tel ég ranga túlkun hjá ráðuneytinu, því Sigurður Lín- dal, prófessor í lögum við HÍ, hefur tjáð mér að gamla reglu- gerðin gildi þar til ný hefur verið samin. Ég tek meira mark á því sem þessi ágæti lagaprófessor við Háskólann segir, sem alltaf er til kvaddur þegar leita þarf laga- skýringa, en ólögfróðum eða lög- fróðum mönnum í ráðuneytinu, þótt þeir séu hinir mætustu menn. Upphafsorð 34. gr. þessarar reglugerðar hljóðar svo: „Nem- andi hefur lokið stúdentsprófi þegar hann hefur gengist undir lokapróf í öllum námsgreinum sínum og fullnægt lágmarkskröf- um um einkunnir." Ég tel tví- mælalaust að þessi reglugerð sé í gildi, sagði Ingólfur A. Þorkels- son að lokum. lg- Alltað50% aukning frá fyrra ári Horfur eru á að hingað til lands komi fleiri erlendir ferðamenn en nokkru sinni áður og telja þeir bjartsýnustu að aukningin geti numið allt að 50%. Þá er talið að samsetning þeirra verði hagstæð innlendri ferðaþjónustu og obb- inn af þeim verði neyslufrekir Evrópubúar sem láti sér í léttu rúmi liggja þótt verðlag hér sé hátt á þeirra mælikvarða. Ástæður þessarar fjölgunar eru vafalaust margar en á það hefur verið bent að eftir mildan vetur í Evrópu sæki fólk meira norður á bóginn sér og sínum til tilbreytingar. Þá hafa Flugleiðir breytt um áherslur í sölustarfi sínu og leggja nú meiri áherslu en áður á sölu íslandsferða en ferða á Atlantshafsleiðum félagsins. Einnig merkja ferðamálafröm- uðir að sýning sjónvarpsmyndar- innar um Nonna og Manna hafi aukið áhuga Evrópubúa á fs- landi. Síðast en ekki síst er núna að skila sér hin mikla auglýsing sem leiðtogafundurinn í Höfða var fyrir land og þjóð 1986. -grh Þjóðviljinn Nýstjóm útgáfufélags Aðalfundur útgáfufélags Þjóð- viljans var haldinn sl. miðviku- dagskvöld og var kjörin ný stjórn útgáfufélagsins á fundinum. Hina nýju stjórn skipa Guðni Jóhannesson, Guðrún Hall- grímsdóttir, Helgi Guðmunds- son, Hrafn Magnússon, Olga Guðrún Árnadóttir, Óttar Proppé, Sigurður Á. Friðþjófs- son, Steingrímur J. Sigfússon og Þórunn Sigurðardóttir. í varastjórn voru kjörin þau Guðrún Ólga Clausen, Gestur Guðmundsson, Jóhanna Leó- poldsdóttir og Leifur Björnsson. Þeir sem hverfa úr stjórn núna eru þau Álfheiður Ingadóttir, Helgi Seþan og Ragnar Árnason en þau Óttar, Steingrímur J. og Þórunn koma í stað þeirra. í stjórn Þjóðviljans situr auk þess einn fulltrúi Miðgarðs og einn frá prentsmiðju Þjóðviljans. -Sáf Sjávarútvegsráðuneytið Hert útflutningseftirlit Útflytjendur óunnins afla sendi samdœgurs upplýsingar um magn hverrar fisktegundar, söludag, stað og verð til veiðieftirlitsins og Fiskifélagsins. Reglugerð þar um tekur gildi frá og með 10. júní 1989 aðan söludag. Dreifist afli til fleiri söluaðila erlendis skal þess getið sérstaklega. - Útflytjandi óunnins afla Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að herða allt eftirlit með útflutningi á óunnum afla sem fluttur er út ýmist með veiði- skipum eða öðrum flutningstækj- um. Það er gert til að tryggja virkara eftirlit með útflutningn- um með skilvirkari upplýsinga- skyldu en verið hefur hvað varð- ar magn hverrar flsktegundar, söludag, stað ogsöluverð. Reglu- gerð þar að lútandi tekur gildi frá og með 10. júní 1989. Aðalatriði hinnar nýju reglu- gerðar eru svohljóðandi: - Sigli veiðiskip með eigin afla til sölu á erlendan markað skal skipstjóri, strax er skipið hættir veiðum, senda veiðieftirliti ráðu- neytisins upplýsingar í símskeyti þar sem tilgreint er magn hverrar fisktegundar eins nákvæmlega og unnt er. Jafnframt skal tilgreina umboðsmann, sölustað og áætl- skal, áður en afli er settur um borð í flutningstæki, tilkynna til veiðieftirlits sjávarútvegsráðu- neytisins á þar til gerðu eyðu- blaði, um útflutt aflamagn frá hverju einstöku veiðiskipi sund- urliðað eftir tegundum. Sé afli sama skips fluttur út í fleiri en einum gámi, skal skila eyðublaði fyrir hvern gám. - Skipstjóri veiðiskips sem landar afla erlendis og útflytjandi óunnins afla skulu tryggja að um- boðsmenn eða kaupandi erlendis sendi samdægurs skýrslur til Fisk- ifélags íslands um sölu afla er- lendis þar sem tilgreint er endan- legt magn hverrar fisktegundar og söluverð. -grh Föstudagur 26. maí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.