Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 8
KLIPPT OG SKORIÐ Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans , Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Arnason, Silja Aðalsteinsdóttir Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglysingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Afgreiðsla: @ 681333 Auglýsingadeild: @ 681310 - 681331 Verð: 125 krónur Sjálfstæðisflokkuriim sextugur Sjálfstæðisflokkurinn er að halda upp á sextugsafmæli sitt um þessar mundir. Afmælishátíðin hófst í Morgun- blaðinu í gær með viðtölum við formann flokksins og aðra oddvita, og eins og vænta mátti sáu þau vítt land og fagurt þegar þau litu yfir farinn veg og horfðu til framtíðar. Sjálf- stæðisflokknum átti þjóðin flest að þakka: sjálfstæði sitt, frelsi, lýðræði, velferð, menningu og landhelgi og margt fleira. Sjálfstæðisflokkurinn var öflug hreyfing í sókn og starfshættir hans höfðu stórlega batnað. Það var allt sam- an fagurt og indælt. Allt var gott sem gjörði hann. Pressan var í ótuktarskap sínum að rifja upp sitt af hverju tagi úr innanhússskýrslum um ásigkomulag flokksins sem saman voru teknar eftir kosningaósigurinn síðasta. Þar er allt annað hljóð í strokknum, eins og þeir muna kannski sem sáu umfjöllun um þessa pappíra hér í Þjóðviljanum á sínum tíma. Skýrslugerðarfólk kvartaði yfir því að flokkurinn væri „kaldur, fjarlægur, tilfinninga- laus og húmorslaus". Hann væri offullur af lögfræðingum og hagfræðingum og léti alltof mikið á markaðshyggju sinni bera. Forystumenn hans tengdu sig alltof mikið við hernaðarhyggju og ýmsir þeirra temdu sér hroka og yfir- læti sem hrindi frá sér. Flokksstarfið væri allt í skötulíki. Og svo framvegis. Tónninn var helst þessi: illt er það allt og bölvað, skítt veri með það og svei því. Nú er ekki við því að búast að menn finni sannleikann um Sjálfstæðisflokkinn, hvorki í hátíðaviðtölum við oddvita hans spariklædda, né heldur með því að skoða innanhússskýrslur hans þegar hann fer í sjálfs- gagnrýnidýfu. Það er ekki heldur líklegt til árangurs að leggja saman og deila með tveim. Hitt er svo líklegt að á flokksafmælinu velti ýmiskonar áhugamenn um stjórnmál því fyrir sér, hvers vegna hægrisinnaður borgaraflokkur hefur jafn sterka stöðu hér á landi og raun bervitni. Þeirri spurningu erekki fljótsvar- að, því margt ber til. Flokkurinn komst snemma upp á lagið með það að virkja sér í hag rótgróna einstaklings- hyggju bændasamfélags sem kom síðar inn í nútímann en grannþjóðir okkar. Um leið og hann átti nógu klóka forystumenn til að gefa upp á bátinn fyrr en íhaldsflokkar í öðrum löndum virka andstöðu við það velferðarkerfi, sem flokkar tengdir verklýðshreyfingunni ruddu brautir fyrir. Það spillti heldur ekki fyrir styrk Sjálfstæðisflokksins, að framan af átti hann forystumenn sem voru nógu sterkirtil að kveða niður ófrið sem sprottið gat af þeirri meginþver- stæðu í hegðun flokksins, að hann þóttist treysta í öllu á einkaframtak, en var í reynd magnaður ríkisforsjárflokkur. Hann æpti „báknið burt“ - en meinti það aldrei, því þang- að sótti hann ekki síst efni í öryggisnet fyrir sína eigin gæðinga. Aðstæður hafa vitaskuld breyst mikið síðan grund- völlur var lagður að veldi Sjálfstæðisflokksins. Á undan- förnum árum hefur borið tölvert á viðleitni innan hans til j að segja skilið við allan „kratisma" og stunda hreinrækt- j aðri hægristefnu með tilheyrandi einkavæðingu sem m.a. skæri niðurívelferðarkerfinu. Þettahefurvaldiðflokknum ýmsum erfiðleikum, en einhvernveginn hefur samt tekist j að ýta þeim til hliðar, setjast ofan á þá. Altént er það svo, j að skoðanakannanir benda til þess að Sjálfstæðisflokk- I urinn geti unað vel sínum hag og sé búinn að vinna aftur það sem hann tapaði þegar Borgaraflokkurinn varð til. Það fylgi minnir og á þetta hér: að Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu getur reynst öflugri segull fyrir óánægjufylgi en jafnvel nýr og „syndlaus" flokkureins og Kvennalistinn. Þetta tekst honum ekki fyrir sakir merki- legrarstjórnarandstöðu helduröðru fremursakir þess, að í því andrúmslofti pólitískrar þreytu og skoðanaleysis sem j nú ríkir á sá flokkur tiltölulega auðveldan leik, sem hefur i þessa þrenningu hér á bak við sig: stærð, auð og völd út ] um allt samfélag. LEYNISKÝRSLUR ENDURSKOÐUNARNEFNDAR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS UM VANDA FLOKKSINS EFTIR KOSNINGAÓSIGURINN '87 KALDUR, HÚMORSLAUS OG FRÁHRINDANDI iJ 3LAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA í KÓPAVOGI Sjálfstœðisflokkurinn SEX ÁRATUGIR FRAMFARA 25. MAÍ1989 er merkisdagur I sögu þjóöarinnar. Þann dag eru sexlíu ár liðin frá slofnun Sjálf- að lil alorku einslaklinganna hvar sem þeir hafa verið staddir I þjóð- fé/aginu. Enginn flokkur hefur Þá cr komið út vandað kynning- arrit um flokkinn og handbók i lausblaðamöppu. Nú bráðlega stjórn sem sctið hefur á Íslandi, aðgerða- og úrræðalaus með öllu. Samkvæmt skoðanakönnunum Sextugt íhald I gær var haldið upp á sextugs afmæli Sjálfstæðisflokksins með pomp og prakt með afmælishátíð í Háskólabíói og fagnaði á Hótel íslandi. Þorsteinn Pálsson fékk að tala í bíóinu en á hótelinu hélt Davíð Oddsson hátíðarræðu og geta nú Valhallarlógar (saman- ber Kremlólógar) getið í eyðurn- ar. í tilefni afmælisins sat Þor- steinn Pálsson fyrir svörum í Þjóðarsálinni á Rás tvö á miðvik- udag. Sá þáttur var hinn fróðleg- asti á að hlýða, einkum og sér í lagi fyrir það hversu svarafátt for- manni Sjálfstæðisflokksins varð. Slagorð afmælisins er Sjálf- stæðisflokkurinn bakhjarl og brautryðjandi. Einn flokksbróð- ir Þorsteins hringdi og kvartaði sáran undan því að flokkinn vant- aði nýjar hugmyndir, einkum til að ráða bug á vítahring verðbólg- unnar, en einsog kunnugt er hef- ur Þorsteinn predikað stórfellda gengisfellingu það sem af er þessu ári, sem töfraformúluna fyrir lausn efnahagsvandans. Þorsteinn kvað flokkinn ætíð op- inn fyrir nýjum hugmyndum, gleymdi þó að geta þess í leiðinni hvernig flokkurinn brást við þeg- ar niðurfærsluleiðin var kunn- gerð af forstjóranefndinni sem Flateyringurinn Einar Oddur Kristjánsson, ein helsta vonar- stjarna íhaldsins fyrir vestan, veitti forstöðu. Þessi nýja leið var alltof ný fyrir íhaldsforystuna fyrir sunnan og í stað þess að fara hana var gengið fellt og ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar féll samtímis. Þannig fór um þann brautruðning. Naflaskoðunin Pressan sló sér upp á því í gær að birta útdrætti úr naflaskoðun- arskýrslum íhaldsins sem aðrir fjölmiðlar fjölluðu um haustið 1987 þegar ljóst var að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ætlaði að sitja á þessum skýrslum. Þessi út- dráttur Pressunnar er hin fróð- legasta lesning þótt fátt komi þar á óvart. T.d. segir í skýrslu Páls Kr. Pálssonar að tilkoma Borg- araflokksins hafi ekki orsakað slæma útkomu íhaldsins í síðustu kosningum, heldur hafi tilkoma Borgaraflokksins verið afleiðing vandans. „Flokkurinn virðist ekki höfða lengur til fólksins. Hann virkar kaldur, fjarlægur, tilfinninga- laus, flatneskjulegur og það sem verst er, húmorslaus.“ Harður dómur þetta, en við- brögð flokksforystunnar, að stinga þessum skýrslum undir stól í stað þess að taka þær til umræðu á opnum vettvangi einsog Al- þýðubandalagið gerði um svipað Íeyti með Varmalandsskýrslurn- ar, staðfesta dóm Páls Kr. Og ekki er laust við að sá grun- ur hafi læðst að hlustanda Þjóð- arsálarinnar að Páll Kr. hafi verið að lýsa formanni Sjálfstæðis- flokksins með þessum dómi sín- um. Yfirleitt eru þeir sem sitja fyrir svörum í Þjóðarsálinni lif- andi og einhvernveginn tekst þeim Stefáni Jóni og Ævari að snúa ofan af hátíðleikanum, en í þetta skiptið mistókst það gjör- samlega. Þorsteinn var einsog hertur steinbítur fyrir framan hljóðnemann og lá við að gnístrið truflaði útsendinguna þegar Þjóðarsálin saumaði að honum. Blóraböggull til vinstri Höldum okkur áfram við sex- tugsafmælið. Sjálfstæðisflokkur- inn í Kópavogi gefur út blaðið Vogar. Maíblaðið af Vogum er tileinkað afmælinu einsog vera ber. Þar skrifar formaðurinn hugleiðingu um Sjálfstæðisstefn- una og kemst þar að fróðlegri niðurstöðu um fylgistap flokksins í síðustu kosningum. Er einkar fróðlegt að bera naflaskoðun for- mannsins saman við naflaskoðun Páls Kr. „Enginn vafi leikur á því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tap- að nauðsynlegum trúnaði við marga kjósendur sem aðhyllast sjálfstæðisstefnuna vegna þess að honum hefur ekki tekist að koma stefnumálum sínum nægilega vel í höfn í samstarfi við vinstri flokka á undanförnum árum.“ Það er þægilegt að skella skuld- inni á einhvern annan en hálf hljómar það hjárænulega þegar Framsóknarflokkurinn er orðinn að blóraböggli Sjálfstæðisflokks- ins, ef litið er til kosningaósigurs- ins vorið 1987. Varla er Þorsteinn að tala um samstarfið í eigin ríkis- stjórn því samkvæmt skoðana- könnunum virðist íhaldið hafa endurheimt fyrra fylgi og ætti það að vera huggun harmi gegn þótt eigi skuli sigri hrósa fyrr en að leikslokum þegar þjóðin kveður upp dóm sinn í kjörklefa. Dauös manns gröf Þorsteinn tíundar þá valkosti sem fyrir hendi verða í næstu kosningum, annarsvegar Sjálf- stæðisstefnan og hinsvegar vinstri stefnan. „Við þurfum að sækja fram um allt land og sannfæra kjósendur um að hugmyndir sjálfstæðisstefnunnar séu ekki aðeins geðfelldari og rökréttari en sú stefna sem nú er kölluð „fé- lagshyggja“ og vinstri flokkarnir segjast hafa að leiðarljósi.“ Það gæti orðið erfitt þegar hafður er í huga sá dómur sem kemur fram í naflaskoðunar- skýrslunum. „Valhöll er einsog dauðs manns gröf nema í kring- um kosningar, happdrætti og flokksfundi. Mörgum almennum flokksmönnum finnst þeir óvel - komnir í húsið...“ segir í skýrslu Jóns Magnússonar. „Flokksforystan bæði í þjóð- málum og málefnum Reykjavík- urborgar einkennist af hroka og lítilli mannvirðingu," segir í skýrslu Magnúsar Gunnarssonar. Hrokafull forysta Það er þetta með hrokann. Ótrúlegur hroki kemur fram í grein eftir Ólaf G. Einarsson í Vogum og er ljóst að hann hefur ekki fengið að glugga í skýrslurn- ar undir rassinum á miðstjórn- inni, að minnsta kosti hefur hann ekki dregið neinn lærdóm af orð- um Magnúsar. Eðlilega sárnar Ólafi G. það mjög að þrátt fyrir nauman meiri- hluta hafi ríkisstjórninni tekist að sigla sínum málum í gegnum þingið með stuðningi þingmanna frá öðrum stjórnarandstöðu- flokkum en Sjálfstæðisflokknum. Hingað til hefur Sjálfstæðisflokk- urinn litið á sig sem forystuflokk stjórnarandstöðunnar og má það til sanns vegar færa, en hætt er við að Borgaraflokksmenn og þing- menn Kvennalistans verði ekki ginnkeyptir fyrir að lúta forystu sem dæmir þá veiklundað fólk, vegna þess að þeir létu málefni ráða en ekki vilja Sjálfstæðisfor- ystunnar. „Þegar meirihlutinn er tæpur kemur til kasta stjórnarand- stöðu. Og þar hefur mátt finna veiklundað fólk, annars vegar í Borgaraflokki og hinsvegar í Kvennalista.“ Og Ólafur bætir um betur þeg- ar hann segir Kvennalistann vera „heilsuhæli fyrir þá, sem ekki þyrðu að taka afstöðu í pólitík.“ Það þykir ekki hár aldur í dag að verða sextugur en innanmein Sjálfstæðisflokksins hafa gert hann að hrörlegu gamalmenni og ljúkum við þessu klippi á því að vitna í mann á svipuðu reki og Sjálfstæðisflokkurinn er: „Hvað segirðu, er hann bara sextugur og svo heldur fólk að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf verið til.“ _Sáf 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. maí 1989 T

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.