Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 10
Torfa Ólafssyni sjötugum Góöi vinur, ekki veit ég hvort það er rétt að trufla þinn frið með opinberu bréfi, en sé það þér til nokkurs ama vona ég að þetta verði mín stærsta synd gagnvart þér. Æjá, það er tölvert langt síðan við fórum eitthvað að stinga sam- an nefjum: rússneska var tilefnið, hana kunni ég betur en þú, og þú hefur jafnan verið prýðilega for- vitinn, allt vildir þú vita, líka um þann stóra afkima jarðar sem So- vétið er, og þá dugði ekki minna en að grúska í tungu landsfólks- ins. En ég komst fljótt að því að þó að þetta land sé stórt og fróð- legt, þá gat það aldrei orðið nema smá sneið af þinni andlegri köku, aldrei nema dropi í eilífðinni, sem þú áttir vitanlega betri að- gang að en nokkurntíma hann ég. Enda áttir þú sjálfa Rómarkirkj- una að og hún þig, og það munar um minna. Það hefur verið gott að tala við þig í hverri þeirri tóntegund sem við á um landsins gagn og heim- skupör, um uppvaxtarár okkar kynslóða og tíðarandans duttl- unga, og það er blátt áfram upp- byggilegt að vita af jafn mildum patríarka sinnar fjölskyldu og þú ert. En ekki síst er ég þér þakk- látur fyrir það sem við höfum skrafað saman um trúna. Og það get ég staðhæft með góðri sam- visku, úr því ég er byrjaður á þessu á annað borð, að þú ert í ALÞÝPUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði ABH, þriðjudaginn 30. maí kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1)Staðan í bæjarmálunum. 2) Útgáfumál. 3) Félagsstarfið Formaður Alþýðubandalagið Akureyri Aðalfundur ABA Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldinn þriðjudaginn 30. maí kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Mætum öll. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Aðalfundur ABR Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 31. maí kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Dágskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Skýrsla formanns. Reikningar og tillaga um árgjald 1989. Lagabreytingar. Kosning stjórnar Önnur mál. Fólagar fjölmennið og munið félagsgjöldin. Stjórn ABR ABR Tilkynningar vegna aðalfundar ABR Vegna aðalfundar ABR 31. maí nk. tilkynnist eftirfarandi: 1) Frestur til að skila inn tillögum vegna lagabreytinga rennur út í dag 24. maí. Framkomnar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með deginum í dag. 2) Tillaga uþpstillingarnefndar vegna stjórnarkjörs mun liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með sunnudeginum 28. maí. Skrifstofan verður opin frá kl. 16-18 þann dag. Frestur félagsmanna til að leggja fram aðrar tillögur rennur út þriðjudaginn 30. maí kl. 20.30 Fólagar munið að greiða félagsgjöldin. Opið alla virka daga frá kl. 16-18 fram að aðalfundi. Ath: Breyttan skrifstofutíma Stjórn ABR Torfi Ólafsson öllu þínu yfirlætisleysi og sjálfs- gagnrýni merkilega klókur máls- vari hins kaþólska heims, afar drjúgur við að efla vinsemd og virðingu í hans garð. Verðir þú hundrað og tuttugu ára (ef þú kærir þig um) og gangi þér allt í haginn - jafnt innan þess hrings sem dreginn er um per- sónulegt líf og utan hans - í fram- gangi þeirrar gæsku sem við vit- um að heimurinn hefur óendan- lega mikla þörf fyrir. Arni Bergmann Fundir á Austurlandi Hjörleifur Guttormsson alþingismaður verður á opnum fundum á Austurlandi á næstunni sem hér segir: Djúpavogl, Hótel Framtíðin, mánudaginn 29. maí kl. | s 20.30. m ^ ^ I Fáskrúðsfirði, verkalýðshúsinu, þriðjudaginn 30. maí kl. 20.30. Neskaupstað, Egilsbúð, miðvikudaginn 31. maí kl. 20.30. Egilsstöðum, Valaskjálf, fimmtudaginn 1. júní kl. 20 30 Brelðidal, Staðarborg, föstudaginn 2. júní kl. 20.30. Hiörlei,ur Höfn í Hornaflrði, í Miðgarði, laugardaginn 3. júní kl. 13. Fundarefni: Störf Alþingis og hagsmunamál byggðarlaganna - Fyrirspurnir og umræður. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið ÍÞRÓTTIR Ragnar Margeirsson og Þorgrímur Þráinsson kljást hér um knöttinn í Meistarakeppninni. Lið þeirra verða án efa bæði í baráttunni um meistaratitilinn eins og síðustu ár. Boltinn farinn að rúlla íslandsmótið í knattspyrnu nú komið áfullt en slœm skilyrði setja strik í reikninginn. Valur og FH unnu í gœr Þessa dagana fer fram önnur umferð í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu og má því segja að boltinn sé loks farinn að rúlla af krafti. Fram að þessu hefur vetur konungur ráðið mestu um fram- vindu mála og hafa flestir leikjanna farið fram við ófull- nægjandi skilyrði. Ekki má dæma liðin strax Varla er hægt að dæma liðin af leikjum fyrstu umferðar sem fram fór um síðustu helgi. fs- landsmeistarar Fram rétt mörðu nýliða Fylkis á gervigrasinu f Laugardal og þurfa Framarar að leika mun betur ef þeir ætla að verja titil sinn. Fylkismenn stóðu sig ágætlega í leiknum þótt ekki ynnist í honum stig og með svip- aðri baráttu geta þeir tekið stig af hvaða liði sem er. Skagamenn komu nokkuð á óvart þegar þeir sigruðu KR-inga á gervigrasinu. KR hefur æft á „mottunni" í vor en Skagamenn eru ekki vanir að leika á vellin- um. Þá höfðu KR-ingar unnið Reykjavíkurmeistaratitilinn skömmu áður og búist við miklu af þeim. En Skaginn stendur sig sem fýrr og verður fróðlegt að fylgjast með þessum liðum í næstu leikjum. Þórsarar komu líka á óvart með sigri á Víkingi á heimavelli. Leikur þeirra var ekki rismikill og verða bæði lið að sýna betri knattspyrnu til að losna við fallbaráttuna. Þá voru tveir markalausir leikir í fyrstu umferð. Bikarmeistarar Vals gerðu markalaust jafntefli í .- Keflavík en heimamenn misnot- uðu vítaspyrnu í leiknum. FH fékk KA frá Akureyri í heimsókn og tókst liðunum ekki að skora. KA var ofarlega í deildinni í fyrra og ætti leiðin að vera upp á við hjá liðinu nú. FH er með sterkan mannskap en liðið vann 2. deild í fyrra með meiri yfirburðum en gengur og gerist. Valur og FH unnu í gærkvöld voru síðan tveir fyrstu leikirnir í annarri umferð. Valur tók á móti í A á heimavelli sínum að Hlíðarenda. Leikið var á æfingavelli liðsins þar sem aðal- völlurinn er ekki orðinn nógu góður. Ekkert mark var skorað í fyrri háifleik en í þeim síðari skoruðu Sævar Jónsson og Ingvar Guðmundsson fyrir Val án þess að Skaganum tækist að svara fyrir sig. Það virðist því sem Valsmenn séu loks að komast í gang eftir fremur siakt gengi í vorleikjun- um. Liðið hefur mjög góðan mannskap og nánast landsliðs- mann í hverri stöðu. Þegar það smellur saman verður örugglega erfitt fyrir önnur lið að stöðva það. í Keflavík tóku heimamenn á móti FH-ingum og fóru gestirnir með þrjú stig með sér í Fjörðinn. Það voru þeir Pálmi Jónsson og Hörður Magnússon sem tryggðu FH-ingum sigurinn í 1-2 sigri en þeir hafa verið iðnir við marka- skorun hjá liðinu síðustu misseri. Eftir þessa leiki eru Valur og FH komin á topp deildarinnar en .- önnur lið eiga möguleika á að ná þeim að stigum eða komast upp fyrir þau í leikjum helgarinnar. Staðan eftir leiki gærkvöldsins er þannig: Valur..........2 1 1 0 2-0 4 FH.............2 110 2-1 4 Fram...........1 1 0 0 1-0 3 Þór............1 10 0 1-0 3 ÍA.............2 10 13-3 3 KA.............1 0 1 0 0-0 1 (BK............2 0 111-2 1 Fylkir.........10 0 10-1 0 Víkingur.......1 0 0 10-1 0 KR.............10 0 11-3 0 Leikir í kvöld Eins og sést er ekki mikið að marka þessa stöðu enda þrír leikir óleiknir. Fram og Þór eiga möguleika á að ná sex stigum með því að vinna leiki sína í þess- ari umferð. Fram leikur gegn KA á Akureyri í kvöld kl. 20.45 en Þór leikur gegn Fylki í Árbænum kl. 14.00 á laugardag. í kvöld leika einnig Víkingur og KR og hefst leikur þeirra kl. 21.00. Rétt er að vekja sérstaka at- hygli á tímasetningum leikjanna í kvöld en báðir leikirnir áttu upp- haflega að hefjast kl. 20.00. Leikur Liverpool og Arsenal á Anfield Road verður sýndur í beinni útsendingu og hefst hann kl. 19.00. Honum verður ekki lokið fyrr en stundarfjórðungi fyrir níu og þar sem flestir knatt- spyrnuáhugamenn vilja sjá hver hreppir enska meistaratitilinn í beinni útsendingu var ekki hægt að búast við mikilli aðsókn ef leikið væri klukkan átta. Gott mál, og íþróttadeild Ríkisút- varpsins á lof skilið fyrir. -þóm 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.